Alþýðublaðið - 13.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 13. DES. 1940. MJaðve (úr feSeirfislctim er |ólabók isariisni Fæst iafá I Dlöðsapasafn Sígf. Sfgféssonar. ■ ■ ■ ♦------ skTásetjarinn sjálfur er oft fiull- LORD LOTfflAN Frh. af 1. síðu. í lj6s harm sinn yfir því að hafa misst þennan trygga vin sinn. MacKenzie Kiing, forsætisráð- herra Kanada, minntist Lord Lot- hians einnig í ræðu í gær .og benti á, að síðasta verk hans hefði verið að hvetja til auk- ins stuðnings við Bretland í stríð- inu) í ræðunni, sem flutt var fyrir hann í Baltimore. Guðspekif élagar! Septímufundur í kvöld kl. 8.30. Axel Kaaber flytur erindi. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Tryggvagötu 28, sími 1267. Þar er tekið á móti gjöfum til starfseminnar. Háskólafyrirlestur verður á morgun kl. 5 í II. kennslu Háskólans. Þórbergur Þor- gilsson flytur fyrirlestur um spænskt þjóðlíf. FerH verður á morgun til Sands, Ól- afsvíkur og Stykkishólms. — Vörum óskast skilað fyrir há- degi. ,©■+0afoss‘ fsr ■■ íað kvSId (lang ai €? i*¥old) vestur og iiof-difir. Sígfús Sigfússon: fslenzk- iar þjóðsögur og sagnir — X. b. Afreksmannasögiur. JÓÐLEGAR SÖGUR OG SAGNIR virðást njóía hinna mestu vmsælda meðal íslenzkra lesenda, ef dæma má eftir því, hversu mikið er gefið út af siíku tægi. Nú hefir um alllangt skeið ver- ið hljótt urn stærsta og fullk-omn- ast ' aðgreinda þjóðsagnasafnið, sem til er á íslenzku máli, þjóð- sögur Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará. Enda hefir útgáfa þess verið mjög hægfara. Fyrstu þrjú bindin boimu út á Seyðisfirði á áruilum 1923—25. Pjórða binidið kom síðan út hjá Þorvaldi Bjarnasyni í Hafnarfirði árið 1931. Enda hafði Alþtngi þá veitt nokku.rn styrk til útgáfunn- ar. Var þá skömmu síðar byrjað að prenta 10. bindið eða Afreks- mannasögurnar, og kom fyrri hi'uti þess út 1933. Nú er loks síðari hluti þessa bindis kominn í bókaverzlanir og anun eflaust kærkominn öllum þeim, er unna þjóðlegum sagnafróðleilk, því að þar er saman kominn fjj&ldinn allur af sögnium um menn, sem allflestir lifðu á síðast liðimni öld og samtíöarmenn Sigfúsar ýmist mundu eftir eða höfðu fyrstu handar sagnir af. Þetta hefir sér- stakt gildi fyrir þá, sem athuga vilja hvemig sagnir myndast og hversu fljótt mumnmælin byrja \að færast í þjóðsagnaformið með meiri og minni skáldlegum blæ. Fer þetta auðvitað mikiö eftir heimiIdaTmönnunum, sem sumir halda sér við eins konar sikýrslw- form, eins nákvæmt oig auðið er að fá, en aðrir leggja aftur aðal- óherzlu á að gera söguna sem frásagnarverðasita með viðeigandi stílfærslu. Þess verður vart, að snortinn af skýrsluforminiu, enda kveðst hann leggja á það aðal- stumd að segjia „sem nákvæmast frá og réltast11. Aftur rýrir þessi tilhneiging þá vitanlega síður gi’di sagnanna, sem sannrai þjóð- lífsmymda, auik þess að þær hafa að geyma allmikinin fróðleik um einstaka menn og ættiir, sem sér- staklega mnin Ikærkominn af- koinendum hinna umgetmu mann.a, sem dreifðir eru um land allt. Það sem því komið er mú út af safni Sigfúsar, eru I. Sögur um æðst'u völdin, II. Vitranasög- ’ur, III. Draugasögur, IV. Álfa sögur og trölla, og nú loks Af- reksmannasögíjrnar, sem eriu í rawn og veru X. bimdið í safnintu, en voru gefnar út nú samkvæmt almenmri ósk kaupenda siafmsins. — Er nú sögð von um að lögð verði áherzla á útigáfu þess, sem eftir er af safni Sigfúsar, og má teljia líklegt, að alþingi veiti framhaldsstyrk til þessa. H. Jólablað sjómannablaðsins Vík- ingur er komið út. Er það myndarlegt að frágangi. Það flytur meðal ann- ars: Jól, eftir séra PétUr Oddsson, Minning skipverja á Braga, Að- fangadagskvöld, sögu eftir Guðm. G. Hagalín, Að heiman og heim, eftir Þorlák Guðmundsson, Um veðurspár, eftir Björn L. Jónsson, Skammdegisróðrar frá ísafirði, kvæði eftir E. Geirdal, Jólasveinar og sæfarar, eftir Guðbr. Jónsson, Minningargrein um Bjarna Sæ- mundssbn, Framtíðarhreyfill fiski- flotans, Fyrstu sjóferðir mínar, eft- ir Sveinbj. Egilson, Fréttir í stuttu máli, Til Bjarmalands og heim, eftir Ásgeir Sigurðsson, afmælis- greinar og ýmislegt fleira til fróð- leiks og skemmtunar. j--------UM DAGINN OG VEGINN-------------------------- I Bókaútgáfan fyrir jólin. Ferðabækurnar Marco Polo og Macellan. ; 1 ► < Frægar sögur og myndarlegar útgáfur. Undrun nábúanna. Hnút- : < urinn í Aðalstræti og torfærurnar á Ægisgötu. Erindi dr. Jóns I j Helgasonar biskups. ! ...... ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. --------------- EÐAL HINNA MÖRGU bóka, -t-®-®- sem nú koma út, eru nokkr- ar ferðalýsingar, en þær eru ein vinsælasta lesning okkar íslend- inga, að minnsta kosti yngri kyn- sióðarinnar. Frægasta og mesta ferðabókin er áreiðanlega Marco Polo, gefin út af ísafoldarprent- smiðju. Þetía er kölluð „jólabók“ þessa mikla útgáfufyrirtækis, og hún yrði áreiðanlega kærkomin jólagjöf bókamönnum. — Ferða- lýsingar Marco Polo eru einhverj- ar frægustu ferðasögur, sem ritað- ar hafa verið og fáir trúðu höf- undinum og töldu hann erkilyg- ara þegar hanh skýrði frá ferðum sínum. Þetta er mjög myndarleg útgáfa óg prýdd fjölda mynda. ÞÁ ER MÁGELLAN, ferðalýs- ingar um þennan ræga sjófaranda, sem fyrstur sigldi umhverfis hnöttinn. Útgáfufélagið Heimnall- ur gefur þessa þók út og er það mynnarleg útgáfa, einnig í þessari bók eru margar mynnir. Báðar þessar bækur eru ágætar hvor á sínu sviði og spái ég góðu um út- breiðslu þeirra. MÉR ER SAGT, að nábúar okk- ar í tvíbýlinu undrist það mjög, hver ósköp eru gefin .út af bókúm hér. Segja þeir að þeir hafi aldrei 'vitað annað eins bókaflóð miðað við mannfjölda. Þetta er ekki undarlegt, enda þykir sum- um okkar nóg um. Ég hygg að þrátt fýrir margar ágætar bækur, sem nú koma út, þá séu gæðin heldur rýrari en í fyrra, og veit ég ekki hvað veldur, nema ef vera skyldi að Norðurlandamarkaður- inn lokaðist svo snemma á árinu, að þýðendur hafi ekki haft úr eins miklu að moða. En skríínast af öllu er það,. að bókaútgáfan ber sig og sést bezt á því, hver ósköp við íslendingar kaupum af bókum, og þó eru að minnsta kosti þrjú bókaútgáfufélög, sem senda út ár- lega góðar bækur fyrir lítið verð. ÞAÐ ER MIKIL BÓT að því, að lögregluþjónar stjórna umferðinni á erfiðustu tímum dagsins þar sem umferðin er mest. En eitt vildi ég benda á, sem þarf að athuga. Eng- inn lögregluþjónn er til aðstoðar I Aðalstræti fyrir framan Silla & Valda. Klukkan tólf á daginn lend- ir þar stundum allt í hnút, svo að hvorki er hægt að komast aftur á bak eða áfram. Hafa óbreyttir vegfarendur stundum orðið að ganga á milli til að koma umferð- inni í lag, þó að oftast hafi ís- lenzkir eða brezkir bifreiðastjórar orðið að taka þetta að sér. ÞJESSI SÍFELLDA TRUFLUN þarna stafar fyrst og fremst af því, að strætisvagnar stöðvast fyr- ir utan Matstofuna á þessum tíma, en á sama tíma standa bifreiðar eða jafnvel hestvagnar hinum megin á götunni. — Það er bráð- nauðsynlegt að lögregluþjónar séu hafðir þarna á þessum tíma og eins um kl. 6 á kvöldin. ÞÁ HEFIR MÉR LÍKA blöskrað eftirlitsleysið neðst á Ægisgötu. Þar er verið að byggja og liggja malar- og sandhrúgurnar þar langt út á götuna. Við því er ekkert að segja ef til vill meðan verið er að byggja, en það er vítavert að leyfa það, að stór járnstykki liggja út á þvera götuna einmitt beint á móti sand- og malarhrúgunum. Þarna er öll umferð svo að segja ófær, en um kl. 12 fara margir Vesturbæ- ingar frá höfninni einmitt upp þessa götu. Burt með járnstykkin af Ægisgötunni! ÉG VIL ÞAKKA Jóni biskupi Helgasyni fyrir erindi hans um menn, isem hajin þekkti hér í bænum í sínu ungdæmi, kunnustu mennina í ýmsum stéttum. Þetta er mjög fróðlegt efni og skemmti- legt og mikið verk hefir Jón biskup Helgason unnið með öllum fróðleik sínum um Reykjavík og raunar margt annað. Hygg ég að fáir embættismenn hafi unnið jafn- mikið starf og Jón biskup Helga- son auk embættis síns. HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG. Nýtt bindi: Ljósvetninga saga með þáttum Reykdæla saga ok Víga-Skúta, Hreiðars þáttr. Björn Sigfússon gaf út. XCV+284 bls., 5 myndir og kort. Verð kr. 9.00 heft, kr. 16.00 og 18.50 í skinnbandi. fiom út í cEa|. Aðalútsala: Bökaverslun Siifðsar Eyimdisonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. Svart piötitjám np. 17, 18, 10, Vyrfrliggjapidi. J. ÞorlákssoGi & M®'rlmai&E9. Bankastræti 11. Sian 1211. —ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIЗ V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.