Alþýðublaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 4. JAN. 1*41. TILKYNNING. Kauptaxti á bílakstri undirritaðra er sem hér segir frá 1. janúar 1941, um óákveðinn tíma: 1. Kr. 7.60 um klukkustund. 2. Lágmark, túr milli Garðs og Sandgerðis 8 kr. Garðs og Keflavíkur 10 kr. Sandgerðis og Keflavíkur 15 kr. 3. Kauptaxti undir tonn sem hér segir: Milli Sand- gerðis og Stafness 3 kr. pr. tonn. Milli Sandgerðis og Garðs 5 kr. pr. tonn. Milli Garðs og Keflavíkur kr. 6.50 pr. tonn. Milli Sandgerðis og Keflavíkur 10 kr. pr. tonn. Milli Sand- gerðis og Reykjavíkur 30 kr. pr. tonn. Milli Garðs og Reykjavíkur 28 kr. pr. tonn. Milli Sandgerði's og Hafn- arfjarðar 28 kr. pr. tonn. Milli Garðs og Hafnarfjarðar 25 kr. pr. tonn. 4. Útvegi sami aðili fullan farm báðar leiðir, færist gjaldið niður um 20%. 5. Milli Keflavíkur og Reykjavíkur 28 kr. pr. tonn á fisk- flutningi, en fyrir vörur 25 kr. pr. tonn M.illi Hafnarfjarðar og Keflavíkur 25 kr. pr. tonn. 6. Ef bíllinn þarf að bíða meira en 1 klukkutíma eftir afgreiðslu, þá borgi kaupandi 5 kr. um tímann, sem fram yfir er í* bið. 7. Stampakeyrsla í Sandgerði 3 krónur. Bílstjórafélag Garðs og Sandgerðis. Stefán M. Bergmann, Keflavík. Vörubílastöð Keflavíkur. Tilkynning. Þeir kola-innflytjendur, sem óska að fá leigð skip í Englandi til flutnings á kolum til ís- .“slú lands, og vilja njóta til þess aðstoðar nefndar- ' innar, verða, áður en þeir festa kaup á kol- unum, að tilkynna nefndinni stærð farmsins og Ú^'% r afgreiðslutíma. í,- f'Beiðnir um skipakost verða teknar til greina í ^ þeirri röð, esm þær berast nefndinni, nema sérstaklega standi á. . . Viðsklftanefndln. HálfnnÉKlagiðSkjzidborg heldur fund í IÐNÓ saiðri á ssiOfl*«§ssift ki. 2 e. h. Allir Alpýðuflokksinensx fí EBagshráaa hoðifiir off velkomnir. Mseít ves’ðiir u.2ia verkfalllð off væntaBi lega stjéraiarkosaiingn i MBaffsSsráia. AiMðidolksverkanefln fjðlNeflfllð á fifldiflfl! St|órnln. Mig vantar helst hjá gömlum hjöimm lítið herbergi og lítið eld- hús fyrir vori'ð. Ekkí utanbæjar. Helst hjá fólki af sama flokki og ég. Fyrst semja við mig en und- irskrift annast Magnús V. Jó- haunesson, fátækrafulltrúi. Odd- ur Sigurgeirsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu. AU»ÝÐUBU91ð launasamningarnir Frh. af 1. síðu. gamlárskvöld, án þess þó að hafa til þess fullt umboð frá félaginu. Þessir samningar vöktu mikla óánægju meðal verkamanna, og á fundi Verkalýðsfélagsins, sem haldinn vair i gærkveldi, var sam- þykkt ályktun þess efnis, að fé- lagið viðurkenndi ekki þennan samning, sem undirritaður hafði verið án heimiidar frá þvi. ( Það er tilhæfulaust, sem Þjóð- viJjinn segir í morgun, að það hafi verið hið hálfdauða verka- mannafélag kommúnista, Dríf- andi, sem ómerkti þennan samn- <ing . Verkalýðsfélag Vestmanna- . eyja gerði það sjálft. Atkvæðagreiðsla um umboð handa stjórn Bifreiðastjóraféiags- ins „Hreyfils“ hófst í dag ki. 3. ÁRÁSIN á arinbjörn hersi Frh. af 1. síðu. voru í bátnum, en enginn hættu lega. Að svo búnu flaug flug- vélin burtu. Flugvélin fór alls sex sinnum yfir togarann og varpaði niður 12 sprengjum, en engin þeirra hitti skipið. Enski dráttarbáturinn kom nú á vettvang, tók mennina og flutti þá til hafnar, en togarinn var