Alþýðublaðið - 16.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 16. JAN. 19« Bókin er UR 11 heimsfræga höfunda. Bókín er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Gísli Pálsson, . Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður ér í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöð- in, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Hljómplötur: Píanólög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Hagnýt jarðefni og rannsókn landsins, II (Jó- hannes Áskelsson jarðfræð- íngur). 20.55 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Schumann. Ein- leikur á fiðlu (Þór. Guðm.): Souvenier eftir Drdla. 21.55 Minnisverð tíðindi (Sigurð- ur Einarsson). Jóhannes Áskelsson flytur erindi í útvarpið í kvöld, ■em hann nefnir: Hagnýt jarðefni og rannsókn landsins. Gretar Fells flytur erindi annað kvöld á fundi x Reykjavíkurstúku Guð- spekifélagsins um Hermann heit- iiin Jónasson frá Þingeyrum. Árshátíð Glímufélagsins Ármann verður haldin í Oddfellowhöllinni laugar- daéinn 18. jan. og hefst með borð- haldi kl. 7 Vz síðd. Félagsmenn vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína í skrifstofu félagsins í íþróttahús- inu (sími 3350) í kvöld og annað kvöld frá klukkan 8—10 síðdegis. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í Iðnó föstudaginn 31. janúar næstkomandi. Keppt verður um Ármannsskjöldinn, haridhafi Sigurður Brynjólfsson, Ármann. Keppendur gefi sig fram við stjórn Ármanns fyrir 24. jari- úar. Vatnsleysustrendingamót verður haldið í Oddfellowhúsinu föstudaginn 24. þ. m. Áskriftar- listar liggja frammi í Reykjavík í Ðreinar og góðar léreftstuskur kaupir Alþýðuprentsmiðjan h.f. Skóverzlun Stefáns Gunnarssonar og í Hafnarfirði í Stebbabúð. Revyan Forðum í Flosaporti var sýnd í gærkveldi fyrir troð- fullu húsi og urðu margir frá að hverfa. Næsta sýning er annað kvöld. Forðum í Flosaporti, ástandsútgáfan verður sýnd í Iðnó annað kvöld kl. 8 %. Samvinnuskólinn hefir árshátíð sína í Oddfellow- j húsinu næstkomandi sunnudags- ' kvöld. Verður þar margt til skemmtunar. Gamlir nemendur velkomnir. Elliheimilið í Hafnarfirði hefir beðið AI- þýðublaðið að flytja barnakórn- um Sólskinsdeildin beztu þakkir 1 fyrir skemmtunina á sunnudaginn var. VERKFALL HÁRGREIÐSLU- KVENNA ] Frh. af 1. síðu. ur séu einnig lögin um lög- gæzlumenn brotin á vítaverðan hátt með því að blanda lög- reglunni inn í vinnudeilu, en þau lög ákveða eins og kunn- ugt er, að lögreglan megi engin afskipti hafa af vinnudeilum nema til þess að varna skemmd um á efni. ðoiMleo liðsbAB. Meistarafélag hárgreiðslu- kvenna auglýsár í itfeig í Miorgun- blaömu, aö þaö haltli hárgreiðslu- stofunum opnum þrátt fyrir verk- fallið og væntir þess að viðskipta menn þeirra styðji þær í* þeirxi baráttu, sem þær eigi í „gegn hækkun hárgneiösiuko st n a ö ar“. Er þetta ömurleg liðsbón til al- mennings um að hjálpá ti) að bæla niður verkfall hárgreiðslu- kvenna 'Og hindra það, að sann- gjarnar kröfur þeirra um kjara- bætur nái fram að ganga, og er að minnsta kosti að óreyndu ekki trúað, að margir vilji láta hafa sig til slíks verks. SAMNINGUR ÞRÓTTAR Frh. af 1. síðu. í samninganefnd ,,Þróttar“ voru tveir Alþýðuflokksmenn og einn kommúnisti. Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja fékk og góða samninga. Það samdi í fyrrakvöld. Allt grunnkaup hækkar um 12% og þar að auki bætast 20% ofan á káup, sem greitt er fyrir alla skipavinnu, ísfisk og kolavinnu. Auk þessa fá verkamenn fulla dýrtí ðar uppbót. ,,Drífandi,“ sem ekki er orðið annað en lítil klíka kommún- ista, reyndi að hafa einhver af- skipti af þessum málum, en ár- angurslaust. Vitanlega halda kommúnistar nú því fram, að verkamenn hafi verið sviknir! Verk a lý ðsf élagið „Hvöt“ á Hvammstanga hefur- samið við alla atvinnurekendur, nema Kaupfélagið. Hófst verkfall hjá því á hádegi í gær. Félagið fékk grunnkaup hækkað og fulla dýrtíðaruppbót. Verkalýðsfélag Ólafsvíkur hefir samið. Grunnkaup hækk- ar í dagvinnu karla úr 90 aur- um í 1.10, dagvinnu kvenna úr 60 aurum í 80 aura. Lík breyt- ing varð á eftirvinnu, nætur- og helgidagavinnukaupi. Þá fengu verkamenn fulla dýrtíðarupp- bót. Verkalýðsfélagið á Blömdiuósi hefir samið. Gmnnkaup hækkaðí i alrnennri dagvinnu úr 90 aurum lupp í kr. 1,10 og í eftirVinnu úr kr. 1,35 upp í kr. 1,65. 1 skipa- vinnu hækkar kaup í dagvinnu ú.r kr. 1,25 upp i kr. 1,35 og i eftirvinnu úr kr. 1,70 í kr. 1,80. Helgidagavinna veröur óbreytt. — Þá fengu verkamenn fulla dýr- tiðaruppbót. ,%jöfn“, félag starfsstúlkna á vei'tingahúsum, . hefir - samþykkt með 67 atkvæðum gegn 7 að hefja verkfall 24. þ. m„ ef sam- komulag hefir ekki tekizt þá. III flYJA BIO n jfl gj CiAWffiLA 1310 ISIIP ! „OMIahoæa Kid“ | Ameríksk kvikmynd frá Barátta lífs og dauða | Warner Bros. Aðalhlutv.: (DISPUTED PASSAGE.) James Cagney, Framúrskarandi ameríksk » Rosemary Lane og kvikmynd. Aðalhlutverkin Humphrey Rogart. leika: P Börn fá ekki aðgang. — Dorothy Lamour, I Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Akim. Tamiroff, §3 Aukamynd: John Howard. 11 British Movietone News. | 1 i j Sýnd klukkan 7 og 9. | LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „fflAi Þór SÝNING í KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. verður leikið í Iðnó annað kvöld Aðgöngumiðar seldir frá kl. og eftir kl. 1 á morgun. — Revyan 1940. Verkfall klæðskera, hárgmðsiu- kvemna og blikksmiða heldur á- fram. 1 MÁL SIG. BENEDIKTSSONAR Frh. af 1. siðu. . Ragmar Jónsson fulltrúi salka- dómara hefir á hendi rannsókn í málinu. Gölfkústasköft fyrirtiggjandi. Blindraiðn. Sími 4046. Auglýsið í Alþýðublaðinu. IS- FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8% • Inntaka nýliða. Venju- leg fundarstörf. Sigurvin Ein- arsson, kennari hefir umræðiur !um ákveðið mál. Félagar fjöl- mennið. Æ.t. 57. THEODORE DREISER; JENNIE GERHARÐT Jenni hafði, meðan hún var í New York, .skrifað móður sinni daglega. Þar á meðal voru ýmsir kafl- ar, sem hún átti að lesá ein. í einum kaflanum sagði hún móður sinni frá því, að Lester langaði til að heimsækja þau, og hún bað móður sína að búa föður sinn undir þessa heimsókn, segja honurn, að hún hefði kynnzt manni, sem elskaði hana. Einnig minnt- ist hún á vandamálið viðvíkjandi Vestu, og móðir hennar fór þegar að velta því fyrir sér, hvernig hún ætti að fá mann sinn til að þegja yfir því, að Jennie ætti þetta barn. Nú mátti ekki steypa henni í nein vandræði. Jennie varð að fá tækifæri til að bæta aðstöðu sína. Þegar hún kom heim ríkti mikil gleði í húsinu. Auðvitað gat hún ekki farið aftur til fyrri starfa sinna, en frú Gerhardt sagði manni sínum, að frú Bracebridge hefði gefið henni nokkurra vikna ■frí, svo að hún gæti leitað sér að betri stöðu. TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KÁFLI. —o— Þegar