Alþýðublaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. DES. 1946. ALÞÝÐU ÍU> ÍUtÞ' X 1 Tilkpning frá rlkisstjó Til viðbótar við áður auglýstar tálmanir á siglingaleiðum hér við land, vegna hernaðarað- gerða brezka setuliðsins, hefir herstjórnin tilkynnt, að bannað sé að varpa akkerum eða stunda hvers konar fiskveiðar á eftirtöldum stöðum: a) í Hvalfirði á belti yfir fjörðinn, sem takmarkast af eftirfarandi stöðum: 64° 21'40" n. br. 21° 45'24" V. lgd. 64° 20'40" n. br. 21° 41'18" V. Igd. 64° 23'02" n. br. 21° 42'20" V. lgd. i 64° 21'36" n. br. 21° 39'10" V. lgd. b) í Seyðisfirði á belti, sem takmarkast af línu, sem hugsast dregin þvert yfir fjörðinn í 144° stefnu frá stað, sem liggur 0,2 sjómílur í 258° stefnu frá flaggstönginni á verzlunarhúsunum á Vestdalseyri, og annarri línu, sem hugsast dregin þvert yfir fjörðinn í 134° stefnu frá stað, sem liggur 0,2 sjómilur 1 043° stefnu frá áðurnefndri flaggstöng. c) í Eyjafirði á belti þvert yfir fjörðinn, sem að norðan takmarkast af línu, sem hugsast dregin milli Arnamesnafa og Laufásldrkju, og að sunnan af línu, sem hugsast dregin milli Hjalteyrarvita og bryggju framundan bænmn Nolli. d) í Hrútafirði á belti þvert yfir fjörðinn, sem takmarkast að norðan af línu, sem hugsastdreg- in í rétt austur og vestur frá norðurenda Hrúteyjar, og að sunnan af línu, sem hugsast dregin í rétt austur frá Kjörseyrartanga. * Ennfremur tilkynnir herstjómin að hindrun hafi verið lögð þvert yfir Hvalfjörð, hér um bil í 317° stefnu frá suðurenda Hvaleyrar í Hvalfirði. Hindrunán er merkt með duflum,'og er hættuleg skipum. Sem stendur má þó sigla yfir hindrunina milli dufla, en skip, sem sigla yfir línuna, ættu að gera það á stefnunum ANA—VSV, eftir seguláttum. Skip verða að hlýða sérhverri bendingu, seem þau kunna að fá frá nálægum gæzluskipum. Reykjavík, 23. desember 1940. njNDÍKWTIlKYHNm/lR BARNASTÚKAN ÆSKAN heldur jólatrésskemmtum sína sunn.udag og mánudag, 29. og 30. þ. m- Skemmtunin byrjar kl. 2 e. h. báða dagana. Aðgöngumiðar seldir í Góðtemplarahúsinu frá tkl. 5—'7 í dag. Gæzlumenn. BARNASTÚKAN UNNUR nr. 38 heldur fund á morgun kl. 10 f. h. Skýrt verður frá jólafagn- aði stúkunnar. Fjðlmennið og mætið stundvíslega. TILKYNNING frá barnastúikunni Æskunni. Munið, að sækja að- göngumiða að jólatrésskemmt- uninni í !dag frá kl. 5—'7. í G.- T.-húsið. BJARNI JÓNSSON Esju, sem fengu ekki að fara hér í land, en voru fluttir til Eng- lands til rannsóknar. Hinir tveir eru þegar lausir og væntanlegir hingað með fyrstu ferð. Faust. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir frumsýningu á Marionett- leiknum „Faust“ í hátíðasal Háskólans á nýjársdag kl. 20. Á undan leiksýningunni flytur Jón stúdent nýjárskveðju. önnur leiksýning 2. janúar. Félagsmenn geta pantað aðgöngumiða að báðum leikkvöldunum í skrifstofu gjaldkera félagsins, hr. Egils Sigurgeirssonar lög- fræðings, Austurstræti 3, sími 1712, opið kl. 10—12 og 14—18. á Gamlárskvöld í Iðnó. — Hefst klukkan 10. Aðgöngumiðar í Iðnó á sunnudag kl. 1—3 síðd.» á mánu- dag kl. 5—7 síðd, og á Gamlársdag frá kl. 1 síðd., en þá verður verð miðanna hækkað. — Aðeins fyrir íslendinga. ------UM DAGINN OG VEGINN -------------------* Jólaútvarp brezka hersins og sumarblíðan á íslandi, sem flestum * þykir ótrúleg. Mikil verzlun og takmarkanir á innflutningnum. ► Lof um aðalþulinn. Vegurinn upp að Álafossi. f ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.