Alþýðublaðið - 02.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.01.1941, Blaðsíða 2
FIMMTUÐAGUR 2. JAN. 1941. ALÞÝÐUBLA9ðÐ Tilkjrnnlng frð Verkamannafélagiaa Dagsbrðn. Félagsfundur haldinn í Verkamannafélaginu Dagsbrún 1. janúar 1941 samþykkti að fela stjórn félagsins að til- kynna eftirfarandi kauptaxta í almennri verkamannavinnu frá 1. jan. 1941: Frá kl. 7 f. h. til kl. 5 e. h. kr. 1,62 fyrir klukkustund, frá 5 e. h. til 9 e. h. kr. 2,43, frá kl. 9 e. h. til kl. 7 f. h. kr. 3,24 fyrir klukkustund. Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýrtíðaruppbót, samkvæmt aukningu dýrtíðar frá 1. janúar 1939. Dýrtíð- aruppbótin greiðist samkvæmt útreikningi kauplagsnefnd- ar í næsta mánuði á undan. Þetta tilkynnist hér með öllum hlutaðeigendum. Verkamönnum er stranglega bannað að vinng hjá nokkrum vinnuveitanda nema þeir séu þess fullvissir að viðkomandi vinnuveitandi hafi gefið stjórn Dagsbrúnar skriflega viðurkenningu fyrir því, að hann greiði hinn aug- lýsta taxta félagsins, og gildir það jafnt um brezka setu- liðið sem aðra vinnuveitendur. STJÓRN VERKAMANNAFÉLAGSINS DAGSBRÚN. DAGSBRÚN Frh. af 1. síðu. taxti ætti að gilda áftiam, og fóm verkamenn pá aftur af vinnu- stöðumvm. Ekki er vitað annað, en að vinnuistöðvunin hafi alls staðar verið framkvæmd árekstralaust og að vinna liggi nú niðri alls staðar par, sem Dagsbrúnarmenn usnnu áður. BLIKKSMIÐIRNIR Frh. af 1. síðu. unar grunnkaups, styttri vinnu- viku úr 55 stundum í 50 st. og fullrar dýrtíðaruppbótar. Vinnu veitendafélagið mun hafa neitað að atvinnurekendur gengju að þessum kröfum — og hófst því vinnustöðvun í morgun. SJÚKRASAMLAGIÐ Frh. af 1. síðu. limimir að taka á sínar herðar alla útgjaldahækkun. Ástæðin er sú að styrkir hins opinbera eru miðaðir við borgandi félaga“. frá «9 með 1. janúar 1941 og þar til öðruvísi verður ákveðið, gilda eftirfarandi ákvæði um ávöxtun peninga í Landsbanka fslands, Reykjavík og útibúum hans: A innlánsskírteinum, vextir 3V2%. Hámark upphæð- ar, sem ávaxtað verður með þessum kjörum fyrir hvern innstæðueiganda er 10 000 kr. Nýju fé verður ekki veitt móttaka á innlánsskírteini. í sparisjóði, vextir 3%. Innstæður verða að vera skráð- ar á nafn. Hámark upphæðar ávaxtað fyrir hvern inn- stæðueiganda er 25000 kr. I hlaupareikningi og reikningslánum, vextir %%. í hlaupareikningi, ef innstæða er bundin með samn- ingi til 6 mánaða 1V2 %. Réttur er áskilinn til að takmarka einnig móttöku fjár með þessum kjörum. Reykjavík, 31. des. 1940. ! * í LANDSBANKI ÍSLANDS. Hlkfiiino frá ríkisstjórninni. Myrkurtíminn í sambandi við umferðatakmarkanir vegna íernaðaraðgerða Breta hér á landi, verður í JANÚAR sem hér ;egir: lafnarfjörður til Borgarfjarðar: Frá kl- 4,20 síðd. til kl. 8,50 árd. tlrútafjörður Frá kl. 4,00 síðd. til kl. 9,00 árd. Skagafjörður til Skjálfanda Frá kl. 3,30 síðd. íil kl. 9,00 árd. Seyðisfjörður til Reyðarfjarðar Frá kl. 3,30 síðd. til kl. 8,40 árd. