Alþýðublaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.01.1941, Blaðsíða 4
LAUGARÐAGUR 4. JAN. 1941. Bókin er r mm mm «§p MfiB^ ma m M|. Bókin er L ÞÝDDAR SÖGUR ATKvnTIDT AIiiXb ÞÝD9AR SÖGUR * eftir 11 heimsfræga höfunda. ALPx ll UJfLAilItl eftir 11 heimsfræga höfunda. f LAUGARDAGUR Næturlæknif er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og l'ðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 18,30 Dönskukennsla, 1. fl. 19 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Hljóm- plötur: Kórsöngvar o. fl. 20 Frétt- ir. 20,30 Leikrit: f,,Loginn helgi“, eftir Sommerset Maugham (Leik- félag Reykjavíkur. Leikstjóri: Ind- riði Waage). 23 Fréttir. 23,10 Danslög. 24 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Karl S. Jón- asson, Laufásvegi 55, sími 3925. Nætúrlæknir er Þórarinn Sveins son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Læturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): Óperan ,,Tosca“ eftir Puccini. 1. þáttur. 11 Messa í dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 12,10 —13 Hádegisútvarp. 15 Erindi: Sannfræði og vanfræði um eðli irauma (dr. Helgi Péturss). 15,30 —16,45 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Óperan ,,Tosca“ eftir Puccini, 2. og 3. þáttur. 18,30 Barnatími (nemendur kennaraskólans). 19,15 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20 Fréttir. 20,20 Sænsk kórlög (plötur). 20,30 „Sviþjóð á vorum dögum.“ Upplestur (Guð- laugur Rósinkranz yf irkennari). 20,50 Sænsk alþýðulög (plötur). 21 Úr ritum Alberts Engström (Ásgeir Ásgeirsson alþingism.). 21,25 Sænskir dansar og söngvar UNGLINGASTÚKAN UNNUR nr. 38. Fundur á morgun kl. 10 i f. h. í G-'T.-húsinú. Skemmti- atriði: Gréta og Sigga skemmta, Bjarni Guðjónsson blæs á lúður. Fjölsækið. Gæzlumehn. Barnastúkan ÆSKAN heldur fund á rnorgun á venjulegum stað og tíma. Nú er áríðandi að börnin mæti sem bezt, því nú er mikið að gera. Gæzlumenn. (plötur). 21,50 Fréttir. 22 Dans- lög. 23 Dagskrárlok. MESSUR: í dómkirkjunni á morgun: kl. 11 séra Ragnar Benediktsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skólanum á morgun kl. 10 f. h. sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta í fríkirkj- unni á morgun kl. 2, sr. Árni Sig- urðsson. Engin síðdegismessa. í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti: Lágmessa kl. 614 árd. Há- messa kl. 9 árd. Bænahald og pre- dikun kl. 6 síðd. S. H. gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 í Alþýðu- húsinu við Hvei'fisgötu. Hjónaefni. Á nýjársdag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Guðrún Ingimund- ardóttir, Bárugötu 32, og Mr. John Humphreys sergeant í brezka setu- liðinu. Leiðrétting. í athugasemdum Davíðs Ólafs- sonar í blaðinu í gær hefir fallið niður eitt orð neðarlega í fyrsta dálki. Stóð þar: ,,.... sérstaklega þar sem hann gerir að umtalsefni", en átti að vera: ,,.... sérstaklega þar sem hann gerir bátshafnirnar að umtalsefni.“ f.R.