Alþýðublaðið - 17.01.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1941, Blaðsíða 3
alþyi>ubla*?«ð FÖSTUDAGINN 17. JAN. 1941 ALÞÝÐUBLABIÐ J Ritstjóri: Stefán Pétursson. Rítsljórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: RitstjÓPi. 4901? Innlendar fréttir. 3021: Stefán Þét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Víthjáms- son (heima) BrávallagötU 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.1 Simar: 4900 og 4906. Verð.kr. 2.50 á- mánuði. 1.0 aurár í lau i ai.þýðupre n t s MIÐJAN Koramriinistablaðið og ondirróðnrsbréfíð. ÞAÐ var vissulega ekki nema vonlegt, að óhug slægi á menn, þegar það varð'kunnugt lað 'kommúnistar hefðu dreift út und- irróðursbréfi á meðal bnezka setu- iiðsjns hér með tilmælujn um, að blanda sér inri í íslenzk deilumál, og áskoran um að brjóta heragann og gera upp- reisn gegn vfirmðnnum sínum. Öllum hugsandi mönnu’m var strax ljóst, að hér var ekki að- eins um bein landráð að ræða, heldur og háskasamlegt athæfi gagnvart hinu brezka setuliði, sem haft gat hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir íslenzku þjóðina... . Síðan rannsókn var hafin í þessu ljóta máli hefir lítið verið rætt um þa;ð í blöðunum að öðrU leyti en því, að sagt hefir verið frá handtökunum, sem fram hafa farið. Blað kommúnista. Þjóðvilj- inn, hefir þó verið undantekning í þessu efni. Það hefrr svo að . segja daglega birt áróðursgreiniar um málið í þeim augljósa til- gangi, að hnfa áhrif á almenn- ingsálitið og klóra yfir athæfii flokksmanna sinna. Hjá heiðarlegu og hugsandi fólki hafa þær pó varla getað haft annað en þver- Öfug áhrif við þau, sem. rilætiuð 'vora. Svö andstyggileg er tv'ö- •feldnin og jesúítaskapuriirm, sem ■ skinið hefir út úr svo- að segja Hverju orði, sem þar hefir verið skirifað. • ■• Állir, sem lesið hafa hina is- ; leiizku þýðihgu undirróðursbréfs- ins, mitinast þess áreiðaniega, með hve vreminni hræsni höf- undar þess og upphafsmenn reyndu að footna sér í mjúkinn hjá brezka seiúliðinu til þess að • æsa það upp á móti yfirmönnum sinum og vrnna fylgi á meðal þess við fyrirmflanir sínar hér innai lands. „Bræður“ brezku her- mannanna köllttðukommúnis'arn- ir sig í þessu plaggL „Við berj- umst sömu baráttunni og þið,“ stendur á öðrum stað í því. Og ,ef þið standið fastir, er sigur okkar vís og þið munuð öðlast vináttu og þakklæti þjóðar okk- ar“! Þannig var rætt við hermenn- it'i' *m leið og skoi’að var á þá, ; t blanda sér irm í islenzkt deMu- .! brjó'a heragann og óhlýðnast yfirmönnun’u n, enda þðtt upphafs- mönnum bréfsins hafi á eiðanlega ehtis og öllum ððnim verið full- • kunnugt um það, að slíkt brot er dauðasök í hvaða her' sem er. En það kveður -"ið tö’uvert annan tðn i Þjóðviljamim nú síð- m handtöJcurnar byrjuðu, og þeim, sejn áhyrgðina hera á þessu eíns og raurar öllu athæfi komm- únista, fór að verða Ijóst, hvaða afleáðingar undirróðursbréfið gæti. liaft fyrir þá. . ■ 1 ’ Á ir.eðan rannsókn málsins var 1 höndum breztou setu!iðsstjórn- arinnar reyndi Þjóðviljinn með öllu móti að draga fjöður yfir áskorun undirróðufsbréfsins - til hermannanna um að óhlýðnast yfirmönnum sínum. Það var talað um það — rétt eins og komm- únistár hefðu hvergi komið nærri (undirróðursbréfunumf —I að öll þar að lútandi ummæli- jxess yæru „óheppilega orðuð“ og, „óþörf". TMgangur bréfsins hefði vafaiaust ekki verið neinn annar en að upplýsa hermennina um það, sem hér var að gerast. — En það var nú á meðan rannsókn málsins vat í höndum Breia. Síðan málið var afhent íslenzk- um yfirvöldum, er ný „lína“ tekin upp og nú skírskotað til islenzkr- ar þjóðernistilfinningar, ef exn- hver skyldi vera svo heimskur að