Alþýðublaðið - 11.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1941, Blaðsíða 4
LAUGABD. 11. JAN. 1941. Bókin er ÞÝDDAB SÖGUB eftir 11 heimsfræga höfunda AIÞÝÐUBIAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknir er Ólaíur Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Kórlög o. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Mörður Valgarðsson“ eftir Jó- hann Sigurjónsson. (Leikstjóri: Haraldur Björnsson). 23.00 Frétt- ir. 23.10 Danslög. 24.00 Dagskrár lok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951, Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10.00 Morguntónleikar: a) Kvartett í a-moll eftir Bela Bar- tok. b) „Sagan um hermanninn“ tónverk eftir Stravinsky (plötur). 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 15.30—16.30 Miðdeg- istónleikar (plötur): Ýms tónverk. 18.30 Barnatími (Helgi Hjörvar. Bjarni Björnsson). 19.15 Útvarps- hljómsveitin leikur. 20.00 Fréttir. 20.20 Erindi: Menntavegir íslend- inga á 12. öld (Björn Sigfússon magister). 20.45 Einsöngur (Þor- steinn Hannesson): a) Sigvaldi Kaldalóns: Heimir. b) Björgvin Guðmundsson: Sólin ei hverfur. c) Schumann: Die beiden Grenadiere. d) Jón Þórarinsson: Skógardraum- ur. e) Sullivan: Hinn himneski samhljómur. 21.05 Upplestur: „Svanasöngur," smásaga, (ungfrú Þórunn Magnúsdóttir). — 21.25 Hljómplötur: Lög leikin á harpsi- cord. 21.35 Danslög. 21.50 Fréttir. 24.00 Dagskrárlok. ________MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11. séra Bj. J. (altarisganga). Kl. 2, barnaguðs- þjónusta (séra Fr. H.). Síðdegis- messa verður helguð minningu Baden Powell, skátahöfðingja. í fríkirkjunni kl. 2, (séra Á. S.). Barnaguðsþjónusta verður í Bíó- sal Austurbæjarskólans kl. 2 e. h. Séra Jakob Jónsson. Gengið inn frá leikvellinum. t Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skóla kl. 10 f. h. (Séra G. Sv.). í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti: Lágmessa kl. 6.30 árd. Há- messa kl. 9 árd. Bænahald og pre- dikun kl. 6 síðd. í Háskólakapellunni á morgun kl. 5. (Magnús M. Lárusson stud. theol.). / í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5. (Séra G. Þ.). Ölvun á almannafæri. Hæstiréttur kvað í gær upp dóm yfir Haraldi Knudsen fyrir ölvun á almannafæri. Var hann dæmdur 1 undirrétti í 500 kr. sekt og stað- festi hæstiréttur dóminn. Hafði hann 48 sinnum áður gerst brotleg- ur við áfengislögin. Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup hefir verið skipaður prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi í stað séra Stefáns Kristinssonar á Völl- um, sem baðst að verða leystur frá prófastsstörfum. Slökkviliðið var kvatt í gærkveldi að Hafn- arstræti 18. Hafði kviknað þar í stje(karpotti I veitingajjtjofunni „Central." Litlar skemmdir urðu. Heimilisfang séra Jakobs Jónssonar er Garða- stræti 8, sími 5969. Leikfélagið sýnir „Háa Þór“ annað kvöld kl. 8. Nýr söfnuður í Rvík? Stuðningsmenn séra Jóns Auð- uns við síðustu prestskosningar boða til fundar ' í Gamla Bíó á morgun kl. 2V2. Fundarefnið er: „Stofnun nýs safnaðar í Reykja- vík?“ Knattspyrnumenn K.R. halda fund á morgun kl. 2 í Baðstofu iðnaðarmanna. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur fund í dagheimilinu á Hörðuvöllum á morgun kl. 3Vz. Þar verður rætt um verkalýðsmál, atvinnumál og bæjarmál, sérstak- lega fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1941. Þá verður og rætt um bæjar- útgerðina. Allt Alþýðuflokksfólk er velkomið og er skorað á það að fjölmenna. Bæstiréttar: Málsmeðferð öll ómerkt. I GÆR kvað Hæstiréttur upp dónrí málinu: Valdstjórnin gegn Ólafi ísleifssyni, skip- stjóra á v.b. Hrafnkeli Goða. Málavextir voru þeir, að 18. apríl var varðskipið Óðinn á eftirlitsferð við Vestmannaeyj- ar og sá tvo vélbáta við drag- nótaveiðar. Sýndu miðin, að þeir væru innan landhelgislínu. Skipstjórinn á Hrafnkeli Goða, Ólafur ísleifsson, var dæmdur í lögreglurétti í Vest- mannaeyjum í 7400 kr. sekt. Hæstiréttur ómerkti dóminn og vísaði málinu heim í hérað til rækilegrar rannsóknar og dómsálagningar. SKÓLAFÖTIN úr FATABÚÐINNI. Auglýsið í Alþýðublaðinu. i í M Orðsending til kaupenda út um tand. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyriiiram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. IH r I " FORSETI FISKIFÉLAGSINS OG TRILLUBÁTAÚTGERÐIN Frh. af 3. síðu. þvi, að útgerð sunnlenzku bát- anna hafi mistekizt, en forsetinn telur, að mér hafi láðst að taka til greina við þennan samanburð útger'ðartíma bátanna, og telur svo upp, hvenær bátarnir hafi komið og hvað góður afli hafi verið áður en þeir komu. En ég get fullvissað forsetann um það, að mér láðist þetta alls ekki, því 1 skýrslunni er alls staðar tekin sama veiðitimalengd, þar sem samanburður er gerður á heima- bátUm og aðkomubátum. En anin- ars á ef til vill að skilja þessi ummæli svo, að forseti Fiskifé- lagsins sé ekki kröfuharðari fyr- ir hönd sjómanna og útgerðar- manna en svo, að hann sé á- nægður með afkomu þessara báta. Það virðist svo sem hann sé það. Þá talar hr. D. ó. Um ókunniug- leika bátshafnanna á miðunum, sem geri það að verkum, að að- komubátar standi miklu ver að vigi en heimamenn, en þessu hafi ég gleymt, og því sé samanburð- ur minn lítils virði. Nei, ég hefi engu gleymt. En fjaö eru einhverjir aðrir, sem um þessi mál hafa fjallað, sem virð- ast hafa gleymt flestu af því, sem gera þurfti til þess að það, sem hér var gert af-góðum vilja og framtakssemi rikisstjórnarinn- ar yrði ekki árangurslaust og að engu nema tapi og leiðindUm. En um ókunnugleik bátshafna á miðunum er það að segja, að víð- ast hvar með ströndum fram, nema í Faxaflóa, er hægt a*ð fiska á smábáta, án þess að menn séu kiunnugir, enda sýnir það sig á þeim aðkomubátum, sem vel öfluðu, að fiskað gátu þeir, þó ekki væru þeir kunnugir. Gæti ég sagt frá mörgum dæmum »þessu til sönnunar, þó ég sleppi þeim hér. Víkur svo hr. D. Ó- aftur að útbúnaði bátanna og segir, að þeir muni að undanteknum ein- um eða tveimur, hafa haft nauð- synlegustu veiðarfæri og sumir verið ágætlega útbúnir. Það er erfitt, jafnvel fyrir forseta, að stangast við staðœyndirnar. Eftir þvi sem hann sjiálfur upplýsir, þá hafði hann engin afskipti af þessum bátum önnur en þau, að útvega þeim viðlegupláss og koma þeim norður, en samt leyfir hann sér að fullyrða, þvert ofan í. staðreyndir, að bátamir hafi allir verið vel útbúnir að veið- arfærum, að undanskildum einum eða tveimur. Væri þessari setn- ingu snúið við, mundi hún nálg- ast sannleikann. Bátamir voru allir illa útbúnir að veiðiarfæriim, að lundanskildum einum eða tveimur. Hvemig útbúningur þeirra báta var með veiðíarfæri og annað, er ég náði ekki til, skal ég ekkert um segja, en skýrsla mín nær yfir 25 báta, og sú lýsing, sem þar er gefin, er sönn og í alla staði rétt. Loks klykkir svo hr. D. Ó. út: ,,Ég hef hér drepið á fáein at- riði í skýrslu Björns Bl. Jóns- sonar til að leiðrétta ýmsar rangfærslur, sem annað hvort eru sprottnar af misskilningi ■ NYJA BIO M Juarez Söguleg stórmynd frá Warner Bros, er sýnir mikilfenglega þætti úr ævisögu Benito Juarez, frelsishetju Mexico. Aðal- hlutverk: PAUL MUNI, BETTE DAVIS, BRIAN AHERNE, CLAUDE RAINS. Sýnd klukkan 6,30 og 9. Börn fá ekki aðgang. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bíqamla BIO wm Komdu, ef Þú porir! (Stand up and fight). Amerísk stórmynd, tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leikat WALLACE BEERY og ROBERT TAYLOR. Bönnuð börnum innan 14 Sýnd kl ! 7 og 9. ára. Þökkum auðsýnda hluttekriingu við fráfall og jarðarför móð- ur og tengdamóður okkar, Margrétar Hinriksdóttur. Böm og tengdadætur. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „HÁI Þór Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Börn fá ekki aðgang- eða ókunnugleika á málinu.“ Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að enginn, sem les skýrslu mína og ritsmíð forsetans finni að hann hafi þar leiðrétt nokk- urn skapaðan hlut, því grein hans gengur öll út á að afsaka Fiskifélagið um það sem því hefir aldrei verið kennt, og sem hann telur að því komi ekkert við, en það er eftir for- setans eigin sögn: í fyrsta lagi ekki f jármálin. í öðru lagi, ekki skipshöfnin á bátunum. í þriðja lagi, ekki 8 bátar úr Hafnarfirði. í 4. lagi ekki eftir- lit með útbúnaði bátanna. í fimmta lagi, ekki skoðun bát- anna. Það eina, sem hann við- urkennir að Fiskifélaginu hafi komið við, og sem öll grein hans fjállar um, er flutningur bátanna og viðlegupláss, en að þessu hefir ekki verið fundið. Hvað er það þá, sem forsetinn hefir leiðrétt? Vitanlega ekki neitt. í „Tímanum11 6. sept- 1940 er viðtal hr. D. Ó. um afkomu trillubátanna fyrir noðran og m. a .spurt um aflabrögð. „Enn er ekki fyrir hendi fullkomið yfirlit um veiðibrögð (svo) bát- anna. Þeir, sem sóttu sjó frá Flatey á Skjálfanda og Húsavík hafa fiskað sæmilega.“ Ekki veit ég hvernig hr. D. Ó. fær þessa góðu útkomu hjá bátun- um í Flatey og Húsavík, eða er það góð afkoma, þegar sjómað- urinn hefir ekki meira upp úr striti. sínu en það, að hann vantar að afla fyrir 804 krónur, til þess að geta greitt skuldir sínar eftir úthaldið? Sama má segja um bát á Húsavík sem vantaði fisk fyrir 275 kr. til þess að geta farið heim skúld- laus! Það væri gaman að vita, hvað hr. D. Ó. kallar að fiska illa, fyrst hann kallar svona ,,veiðibrögð“ sæmileg. Manni dettur helzt í hug að hr. D. Ó- hafi í raun og veru ekkert um afkomu þessara báta vitað, en af einhverjum ástæðum ekki kunnað við að segja þúð. En m.. a. o. Fyrst hr. D. Ó. finnst það ,,misskilningur,“ ,,rangfærslur“ eða annað verra, er ég í skýrslu minni tala um „Fiskifélagsbát- ana,“ því leiðréttir hann það ekki, er tíðindamaður „Tím- ans“ talar um báta „á vegum. Fiskifélagsins.“ En það gerir hann ekki með einú orði. En ver nú næstum heilli síðu í Al- þ.bl. til þess að útskýra, að Fiskifélagið hafi ekki átt að að gera annað en útvega viðlegu. og far fyrir bátana. En það er eins og það skíni í gegn um. allt saman, að forsetanum finn- ist að í raun og veru hafi hann átt að gera eitthvað meira £ þessum málum, og þess vegna- sé hann með þessar endurteknu: afsakanir og útskýringar. Ég vil svo að lokum láta £ ljós þá von mína, að þó að þessi fyrsta tilraun hafi ekki tekist betur en raun varð á ,verði ekki hætt við svo búið, þar sem nú eru þekktir ýmsir gallar, senx hægt er að varast. Björn BI. Jónsson. Æfintýri H. C. Andersen: Svinahirðirinn 00 Hans klaufi, verða barnabækurnar í ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.