Alþýðublaðið - 14.01.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1941, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBL RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUBINN XXH. ABGANGUR. ÞRIÐJUDAGUR 14. JAN. 1941. 11. TÖLUBLÁÐ Ðeila togarasjómanna og tog~ araeigenda var leyst í nótt. --------------.» --------- Sjómenn fá mjðg verulegar kjarabæfur. ? Lifrin hækkar úr 35 upp í 90 krónur og full dýrtíðaruppbót verður greidd á allt kaup. Sjðfti fcommðaistiBO hendtekinn At af nndirrððnrsbréffnn. Yflrlýsfng f rá Ffirmanm brezka setnliðsins. iT SJÖTTI KOMMÚNISTINN var handtekinn í f yrradag í sambandi við undirróðursbréf- ið til brezku hermannanna. Var það Ásgeir Pétursson, Leifsgötu 3. Hann var úrskurðaður í gæzluvarðhald í gær. Um leið og brezku yfirvöld- in afhentu íslenzkum yfirvöld- um mál þetta til rannsóknar og dóms, gaf yfirmaður brezka setuliðsins út svofellda yfirlýs- ingu, sem send hefir verið blöðunum. „Þar eð hershbfðingja brezka setuliðsins á íslandi hefir verið skýrt svo frá, að útbreiðsla dreifibréfsins meðal hermann- ánna, þar sem þeir eru hvattir Frh. á 4. slðu. OGARADEILAN var leyst í nótt með samkomulagi. Sjómenn fengu 90 krónur fyrir lifrarfatið í stað kr. 35,56, sem greitt var fyrir lifrina síðasta ársfjórðunginn. Hækkun lifrarhlutarins var raunverulega grundvallarkrafa sjómanna og kröfðust þeir 100 króna fyrir fatið. Þá fá þeir fulla dýrtíðaruppbót á allt kaup, en áður var dýrtíðarupp- bót aðeins greidd á fast mánaðarkaup. Kyndarar fá sama kaup og hásetar — og lifrarhlut, eins og þeir, en það er algert nýmæli. Breýting var ekki gerð á föstu mánaðarkaupi, en sjó- menn höfðu krafizt 6% uppbótar á því. Deila togarasjómanna og togaraeigenda leystist þann- ig í nótt. Hafði sáttanefndin haldið fund með aðilum svo að segja óslitið frá kl. 2 í gær og um kl. 1 í nótt lagði hún sáttatillögu fyrir báða aðila samtímis, sem þeir áttu ann- aðhvort að hafna eða samþykkja. , Fór svo að báðir aðilar samþykktu hana og munu tog- ararnir þegar í stað fara á veiðar. Samkomnlasið. Kaup og kjör togaramanna verða í höfuðatriðum nú eins og hér segir: Full dýrtíðaruppbót á fasta- kaupið, sem breytist í byrjun ársfjórðungs. Lifrin hækkar úr 35,56 á fat upp í 90 krónur. Ómerkileg grein í lítt lesnu erlendu blaði gerð að stór^ frétt hér heima í Reykjavík. * ¦—. . * -— Tilkynningfráutanríki^inálaráðuneytinu AL.ÞÝBUBLABINU barst í morgun eftirfarandi til- kynning (frá utanríkismála- ráðuneytinu: „í fréttaskeyti frá Unjted Press til eins af dagblöðunum í Reykjavík var nýlega skýrt frá því, að stjórnmálamenn í Was- hington hefðu upplýst, að rík- isstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga áform um að greiða fyrir herf lutningum til Bretlands þannig, að ameríksk skip flyttu hergögn til íslands, en þaðan yrðu sömu hergögn flutt til Bretlands með brezkum ski|3- um. Ríkisstjórnin taldi ástæðu til að rannsaka nánar, hvað'rétt væri í þessari frétt, og fól aðal- ræðismanni íslands í New York að grennslast tafarlaust eftir, hvað hæft væri í henni, og voru honum jafnframt gefin fyrirmæli um, hvað honum bæri .að aðhafast, ef fótur væri fyrir fregninni. í svarskeyti sínu skýrir aðal- ræðismaðurinn frá því, að upp- haf þessa máls sé ómerkileg grein í lítt lesnu vikublaði í Bandaríkjunum, er síðar hafi þó einnig verið getið í dagblaði í Washington. Hins vegar hafi utanríkismálaráðuneytið í Was^ hington upplýst, að