-ingar. Æfingar í húsi félagsins hefjast næstkomandi mánudag. Árbók Ferðafélags íslands er nú komin út og eru félags- menn beðnir um að vitja bókar- innar til gjaldkera félagsins? Kr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5. ,Á>LDUR“ Frh. af 3. síðu. ir svo utanveltu við hið virka at- hafnalíf, að peir kunn'i eigi að meta slikt á leiksviði. ÞjóðernistiIfinning okkar • ís- lendinga virðist nú vera að vakna af værum biundi. Vær’i því vel, ef við sýndum þaið í verki með því, að styrkja L. R. í því þjóðlega starfi, að sýna hér íslenzkt leik- rit og gefa jafnframt ungum og efnileg’um leikritahöfundium byr undir báða vængi. Hjöritiur frá Ratuðamýri. , prjár loftárásir á irland siðnstu tvo sólarhringa. Sprenfgjvsbrotin pýzk. AÐ vekur mikla eftirtekt um allan heim, að undan- farna tvo sólarhringa hafa verið gerðar þrjár loftárásir á írland, hlutlaust land. Ein af þessum á- rásum var gerð á Dublin að næturlagi, en hún er upplýst og var því ómögulegt að villast á henni og borgunum á Englandi, sem eru myrkvaðar á nóttunni- Fjörutíu heimili voru eyði- iögð í árásinni á Dublin. Rannsókn á sprengjubrotunum hefir leitt í ljós, að Þjóðverjar hafa gert árásirnar, og hefir sendiherra íra í Berlín verið fal- ið að mótmæla þeim harðlega, heimta fullar skaðabætur og tryggingu fyrir því, að árásirnar verði ekki endurteknar. Hitler og MbssoIíií liræddir við nýjostn kvikmynd Chaplins. Þvzkaland og ítalia hafa snúið sér til stjórhar- ttnnar í Mexíkó og mótmæit því, að hin nýja kvikmynd Chaplins „Einræðisherrann“ yrði sýnd þar í landi. En nýbyrjað er að sýna hana þar í höfuðborginni. Stjórn Mexíkó hefir neitað að taka mótmælin til greina, og verður haldið áfram að sýna myndina. Stúdentafélag- Reykjavíkur sýnir marionej;te-leikinn Faust í hátíðasal Háskólans í kvöld kl. 8. Er það síðasta sýning á leiknum. ■ NYJA bio ■ SGAWILA BIOB Fyrsta ástin. Broadway Hugnæm og fögur amer- Serenade. íksk kvikmynd. Aðalhlut- verkið leikur og syngur eftirlætisgoð allra kvik- myndavina DEANNA DURBIN. Stórfengleg söngmynd frá Metxo-félaginu. Aðalhlut- verkið leikur og syngur hin vinsæla söngkona •JEANETTE Aðgöngum. seldir frá kl. 1. MACDONALD. Sýnd ki. 5, 7 og 9. g Sýnd klukkna 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „HÁI ÞÓR“ eftir Maxwell Anderson. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ' BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructivc doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it Ignore them, but deals correctively with them. Features íor busy men and all th« íamily, including the Weekly Magazine Sectioii. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetta 1 Please enter my subscrlptlon to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 2 months $3.00 1 month $1.00 Satuíday issue, lncluding Magazine Section: 1 year $2.60, 6 issues 25o Name______________________________________________________________ Address . Sampla Copy on Requesi 1 mmnmmnnmm Útbreiðið Alþýðublaðið. nnnnnnnnnnnn SKÓLAFÖTIN úr FATABÚÐINNI. ___________________ Auglýsið í Alþýðublaðinu. V 50. THEQDQRE DREISER: JENNÍE GERHARDT til • hlaup-a til föður síns og auðsýna honum ástúð sína, en hún óttaðist, að hann sýndi henni sama kuldalega viðmótið og áður. Gerhardt var 1-íka órólegur. Aldrei hafði hann full- komlega getað núð sér eftir þá skömm, sem Jennie leiddi yfir fjölskylduná. Enda þótt hann vildi vera vingjarnlegur, voT'U tilfinningar háns svo marg- þættar, að hann vissi varla, hvað hann átti að segja eða gera. Pabbi, sagði Jennie og nálgaðist hann ótta- slegin. Gerhardt varð ruglaður á svipinn og reyndi að segja eitthvað, sem hljómaði eðlilega, en honum heppnaðist það ekki. Hann hugsaði um óhamingju sína og hann fór að gráta eins og barn. — Fyrirgefðu