----------* A JÓLADAGSMORGUN var endurvarpað frá Bretlandi kveðjuávörpum hinna ýmsu deilda brezka hersins á landi, legi og í lofti,. ekki aðeins heima fyrir í Englandi og Skotlandi, — heldur og alla ieið frá íslandi til Palestínu, Grikkiands, Egypta- landi, Súdan óg Libyu. Það var gaman að hlusta á þessi ávörp og að ýmsu athyglisvert. Sá sem talaði fyrir herinn á fslandi, sagði, að það myndi kannske undra marga, .en hér héldu hermennirnir snjó- laus jól, enginn snjór í byggð og enginn ís. Hér eru friðarjól hjá öllum, sagði hann ennfremur. Þá talaði og Kanadahermaður hér og beindi hann máli sínu til heima- lands síns. Gat hann meðal annars um barnaboðið, sem Kanadamenn- ir höfðu hér fyrir jólin. SJALDAN mun eins mikið hafa verið verzlað hér í bænum og fyrir jólin. Margir kaupmenn seldu vörur sem þeir hafa legið með í mörg ár. Kaupmaður sem ég hafði tal af nýlega, sagði, að hann hefði í raun og veru ekki meira í búðinni og var mikið kvartað undan tak- mörkunum á innflutningi. Fólk hafði allmikið fé handa á milli, enda er það eðlilegt, þar sem hér er nú ekkert atvinnuleysi. En hætt er við að margir standi eftir jafn slippir, þegar atvinnan minnkar, jafnvel þeir ekki sízt, sem nú afla allmiklu meira en þeir þurfa á að halda. ÞAÐ VIRÐIST vera allmikið ó- lag á póstinum, hverju sem það .ef að kenna. „íþúi“ við Bergþóru- götu skrifar mér á þessa leið: ,,Mig undrar stórum á útþurði pósts hér í bænum. Hváð eftir annáð undan- farið hefir bréfum verið hent í forstofuna Hjá mér, sem annað hvort hafa átt að fara í næstu hús eða á aðrar hæðir þess húss, sem ég bý í. Eitt sinn reyndi ég sjálfur að koma bréfunum til skila og hreinsaði forstofuna, en ekki leið á löngu, þar til þetta endurtók sig aftur. Hvernig stendur á þessu?“ ÉG VEIT EKKI hvernig stend- ur á þessu, en trúað gæti ég því, að það væri afleiðing af því að póstþjónar eru alltóf fáir í bæn- um og allt of mikið lagt á þá. í sambandi við þetta skal ég geta þess, að fyrir nokkru hafði Verka- mannafélagið á Eyrarbakka hátíð af tilefni 35 ára afmælis síns. — Nokkru áður en hátíðin átti að fara fram símaði ég til formanns félagsins og bað hann um upplýs- ingar um félagið. Hann kvaðst skyldi senda þær í pósti, en stutt- ur tími var til ^stefnu, svo að ég bað hann að hafa hraðan á. Hann gerði það og setti upplýsingarnar í póst fyrir kl. 10 á miðvikudags- morgni. Ég bjóst fastlega við að ég fengi böggulinn síðdegis á fimmtudag í síðasta lagi, en hann kom ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Eins og kunnugt er, eru daglegar póstferðir að austan, svo að hér er um sleifarlag af verstu tegund að ræða. Þetta