Alþýðublaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 2
JMtlÐJUDAGUR 7. JAN. 1941. ALt»ÝÐUBLA«*3fl H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalfundu Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags ís- lands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 7. júní 1941 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil- höguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1940 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórn- arinnar og tillögum til úrskurðax frá endur- skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félags- lögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir híuthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrif- stofu félagsins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík. Reykjavík, 6. janúar 1941. STJÓRNIN. rilkynnlng til bifreiðaeigenda. Ithysfli bifreiðaeigenda i Seykjavífc skal vakin á fcvi, að ábyrgðartryggingar gjbld fyrir timabilið frá 1« janúar til 1* jáli 1941 eru fallin i gjalddaga. Ber bifreiðaeigendum að sýna á lbgreglustbðinni i Péstbússtræti 3, fyrir 14. þ. m.9 kvittanir ffyrir greiðslu iðgjaldanna. Lðgpeglastlórinn i Reykjavik, 6. |nn. 1941. Agnar Kofoed - Hansen. — ÚTBKEIBIÐ ALÞÝÐUBL AÐIЗ UNDIRROÐURSRIÍÉFi'Ð Frh. af 1. síöu. Við höfnina, í verksmiðjun- um og á brezku vínnustöðvun- um er verkfallið algert (100%). Við erum neydðir til að gera verkfall, því, að það er eina leiðin til þess, að við fáum spornað við því, að hinir ís- lenzku vinnuveitendur lækki lífsskilyrði okkar í þeim til- gangi að auka gróða sinn. Þess- ir vinnuveitendur standa gegn réttlátum kröfum okkar, af því að þeir vona að brezka her- stjórnin beiti hermönnunum til þess að brjóta verkfallið á bak aftur. Af þessum sökum verða brezku hermennirnir að kynn- ast staðreyndunum um verkfall það, sem nú stendur yfir. Um hvað er verkfallið? Eftir brezka hernámið hefir kaup- gjald á íslapdi vorið lögfest með bráðabirgðalögum eins og það var í apríl 1938, að við- bættum 3, 4 hlutum þeirrar verðhækkunar, sem verða kann. Vinnudagurinn var ákveð inn 10 stundir. Lögin gengu úr gildi 31. desember 1940. Verk- lýðsfélögin og vinnuveitenda- félagið hafa ekki orðið ásátt um nýtt kaupgjald og vinnutíma. Síðan styrjöldin hófst hefir verið áætlað, að verðlag hafi hér hækkað um 60%. Verð á kjöti hækkað um 67%, mjólk 50%, fiski 150%. Við förum frani á, að vinnudagurinn á ís- landi verði 9 stundir í stað 10, þar s^m það er rangflátt að vinna þurfi 10 stundir til þess að fá eftirvinnu. Við förum fram á að kaupgjaldið sé á- kveðið nákvæmlega í samræmi við verðlagið og að tímakaupið verði 1 shilling og 9 pence fyr- ir klukkustund í stað 1/5- í Englandi, þar sem verðlag er ekki eins hátt og hér, fá verka- menn, sem vinna í þjónustu rík- isins, 2 shillinga um tímann og þar yfir. íslenzku vinnuveitendurnir eru vel færir um að verða við kröfum okkar, því að þeir græða milljónir á styrjöldinni. Svo að eitt dæmi sé nefnt, hafa stóru íslenzku togarafélögin, sem eru harðvítugustu andstæðingar verkalýðsins, grætt IV2 milljon sterlingspunda árið sem leið, að miklu leyti á brezka markaðn- um. Ólafur Thors, íslenzki verkamálaráðherrann, er aðal- hluthafinn í stærsta togarafé- laginu. Við getum ekki lengur þolað þann ránskap, að í hvert sinn sem verðlag hækkar, skuli kaupgjaldið aðeins fylgja að nokkrum hluta, og mismunin- um síðan vera fleytt niður í vasa íslenzku auðmannanna. Við berjumst sömu barátt- unni og þið. Ykkur mun vérða sagt, að verkfallinp sé stefnt að hernaði Breta. Ef þið lesið þetta flugrit vandléga, munuð þið sannfærast um,.;áð þetta er ekki satt. Verkfallinu er beint að stríðsgróðamönnum íslands, sem vilja nota styrjöldina, og ef gerlegt er, brezku hermenn- ina til þess að knýja niður kaup verkalýðs okkar. Það eru sömu stríðsgróðamennirnir, er svíkja (swindle) brezku her- mennina og heimta óhóflegt verð fyrir vörurnar, sem her- mennirnir kaupa. Nú þegar sjást merki þess, að nota eigi ykkur til þess að brjóta verkfallið. Brezka her- stjórnin hefir hótað, að leyfa verkfallsmönnum ekki að snúa aftur til vinnu sinnar. Her- mönnum hefir verið skipað að dreifa með byssustingjum hópi verkamanna á friðsamlegum verkfallsverði. Ef verkfallið heldur áfram, verður ykkur sennilega skipað að vinna það verk, sem verkfallsmennirnir unnu áður. Maður, sem tekur að sér verk starfsbróður, sem gert hefir Sjóileikurinn ,Hð1 Hór‘. GESTRISNI og göfugmennska hafa oft verið talin einkenni Islendinga. Gestrisnina hafa þeir Htt í ríkum mæli og munu flestir útlendingar, sem