Alþýðublaðið - 17.01.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINlf XXU. ARGANGUR. FÖSTUÐAGINN 17. JAN. 1941 14. TÖLUBLAi) Verfafal! hárgreiðslo hvenna heldar ífram Verkfaiisbrot stofnnni itársreiðsln- í E NGIR samningafundir voru fiaWnir í gær milli hárgreiðslustúlkna og atvinnurekenda og var lítið sem ekkert unnið í hár- greiðslustofunum. í gær var þó gerð tilraun til wrkfallsbrots á einum stað, íhár- gneiðsltistofiuinni „Hollywood", eigandi Kristín Gxiðmundsdóttir. Var stofan þó lolöuð, er hár- gneiðslUstúltournar komu þangað, en þær heyrðu að vélar voru í gangi. Gerðu stúltournar tilraun til að toomast inn, en var meinað það af eiganda stofunnar. I>arna var að viimu einn af félögum Sveinafélags hárgreiöslukvenna, Ása Berndsen, og höfðu stúltourn- ar tai af henni og sýndu henni fram á, að hún væri að vinna illt verk með þvi að ganga í þjómustu atvinnurekanda meðan á verkfalU stæði. Fékk hún áð fara inn aftur eftir að hafa gefið loforð um að fara af vinnustaðn- Um, þegar hún hefði náð í yfir- höfn sina, en þetta loforð sveik hún og kom ekki, en kallaði til stúlknanna, að hún kæmi ekki fyrr en sér sýndist. Eins og kunnugt er eru verk- fallsbnot ekki aðeins siðferðislegt brot gagnvart stéttinni, heldux nú einnig bnot á landslögum, hæði hvað atvinnunekandann og stúlk- iuna í þessu tilfelli snertir, og mun mál þetta verða tekið til rannsóknar af félagi hárgreiðslu- stúlkna. Verkfall á kanpskipDDDm í kvðld? Áiþýðublaökw barst í morgun Orð L AUGABDAGINN 2. nóvember s.l. birti Morgunblaðið eftirfarandi orð í ritstjórnargrein um Bragaslysið: „Þetta slys minnir okk- ur enn á ný á starf sjó- mannanna; hvað þeir leggja í sölurnar fyrir þjóðfélagið, þegar þeir sigla skipum okkar milli landa á þessum hættutím- um. Við vitum hvernig þjóðarbuskapur okkar stæði nú, ef sjómennimir sætu auðiun höndum heima. Við vitum lun þá feikna björg, sem þeir hafa fært í þjóðarbúið síðan stríðið brauzt út. Við eigxun það okkar sjómönn- um að þakka, að þjóðin hefir haft nóg að bíta og brenna það sem af er þessu stríði.“ Nú neita húsbændur Morgunblaðsins sjómönn- unum á kaupskipaflotan- um um 6—10% uppbót á kaup þeirra. — Það er dá- lítið annað orð og gerðir! svofelld yfirlýsing frá lögreglu- stjöra: | „Ot af grein í AlþýÖubíáð- tou í gær um verkfall hárgreiðslu kvenna er þess óskað, að þér herra ritstjóri, birtið í 'Áag í Al- þýðublaðiniu eftirfarandi athiuga- semd: i • Urn tol. 4 í fyrratíag var hringt Frh. ó 2. síðu. Amerila ekkt öragg fyrir loftárásam, segir Stimsoa. -----+----- Nýtundnalamt og Hýja Eaglandsströnð f bættn. STIMSON, hermálaráðherra Boosevelts, var kallaður fyrir utanríkismálanefnd Banda rfkjaþingsins I gær, eins og Cor- dell Hull í fyrradag, til þess að ræða við hana frumvarp Roo- sevelts til hjálpar Bretum. Síimson hvatti til þess, að samþykkja frumvarp Roose- velts óbreytf. Ilann sagði, að Bandaríkin mættu ekki bíða þangað til árás yrði gerð á þau. Ameríka væri.ekki örugg fyrir loftárásum, ef Bretland yrði sigrað. Bæði Nýfundnaland og Nýja-Englandsströndin á meg- inlandi Ameríku væri í hættu fyrir þýzkum loftárásum legu sinnar vegna. Stimson sagðist geta hugsað sér þann möguleika, að Banda- ríkjunum væri beinn hagur í því að Iáta nokkurn hluta af herskipafLota sínum af hendi við Bretland meðan á stríðinu stendur, svo mikið væri undir því komið fyrir Bandaríkin, að Bretar sigruðu í stríðinu. Það var upplýst í gær í Am- eríku, að Bretar fengju nú þeg- ar 90 af hverjum 100 orustu- flugvélum, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. SamkomDlagstilrauBir stóðu til kl. 4 í nótt en urðu áraugurslausar. SAMNINGAUMLEITANIR stóðu yfir í farmannadeilunni í gær og í nótt, aðeins með örstuttu matarhléi. Hófust fundir í gær kl. 5 og var þeim slitið kl. 4 í nótt, án þess að nokkuð samkomulag tækist. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur fer með samninga fyrir hönd farmanna, en eftirtaldir menn fara með samninga fyrir hönd eigenda kaupskipanna: Eggert Claessen, Hallgrímur Benediktsson, Kjartan Thors* Gunnar Guðjónsson, Faaberg, Pálmi Loftsson og Guðmund- ur Vilhjálmsson. Ef ekkert samkomulag hefir tekizt í kvöld kl. 12 skellur verkfall á. Vitanlega óska allir eftir því, að til þess þurfi ekki að koma, en mönnum er ljóst, að það stendur á atvinnurekendum en ekki farmönnum. Eimskipafélögin hafa grætt of fjár, kaup farmanna var ákveðið með lögum og miðað við allt annað á- stand en varð s.I, ár — og farmenn því, eins og aðrir launþegar tapað mjög í kaupi. Málfundafélag Al- pýðnflokks verka- M ALFUNDAFELAG Alþýðuflokksverka- manna í Dagsbrún heldur fund á sunnudaginn kl. 4 í Iðnó. Uppstillingarnefnd félagsins skilar störfum, en auk þess verður rætt um kosningarnar í Dags- hrún og ýms önnur mál. Mætið stundvíslega. Áfenga öliö komið á markaðinn. A FENGA ölið kom á mark- aðinn í gær. Verður öliS þó ekki til sölu handa íslend- ingum, heldur eingöngu handa Frh. á 4. sfðui. Morgunblaöið minnir á það í * dag, að Eimskipafélag íslands j eigi 27 ára afmæli í dag og þyk- j ir það óviðkunnanlegt, ef það { fengi verkfall í afmælisgjöf. En það er rétt að benda þessu mál gagni atvinnurekenda á það, að fari svo, að verkfall skelli á hjá kaupskipunum í nótt, þá eru það ekki sjómennirnir — og ekki þjóðin, sem réttir þá af- mælisgjöf að „óskabarninu,“ — heldur atvinnurekendur sjálfir, þar á meðal sjálfur formaður Eimskipafélagsstjórnarinnar — Eggert Claessen. Stðlfenrnar i veitingahfis- nauni. Eíns. Dg kunn'ugt er hefir „Sjöfii", félag starfsstúlkna á veit ingahúsum boðað verkfall frá og með 24. þ. in. ef samkomulag hef- ir þá ekki fengist. Kröfur stúlkn- anna eiu þær, að lágmarkskaup þeirra hækki úr kr. .75,00 á mán- (uði upp í kr. 125,00 og auk þess tooimi full dýrtíðailuppbót.. — Þá fa 'a þær og fram á styttan- vinnu- tfma úr 63 st. á viku niður i 54 stundir, en eins og kunnugt er þá hefir, við komu brezka setu- liðsins vinna þessara stúlkná auk- ist margfaldlega. Starfsstúlkur hjá dömuklæð- skerum, en félagsskapur þeirra er sérstök deild í Iðju, hafa ekki getað náð samkomulagi við atvinnurekendur og hófu því verkfall í morgun. Verk- fallið nær til verkstæða allra þeirra, sem hafa þessa iðn með höndum. Bifreiðarslys varð í gær á móts við Hverfis- götu 40. Látil telpa varð fyrir bíl og siasaðist svo, að varð að flytja hana á spítala. Er gatan mjög þröng á þessum stað og slys tíð. Ný æglleg loftárás á Wilhelmshaven i nétt. ...- ♦-- Borgin eitt eldhaf umhverfis hðfnina. B RETAR gerðu nýja, ægilega loftárás á Wilhelmshaven í nótt, og tóku þátt í henni fleiri stórar flugvélar en nokkurri annarri loftárás, sem Bretar hafa gert hingað til. Loftárásinni var aðallega stefnt gegn innri höfninni, og var borgin eitt eldhaf umhverfis hana um það leyti, sem flugvélarnar snéru heim og sást eldbjarminn úr meira en 200 km. fjarlægð. Allar brezku flugvélarnar komu heim heilu og höldnu að einni undantekinni. Loftárfis i Bristol. Árásarflugvélarnar komu í mörgum fylkingum inn yfir borgiúa og létu bæði íkveikju- sprengjum og eldsprengjum rigna niður yfir hafnarhverfið, þar sem stærstu kafbátastöðv- ar Þjóðverja eru. Er talið, að þær geti smíðað 24 kafbáta í einu. Sprengingarnar voru svo magnaðar, að brotin þeyttust 1000 fét í. loft upp. Loftárásin' stóð ekki eins lengi og í fyrrinótt, en eldar komu upp á mörgum nýjum stöðum og bálið yfir borginni var ennþá ægilegra. Þjóðverjar gerðu í nótt aðal- loftárás sína á Bristol. Urðu töluverðir brunar í borginni, en manntjón er ekki sagt hafa orð- ið mikið. Sprengikúlum var einnig varpað úr lofti á ýmsa aðra staði á Vestur-Englandi í nótt, en skemmdir urðu litlar af völdum þeirra. BeitlskipiO Sonthampton svo mikiO skemt að Bretar urðo að sokkva pvi p AÐ var tilkynnt í London í gær, að heitiskipið „Southampton“, sem varð fyr- ir sprengjum í loftárásinni miklu suður í Miðjarðarhafi í Iok vikunnar sem leið, hefði reynst svö mikið skemmt, að ekki var hægt að koma þv; í höfn. Skipinu var sökkt a£ Bretum sjálfum eftir að áhöfn- in hafði yfirgefið það. Beitiskipið ,,Southampton“ er stærsta herskipið, sem sokkið hefir af völdum loftárásar í þessu stríði. Það var 9100 smá- Frh. á ,4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.