kom sér illa fyrir mig og verkamannafélagið. FRÁ „ÚTVARPSHLUSTANDA“ fékk ég þetta bréf fyrir jólin: „Oss íslendingum er tamara niðið en hólið. Svo hefir alla tíð verið, svo sem fornsögur vorar sýna oss glögglega og annálar og heimildir allar. Illt verður það að teljast, að svo mjög ber á þessu lýti, að þagað er yfir því, sem vel er gert. En svona er nú ástandið. Til marks um það hversu mikið mein þetta er og illkynjað, má geta þess, að níðvísur og níðkvæði hafa alla tíð verið hið vinsæla andlega fóður dreifbýlisins, og sá, sem hefir get- að hnoðað saman mesta níðinu, hann er eftirlætisgoð sinnar sveit- ar, öðlingur hennar og djúphyggju- maður. Ástandið í þessu efni er skárra í kaupstöðum og kauptún- um, þó hvergi nærri sé það gott. Þetta er þjóðarlöstur. Lesti má lækna, guði sé lof og dýrð(l), en lækningin kann að taka tugi ára, já, &. t. v. öld.“ „SVO AÐ SEGJA öll bréf þau, er þú birtir, eru aðfinnslur einar og' köpuryrði. Sannar það Ijóslega, að enn er oss íslendingum hjart- fólgnast níðið og skammirnar. Vetrarmyrkrið og stríðið eru vafa- laust ágæt olía á þenna eld and- legra, persónulegra huðstrýkinga. En allt um það er texti dagsins í dag: útrýmið níðinu, þér Thule- búar. — Menn verða að fá að njóta sannmælis í smáu sem stóru. Allt er bezt í hófi, segir máltækið, og' er það vafalaust sannmæli; gildir það í þessu efni sem öðrum.“ „ÞAÐ, SEM OLLI ÞVÍ, að ég reit þér línur þessar, Hannes minn, er það, að mig langaði til að benda íslendingum á hve ágætan aðal- þul vér eigum þar sem Þorsteinn Ö. Stephensen er. Um eitt skeið geisaði hér á landi þulaofsóknar- æði, svo sem allir muna. Menn voru saxaðir í spað og varpað ,á öskuhauga hinna ógæfusömu. Menn og konur (þulir) voru dæmd og krossfest. Veiklað kven- fólk var ýmist dregið á hárinu eða það var kjöldregið í hafi ofsókna og níðs. Níðskáldin brutu heilann' í 40 daga og 40 nætur og náðu há- marki listar sinnar. Þá var gam- an að lifa!“ „ÞESSI LÆGÐ ofsókna fór að vísu ekki yfir landhelgi Þ. Ö. St„ en það gleymdist eitt í þessum ofsa: að geta um kosti Þ. Ö. St., að geta þess að hann væri til. Það var ekki ráðizt á hann, það var ekki minnzt á hann! Þetta er það, sem vér íslendingar köllum að láta einhvern njóta sannmælis!! Þegar menn eru dauðir, þá skal ausa á þá lofi; þegar menn eru dauðir yrkir níðskáMið 10 eða 30 kr. út- fararljóð. Hart er í heimi.“ „MÁLRÓMUR Þ. Ö. St. er skýr, rödd mjög þægileg, flutningur prýðilegur, aldrei neitt pat eða fum, heldur hæfileg ró óg hæfi- legur hraði, fruntaskapur í lestri ekki til. I stuttu ináli vingjarn- legur og næstum því föðurlegur blær á allri framsögu einkennir þul þenna. Þess vegna er hann vinsæll og aufúsugestur hvar sem hann kemur, ef svo má að orði kveða.“ BIFREIÐARSTJÓRI skriíar mér Og segir að vegurinn upp að Ála- fossi sé svo að segja ófær. Biður hann vegamálastjóra að hraða meira en nú er gert viðgerðum á veginum. Hannes á hornimi. Dnglegan nngllng vantar til að bera út Alpýðublaðlð i VesíurbænuiB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.