fyrirgefa undirróðursmönnun- um hið fjandsamlega athæfi þeirra við brezka setuliðið í þeirTÍ íinyndtn, að það hafi verið eitt- hvert Vijóðlegt afrek. Þannig seg- ir Þjóðviljinn í gær að áskorunin til hermannanna um að óhlýðn- ast, geti aðeins verið saknæm „frá sjónarmibi innTásarhersins“, eiins og hann kemst að orði, en ekki „frá íslenzku sjónarmiði“. „Hertekin þjóð“, bætir hann við, „getur ekki harmað það, þótt sundrang og hverskonar vand- ræði magnist ínnan þess hers, sem hefir svipt hana frelsi." Hér er nú lengur ekki verið að idraga úr þeim tilgangi undirróð- urshréfsins, að resa hermennina upp til agabiota og uppreishar gegm yfirmönnum sinum. Hér er ekki lengur verið að ávarpa her- mennina, „bræður ókkar", sem „mími öðlast vináttu pg þakkl þjóðar okkar“, eins og stóð' í undirróðursbréfinu. Hér er verið að ávarpa íslenzku þjóðina, og þá er aftur byrjað að tala um „imnrásarher, sem hafi svipt hana frelsi"? Hvílíkt hyldýpi óheilinda! Hversu andstyggilegur jesúíta- skapur! En það er alger misskilningur, ef Þjóðviljinn heldur að hann mumi blekkja nokkurn hugsandi, mamn með slíkum undanbrögðum. Það er sannarlega engu siðuir sak- næmf frá íslenzku sjónarmiði, að rekinn sé undirróður meðal brezka setuliðsims hér í þvi skyni að æsa það upp til agaleysis og óhlýðmi við yfirmenn sina, en að kalla á íhlutum þess í okkar innri mál. Svo lengi, sem við verðum að búa hér samam við himn erienda her, er það ein helg- asta skylda hvers eimasta Islend- ings, að forðast hvorttveggja. Sá, sem bregzt þeirri skyldu, er varg <ur í véum þjóðarimnar og á að saeta fullri ábyrgð gerða sinna. ' Auglýsið £ Alþýðublaðinu Þórbergur arson: Þórð- Utgefandi: Bókaútgáfan Heimskringia. ÞAÐ vakti ekki svó litla at- hygli, þegar Þórbergur Þórðarson gaf út Bréf til Láru fyrir rúmum sextán árum, enda er satt bezt að segja, að hún kom eins og h'ressandi og sval- andi stormþytur eftir bók- menntalega lógnmollu þeirra ára. Höfundurinn var þá ekki með öllu óþekktur maður, hafði gefið út þrjár ljóðabækur: Hálfa skósóla, Spaks manns spjarir og Hvíta hrafna. Þessi ljóð voru að vísu þannig, að fæ9tir gátu áttað sig á þeim, nema þeir, sem hafa gaman af skemmtilegri vitleysu, og vissu ekki almennilega, hvort höf- undurinn væri séní eða fífl, nema hvorttveggja væri, en víst er um það, að kvæði Þórbergs eru sérstæð í íslenzkri' Ijóð- mennt, og sá, sem þessar: línur ritar, hefir alltaf verið mjög hrifinn af kvæðinu um Bínu Söebeck, sem reyndar var borin Thorarensen, og ort er í anda Jónasar Hallgrímssonar á la Heine. Þegar bréfið til Láru Ólafs- dóttur, guðspekings og hrein- lætisvöruverzlunareiganda á Akureyri, kom' út, var engum blöðum um það að fletta, hver væri mestur stílsnillingur af þeim, sem þá rituðu á íslenzka tungu. Blæbrigði ritháttarins voru töfrandi, orðmergðin furðuleg og orðavalið hittið (træffende). Þá var andríkið ekki síður heilfandi, en hitt var ánnað mál, að hugsanagangur- inn virtist ekki alltaf jafn- ,,sober“ — allsgáður. TJm hæfi- leika Þórbergs í ritdeilu varð ekki lengur efast eftir að Eld- vígslan kom út, enda þótt höf- undurinn skyti þar nokkuð yfir markið sakir óhófslegs orðalags, sem varð þess valdandi, að menn litu á greinina fremur sem spauggrein en siðapredik- un. Á tuttugu og sex ára rithöf- undarferli sínum hefir Þór- bergur ritað . margar bækur, ýmist fræðibækur eða fagur- bókmenntir (Skönlitteratur). í hitt eð fyrra vakti hann enn á ný athygli á sér, með fremur ómerkilegu bragði þó, en nýst- árlegu að minnsta kosti hér á landi. Hann ritaði skáldverk og notaði þekktar persónur, án þess að breyta nöfnum þeirra. ■Það var íslenzkur aðall, og er um ýmsa þekkta menn, sumt