Alþýðublaðið - 31.12.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.12.1940, Síða 1
Batnandi horf ur um friðsam lega lausn á kaupdeilunum. Járniðnaðarmenn og tvö önnur félög hafa þeg- ar fengið samninga með fullri dýrtíðaruppbót. Samkoinulag á svlpuðnm grundvelli fengið milli snmninganefnda Dagsbrúnar og atvinnurekenda ÞRJÚ VERKALÝÐSFÉLÖG hafa þegar lokið við að gera samninga við atvinnurekendur. Þessi félög eru Félag járniðnaðarmanna Reykjavík, Verkalýðsfélag Akureyrar og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefiavíkur. öll þessi félög hafa fengið samninga um það, að dýr- tíðin skuli meðlimum þeirra að fullu bætt, og eitt þeirra meira að segja fengið hækkun á grunnkaupi. En auk þessara félaga eru nokkur félög, sem að mestu eru búin að ganga frá samningiun, þó að nokkur formsat- riði séu eftir — og meðal þeirra er Dagsbrún. En úrslitin í samningum þeirra félaga, sem þegar eru búin, gefa hug- mynd xnn þá stefnu, sem virðist vera að verða ofaná. Tveir menn, sem Hitler óttast. Churchill. Rooseveit. Churcliill heimsitti City i gær eftir ihveikjaárásina. Honum var tekið með ógurlegum fögnuði af ibúunum og slökkviliðinu. HURCHILL forsætisráðherra Breta og kona hans voru tvo klukkutíma seinnipartinn í gær á göngu um City í London til þess að athuga tjónið, sem varð af íkveikjuárás þýzku flugvélanna í fyrrakvöld, og tala við íbúana og björg- unarliðið, sem var enn að verki til þess að kæfa eldinn í brunarústunum. Fólkið í City sýndi við þetta tækifæri, að það hefir ekki látið bugazt við hina ægilegu loftárás. Það tók á móti Cliurchill með gifurlegum fögnuði og alls staðar kvað við: Við skulum halda út, hvað sem það kostar, en Iátum þá fá það vel borgað. Félag jámiðnaðarmanna hafði fund með atvinnurekend- um hvað eftir annað x gær, en í gærkveldi hélt félagið fund til að ræða málið og að honum loknum voru samningar undir- ritaðir. Járniðnaðarmenn fá dýrt^ð- ina að fullu bætta, en enga hreytingu á grunnkaupi, og verður dýrtíðin reiknuð út ann- anhvom mánuð. Ýmsar kjara- bætur fá jámiðnaðarmenn auk þessa, og sagði foiunaður fé- lagsins, Þorvaldur Brynjólfs- son, í samtali við Alþýðublaðið í morgun: „Við járniðnaðarmenn erum eftir atviikum ánægðir með úr- slitin.“ Verkalýðsfélag Akurcyrar ALÞYÐUBLAÐÍD óskar öllum letsendum sínum GLEÐILEGS NÝJÁRS og þakkar þeim fyrir liðna árið. Áramótagrein Stefáns Jóh. Stefánssonar, for- seta AlþýSuflókksins,- birtist. í 1. tölublaði AlþýStíblaðsins á nýja árinu. auglýsti taxta í fyrradag, en í gær óskuðu atvinnurekendur eftir áð fá að undirrita taxt- artn sem samning og var það. vitanlega þegið. Samkvæmt! taxtanum fá verkamenn dýr- tíðina að fullu bætta. Aðrar' breytingar á kjörunum voru ekki í samningsuppkastinu. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur undirritaði samn- inga við atvinnurekendur kl. 3M> í nótt. Samkvæmt þeim hefir grunn kaup hækkað um 15% og þar að auki fær verkafólk dýrtíðina að fullu bætta. Ýmsar aðrar breytingar voru gerðar á kjör- unum, sem bæta aðstöðu vei’ka fólksins. — Dýrtíðaruppbótin verður reikauð út ársfjórðungs- lega. Þá var jafnframt gerður samxxingur um kjör sjómanna á línuveiðum. í dag munu fjöldamörg félög hafa samningafundi rrxeð at- vinnurekendixm. Samkvæmt upplýsingum, sem fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ins gaf Alþýðublaðinu í morg- xm hafa atvinnurekendur geng- ið inn á fulla dýrtíðaruppbót við þau félög, sem þeir töluðu við í gær. ■En deilur sitanda enn um ýms önnur atriði í samningum. Dagsbrun. í gærkveldi kl- 9 kom samninganefnd Dagsbrún- ar á fund atvinnurekenda og stóð sá fundur til kl. 2 í nótt. Samkomulag náðist um að verkamenn fengju fulla