Alþýðublaðið - 14.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1941, Blaðsíða 4
»KBE>JUDAGUR 14. JAN. 1941. Bókin er r ■n h mm napapn bhia np am mmm Bótki n er ÞÝDDAB SÖGUR 1T nwEIIlllT HXITn ÞÝDDAR SÖGUR eftir eftir 11 heimsfræga höfunda. AAUí Jk H# .Ai&ÉAr Al# 11 heimsftæga höfunda. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Laugavegi 79, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Reykjavíkur, sími 1720. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20,30 Erindi: Um peninga (Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Cellósónata eftir Tele- fann. b) Trio-sónata eftir Bextehude. 21.25 Hljómplötur: Symfónía í D- dúr eftir Mozart. Revyan 1940, „Forðum í Flosaporti", verður sýnd annað kvöld. Barátta lífs og dauða heitir ameríksk mynd á Gamla Bíó, gerð eftir skáldsögu Lloyd C. Douglas. Aðalhlutverkin leika Do- rothy Lamour, Akim Tamiroff og John Howard. Oklahoma Kid, myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna, gerist á landnámsárum Am- eríku og er mjög viðburðarík. Að- alhlutverkin leika James Cagney og Rosemary Lene. Háskólahljómleikum Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar, þeim þriðju í röðinni, hefir af ófyrirsjáanlegum ástæðum verið frestað þangað til í næsta mánuði. * Orður. Þann 16. desember s.l. sæmdi H. H. konungurinn þá Georg Ólafsson bankastjóra óg dr. phil. Guðmund Finnbogason Kommandörkrossi Dannebrogsorðunnar. Þeir voru báðir riddarar af Dannebrog áður. Sama dag sæmdi konungur Þórð Sveinsson riddarakrossi Danne- brogsor ðunnar. (Sendiherr af r étt.) Hallgrímur Helgason tónskáld flytur 8 fyrirlestra í vetur um tónlist á vegum Háskól- ans og tónlistarskólans. í kvöld kl. 8,15 flytur hann fyrsta fyrirlestur- inn í 1. kennslustofu Háskólans. Nefnir hann fyrirlesturinn: Menn- ingarlegt gildi tónræns uppeldis. Ungbarnavernd „Líknar“ Templarasundi 3. Börn eru bólu- sett gegn barnaveiki mánudaga og fimmtudaga kl. 5—6. Hringja verður fyrst í númer 5967, mið- vikudaga og laugardaga milli kl. 11 og 12. Starfsmannablað Reykjavíkur, 4. tbl. III. árgangs er nýkomið út. Efni: Að lifa, eftir L. S., Jóla- kveðja til mömmu, eftir Maríus Ólafsson, Minning Péturs Halldórs- sonar borgarstjóra eftir L. S., o. m. fl. íþöknfundur í kvöld. l.^Venjuleg fundarst'rf. 2. Hagnefndin annast. Elisabeth Göhlsdorf heldur 4. upplestur í kaupþings- salnum á miðvikudagskvöld kl. 8.30. Hún les að þessu sinni smá- sögur „Kabbalisten“ eftir Perez og „Weise von Liebe und Tod des Kornet Rilke“ eftir R. M. Rilke. Tímarit Verkfræðingafélags ís- lands, 3. hefti 25 árgangs er nýkomið út. Efni: Magnús Konráðsson: Hafnargerð á Hofsósi, Dr. Vilhelm I. Petersen: Héyþurrkun með vél- um á erfiðleikatímum. Nýtt kvennablað, janúarheftið er nýkomið út. Efni: 1941, áramótahugleiðing eftir G. St., íslenzkar mæður og móður- málið, eftir Margréti Jónsdóttur, tvö kvæði, eftir Huldu, Frú Guð- rún Indriðadóttir, eftir G. M., Rós- in, kvæði eftir Ólínu Andrésdótt- ur, í rökkrinu, eftir Guðbjörgu Jónsdót-tur, Broddanesi, o. m. fl. Jón Þorsteinsson rððinn skiðabenn- ari iijá t. R. JÓN ÞORSTEINSSON skíða- kappi frá Siglufirði er kominn hingað til bæjarins og er ráðinn skíðakennari hjá í. R. í vetur. Undaníarið hefir verið lítið um skíðásnjó, nema langt uppi í Hengli, en það er langt þang- að frá Kolviðarhóli. Námskeiðin byrja strax og snjórinn kemur. ÓMERKILEG GREIN GERÐ AÐ STÓRFRÉTT Frh. af 1. sí&u. vel með því, hvort nýjar radd- ir komi fram með tillögur í svipaða átt, og skýra ríkis- stjóminni jafnóðum frá því, ef svo skyldi verða. $TRIÐIÐ í LIBYU Frh. af 1. síðu. í notkun flesta