Alþýðublaðið - 09.01.1941, Side 1

Alþýðublaðið - 09.01.1941, Side 1
# RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR. FIMMTUDAGUR 9. JAN. 1941. ! i J 7. TÖLUBLAÐ 879 greiddu atkvæði með samkomulaginu, sem felit var á nýjársdag, en 808 á móti. ----♦--- WlHBna byrjaði afíur f morgun á ðll- um vinnustððvum nema hjá setuliðinu. URSLIT allsherjaratkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún urðu kunn kl. 2 í nótt. Alls höfðu 1710 greitt atkvæði. Þar af sögðu já 879, en nei 808. 15 seðlar voru auðir og 4 ógildir. Hefir því samkomulagið, sem fellt var á fundinum á nýjársdag, verið samþykkt og verkfallinu, sem nú er búið að standa í eina viku, verið aflétt. Hófst vinna strax í morgun á öllum vinnustöðvum öðrum en hjá brezka setuliðinu. Stjórn Dagshrúnar til- kynnti setuliðinu úrslitin þegar í ttótt, en vinna var þó ekki byrjuð hjá því um hádegi í dag. Eftir þessi úrslit verður kaup verkamanna þar til næsta vísitala verður útreiknuð, eins og hér segir: í almennri dagvinnu kr. 2,06, í almennri eftirvinnu kr: 3,05 og í nætur- og helgidagavinnu kr.. 3,83. Verður kaup Dagsbrúnarmanna héðan í frá reiknað út mánaðar- iega, samkvæmt vísitölu hagstofunnar, meðan þétta sam- Sðttatilraunir í dag milli Iðjn ogatfinni- rekenda. S ÁTTASEMJARI RÍKISINS gerir í dag kl. 4 tilraunir til sátta milli Iðju, félags verk- ' smiðjufólks, og atvinnurek- enda. Kröfur Iðju eru þær, að grunntaxti hækki um 15% og að iðnaðarverkafólk fái dýrtíð- ina að fullu hætta. Kaup iðnaðarverkafólks hef- ir verið mjög lágt og er því ó- líklegt að Iðja víki frá kröfum sínum, þó að fulltrúar félags- ins séu allir af vilja gerðir til að ræða allar samkomulagstil- lögur, hvaðan sem þær koma. Er þess að vænta að stirfni og skilningsleysi atvinnurek- enda verði ekki til þess að lengja verkfallið í iðnaðinum um of. komulag stendur. Eftir verkfallið. O'rslif allsherjaratkvæðagreiðsl- u'nnar eriu að sjálfsögðu mjög mifeið rædd meðal verkamanna, og þar sem atkvæðamuiniur varð smo filtölulega lítill lætur að lík- indum að margir hljóti að vera óánægðir yfir því að verkfallinu var aflýst. En það er rétt fyrír Dagsbrún- armenn að gera sér rólega grein fyrir því, hvernig á því stendur Frh. á 4. síðu. Kröfur togarasjómanna: Sjómannaféiögin standa einhuga að þessum kröfum. V ERKFALL SJÓMANNA stendur við hið sama. Sátta- semjari hefir enn ekki gert nýja tilraun til samkomu- lags. Fullkomin eining er meðal sjómanna um kröfur þær, sem stjórnir sjómannafélaganna þriggja hafa gert fyrir þeirra hönd og eru þeir, sem einn maður. Alþýðublaðið fekk í morgun eftirfarandi upplýsingar um hver væru aðalatriðin í kröfum sjómanna. Sjómenn krefjast fullrar dýrtíðaruppbótar á öll laun. Þá krefjast þeir 6% hækkunar á öll laun greidd 1940. Telja þeir að þetta sé minnsta uppbót, sem hægt sé að krefjast vegna taps, sem sjómenn hiðu á kaupi við setningu gengislaganna. Þá er farið fram á að sjómönnum séu greiddar 100 krónur fyrir hvert lifrarfat í stað kr. 28.00 til 35.56, eins og þeim var greitt síðast- liðið ár. Loks er farið fram á, að kyndarar hafi ekki lægra