Alþýðublaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 3. JAN. 1941. hæl Sökum störaukins kostnaðar verða iðg]öid , til Sjúkrasamlags Reykjavíkur að hækka nú frá áramótum, og hafa þau verið á- /•§. kveðin fyrst um sinn kr. 5,50 á mánuði. Sjúkrasamlag Reykjavikur. Ný kolaverzlun. Kolaverzlun Suðurlands tók til staría nú um áramótin. Hún mun gera sér far um að hafa ávalt á boðstólum GÓÐ KOL með lægsta verði. Hröð og góð afgreiðsla Hringið í síma 1964 og 4017. Virðingarfylst. IiOLVVU ilZ LUi\ SIJIIIJIILVMIS n/ /v SlMMl 1964 &40H HirVKtlAVlK H.V Mafuaai*¥!orður! Hafnaríjörður WðuflokksfélðQíu 09 Verkakvenaafélagið Framtiðin í Hafnarfirði halda Jólatrésfagnað í Góðtemplarahúsinu n. k. sunnudag 5 jan. 1941 Fyrir börn frá kl. 2 V2 — 6 xj%. Fyrir gamalmenni frá kl 6 V2 — 10 ‘/2. Þar á eftir verður almenn dansskemtun. Inngangseyrir á barnajóiatréð 1 króna og á dans- skemtunina 2 krónur. Jólatrésnefndin. NeuBtamálaráð úthlutar styrkjum tii skálda, llsta- 09 fræðimanna. —..............♦..——■ BILSLYSIÐ Frh. af 1. síðu. þé út úr bílnum og sá hann mann liggja meðvitundar lau sa n á göt- tónni fyrir aftan bílinn. Tók hann manninn þegar og flutti hann á Landsspítalann. Náði hiann aldrei meðvitund og andaðist um mið- nætti. i ' j 1 Með Þorsteini pegar slysið vildi til voru móðir hans og systir. Segja þær þannig frá, að þau hafi leiðst noT'ður gangstéttina og var Þorsteinn næstur götunni. Hafði Þorsteinn runnið til á gangstétt- inní og rakst bíllinn á hann í ssömtu svifum. Þoxsteinn var ungur maður, að- eins tvítugux að aldri. 500 kr. sekt fyrir spp lýsfnpr usi veðrið. ÍGÆR var skipstjórinn á tog- araitum „Venus“ frá Hafn- arfirði sektaður fyrir að senda skeyti, sem í voru upplýsingar um veðrið. Töluvert hefir borið á því undanfarið, að skipstjórar hafa verið kærðir fyrir að senda út upplýsingar um veðrið, en fram að þessu hafa þeir sloppið með áminningu. Hér eftir mun verða beitt gegn þeim sektarákvæðum. Útbreiðið Alþýðublaðið. ALÞÝÐUBLA«>«Ð DAGSBRLJNARVERKFALLIÐ. (Frh. af 1. síðu.) umum ekki mögulegt að bíða eftir úrslitum langvarandi samninga- umleitana. Hafa því verið gefin fyrirmæli um það, að hverjum þeim verkamanni, sem kemur til vinnu í dag, verði greiddur gamli kauptaxtinm, og sa;gt upp viinnu við lok dagsins. Frá og með 3. janúar að teljia verða að- eins bnezkir hermeim teknir í þessa vinnu, og ef vinnustöðvurt heldur áfram, gæti svo farið, að ómögulegt yrði með öllu að ráða íslenzka verkamenn í vinnu þessa. Brezka sendiráði-ð, Reykjavík, 2. janúar 1941.