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: S. S. kr. 5,00. N. N. kr. 20,00. N. N. kr. 2,12. N. N. kr. 100,00. J. S. kr. 10,00. Síarfsmenn hjá Jóni & Steingrími kr. 42,50. N. N. kr. 10,00. Starfsfólkið í Haraldar- búð kr. 300,00. K. X. kr. 10,00. N. N. kr. 5,00. H.f. ,,Helgafell“ kr. 500,00. Ægisgata 10 kr. 15,00. N. lcr. 5,00. J. G. kr. 5,00. B. B. kr. 3,©ð. G. Þ. kr. 5,00. S. Þ. kr. 5,00. G. Ó. Ii, kr. 10,00. Billiardstoían ,„Hekla“ kr. 20,00. Heildverzlunin „Edda“ kr. 200,00. N. N. kr. 25,00. | Starfsfólkið hjá Braunsverzlun kr. 70,00. J. A. kr. 5,00. Bjarni. Jó- hannesson kr. 5,00. N. N. kr. 5,00. Sendisveinn kr. 10,00. Daníel Jón- asson kr. 5,00. Þóra Þórarinsdóttir kr. 20,00. R. H. B. kr. 100,00. H.f. „Shell á íslandi" kr. 200,00. Starfsfólkið hjá h.f. „Shell“ kr. 180,00. Starfsfólkið hjá Litir & lökk kr. 30,00. N. N. kr. 5,00. Guðm. Guðjónsson kr. 15,00. E. Ó. kr. 20,00. Starfsfólk hjá vegamála- stjóra kr. 85,00. H. h. kr. 10,00. R. Þ. kr. 10,00. A. kr. 50,00. Starfs- fólk á skrifst. tollstj. kr. 60,00. Starfsfólk hjá Steindóri kr. 50,00. Á. Einarsson & Funk kr. 100,00. Starfsfólk hjá Á. Einarss. & Funk kr. 25,00. Starfsfólkið hjá prent- smiðjunni „Eddu“ kr. 23,00. Starfsfólkið hjá kexverksmiðjunni „Frón“ kr. 76,50. J. & S. kr. 100,00. | Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálpar- innar. Stefán A. Pálsson. 75 ára var í fyrradag Arnbjörg Gísla- dóttir, Barónsstíg 13. WF FORÐUM I FLOSAPORTI Bæknr 2Ja fsleazkra bðfuida koma út í Bandarijnnum. B )> ÓK Kristmanns Guðmunds sonar, Gyðjan og uxinn, er nýkomin út í Bandaríkjun- um og hefir fengið góða dóma m- a. í New York Herald Tri- bune. Ennfremur var svo til ætlast, að bók Gunnars Gunnarssonar, Aðventa, kæmi út í Bandarikjiun- um í haust, en útgáfu hennar hefir verið frestað par til í apríl par eð hún hefir verið valin af Book of the Month Clup, sem bók pess mánaðar. Bók Kristmanns Gyðjan og ux- inn, heitir á enskunni „Winged citadel", en Aðventa Gunnars Gunnarssonar heitir „The good shepherd". MMl drykkjiskapar á gamlárskvöld. TÖLUVERÐ ólæti voru á gamlárskvöld, enda þótt allar sprengingar væru hann- aðar, og olli þeim mikill drykkjuskapur. Stórmeiðsli urðu pó engin, en drenguT einn fékk einhverskonar sprengju á gagnaúgað og fór lög- reglan með hamn á Landsspítal- ann, en meiðslin vom ekki tal- in atvarie--. Drýkkjiuskapur var mikill bæði á skemmt'unum, en samkqmur voru í flestum samkomuhúsum bæjarins, og á götum úti og var 21 maður tekinn úr umferð. Churchill mað- ur ársins 1940. (*<*np IME“, hið fræga amer- 1 íska tímarit, hefir kjörið Churchilt sem mann ársins 1940. Hann lofaði brezku pjóðinni engu öðru en blóði, tárum og erfiði, segir tímaritið, pegar hann tók við stjórn, en hefir gefið henni takmarkalaust hugrekki. Vélabersveitir Breta koma ar vestur á móts við Tobrouk -----.