kaup en hásetar, en nokkurt misræmi hefir orðið á kaupi þeirra — og sumarfrí sjómanna verði aukið. Auk þess eru ýmsar aðrar smærri kröfur, aðallega um breytingar á orðalagi ýmsra greina samninganna. Ölliun er Ijóst að kröfur sjó- I og verður að telja líklegt, að að manna eru mjög sanngjarnar | þeim verði gengið innan fárra dága svo að togararnir geti afíur lagt úr höfn. Jólatrésfagnaðnr II- þýðnfiokksféiegsins annað hvölil. E INS og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu heldur Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur jólatrésfagnað fyr- ir börn félagsmanna og gesti þeirra annað kvöld, föstudag- inn 10. janúar. Aðgöngumiðar kosta 2,00 kr. og fást í Alþýðubrauðgerðinni, Lvg. 61, afgreiðslu Alþýðu- blaðsins og skrifstofu Alþýðu- flokksfélagsins til kl. 12 á há- degi á morgun. ■P Ein af steypiflugvélum Breta, af ,.Swordfish“-gerðinni. Það voru flugvélar af þessari tegund, sem gerðu loftárásina miklu á ít- alska flotann í Tarananto í Suður-Ítalíu. Verkaiiienn síóðra eintauga sam« an í dellunnl ¥ið af rinnrarekendur v ERKALÝÐSFÉLAGIÐ ♦ „BALDUR“ á ísafirði undirritaði í gærkvöldi samninga við alla helztu at- vinnurekendur á staðnum, þó ekki þá þeirra, sem eru í Vinnuveitendafélagi íslands. Aðalatriði samninganna eru þau, að verkamenn fengu fulla dýrtíðaruppbót (42%), grunn- kaup við almenna vinnu hækk- ar um 5 aura á klukkustund, en vinnu við ísfisk hækkar um 20 aura á klukkustund al- mennt, þ. e. að kaup verður hið sama hvort sem unnið er að degi.til, í eftirvinnu eða í næt- ur- eða helgidagavinnu. Ýmsar aðrar breytingar urðu til bóta á samningnum. Fullkomin eining hefir verið meðal ísfirzkra verkamanna í deilu þeirra við atvinnurekend- ur og var Verkalýðsfélagið „Baldur“ eins og einn maður. Kaupfélagið og Samvinnufélag- ið gengu strax að kröfum verkamanna. ------------------------------- Stjórn Alþýðuflokksfélagsins biður þá meðlimi félagsins, sem kunna að eiga ógreidd félagsgjöld fyrir árið 1940, að greiða þau sem fyrst til skrifstofu félagsins, Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, opin 5,15—7,15 daglega. Spegillinn kemur út á morgun. Fjðifflennnr fudir I féiagi starfsstðlkna á veitingahdsan. FÉLAG starfsstúlkna í veit- ingahúsum héli aðalfund sinn í nótt. Fu'ndurínn var mjög vol séittur og gengui um 25 stúlfcu'r í fé- lagið á fuindmium. í stjóm voru kosnar: Sveinlaug Þorsfeinisdéttir for- maður, Ingileif Guwn laugsd óttir ritarí, Eybjörg Steindórsdóttir gjaldkeri. Samþykkt var, að hækka árs- gj|aldið til félagsins úr 5 krónum upp í 10 krónur. Rætt var um samningaumleit- anir þær, sem fram hafia farið, pg kom skýrt í ljés áhugi stúlkn- anna fyrir þvi að fá kjör sín bætt. Var samþykkt með ölium at- kvæðum að láta nú bráðlega fara fram allsherjaratkvæðagneiðslu urn heimild fyrir stjérnina til að ákveða vinnustöðvíun, ef samn- ingar verða ekki koimnir á fyrir ákveðinn tima, sem nánar verður tiltekinn, þegar atkvæðagreiðsLan fer fram. r' j Félagið befir gefið Alþýðusam- bandinu fullt uímboð til sámn- inga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.