“ Tilraas íii verkfaiisbrots í gær. Áður en þetta svar hafði bor- ist Dagsbrún, en þó eftir að Bretavinnan hafði verið stöðv- uð hér í bænum fekk stjórn Dagsbrúnar þær fréttir, að á einum staðnum væri verkstjóri, Guðmundur Jóhannsson að nafni, við vinnu hjá Bretum á- samt 7—8 verkamönnum. Þar sem hér var um greinilegt verkfallsbrot að ræða, fór Jón S. Jónsson á staðinn, ásamt nokkrum Dagsbrúnarmönnum öðrum til þess að tala við verk- stjórann og reyna að fá hann til að standa með félögum sín- um, en hann er Dagsbrúnar- maður. Jón náði tali af verkstjóran- um, en verkstjórinn neitaði að hætta og kvaðst hafa beðið um vernd Breta- Kom þá brezkur undirforingi að með tveimur vopnuðum varðmönnum og vís- aði Jóni burt af vinnustaðnum, og varð hann og félagar hans að fara við svo búið. I sambandi við þetta atvik verður þó að gæta þess, að enginn, sem ekki er að vinna, mun hafa leyfi til þess að koma á vinnustað hjá brezka setulið- inu, nema að hann hafi sérstakt vegabréf og hafa varðmennirnir því skipun um það frá yfir- mönnum sínum að framfylgja þessari reglu. Það er því ekki aðeins ó- hyggilegt, heldur einnig rangt, að royna að nota sér þetta atvik til þess að koma af stað æsing- um mílli verkamanna og brezka setuliðsins, eins og kom- múnistar reyndu að gera strax í gær og blað þeirra heldur á- fram með í m-crgun. Framkoma kommnnísta. En kommúnistar hafa þegar einni-g á annan hátt skaðað Dagsbrúnarmenn með fram- komu sinni síðan verkfallið hófst. Þjóðviljiún heldur því fram í morgun, að Alþýðublað- ið hafi tekið „eindregna af- stöðu með atvinnurekendunum“ o-g „gegn verkamönnum" í þessu verkfalli. Hver einasti maður, sem las Alþýðublaðið í gær eða les það í dag, veit, að þetta eru rakalaus ósannindi. En hvað meinar Þjóðviljinn með þvílíkum ósannindum? — Heldur hann, að það sé til þess að styrkja samheldni og sigur- MENNTAMÁLARÁÐ út- hlutaði á gamlársdag þeim 80 000 krónum, sem veitt- ar eru á fjárlögum 1941 til rithöfunda, listamanna og fræði manna. Þessir menn fengu styrki: Kr. 3000,00 hliuílu: Ásgrimur Jónsson, Ásmíundiur Sveins.son, Daví'ð Stefánsson, Guðmiundur Friðjónsson, Guðm. Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Jó- hannes Kjarval, Jón Stefánsson, Ríkarður Jónsson. Kr. 2400,00 hhifoi: Guðmundur Kamban, Halldór Kiljan Laxness, Jón Leifs, Krist- mann Guðmundsson, Magnús Ás- geirsson. Kr. 1800,00 hhillu: Jakob Thorarensen, Jóhanmes úr KötlUm, Magnús Stefán.sson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson, Þorkell ,-Jáhannésson. Kr. 1600,00 hlaiut: ,Skúli Þórðarson. Kr. 1200,00 hluílu: Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Steinn Dofri. ' Kr. 1000,00 hiuiiu: Elmborg Lárusdóttir, Guðbrand ur Jónsson, Guðmundur Daníels- son, Hallgrímur Helgason, Inidriði Þorkielsson, Jón Magnússon, Krist ín Sigfúsdóttir, Kristján Alberts- son, Leifur Ásgeirsson, Pé-tur Á. Jónsron, S;gurður Jónsson, Arnar- vatni, Theódór Friðriksson, Unn- ur B. Bjarklind, Þorkell Þor- fcelsson dx. Kr. 800,00 hluíiu: Björn Guöfinnsson, Eirífcuir Al- bertsson, Hesti, Guðmundur Böðv arsson, Guðni Jónsson, Karl Ó. Ruinólfsson, Margeir Jónsson, Þór unn Magnúsdöttir, ,Kr. 500,00 hlutlu: Guðmuindur Davíðsson, Hrauri- Uim, Guðmundur Ingi Kristjáns- son, Jóhann J. E. Kúld, Jóhann Sveinsson, Jón Stefánsson, dr., Jón Þorsteinsson, Arnarvatni, Kristleifur Þorsteinsson, Svava Jónsdóttir. Kr. 