Alþýðublaðið - 30.01.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1941, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBIAÐIÐ FIMMTUÐAGUB 30. JAN. 1941 —— ILÞYÐUBLAÐIÐ —- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuiiúsinu við Hverfisgötu. Slmar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son fheima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar i lau AI, ÞÝSUPRENTSMIÐJAN fllðggt er flað enn hvað geir vilja. tr :>•(* o i Llbyn Kort af Austur-Libyu (Cyrenaica). MORGUNBLAÐIÐ sendÍT Sjó mannafélagi Reykjavikur tóninn í gær. Það er ékki lík- legt, að félagar þess verði sér- staklega uppnæmir fyrir því, svo vanir em þeir orðnir asnaspörk- ttm Morganblaðsins og húsbænia þess í garð þeirra allt frá því, að sjómannaveTkfallið var háð 1916, sem var eldskírn þessa fé- lagsskapar, og síðan allar götur fram til dagsins í dag í sam- bandi við hverja launadeilu og hverja kröfu til réttarbóta, sem Sjómannafélagið hefir gert fyrir hönd félaga sinna. Tilefnið til þessarar síðustu orð sendimgar Morgunblaðsins, er ný- afstaðinn aðalfusndur í félaginu, en þar var lýst úrslitmm stjóm- arkosningarinnar. Mgbi. svíðutr í anguim að sjá einimgu og sam- heldni sjómanna, og tekur til þess bragðs, sem svo vel hefir gefist gagnvart „Dagsbnm" og „Hlíf“, að birta taumlaus ósann- indi I fyrsta lagi segir blaðið að ekíki hafi nenta „minna en helmiinguir félagsmanna eðá rúm- lega 5 hundruð“ tekið þátt í kosninguinni. Þetta eru rakaiaus ósannindi Þátt í kosningunni tóku á 7. hundrað félagsmanna og þó að það s é qRM nema um helmingur félagsmanna, þar sem í því eru um 1250 félagar, þíá ber þess að gæta, að ekki er hægt að srnala sjómönnum í bí’Jiim á kjörstaðinn e'ns og íhaid- ið er vant að gera við kosning- íar h!ér 4 Reykjavik. Fé- Jagar Sjómannafélagsins eru drieifðir á skipum, sem koma hingað ekki svo mánnðum skift- ir, og auk þess eru ailmatgir félagar í Sjómannafélaginu utan af landi sem stunda sjó, ef til vill aðeins um tíma, en fara siðan heirn og koma hingað ekki svo mánuðum skiftir. Verður að telja að kjöTsóknin sé mjög góð, þegar um 50% neyta atkvæðisxéttar síns í félagi eins og Sjómannafélag- inu. 1 sambandi við þetta má vekja áthygli á því, að íhaldið hefir gumað ákaflega, af þvi, að pví tókst að halda völdum í „HÍíf“ í Hafnarfirði með 10—30 atkvæða meirihluta. Þar fékk íhaldið frá um 80 atkvæði til 140, og telur það félag þó um 500 félagsmenn Á aðalfundi j>ess mættu ekki nema 50% félaganna. Þá skrökvar blaðið þvi að and- stæðingum stjórnarinnar gefist ekki kostur á að sýna dndstöðu sína í verki við kosningar í fé- iaginu. Hvaða andstæðingum, með leyfi að spyrja? Og þó að þeiœ væru einhverjir, geta jieir fullkomlega sýnt andúð sína. StjórnarU'ppstilIingu er þannig háttað, að á fundi er kosin nefnd starfandi sjómanna til að gera Uppástungu wm stjórn. Þessi nefnd velur tvo menn til að vera i kjölri í liverju sæti. Síðan velUr 'fundur í félaginu einn mann tií að vera einnig í kjötri í hverju sæti og síðan er atkvæðaseðillinn búinn út með öllum þessum nöfn- um og er þá bundin kosningj. Til gamans skal þess getið í þessu sambandi, að meðal annars vair að þessu sinni í kjöri einn ínaöur í gjaldkerasæti úr floikki "peim, sem' íhaldið hefir nú inn- byrt í Dagsbrún. Hann fékk að- eins 23 atkvæði, en sá sem kos- inn var fékk 526 atkvæði. Vel hefðu íhaldsmenn í