listamenn, sem höfundurinn hafði kynnzt á þeim hluta lífs- leiðarinnar, sem hann gekk á aðeins hálfum skósólum sakir vöntunar á þessa heims gseðum. Höfundurinn er þar hvergi, fremur en vant er, myrkur í máli, en viðkomandi menn, þeir, sem enn eru á lífi, um hina veit ég ekki, munu vafa- laust hafa fyrirgefið honum þessar bersöglisvísur sakir þess, að hann er einna óhlífnastur við sjálfan sig. Því enda þótt Þór- að og að bergur virðist stundum, þegar hann skrifar um sjálfan sig, vera haldinn sölvahelgasonar- legu yfirlæti, hafa örlögin skrýtt hneppsluna á andlegri skikkju hans hinu guðdómlega ,sálarblómi‘, sem kallast „hum- or.“ — Og þessi hæfileiki vegur hann himinhátt yfir þá andlausu meðalmenn, sem eru svo gersneyddir kímnigáfu, að geta litið í spegil án þess fara að hlægja. Félagsskapur Þórbergs listamannanna hefst á því, Þórbergur kemst í skáldlega upphafningu upp við óskáldleg- an símastaur að kvöldi dags og yrkir kvæði upp úr öllu saman, sem kom á fyrstu síðu í ísa- fold. Þórbergur birtir eina vís- uná úr kvæðinu í íslenzkum aðli: Nátttjöldin hrynja. Himininn rökkvar. Húmskuggum sveipast foldar- brá. Kvöldblærimi kyssir láð og lá. Ljóða hrannir við bakkann Jökkva. En moldin —- hún dottar' í drif- hvítum hjúpi og dreymir um vor. Það haustar og sólin er sigin að djúpi. . Fyrir þetta kvæði var höf- undurinn tekinn í tölu snilling- anna, og má á því sjá, að ekki hafa skáldin verið hásigld í andlegheitunum á þeim árum, því að vísan líkist einna helzt samblandi af Einari Benedikts- syni og Ásmundi frá Skúfstöð- um. (reyndar hafði Ásmundur ekki ,,d.ebuterað“ þá) og er eins og eftir nýsvein í. gagnfræða- skóla, sem er rétt búinn að upp- gotva þau fagurfræðilegu sann- indi, að hægt er að ríma ást á móti brást og þjást og öl á móti böl og kvöl. Ofvitinn, þessi síðasta bók Þórbergs, er með líku sniði og fslenzkur aðall. Allar persónur eru þekktar og nefndar réttum nöfnum. Og þar er töluvert far- ið að bera á því, að höfundur- inn sé farinn að „skrifa sig upp aftur“. Fyr&ta kaflann héfir hann skrifað að mestu leyti áð- ur í íslenzkum aðli. Og þar kemur ,,fyndnin“ um „andskot- ans eiturbrasarann. .“ í þriðja sinn, og er það. fullmikið af svo góðu. Venjulegir fimm-aura- brandarar þola ekki að vera sagöir oftar en einu sinni: Þó eru þar ágætir kaflar, svo sem kaílinn Bókfell aldanna, sem er um Bergshús og ber hann vott urn, að höfundurinn kann vel að lesa hús, sem oft getur verið miklu skemmtilegra en ;ið lesa bækur og reynir meira á hug^ myndaflugið hjá þeim, sem kunna að hafa eitthvað af því tæ?.. Kaflinn um það, þegar höxundurinn gekk í stúku og hótaði því að drekka ekki rneira um sinn, er of öfgakenndur og ýkjufullur til þess að hægt sé að hafa gaman af honum en kaflinn um Eirik frá Brúnum og feröareisu haris til Kaup- mannahafnar er ágætur, þótt ferðasaga Eiríks sjálfs sé miklu betri, enda. er kafli Þcrbergs að sumu leyti endursögn á ferðasögu Eiríks. Þá eru þarna prýðisgóðar persónur eins og Alexíus pólití og Einar stopp, og virðist nærri því svo, að höf- undi láti betur að lýsa þeim persónum, sem hann þekkti ekki persónulega. en hinum, sem hann þekkti. Um stíl og vandvirkni hefir Þórbergi ekkert farið aftur, og verður nú fróðlegt að sjá seinna bindið af þessari bók. Karl ísfeld. Tv»p vanar vantar á sanniastofii strax. Ennfremnr two lærlinga. Upplýsingar i sima i40i. Enskt iminnté Y Smásöluverð má eigi vera hærra en hér segir: WILLS’S L.S. TWIST í 1 lbs. blikkdósum (grænum) 16 stk.., dósin á kr. 20,40, stk. á kr. 1,30. WILLS’S X TWIST í 1 lbs. blikkdósum (rauðum) 16 stk„ dósin á kr. 20,40, stk. á kr. 1,30. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.