400,00 hlmím: vonir verkamanna í deilunni, að þeim og öllum almenningi sé talin trú um það, að það séu engir aðrir en kommúnistar sem standa með verkamönnum? Eða er hann þegar byrjaður að benda á þá, sem sökinni á að skella á, ef illa skyldi fara? Ef nokkuð gæti orðið til þess að spilla einingu verkamanna cg veikja trú þeirra á málstað sinn, þá er það svona sundrung- arstarf á hættulegustu aúgna- blikunum. ilier yinnnstððvnn f yerbsmiðjnnum. VINNUSTÖÐVUN IÐJU var framkvæmd til fulls strax í gær og liggur vinna nú niðri í öllum verksmiðjum bæjarins. Stendur verksmiðjufólkið sem einn maður um kröfuir félags- ins. Engar samningaumleitanir voru reyndar í gær eftir að verkfallið hófst. Friðgeir H. Berg, Halldór Helga son, Kr. 300,00 hlutlu: Guðm'uindur Kristinsson mynd- skeri, Þorsteinn Bjarnason, Há- holti. i , Fyrverandi hermála- rððberra Bitlers nt varpað í íangelsi. LOMBERG hershöfðingi, sem einu sinni var her- málaráðherra Hitlers, hefir nú verið varpað í fangelsi í Lands- berg í Bayern eftir því, sem Lundúnaútvarpið sagði frá í gærkveldi. Sagt er að fjórir aðrir af hin- um gömlu hershöfðingjum Þjóðverja hafi verið lokaðir þar inni með honum. Það var á sínum tíma aldrei upplýst, hvers vegna Blomberg var sviptur hermálaráðherra- embættinu, en það þykir að minnsta kosti augljóst nú, að Hitler hafi síðan ekki treyst á tryggð hans við nazistastjórn- ina, frekar en á trúnað Fritsch fyrrverandi yfirhershöfðingja síns, sem féll með svo ein- kennilegum hætti í Póllandi í byrjun ófriðarins. LAUNASAMNINGARNIR Frh. af 1. síðu. Bakarasveinar hafa eins og kunnugt er tilkynnt vinnu- stöðvun 5. þ. m. á hádegi, ef samkomulag hefir þá ekki náðst. En í kvöld hafa fulltrúar beggja aðilja fund með sér. Bílstjórar fara fram á hækk- un á grunnkaupi, fulla dýrtíð- aruppbót og ýmsar aðrar kjara- bætur. Nefndir frá báðum að- iljum hafa talað saman án þess að samkomulag yrði. Nú er að hefjast allsherjaratkvæða- greiðsla hjá bifreiðastjórum um vinnustöðvim. Fulltrúar sjómannafélaganna höfðu í gær samtal við eigend- ur verzlunarskipanna og var þeim fundi frestað til kl. lCHú í morgun. Til frekari áréttingar því, sem sagt var í blaðinu í gær um samninga Meistarafélags húsgagnabólstrara og Sveinafé- lags húsgagnabólstrara skal þetta tekið fram: 1. Frá 1. jan. 1941 verður 3ág- markskaup sveina kr- 2,47 um klst. hverja miðað við 9 klst. vinnudag, þar með talið V> klst. kaffihlé. 2. Lagmarkskaup sveina, er standa fyrir vinnu- stofum, verður kr. 2,62 um klst. í dagvinnu. 3. Efiirvinnukaup verður greitt ,með 30% og 60% og helgidagavinna með 70% hækkun. 4. Full vísitöiuhækk- un verður greidd og reiknast mánaðarlega eftir á. 5. Sveinar fá 6 daga surrarfrí með fullu kaupi 'eða 3 '2 dag á hvern unn- inn mánuð ef ekki er um sam- fellt tí'raabi] að ræða. 6. Verði sveinar fyrir slysi við vinnu í þarfir meistara, fá þeir fullt kaup í allt að 10 daga á ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.