því sé ger- samlega ókunnugt um slíkt á- form sem fréttin segir frá, enda hafi þetta aldrei komið til tals af hálfu Bandaríkjastjórnar né við hana. Aðalræðismaðurinn í New York mun að sjálfsögðu fylgjast Frh. á 4. síðu. Kyndarar fá hásetakaup og lifrarhlut, sem útgerðiri borgar sérstaklega, að öðru leyti skipt- ist lifrin á háseta og yfirmenn eins og var fyrir 20. apr- 1940, þó aldrei á fleiri en 21 mann, og eins premíu á síld- og karfaveiðum. Þrettán manna á- höfn skal vera á skipi, af því 4 hásetar. í landleyfum meðan skipið siglir með aflann skulu greiddir fæðispeningar þann tíma, sem menn njóta ekki fæð- 1 is í skipinu- Á „kolalempum" úr fiski- rúmi í „kolabox" eða „fýr- pláss", eða aðra kolavihnu um borð, sem greitt var með 4 kr. fyrir vöku, komi full dýrtíðar- uppbót. Fyrir að.landa fiski í annað skip komi full borgun. Á því skipi, sem tekur fiskinn til flutnings, skulu þeir, sem sigla, hafa algert frí í heimahöfn, en hinir áframhaldandi sjóvökur eins og á fiskiveiðum, nema greitt sé fyrir það eftir hafnar- vinnutaxta verkamanna í Reykjavík. Skip frá Rvík og Hafnarfirði teljast í heimahöfn í hvorri höfninni sem þau eru. Meðan stríðið stendur skal það ekki taíið brot á hafnarfríi „að slá undir trollum" og „stilla upp" borðum í fiskilest, en fyrir aðra vinnu skal borga eftir tímakaupi hafnarverkamanna í Reykjavík. s Hásetar skulu hjálpa til að koma veiðarfærum skipsins á bryggju eða bíl, en aldrei skulu Frh. á 4. síðu. ítalskui- flugvöllur í Libyu: f slíkum röðum hafa flugvélar ítala verið rústaðar á jörðu niðri í loftárásum Breta þar syðra. GsvaDero, sjálfur yfirhers- íin, !er tll iianín. ? — ¦¦„¦•¦¦ Farið að nynn&st i tterforlnyjallði lnssolinis? CAVALLERO hershöíð- ingi, sem skipaður var yfirmaður ítalska herf or- ingjaráðsins í stað Badoglio marskálks fyrir skömmu síð- an, hefir nú tekið við yfir- stjórn ítalska hersins í Al- baníu í stað Soddu hershöfð- ingja, sem tilkynnt var í gærmorgun, að hefði sagt af sér. Á Cavallero jafnframt að hafa á hendi forsæti ítalska herforingjaráðsins. . Þessi fregn vekur mikla at- hygli um allan heim vegna þess, að það er talið óhugsandi, að Mussölini hefði sent sjálfan for- seta herforingjaráðsins til AI- baníu, nema af því, að hann væri í hinu mesta mannahraki. ! Nýjustu fregnir frá Aþenu herma, að Grikkir séu nú í I sókn á öllum vígstöðvum. í Al- baníu og séu bardagarnir sér- staklega harðir umhverfis Te- pelini, ,þar sem barizt er í ná- vígi, og ítalir koma ekki flug- vélum sínum við vegna hætt- unnar á því, að þeirra eigin her- merm yrðu jafnt Grikkjum fyr- ir loftárásunum. ... ... Stríðlð í Líbyu. Suður í Libyu gera Ðretar, samtímis því, sem.þéir búa sig undir úrslitaárásina á Tobrouk, hverja loftárásina af annarri 'á allar bækistöðvar ítala vestur að Benghazi: Veita ítalir litla sem enga mótspyrnu og hafa Bretar nú algerlega yfirhönd- ina" í lofti yfir allri Austur-Li- byu, end'a hafa þeir þegar tekið Frh. á' 4. síðú. Skipatjön Breta: «u arsms, en íAustu 8 mán. 1 A SÍÐASTLIÐNUM átta i~V mánuðum hefir kaup- skipatjón Breta í styrjöld- inni aldrei verið eins lítið á einni viku og fyrstu vikunni á þessu ári. Þá viku var sökkt f yrir þeim f jórum skipum, samtals 15 þús. smá- lestum. m Engu skipi var sökkt þessa viku fyrir bandamönnum Breta. Tilkynning um þetta var gef- in út af brezka flotamálaráðu- neytinu í morgun. Er þar jafn- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.