Alþýðublaðið - 25.01.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1941, Síða 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTTJRSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN 'M, XXII. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 25. JAN. 1941. 2í. TÖLUBLAÐ Ekkert annað en slgnr B>llst« ans getnr bjargað Dagsbrðn! --*-- Stjérnarkosningln befst klukkan 5 I dag. Verkfalí þjónustustúlknanna: Ráðningaskrifstofa íhaldsins gengst fyrir verkfallsbrotnm! Og kommúnistinn í yfirþjÓÐSstöðunni á Hótei Borg heldur áfram að vinna -------4------- ÞAU TÍÐINDI gerðust í gær í sambandi við verkfall stúlkna á gistihúsum, að Ráðningarskrifstofa Reykja- víkurbæjar gerði tilraun til að útvega verkfallsbrjóta handa atvinnurekendum til að brjóta verkfall stúlknanna á bak aftur. Gaf hún ungum mönnum, sem voru að leita atvinnu, á- .vísun á vinnu við uppþvott og fleira á Hótel Vík, en þar er sem kunnugt er verkfall. Mennirnir neituðu þó að takast slíka vinnu á hendur, eins og á stóð. Verkfallið heldur -4-úag áfram af fullum krafti. — í Hljóðfæraleikarar og matsveinar hafa gert samúðarverk- j fall með stúlkunum fyrir forgöngu Alþýðusambandsins, en i nokkrir þjónar að Hótel Borg undir forystu kommúnistans ISigurðar Gröndals eru að burðast við að vinna — og mun Alþýðusambandið líta mjög alvarlegum augum á það mál. Soosevelt för ð móti Lord Halifax á snekkjn sinni. -------4.------ flutti hann sjálfur að landi. hinn nýja sendiherra Breta til Annapolis, en þaðan var strax farið í bílum til Washington. Koma Lord Halifax vestur um haf er allsstaðar talin stór viðburður og öllum kemur sam- Frh. á 2. síðu. A LDREI hefir sendiherra . erlends ríkis verið tek- ið með meiri vinsemd og virðingu í Bandaríkjunum en Lord Halifax í gær, þeg- ar hann kom vestur um haf á hinu nýja, glæsilega or- usthskipi Breta „King George V.“ Strax og fréttir bárust um það til Washington, að skipið væri komið inn á Chesaspeake- flóann, hélt Roosevelt forseti á- samt Knox, flotamálaráðherra sínum og sendiherrum brezku samveidislandamta, af stað í bílum til Annapolis. En þar steig Roosevelt um borð í snekkju sína, „Potomac,“ en fylgdarmenn hans um borð í eitt af hitium minni herskipum Bandaríkjaflotans og fóru bæði skipin til móts við hið brezka orustuskips. Þegar þau höfðu mætt því, fór Lord Halifax um borð í snekkju forsetans og flutti hún AðalfDndnr Sjó- mainafélagsins mánndagskvðld AÐALFUNDUR Sjó- mannafélags Reykja- víkur verður haldinn n.k. mánudagskvöld. í dag eru því síðustu forvöð fyrir félagsmenn að neyta at- kvæðisréttar síns við stjórnarkosninguna. Kosið er í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu. T-v ÝÐINGARMESTA STJÓRNARKOSNINGIN, sem nokkru sinni hefir farið fram í Dagsbrún hefst kl. 5 í dag og á að vera lokið næstkomandi miðvikudagslcvöld. Kosningin fer fram í Hafnarstræti 21 og stendur í kvöld til kl. 11, en á morgun hefst hún kl. 1 e. h. og stendur þá einnig til kl. 11. Listarnir, sem kosið er um, eru þrír, listi Alþýðuflokks- verkamanna, sem er B-listi, listi íhaldsins, sem er A-listi og listi kommúnista, sem er C-listi. En þó að listarnir séu þrír, eru stefnurnar ekki nema tvær, Alþýðuflokksins og hinna Það, sem raunverulega er barist um í þessari .kosn- ingu er það, hvort Dagsbrún skuli halda áfram í einangrun sinni og niðurlægingu og bíða ósigur á ósigur ofan, eða sameinast aftur allsherjarsamtökum verkalýðsins í land- inu, Alþýðusambandinu, og verða aftur það vald, sem hún var meðan Alþýðuflokksmenn stjórnuðu henni. Það er aðeins ein leið til þess að Dagsbrún geti orðið það á ný: að B-listinn sigri við kosninguna og Haraldur Guðmundsson verði kosinn formaður. félagsins, því. að báðir hinir listarnir hafa það að yfirlýstri stefnu, að halda Dagsbrún áfram fyrir utan Alþýðusambandið, þrátt fyrir t þá ömurlegu reynslu, sem fengin er af einangrun. hennar. Allt skraf íhaldsmanna og kommúnista um það, að slag- urinn standi í Dagsbrún milli þeirra, er því ekkert annað en ósvífin blekking. Þeir berjast báðir fyrir því sama, og afleiðingin af sigri annars hvors þeirra yrði engin önn- ur en sú, að haldið yrði áfram á sömu bráutinni og und- anfarið, braut einangrunarinnar, sundrungarinnar og ó- sigranna. Ekkert annað en sigur B-listans getur bjargað Dagsbrún. Viðtal við Barald Gnðmundsson Alþýðublaöið hafði í morgun stutt samtal við Harald Guð- mundsson, sem er í formanns- sæti á B-listanum- — Hvað viltu segja um útlitið fyrir stjórnarkosningunni í Dags- brún? „Um útliúð sjálft þýðir lítið að fjölyrða, en ótrúlegt þykir mér annað en að hin bitra reynsla verkamanna hafi kennt þeim ýms sannindi. Ég vil taka það fram, að ' ef listi sá, sem ég er á, verður kos- inn, þá munum við að sjálfsögðu gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að gera Dags- brún að.því, sem hún á að vera, öflugu og einhuga félagi i öll- um verkalýðsmálum, og um það verkefni verðum við fúsir til að hafa samvinnu við alla Dags- brúnannenn, hvaða flokkslit, sem þeir kúnna að hafa.“ — Hvað segir þú um einangrun félagsins? „Ég álit, að á því leiki enginn vafi, að sú staðreynd, að Ðags- brún stóð einangruð trm áramót- in, hafi átt niikinn þátt í ósigri hennar. Ég tel, að bæði fyrir Dagsbrún og Alþýðusambandið í heild sé það mjög þýðingarmikiÖ, að Dagsbrún gangi í sambamdið. Félaginu myndi tvímælalaust verða það mikill styrkur, og Al- þýðusambandið myndi vitanlega styrkjast einnig við það, ef fé- lagið starfaði þá, eins og verka- Frh. á 2. síðu. Þessir menn ern á B-li Haraldur Guðmundsson. Jón S. Jónssoú. Felix Guðmundsson. Torfi Þorbjarnarson. Sigurður Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.