skilinn eftir- Fór dráttar- báturinn með þá til Camphel- town og fengu þeir þar hinar beztu móttökur. Þrír af mönnunum voru flutt- ir til Glasgow á spítala, og þurfa þeir að vera þar um tíma, en eru þó ekki hættulega særð- ir. Tveir voru lagðir á spítala í Campheltown, og voru þeir minnst særðir. Þegar dráttarbáturinn var búinn að koma mönnunum í land, fór hann að leita að ,,Ar- inbirni hersi“, en fann hann ekki. Seinna kom í ljós, að brezkt varðskip hafði fundið hann og dregið hann til hafnar í Londonderry á Norður-ír- landi. Var hann lítið skemmdur og kemur bráðlega heim, BJARNI JÓNSSON heim og líklegt er að hinn sé nú á leið til landsins. KAFBÁTUR SEKKUR KAFBÁT ýaír út af flatamálaráðuneyti Breta í gær, sökkt ítölskum kaf- bát, sem virðist hafa verið á leið til Albaníu í fylgd með 3 vopnuðum togurum. Kafbáturinn „Thunderbolt" er enginn annar en kafbát'UTÍnn, sem sökk í reynsluför sinni í Liverpoolflóa nokkru fyrir stríðs- byrjun Oig hét þá „Thetis". Er sá viðburður öllum enn í fersku minni sakir þess, að ekki komust af nema 4 menn af um 100, sem í bonum voru, þegaT bann fór í reynsluförina. Eftir að kafbáturinn náðist upp af sjávarbotni, var gert við hann og honum gefið hið nýja nafn, „Thunderbolt“. Það hefir aðeins einu sinni áð- ur komið fyrir, að kafbátur liafi sökkt kafbát, en það var þegar brezki kafbáturinn „Salrnon" sökkti þýzkum kafbáti í Niorður- sjó. / Slysavarnadeildin Fiskaklettur í Hafnarfirði hefir beðið blaðið að flytja Áætlunar- bílum Hafnarfjarðar h.f. beztu þakkir fyrir rausnarlega peninga- sendingu á gamlárskvöld s.l. r-------UM ÐAGINN OG VEGINN------------------------; 4 ► 4 ft 3 Gleðilegt ár og þökk fyrir gamla árið- Hyað manstu helzt > 3 frá liðna árinu — og hvað eigum við að gera þegar setu- » 3 liðið er farið? Jólaboð hermannanna — og sjálfsalasíminn > 3 á Lækjartorgi. * -------- ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU. —————— LEÐILEGT ÁR og þökk fyrir gamla árið. Eins og venju- lega skulum við nú við áramótin ákveða að bæta líferni okkar, auka sparnaðinn og reglusemina, lesa mikið og fræðast mikið og láta svo slag standa um það, hvernig það gengur að halda hin fögru heit. Við erutíi víst öll sömun sammála um það, að sjaldan höfum við tek- ið á móti nýju ári með jafnmikilli óvissu um framtíðina og nú. Eng- inn veit raunverulega um neitt viðvíkjandi næstu mánuðum, hvað þá öllu árinu. Allt er á hverfanda liveli, einnig hér, þó að við heyrum ekki sjálfar þórdunur vígvélanna. HVAÐA ATBURÐUR er þér , minnisstæðastur frá gamla árinu? Ýmsir spyrja þessarar spurningar um áramót. Ég býst ekki við því að við Reykvíkingar verðum í vandræðum með að svara henni að þessu sinni. Vitanlega er atburður- inn 10. maí okkur minnisstæðast- ur, að minnsta kostj gleymi ég honum aldrei. Þá vaknaði ég og sá gerbreytta borg og síðan hefir hún ekki breytzt aftur. EN ÉG VERÐ að segja það til gamans, að þrátt fyrir allt er mér ein mynd frá þessum morgni minn- isstæðust: Þegar fallegur vinur minn stóð fullur, grár í gegn í slettóttum fötum og skjálfandi eins og hundur eftir heillar nætur fylli- rí á götuhorninu kl. 4 og sagði um leið og ég kom: „Þei, þeir ha, hafa hertekið okkur, maður. Þei, þeir eru komnir. Fari heimurinn til