Alþýðublaðið - 25.01.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXII. ARGANGUR LAUGARDAGUR 25. JAN. 1941. i*l u 21. TÖLURLAÐ Ekkert annað en slgnr B-llst- ans getur bjargað Dagsbrún! -------------------*~------------------ StjéFnarkosningin befst klubkan 5 í dag. Verkfall þjónustustúlkiiaiina: Ráðningaskrifstofa íhaldsins genost fyrir verkfallsbrotnm! ----------.—.? . Og kommúnistinn í yfirþjónsstöðnnni á Hótei Borg heldur áfram að vinna i ÞAU TÍÐINDI gerðust í gær í sambandi við verkfall stúlkna á gistihúsum, að Ráðningarskrifstofa Reykja- víkurbæjar gerði tilraun til að útvega verkfallsbr jóta hancla atvinnurekendum til að brjóta verkfall stúlknanna á bak aftur. Gaf hún ungum mönniun, sem voru að leita atvinnu, á- ,vísun á vinnu við úppþvott og fleira á Hótel Vík, en þar er sem kunnugt er verkfall. Mennirnir neituðu þó að takast slíka vinnu á hendur, eins og á stóð. Verkfallið heldur ~í-*Iag áfram af fultura krafti. — Hljóðfæraleikarar og matsveinar hafa gert samúðarverk- fail með stúlkunum fyrir forgöngu Alþýðusambandsins, en nokkrir þjónar að Hótél Borg undir forystu kommúnistans Sigurðar Gröndals eru að burðast við að vinna — og mun Alþýðusambandið lita mjög alvarleguni augum á það mál. Boosevelt fér á mðtl Lord lalifax á snekkjn sinni. __-----------«------------;— Og flutti taann sjálfur að landi. A LDREI hefir sendiherra *"*•. v erlends ríkis verið tek- ið með % meiri vinsemd og virðingu í Bandaríkjunum en Lord Halifax í gær, þeg- ar hann kom vestur um haf á hinu nýja, glæsilega or- ustiiskipi Breta „King George V." Strax og fréttir bárust um það til Washington, að skipið væri komið inn á Chesaspeake- flóann, hélt Roosevelt forseti á- samt Knox, flotamálaráðherra sínum og sendiherrum brezku samveídislandanrta, af stað í bílum til Annapolis. En þar steig Roosevelt um borð í snekkju sína, „Potomac," en fylgdarmenn hans um borð í eitt af hinum minni herskipum Bandaxíkjaflotans og fóru bæði skipin til móts við hið brezka orustuskips. Þegar þau höfðu mætt því, fór Lord Halifax um borð í snekkju forsetans og flutti hún hinn nýja sendiherra Breta til Annapolis, en þaðan var strax farið í bílum til Washington. Koma Lord Halifax vestur um haf er allsstaðar talin stór viðburður og öllum kemur sam- Frh. á 2. síðtt. i \ i! MalfnndDr Sjo- mainafélaosins * mðnadagskvold ÐALFUNDUR Sjó- mannafélags Reykja- ;| víkur verður haldinn n.k. '! mánudagskvöld. I dag eru i því síðustu forvöð fyrir || \ A félagsmenn að neyta at- við 1: kvæðisréttar síns stjórnarkosninguna. Kosið |; er í skrifstofu félagsins í \\ Alþýðnh ási nu. ;: \ F^ ÝÐINGARMESTA STJÓRNARKOSNINGIN, sem *^ nokkru sinni hefir farið fram í Dagsbrún hefst kl. 5 í dag og á að vera lokið næstkomandi miðvikudagskvöld. Kosningin fer fram í Hafnarstræti 21 og stendur í kvöld til kl. II, en á morgun hefst hún kl. 1 e. h. og stendur þá einnig til kl. 11. Listarnir, sem kosið er um, eru þrír, listi Alþýðuflokks- verkamanna, sem er B-listi, listi íhaldsins, sem er A-listi og listi kommúnista, sem er C-Iisti. En þó að listarnir séu þrír, eru stefnurnar ekki nema tvær, Alþýðuflokksins og hinna Það, sem raunverulega er barist .um í þessari .kosn- ingu er það; hvort Dagsbrún skuli halda áfram í einangrun sinni og niðurlægingu og bíða ósigur á ósigur ofan, eða sameinast aftur allsherjarsamtökum verkalýðsins í land- inu, Alþýðusambandinu, og verða aftur það vald, sem hún var meðan Alþýðuflokksmenn stjórnuðu henni. Það er aðeins ein leið til þess að Dagsbrún geti orðið það á ný: að B-listinn sigri við kosninguna og Haraldur Guðmundsson verði kosinn formaður. félagsins, því að báðir hinir listarnir hafa það að yfirlýstri stefnu, að halda Dagsbrún áfram fyrir utan Alþýðusambandið, þrátt fyrir þá ömurlegu reynslu, sem fengin er af einangrun. hennar. Allt skraf íhaldsmanna og kommúnista um það, að slag- urinn standi í Dagsbrún milli þeirra, er því ekkert annað en ósvífin blekking. Þeir berjast báðir fyrir því sama, og afleiðingin af sigri annars hvors þeirra yrði engin önn- • ur en sú, að haldið yrði áfram á sömu bráutinni og und- anfarið, braut eihangrunarinnar, sundrungarinnar og ó- sigranna. Ekkert annað en sigur B-listans getur bjargað Dagsbrún. Viðtal við Oarald ðnðmnndsson AlþýöublaÖið hafði í morgun stutt samtal við Harald Guð- nvundsson, sem er í íorananns- sæti á B-iistanUm- — Hvað vilru segja um útlitið fyrir stjórnarkosnirtgunni í Dags- brun? „Um útlitið sjálft Þýðir lítið að fjölyrða, en ótrúlegt þykir mér annað en að hin b'itra reynsla TCrkamanna hafi kennt þeim ýms sannindi. Ég vil taka það fram, að'ef listi sá, sem ég er á, verður kos- inn, þá munum við að sjálfsögðu gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að gera Dags- brún að. því, sem hún á að vera, öflugu og einhuga félagi í öll- um verkalýðsmálum, og um það verkefni verðum við fúsir til að hafa samvinnu við alia Dags- brúnarmenn, hvaða flokkslit, sem þeir kunna að hafa." — Hvað segir þú um einangrun félagsins? „Ég álít, að á því leiki enginn vafi, að? sú staðreynd, að- Dags- brún stóð einangruð um áramót- in, hafi átt mikinn þárt í ósigri liennar. Ég tel, að bæði, fyrir Dagsbrún og Alþýðusambandið í heild sé það mjög þýðingarmikið, að Dagsbrún gangi i sambandið. FéJaginu myndi tvímælalaUst verða það mikill styrkur, og Al- þýðusambandið myndi vitanlega styrkjast einnig við það, ef fé- lagið starfaði þá, eins og verka- Frh. á 2. síðu. Þessir menn era á B-listannm: Haraldur Guðmundsson. ¦i' i Jón S. Jónssoh. Felix Guðmundsson. Torfi Þoírbjarnarson. Sigurður GuðmundssoD.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.