sótt hafa landið heim, vera sammála um að svo sé. j ; ; Listamenn og skáld okkar virð- ast þó ekki eins hafa orðið að- njótandi þessara gæða. Þegar þeir margir hverjir, hafa komið heim til ættjarðarinnar, eftir að hafa getið sér frægð og frama með erlendum þjóðum, hefirþeim oft verið sýnt það tómlæti að furðu gegnir. Lárus Pálsson er kominn heim. Var fréttin öllum, er leiklistunna, hin mesta gleðifrétt. Öllum mun kunnur leikferill hans við leikhús i Kauipmannahöfn og í ÖönskUm kvikmyndum, og bjuggust nú all- ir við að hann mundi helga kiafta sina íslenzku leiksviði, hvað og líka varð. Var nú leikrit ákveðið er hann skyldi stjóma fyrirLeik- félag Reykjavikur og sýnt skyldi sem jólaleikrit. Nokkuð löngu sið- ar var ákveðið að hann léki í öðram leik, sem annað félag stóð að ásamt Leikfélaginu. Bregður þá svo undarlega við að tekið »r í einu blaði bæjarins að aug- lýsa þann leik óspart, en hvergi minnst á jólaleik Leikfélagsins. Kom þetta þeim, er málunum voru kunnugir', mjög einkenni- lega fyrir sjónir. Þegar svo leikurinn er sýnd- lur fær han;n þær móttökur að fá eru dærni hér. Leikurinn sjá-if- ur ameríkanskt „humbtig“, með- ferð leikenda flestra léleg, að því er mér skildist, og leikstjórn- ina var ekki minnst á. Gagnrýn- endwr biaðanna eiga hér ekki all- ir óskipt mál. Hlutvefk gagn- rýnandans hlýtur að vera þrí- skipt: Að benda á misfellnrnar, að sýna fram á hvað bétur mætti fara og að taka fram það sem Ieikurinn hefir til síns ágætis. Og það er margt sem þessi ieikur hefir til síns ágætis. Hlutveikin eru mjög óvenjuvei leikin, leik- sviðsútbúnaðUT prýðilegur og ljós in betri, en maður á hér að venjast. Oft viija menn ruglast í því, hvað eitt hlutverk gefur, og hvað leikarinn gefur sjálfur. T. d. eitt lítið hlutverk, sem Val- úr Gísiason leikur. Leikritið gefur ekki neitt, en ieikarinn það mik- ið, að hlutverkið verður mér ó- gleymanlegt. Svona mætti segja Hjm meðferð fleiri leikenda. Ég er ekki það lesinh í nú- tima amerískum bókmenntum, hvað þá leikritaskáldskap, að ég Lísa (Alda MöIIer). Van Worn (Indriði Waage). treysti mér til að kveÖa upp dóm yfir leikritinu sjálfu. Það er nýtt fyrir okkar augum. Má ve! vena að höfundurinn hafi samið það með hæfi þess til kvikmynda- töku fyrir augum. Má og fullyrða að með nútíma tækni í kvik- myndaiist yrði leikur þessi hrein- asta sniidarverk, þó til sanns vegar megi færast að hann sé ekki að öllu leyti æskilegur til flutnings á svona litlu leiksviði. Aftur á mó'ti eru sum samtöS leiksins hneinustii perlur frá bók- menntaiegu sjónarmiði eins og hin hálfrímaða ræða Indíánans og samtöl þeirra Lisu og Van Dora, sem njóta sín fullkomlega í hár- fínni túikun þeirra, sem með hlut- verkin fara (Lárusar Pálssonar, öldu Möller og Indriða Waage). Sem heild er ieikurinn fullkom- lega þess virði, að honum sé gaumur gefinn og fólk sæki ieik- húsið. Það væri meira en iítið fómlæti að láta sig engu skipta hvað maður, sem hefir að_ baki sér margra ára nám og reynslu á sviði leiklistar, getur gjört og gjörir hér á okkar litla leiksviði. Viðburðurinn er svo sjaldgæfur hér í fámenninu, að krefjast verð- ur þess að fófk láti ekki fram hjá sér fara þetta tækifæri tif þess að dæma á milli „amatör“ og „professionell'-ieikiistar. Gunnar Stefánsson. nmzímmKimi Útbreiðið Alþýðublaðið. verkfall, er einhver fyrirlitleg- asta mannskepna. Hann er kláðagemsi, verkfallsbrjótur (svartleggur). Margir ykkar eru í verkalýðsfélögum. Þið komið frá landi, sem er heimkynni verklýðsfélaganna. Vissulega verðið þið ekki til þess að gerast svartleggir gagnvart bræðrum ykkar í íslenzku verkalýðsfé- lögunum. Hvað hafið þið gert? Ef ykk- ur er skipað að framkvæma verk í herbúðunum eða við höfnina, sem þið teljið að ís- lenzkir verkamenn hafi áður unnið, eða ef ykkur er skipað að skerast í leikinn við verk- fallsmenn á nokkurn hátt, eigið þið að neita sem einn maður. | Sendið undirforingja ykkar til | yfivforingjanna með þau skila- boð, ao þið teljið ekki slík af- skipti skyidu yklcar sem her- manna. Bendið á, að þið séuð í bænum til þess að berjast gegn fasisma, ekki til þess að ‘berjast gegn íslenzku þjóðinni, sem gerir nákvæmlega það sama, sem þið munduðigera í hennar sporum. Hermenn, ef þið standið fast- ir, er sigur ykkar vís, og þið munuð öðlast vináttu og þakk- læti þjóðar okkar. Talið djarf- lega við yfirmenn ykkar. Talið djarflega upp í opið geðið á Ól- lafi Thors og ágirndarpúkunum, vinum hans: „Við erum hermenn, ekki verkfallsbrjótar.“ — í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.