Alþýðublaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1940, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. DES. 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ag íslandsl auirúa á fpumUðina! / en treysta mest eigin fyrirhyggju. Hann hefir keypt hjónatryggingu og líftryggt bæði börnin. Svo bjóða þau framtíðinni byrginn. Hvað er .Silver Qneen! Silver Queen: er fullkomnasta og fljótvirkasta Permanent- vél nútímans. Silver Queen: krullar allt hár, enginn óþaegilegur hiti. Silver Queen: sparar yður tíma. Silver Queen: verður kærkom- in jólagjöf. HÁRGREIÐSLU STOFAN PERLA Bergstaðastræti 1. Sími 3895. Sími 3895. Jélasðgur. \ Fimm síðustu jólahefti Æskunnar samanheft um 200 síða bók á aðeins 2 krónur. Allt úrvals jólasögur með 70 til 80 myndum, fást aðeins í BÖKABÚÐ ÆSKUNNAR, KIRKJUHVOLI. NB. Þeir, sem vilja ódýrar jólasögur, kaupa jólasögur Æskunnar. OFVITINN 'r*- I' Þórbergur Þórðarson, rit- höfundur skrifar enn um sjáífan sig. Þessi sjálfsæfi- saga erj rituð af; venju- legri snild og andagift pessa pjóðkunna rithöf- undar —!'en bókin er fág- aðri og skemtilegri en alt sem áður hefir komið út eftir hann. \ Lesiö Þórberg á jólunura. JÓLABLAÐ FÁLKANS 60 bls. að stærð, kom út í morgun. Efnið er fjölbreyttara en nokkru sinni áður og myndaúrvalið meira. Þetta er 13. jólablað Fálkans og það bezta hingað til. Af efninu má nefna: Jólahugleiðing, eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. Sex gullfallegar sögur. Greinar með myndum um: Þormóð Torfason sagnaritara, eftir póf. D. Arup-Seip, Jólin í Englandi, Valamoklaustur í La- dogavatni, stærsta klaustur Norður-Evrópu, Svein Pálsscn lækni, merkasta náttúrufræðing sinnar tíðar, um Bessastaði að fornu og nýju, um mesta auglýsingaskrumara veraldar: Barnum o. fl. Litprentaðar jólamyndir eru í blaðinu og alls eru myndirnar um 80 talsins. Jólablað Fálkans hefir undanfarið selzt upp á örstuttum tíma. Hafið vaðið fyrir neðan yður og kaupið blaðið þegar í stað, annars getur svo farið, að þér náið ekki í það, því að upplagið er takmarkað. SENDIÐ VINUM YÐAR UTANBÆJAR JÓLA-FÁLKANN! Höfum opnað hárgreiðslu- og snyrtistofu með nýtízku áhöldum. Hárgreiðslu- og snyrtistofan Lilja TEMPLARASUNÐI 3. SÍMI 5288. Kristín Lárusdóttir. Lilja Þórðardóttir. BOÐSKAPUR ROOSEVELTS. . (Frh. af 1. síðu.) Jafnframt er í áætluninni gert ráð fyrir stórkostlega auk- inni hergagnaframleiðslu í Bandaríkjumim, bersýnilega til þess að geta aukið stuðninginn við Breta sem mest. Hin fjárhaosleoa talið málsins leyst. Þessi ályktun Band aríkjafoiset- ans vekur mikla athygli um all- am heim. Undanfarið hefir ver- ið um þaö talað, að Bretlaind yrði að íá fjárhagslega hjálp Bandarikjanna og sennilega taka þar stórlán til að standast straium af vopnakaupunum. En með hiirni nýju áætlun Roosevelts er hin fjárhagslega hlið málsins leyst á allt annan hátt. Roosevelt sagði við blaðamenn ina, að það væri óviðeigandi að vera að tala um dollaralán eða peningagjafir handa Bretum. Það væri viðurkennt, að þeir væiiu i styrjöldinni meðal annars að verja Bandaríkin, og ekkertværi þvi eðlilegra, en að Bandaríkin lánuðu þeim vopn sín til þess á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í áætluninni. Roosevelt bætti þvi við, að þeg- ar hús nágrannans brynni, værl það ekki venja, að lána honum dollara til þess að kaupa slökkvi- tæki, heldur að lána honum slökkvitækin sjálf. ðsannindi kon únistaJhrakin. Samtal við skipstjðrann á Ólsr. Garða, Baldvin Halldórsson. BLAÐ kommúnista skýr- ir frá því í dag, að Sveinbjöm Erlingsson hafl verið rekinn af togaranum „Óla Garða“ fyrir grein, sem hann ritaði í Þjóðviljann s.l. sunnudag. Alþýðublaðið snéri sér til skip- stjórans á „óla Garða", Bald- vins Halldórssonar í morgun og las fyrir hann grein Þjóðviljans- „Þetta eru rakalaus ósann- indi“, sagði skapstjórinn. „Svein- bjöm Erlingsson sagði upp áð- ur en grein hans bom í blaðinU. S. 1. föstudagskvöld, þegar vi& vonum á leið inn, kom Svein- bjöm upp í brú til mín og sagði: „Ég ætla að tilkynna. yður að ég fer af skipinu þegar við kom- Uim inn“. Ég sagði: „Nú hváð er að?“ Hann svaraði meðýms- um aðfinslum út af öryggisút- bunaði, sem hann hafði einmitt rétt áður verið beðinn að athuga hvort í lagi væri — og er hann hafði sagt þetta svaraði ég að- eins: „Jæja, þú um það, maður minn. Fyrst að þú þykist ekki geta verið, þá ferð þú vitanlega af“. „Ég skal taka það fram að vitni eru að þessu samtali okk- ar“, sagði skipstjórinn að lok- wm. 1 '■ ----------------------------i Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin Ingibjörg Gurínarsdóttir og Guðmundur Guðmundsson, Unnarstíg 2, Hafn- arfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.