---- t Meira en 100 km. Ima í Libyu. T3 RETAR halda nú uppi látlausri stórskotahríð á Bar- dia í Libyu bæði af sjó og landi, en samtímis halda vélahersveitir þeirra áfram vestur á bóginn og eru nú komnar alla leið vestur á móts við Tobrouk, örskammt fyrir sunnan þá. borg. Eru fremstu vélahersveitir þeirra þar komnar yfir 100 km. inn fyrirHandamæri Libyu. Italir búast við að missa Valona. í»á segir í fregnum frá A- þenu, að Grikkir haldi áfram sókn sinni í Albaníu og nálgist nú hægt og hægt Valona, en It- alir eru sagðir byrjaðir að öyggja sér nýja varnarlínu þvert yfir miðja Albaníu frá ströndinni fyrir norðan Valona upp til Elbasan. Þykja þggsi tíðindi benda á það, að Ííalir búist ekki við að geta varið Valona til lengdar. Bretar gerðu á gamlársdags- morgun m'agnaða loftárás á Va- lona, og er það sú 23., sem þeir hafa gert á þá borg. Loftárásir i sex löod á eioora og sama degi. Bretar gerði grimmilegar loftárásir á ýmsar hernaðarlega mikilvægar bækistöðvar óvina sinna á gamlársdag, í hvorki meira né minna en sex löndum: Þýzkalandi, Hollandi, Ítalíu, Al- baníu, Libyu og Abessiníu. Steypiárásir voru gerðar úr skýjaþykknum yfir Ruhrhéraðinu við Rrn, og varpaði ein flu'gvélin sprengjum niður á bát hjá Em- merich úr aðeins 200 metra hæð. I Hollandi var varpað sprengj- úm á 'Olíubirgðastöðvar Þjóð- 'verja í Rotterdam og á skipakvi- arnar við Ijmuiden. Á ítaliu voru gerðar hrikalegar loftárásir á sex borgir, par á meðal Neapel, Flotahöfnin'a í Pál- ermo á Sikiley og Catrone í Calabriu. í Libyu og Abessiníu voru loft- árásir gerðar á fjöldamarga flug- velli ítala, svo og á herfLokka þeirra. Loftárásir Þjóðverja á Eng- land hafa verið með minnstamóti síðan á gamiársdag og lítið tjón orðið af þeim. Forsætisráðherra Búlgarin r i á» >t » • Sagður vera að ieita læknis í Vínarborg en heffr sendiherra Hitlers með sér. 17 REGN frá Belgrad í morgun hermir, að Phi- loff forsætisráðherra Búlg- aríu hafi komið þangað í gær á leið til Vínarborgar. Er það látið í veðri vaka, að hann sé að fara þangað til þess að leita læknis, en það vekur grunsemdir, að í fylgd með hon- um er von Richthofen sendi- herra Þjóðverja í Búlgaríu, og eins hitt, að við forsætisráð- herraembættinu hefií" tekið í forföllum hans ráðherra, sem talinn er ákveðinn fylgismaður möndulveldanna. Þykir liklegt, að Philof ætli sér að ræða við einhverja fulltrúa þýzku stjórnarinnar í Vínarborg, hver svo sem ástæðan er til ferða lags hans. TyrSlaod við öllu Mið. Fregnin frá Belgrad velkur grun um pað, að eitthvað kuimi að vera á seyði suðlur á Balkan- skaga, 'Og sá gmniur styrkist við pað að ítölsk blöð hafa skyndi- lega hafið hatramar árásir á Tyrkland. í tilefni af peim var þvi lýst fyfir í útvarpi'hu í Ankara á nýj- ársdag, að Tyrkland væri við öllu búið, jafnvel pví, að því yrði sagt stríð á hendur á rnorgun. í gær var einnig lesin upp í 'útvarpinu í Ankara nýjárskveðja frá Churchill til tyrknesku pjóðar- innar. Norskir Iðgreglejijéa ar segja aí sér. Neita að heilsa með Hitlers- kveðiu eða ganya í naztsía- fiokk Quisiings i JÖLDI lögregluþjóna í Os- ló og annars staðar í Nor- egi hefir sagt af sér upp á síð- kastið eftir því sem Lundúna- útvarpið sagði frá í gær. Hafði verið heimtaö af peim, >að peir íækju 'upp Hitlerskvéðju og gengju í nazistaflokk Quislings, er þeir neituðu hvomtveggja og vildu heldUT verða atvinnulausir. QuisLingssinnjar em sagðir hafa verið skipaðiT í stöður þeirra. ppr FORÐUM í FLOSAPORTf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.