mér, pabbi, fyrirgefðu mér, ég er svo sorgbitín. Hann leit ekki á hana. En honum fannst hann geta fyrirgefið — verða að fyrirgefa henni. — Ég hefi beðið, sagði hann, — og nú er allt gott. Þega: hann hafði náð sér aftur, blygðaðist hann sín fyrir veikleika sinn, en við því varð nú ekki gert, og eftir þetta talaði Gerhardt við dóttur sína eins og hin börnin. En nú komu heimilisáhyggjurnar aftur til sög- unnar. Hvernig áttu þau nú að geta lifað, þegar þau höfðu fimm Öollurum minna á viku og Ger- hardt var auk þess kominn heim? Bas hefði getað lagt ofurlítið meira til heimilisins, en hann hafði enga löngun til þess- Nú höfðu þau ekki nema níu dollara á viku til að lifa á. Daglega varð Gerhardt að fara til læknis, til þess að láta binda um hend- urnar á sér. Georg litli þurfti að fá nýja skó. Ann- aðhvort varð að afla meiri peninga, eða fjölskyldan varð áð fá búðarlán, eins og áður. En Jennie hafði tekið ákvörðun. Hún háfði ekki ennþá svarað bréfi Lesters. Dag- urinn nálgaðist. Átti hún að skrifa? Hann myndi hjálpa þeim. Hafði hann ekki reynt að neyða hana^ til að taka við peningum? Að lokum hafði hún kím- izt að þeirri niðurstöðu, að það væri skylda hennar að útvega peninga. Hún settist niður og skrifaði honum stutt bréf. Hún ætlaði að finna hann, eins og hann hafði óskað eftir, en hann mátti ekki koma heim til hennar. Hún lagði bréfið í póstkassann og beið svo milli vonar og ótta hins örlagaríka dags. TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. —o— Og hinn örlagaríki dagur kom, og Jennie átti nú úr vöndu að ráða. í raun og veru fannst henni ekki um neitt að velja. Líf hennar var eyðilagt hvort sem var. Hvers vegna átti hún þá að streitast móti ör- lögunum? Ef hún gæti gert fjölskyldu sína ham- ingjusama og séð Vestu litlu fyrir góðu uppeldi, hvað var þá til fyrirstöðu? Og það hafði oft komið fyrir, að ríkir menn höfðu kvænst fátækum stúlk- um. Og Lester var mjög göfuglyndur maður, það var ekki vafi á því, að honum þótti mjög vænt um hana. Klukkan sjö fór hún til frú Bracebridge- Þeg- ar leið að hádegi þóttist Hún þurfa að sinna erindum fyrir móður sína og fór til gistihússins. Lester, sem hafði farið frá Cincinnati fáeinum dögum áður en við var búizt, hafði ekki fengið svar hennar. Hann kom til Cleveland í mjög slæmu. skapi. Hann hafði enn þá von um það, að bréf tii j hans lægi í gistihúsinu. En þar var engin lína frá f hfenni. Iiann var maður, sem ekki var auðvelt að koma út úr jafnvægi. En í kvöld var hann þung- í búinn á svipinn. Hann b.orðaði ásamt vinum sínum. I og reyndi að eyða ólund sinni á þann hátt, og við Iþá skildi hann ekki fyrr en hann hafði neytt meira víns en venjulega. Daginn eftir þegar hann fór á fætur langaði hann mest til að hætta við allt saman. En þegar leið á daginn áleit hann þó hyggilegast að gefa henni síðasta tækifærið. Það væri ekki úti- lokað, að hún kæmi. Og þegar stundarfjórðungur var eftir fór hann ofan í salinn. Hann varð ekki lítið undrandi, þegar hann sá hana sitja þar á stól og bíða — hún hafði þá séð. sig um hönd- Hann flýtti sér til hennar og bros lék um varlr hans. — Þú komst þá samt sem áður, sagði hann og starði á hana, eins og hann hefði týnt fjársjóði og fundið hann aftur. — Hvernig stendur á því, að þú hefir ekki skrifað mér? Ég hélt, að þú værir fastráðin í því að koma ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.