Kane þóttist að mestu leyti hafa ráðið þessu máli til lykta, fór hann aftur til Cincinnati og tók að leggja stund á kaupsýslustörfin á ný. Hann hafði geysimikinn áhuga á þessu stóra firma, og stjórn þess og þróun var honum jafnmikið áhugamál og föður hans og bróður. Það var honum mjög mikils vii'ði að vera einn af stjórnendum fyrirtækis, sem var reist á traustum grunni og naut virðingar og viðurkenningar. — Þegar hann sá flutningavagna, merkta „Kane-félagið“ greip hann hlý tilfinning. Og hann komst ekki hjá því að sjá þessa vagna endr- um og eins og stundum oft, hvar sem hann ferðað- ist. Þetta var nú allt gott og blessað, en nú var Kane að leggja út á nýja lífsbraut — hann hafði kynnst Jennie. Þegar hann var á heimleiðinni frá þessu ævintýri sínu, var honum það ljóst, að það gat haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Ilann var of- urlítið smeykur við afstöðu föður síns til þessa máls, en þó óttaðist hann meira Robert, bróður sinn. Robert var siðavandur kaldhyggjxxmaður, fram úr skarandi kaupsýslumaður og óaðfinnanlegur bæði í einkalífi sínu og opinberu lífi. Hann fór aldrei út fyrir takmörk velsæmisins eða laganna, og hann var hvorki brjóstgóður né gjafmildur — raunar notaði hann sér öll þau brögð, sem samvizka hans sagði honum, að væru ekki allt of ósvífin, eða hann áleit nauðsynleg. Lester skildi aldrei, hvernig Robert hugsaði. Hann gat ekki skilgreint þá rökfræði að geta sameinað grófa kaupsýsluaðferð og stranga siðfræði; en hvernig svo sem því var nú varið, var bróðir hans svo hamingjusamur að vera gæddur báðum þessúm hæfileikúm í ríkum mæli. „Hann sameinar samvizkusemi hreintrúaðs Skota í einkalífi sínu og skoðun Asíubúa á tækifærum lífsins,“ sagði Lester einu sinni við kunningja sinn, þegar þeir voru að ræða um kaupsýsluhæfileika Roberts. Og kunning- inn hafði verið fljótur að átta sig á hlutunum. Samt sem áður hafði Lester ekki þrek til þess, að sann- færa bróður sinn um gallana á skÚningi hans á líf- inu, eða snúast á móti honum, því að almenningur leit sömu augum á lífið og Robert. í allri framkomu var hann eins„ og fólk er flest. Út á við, í augum fjöldans, voru þeir bræður miklir vinir og félagar, en innbyrðis var óbrúað haf- djúp á milli þeirra. Reyndar þótti Robert mjög vænt um Lester, en hann treysti ekki dómgreind hans á kaupsýslumálum, og svo skapólíkir voru þeir, að þeir voru ekki sammála um það að neinu leyti, — hvernig lifa ætti lífinu. í laumi fyrirleit Lester hinn ákafa eltingaleik Roberts við doilarinn. Robert þótt- ist sannfærður um, að léttúð Lesters í kaupsýslumál- um væri álasverð og kæmi honum fyrr eða seinna í klípu. Á skrifstofunni rifust þeir aldrei svo lengi sem gamli maðurinn hafði þar æðstu völd- En oft kom það fyrir, að þeir voru ekki á eitt sáttir, og þeir vissu vel, hvaðan vindurinn blés. Lester var þeirrar skoðunar, að þeir ættu að stækka og styrkja fyrirtækið með vinsamlegum samböndum, einka- leyfum, lagni og samningalipurð. En Robert var hins vegar þeirrar skoðunar, að það ætti að draga úr framleiðslukostnaðinum eins og hægt væri og ryðja keppinautunum úr vegi. Gamli verksmiðjueigandinn gerði alltaf það, sem hann gat til þess að hella olíu á hinar æstu bylgjur og lægja þær, en hann sá það, að þegar hans nyti ekki við lengur, hlaut allt að fara í bál og brand.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.