helvítis. . : . “ og hann skók hnef- ana af máttlausri grimmd. HVAÐ EIGUM VIÐ að gera þegar allir hermenn eru horfnir héðan, öll virki, allir kofar, allar byssur? Þetta sagði stúlka við mig á gamlárskvöld. Ég svaraði: Við eigum að kynda bál á Valhúsa- hæð, Eskihlíðarhæð, inn við Lauga nes og á Arnarhóli og svo eigum við að ganga syngjandi og dans- andi um allan bæinn heilan dag og heila nótt og þá mega allir kyssa allar, án þess að nokkur rekistefna verði gerð út af því. — Mér finnst þetta dálítið gott hjá mér þó að mér dytti það ekki í hug fyrr en ég sagði það. EF NOKKRUM ER ILLA VIO nokkurn núna, sem ég efast um, þá er krökkunum illa við kennarana fyrir afskipti þeirra af hermannaboðunum. Alls staðar sér þetta fólk djöfulinn málaðan á vegginn. Hermannaboðin eru eng- in stjórnmálakænska. Með þeim eru strákarnir aðeins að reyna að lifa upp svolítil jól, því að jól án barna eru engin jól. Margir þeirra eiga líka litla anga og þeir þrá þá alltaf og ekki sízt á jólunum. Einn, sem ég hitti, það var 23 ára gam- all Walesbúi, pappírsgerðarverka- maður, sagði: ,,Ég hefi svo mikið að gera núna. Ég er að flýta mér inneftir. Það á að verða boð fyrir börn og ég hefi aldrei á æfi minni hlakkað eins mikið til nokkurs skapaðs hiutar.“ — Haldið þið að krakkarnir hafi ekki líka hlakkað til? ÉG HEFI ENGA TRÚ á því að börnin týni niður því, sem þau kunna í 'reykvíksku, þó að her- mennirnir babli við þau eitt kvöld barnamál, sem er alveg sérstakt tungumál. Að hinu leytinu tel ég ekki heppilegt að börn venji kom- ur sínar í hermannaskálana, enda er hermönnunum skipað að reka þau frá sér þegar þau koma í slíkar heimsóknir. ’OG SVO ER ÞAÐ sjálfsalasím- inn á Lækjartorgi. Margir kvarta undan því að með honum sé skipu- lagður þjófnaður. Fólk setur aur- ana sína í hann, fer nákvæmlega eftir öllum reglum, en fær alls ekki samband og heldur ekki pen- ingana sína aftur. Flngvélarnar hafa flogið 50 iins. kn. yfir vetrarnánnðifla. VETRARMÁNUÐINA októ- ber—desember hafa flug- vélarnar „Örn“ og „Haförn- inn“ flogið samtals 50 þúsund kílómetra og verið á flugi sam- tals 256 klukkustundir. í desembermánuði voru farn- ar 14 ferðir til Norðurlands, 2 ferðir til Vestfjarða, 2 ferðir tii Hornaf jarðar, 2 vestur á Strandir og 1 austur á Fljóts- dalshérað. firinniieg ioftárás á Bristol í nðtí. Og þriðja uætupárás* in f rod á BremeD. Ld ! 1 Li! i ' '" i JÓÐVERJAE gerðu grimmilega loftárás á Bristol í nótt og vörpuðu á hana miklum fjölda íkveikju- sprengja. Komu sprengjur nið- ur á fjóra skóla, fjórar kirkjur, eina fæðingarstofnun og fjölda annarra staða, sem enga hern- aðarlega þýðingu hafa. Það tóks^t fljótlega að ráða niðurlögum eldanna, og mann- tjón varð ekki mikið. Bretar gerðu þriðju nætur- loftárásina á Bremen í röð í nótt, sem leið, en nánari fregn- ir af henni eru ókomnar enn. STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. veröur leikinn í síðasta sinn í hátíðasal Háskólans annað kvöld, sunnud. 5. jan. ki. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir hádegi í dag í Bóka- verzl. Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfæraverzi. Sigríðar Helgadóttur. Börn fá ekki aðgang að leiksýningu þessari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.