dýrtíð- aruppbót samkvæmt vísitölu og skyldi hún reiknast mánaðar- lega. Þegar þetta var fengið hófust umræður um aðrar grainar samningsuppkasts Dags brúnar. Neituðu atvinnurek- endur í fyrstu að ræða það mál, en síðan tókst að fá ýmsar breytingar á kjörum, meðal þeirra er t. d. að verkamenn, sem slasast við vinnu, skuli fá kaup greitt fyrir allt að 6 dög- um. Samninganefnd Dagsbrúnar eða stjórn hennar hefir ekki umboð til að undirrita samn- inga og verður því að halda fund um málið. Verður sá fund- ur haldinn á morgun. í dag kl. 2Vá munu fulltrúar Dagsbrún- ar og atvinnurekenda koma saman — og eru líkindi til að þá verði gengið að samnings- uppkasti, sem nefndin muni mæla með við félagsfund. Prentarar höfðu í gær samn- ingafundi, en án þess að samn- ingar væru undirritaðir. Á- kveðið hefir verið að tveir full- trúar frá hvorum aðila hittist í dag. Sjómannafélag Reykjavíkur hafði ,og víðræðufundi í gær með atvinnurekendum. Ákveð- ið var að fresta samningaum- leitunum um kjör manna á verzlunarskipum til 2. janúar. Iðja hafði fund með atvinnu- rekendum í gærkveldi. Éngir samningar tókust — en líkur eru til að samningafx.mdir verði haldnir í dag. Þá hafa borizt fx-egnir um að mjög' nálgist samkomulag hjá ýmsum smærri félögum hér í bænum og eins hjá félögum á Eyrarbakka, Stokkseyri, ísa- firði, Akranesi og Vestma.ma- eyjum. Loftáráslr á Valona og Beape! í fyrrinótt. BEETAR gerdu I f>rrriiyótf tvær harðar loftárásir á Va- lona og eina á Neapel. Nánari fregnir af árásrnni á Neapel vom ókomnar í gær- kveldi, en sagt var frá því, að sprengjum hefði verið varpað á hermannaskála, hafnarmannvbki og skip á hölninni I Vaiona og mikió tjón orðjð af. Bmnar komu upp í borginni á mörgxxm síöðtum. Tiiait af tkveikiuárás- { Inai var ðgnrlegt. Fregnir af tjóninu í City, sein fluttar voru í Lundúnaútvarpinu í gærkveldi, bera það meó sér, að ifoveikjuárásin hefir veriÖ ein- hver sú hroöalegasta, sem dæmi em til síðan stríðiö hófst. IkveikjUsprengjunum var varp- aö algerlega af handahófi og þUngum sprengjum síðan ixiiöur í bálin. Heilar götur stóöu á eftir í Ijósum logum og vom í gær efokert annað en rjúkandi rústir, og er sagt, að slökkvilið Lund- únaborgar hafi aldrei átt við ægi- legri bmna að stríða. Fjöldamargar heimsfrægar byggingar eyöilögðust með öllu, þar á meöal ráÖhúsið Guild Hall, sem brann til kaldra kola, eftir að fjölda íkveikjusprengja haföi veri'ð varpað á þafo þess, þrjár gamlar kirkjur, þar á meöal kirkjan, sem kennd var við Sir Christopher Wrexi; af henni síendur tiuminn aðeixrs eftir. Enn- fremur varð Johnson’s Memorial House, kennt við örðabókariiöf- uindirm fræga, Samuel Johnson, fyrir miklum . skemmdum. Þó tókst að bjarga bókasafni hans, sem þar var geymt. Pálskirkjan var klukkustundum sanxan í yfirvofandi hættu, þiax sem húsin brunnu alit í kríng um hama, en að lokum tókst þó aið kæfa eldana, sem næstir henni vom, þanxxig, að kirkjtuna safcaði ekki. : I : • i i • ♦ Fyrsta loftornstan i myrkri yfir London. Loftiorustan, sem háð var yfir City, áður en þýzku árásarflug- vélamar flýðu, er sú fyrsta, sem háð hefir verið í myrkri yfir Lon- don. Um það leyti, sem bnezku flugvélarnar hófu sig til flugs þögniuðu allar loftvamjabys'sumar i borginni, til þess að eiga ekki á hættu að skjóta á eigin flug- vélar, og jafnskjótt heyrðu íbú- amir, að brezkar flugvélar voru foomnar á vett\rang. Það skipti ekki nema nokkrum togum eftir það, að sprengjuregnið hætti ög hinar þýzku flugvælar voruflúnar. Loftárásir Þjóðverja á England í gær voffl mjög óverulegar og tijónið' af þeim sáralítið. Engar þýzkar fjugvélar létu sjá sig yfxr London.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.