þá flugvelli, sem ítalir hafa orðið að yfirgefa. í útvarpinu í Rómaborg er nú farið að viðurkenna ófarir ítala í Libyu. Var í gær í fréttasend- ingu þaðan til Norður-Ameríku sagt, að ítalir ætluðu sér alls ekki að gera lítið úr þeim ár- angri, sem Bretar hefðu náð. Brezki herinn væri betur útbú- inn af vélknúnum hergögnum en ítalir, og ítalir hefðu orðið fyrir miklu manntjóni í bar- dögunum. Þykir þessi viðurkenning stinga nokkuð 1 stúf við þá til- kynningu. ítala fyrir nokkrum dögum, að ekki hefðu fallið nema 347 menn af þeim í bar- dögunum. Trésmiðafélag Rejbjavibor íiibynnir: Dagvinnukaup húsa- og útivinnusmiða er eins og verið hefir kr. 1,90 pr. klst. miðað við 10 tíma vinnudag ,en við það bætist full dýrtíðaruppbót, sem reiknast út mánaðarlega eftir á. Eftirvinna er eins og áður 60% hærri en dagkaup og nætur- og helgidagavinna 100% hærri en dagkaup. Kaup innivinnusmiða í fastavinnu er 30 au. lægra pr. klst- en útivinnukaupið, þegar búið er að bæta við dýrtíðaruppbótinni. Kaup meistara er 60 aur. hærra pr. klst. en sveinakaupið. Kjarabætur eru (sem sumarfrí): Frá 1. júní til 1. sept. er dagvinna á laugard. frá kl, 7 f. h. til kl. 1 e. h. Yfir þá mánuði er tímakaup 10 aur. hærra pr. klst. Aðrar kjarabætur: Flutningur á vinnustað, kaffitímar, vinnuskýli o. þ. h. gildir sama sem verið hefir. STJÓRNIN. TOGARADEILAN LEYST * Frh. af 1. síðiu þeir skyldir til að vinna utan skipssíðu. Skipverjar skulu að jafnaði hafa 24 stunda viðdvöl í heima- höfn eftir hverja utanlandsferð. Á síldveiðum kemur full dýr- tíðaruppbót á kaupið og kynd- arar skulu hafa hásetakaup og premiu eins og hásetar. Á karfaveiðum kemur full dýrtíðaruppbót á kaupið og premíuna og lifrarverðið eins og á ís- og saltfiskveiðum, en losunarkostnaður hækkar ekki. Útgerðarmaður greiði fyrir tjón á fatnaði og munum af völdum sjóslysa samkvæmt gildandi reglugerð að viðbættri dýrtíðarhækkun á fatnaði, eftir útreikningi kauplagsnefndar. II. stýrimaður hækkar í grunnkaupi upp í 305 krónur á ís- og saltfiskveiðum. Sigli II. stýrimaður fyrir I. stýrimann til útlanda með afl- ann skal hann fá helming af heildarkaupi I. stýrimanns mið- að við veiðitíma og útsiglingu. Með samningi þessum er felld úr gildi yfirlýsing frá 4. maí 1940 svo og 3.—6. gr. samkomu- lags frá sama degi um áhættu- þóknun o, fl, Að öðru leyti end- urnýjast óg framiengist sam- komulag þetta til 1. jan. 1942. Þar á meðal ákvæði 8. gr. um endurskoðun og uppsögn sam- komulagsins, sem hljóðar svo: „Samningurinn gildir til næstu áramóta, þó þannig, að ef veruleg breyting verður á áhættunni, að áliti nefndar, sem aðilar koma sér saman um, þá hefir hvor aðili um sig rétt til að krefjast endurskoðunar á samningnum og náist eigi sam- komulag innan 14 daga, þá að þeim fresti liðnum að segja honum upp með 14 daga fyrir- vara. Ef hvorugur aðili hefir sagt upp samningi þessum fyrir 15. des. n.k., heldur hann áfram að gilda þar til honum er sagt upp með 14 daga fyrirvara.“ undirröðursbréfið Frh. af 1. siðu. til að gera uppreisn, geti skoð- ast sem landráð samkvæmt ís- lenzkum lögum, hefir hann af- hent íslenzkum yfirvöldum málið. Hershöfðinginn vill gera sitt ýtrasta til að hafa sem allra minnst afskipti af íslenzkum málefnum, öðrum en þeim, er snerta öryggi setuliðs hans. — Hann vill hins vegar gera ís- lenzku þjóðinni ljóst hve alvar- legt mál hér var á ferðum. í lok dreifibréfsins er bein áskorun til hermannanna að neita að vinna nauðsynleg verk í hernum, sem þeim kynni að verða fyrirskipuð. Það er ekki hægt að bera fram þá afsökun, að þetta hafi verið áskorun til hermannanna um að gerast ekki verkfallsbrjótar til aðstoð- ar íslenzkum atvinnurekend- um, þar sem sérstaklega er í dreifibréfinu getið um að neita að vinna í herbúðunum. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ef hermennirnir hefðu H NYJA BIO Oblahoma Kid Ameríksk kvikmynd frá Warner Bros. Aðalhlutv.; James Cagney, Rosemary Lane og Humphrey Bogart. Börn fá ekki aðgang. — Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Aukamynd: British Movietone News. GAIMLA BIO Barátta iífs og dauða (DISP JTED PASSAGE ) Framúrskarandi ameríksk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Doroíhy Lamour, Akim Tamiroff, John Howard. Sýnd. klukkan 7 og 9. Itevyan 1940. FeiðRi í Flosaporti ÁSTANDS-ÚTGÁFA Sýning annað kvöld kl 8Vz. Aðgöngumiðar seldii frá kl. 4—7 í dag og eftíi' Þ1 1 ó ínnrönn QÍtvh' 11Q1 farið eftir áskoruninni, hefði það verið uppreisn, sem er al- varlegasti glæpur í herþjón- ustu, og líflát liggur við. Það er einnig augljóst, að þeir, sem stóðu að útbreiðslu dreifibréfs þessa, hafa gert til- raun til að spilla hernaðarað- gerðum Breta. Vér lítum ekki aðeins á þetta sem glæp gagn- vart Bretlandi, heldur og glæp gagnvart allri menningu í heiminum. Hershöfðinginn vill taka það fram, að hann skilur vel, að allur þorri íslendinga hefir andstyggð á og fyrirlítur fram- ferði þeirra manna, sem að þessu stóðu, eins og þeir eiga skilið, og að það er aðeins fá- mennur hópur, sem hér hefir reynt að brjóta hlutleysi ís- lands og reynt að fremja þessa svívirðu gagnvart brezka setu- liðinu.“ UPPVíSlR AÐ LANDRÁÐUM Frh. af 2. síðu. svíkja frelsi og sjálfstæði af þjóð- inni í hendtuT eflendu valdi. Fyrir þann glæp — jafnvel tilhneig- ingu til hans — ber að refsa 'með missi allra borgaralegra réttinda. Hér á landi eiga það að vera lög, ófrávíkjanleg lög, að hver sá, sem gengur á hönid erlendri einræðissiefnu — hverjn nafni sem hún nefnist — talar máli hennar eða á einn eða annan hátt ljær henni lið í orði eða verki, missi frá þeiíri síundu öll þau réttindi, sem íslenzkt þjéðfélag annars veitir þegnum sínUm, nema þau, að fá að vinna fyriT sínu daglega brauði. Þetta á að gera vegnia þess, að hver sá, sem gengur á hönd ein- ræðisstefnu, ætlak að afnema þessi réttindi, ef hann má því við koma, og því er rétt að hann finni sj-álfur hvehs virði þau eru, þegar þau er!u farin. Dugi sú aðferð ekki, á fyrst að grípa til annarra, sem nær gianga. Þjóðinni er ekki nauðsynlegt að fá sem flesta einstaklinga dæmda til fangelsisvistar eða refsingia. heldur er hitt aðalatriðið, aí> koma í veg fyrir hvers konar landráða- og svikasíarfsemi af hálfui innlendra manna og sikiapia öryggi í þjóðfélaginu og gagn- ikvæmt traust milli einstaklinga. þjóðfélagsins. SKIPATJÓN BRETA Frh. af 1. síðu. framt bent á það, að síðan stríð- ið hófst hafi það aðeins fjórum. sinnum komið fyrir áður, að skipatjónið væri minna á viku. Yfirleitt hefir skipatjón Breta og bandamanna þeirra stöðugt farið minnkandi síðarn í byrjun desembermánaðar, og telja Bretar, að það sé fyrst og fremst hinum mögnuðu loftá- rásum þeirra á kafbátastöðvar Þjóðverja á Frakklandsströnd að þakka. íkveikjiiárás á Plymouth i nótt JÓWERJAR gerðu harða lofíárás á hafnarborgmai Plymouth á. Suður-Englandi ít nótt og stóð hún í hér um biT þrjár klulckustundir. .íkveikjusprengjum var varp- að á víð og dreif yfir borgina. og komu eldar upp á mörgum stöðum, en þeir voru víðast slökktir mjög fljótt. Töluvert tjón er sagt hafa oröið af árásinni bæði á mönn- um og mannvirkjum. Æflníýri H. C. Andersen: Svieahirðiriim 06 Mans klaufí, verða barnabæknrnar i ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.