félaginu og Héðinsmenn getað sýnt vilja sinn með því að kjósa þennan mann. Kosnfngin fer ekki aðeins fram í skrifstofu félagsins heldur og um borð í öllum toguruim iog þeim fluitningaskipum, sem mögu- legí er að ná til og hún, stend-i (ur yfir í margar vifcur. Að þessu sinni greiddu 402 sjómenn at- kvæði usm borð í skipunum en aðeins 206, sem voru í landi um tíma, eða hafa þar fasta atvinnu. Það er enginn klofningur í Sjó- mannafélagi Reykjavíkux. Félagið er rekið á hieimrm faglegton grundvelli. Undirrót klofnings- ins, kommúnistasprauturnar, hafa a'dnei getað rutt brautina fyrir í- haldssundrungunni innan þessa stéttarfé'.ags, enda hafa menn það svart á hvítu, að Sjómannafélag- int» tekst að fá meira fram f-yrir hönd félaga sinna en „Dagsbrún" eða „Hlíf“, þar sem íhaldsmenn og kommúnistar hafa hæst og ráða mestu, illu lieilli fyrir með- limi þeirra- Annars sýndi þetta síðasta asnaspark Morgunblaðsins í garö Sjómannafélagsins, að glög'gt er það enn, hvað þeir vilja. EGAR hemaða i aðgerðii nar í Libyu-eyðimörkinni drógust á langinn, þótti ósennilegt að Sir Arcibald Wavell hefði í hyggju að gera annað en hrinda til baka ítalska árásarliðinu og balda þvi í skefjum- Ef til viil hefir hann líka upp- haflega haft þetta í hyggju og á- kvörðunin um það, að færa styrj- öldina yfir á yfirráðasvæði óvin- anna hafi ekki verið tekin fyrr en I>að var orðið Ijóst, hversu veik mótstaða ítalska hersins var, hversu þeír væru illa vopnum búnir o-g hversu Utlir hermenn þeir voru. Nú, þegar búið er að fella eða handtaka tvo þriðju hiuta ítalska bersins í Libyu, ásamt vélaher- sveitum, sem svo mjög liefir ver- ið guanað af, og vopnabirgðum þeirra, er ekki gott að segja, hvar brezki herinn lætur staðar numið- Það lýsir vel striðinu í Libyu og aðstöðu ítala þar, að Graziani sá sér ekki fært að senda liðs- auka til hins mjög svo aðþrengda hers í Cyrenaica. HeTsveitimar, sem hörfuðu frá Sidi Barrani, voru látr.ar hjálpa sér sjálfar eins og þær bezt gátu'. Aðeins að mjög litlu leyti voru gerðar tilraujiir til þess að styrkja setuliðið í Bardie, en engar til þess að korna til liðs við setuliði'ð í Tobrouk. Flutningaörðugleikar Breta hurfu' úr sögunni, þegar þe'ir tóku Bardia, því að höfnin þar er miklu betur variu og betur útbú- in að öllu leyti heidur en böfnin i Sollum, sem er opin fyri.r hin- um sífelldu noirðvestan\indum. Þegar athugaðar em hernaðar- áðgerðirnar í eyðimörkinni, verða menn að hafa í huga |>á stað- neynd, að breidd itölsku Libyu er 850 mílur, og henni er skipt i tvo hluta, skagann Cyrenaica, sem skagar meira en 100 mílur út í Miðjarðarhafiö og lgfgur þess vegna undir meira regni, sem veitir nrfigar vatnsbirgðir, og Tripolis, sem er vestar. En milli þe(ssara tveggja héraða er breitt' lítt byggt svæði, þar sem lítið er um vatn, fáir mannabústaðir og um það liggur aðeins einn vegur friaim með allri ströndinni. 360 rnilna efðisvæði. Þetta eyðisvæði milli þessara tveggja héraða, er nærri þvi 300 mílur á bfeidd. Eini vegurinn, sem tengir saman hémðin t\rö, liggur fram með sjónum. Þar er því mjög hætt við loftárásum, og tega Tripolis er þannig, að illt er, ef ekki ókleift að flytja liö þaðan og austur yfir. Önnur staðreynd, sem nauðsyn- legt er að hafa í huga, er sú, hvað brezkui, léttvopnuðu her- deildirnar geta verið fljótar í förum fram og aftur um eyði- mörkina og uinnið vefk sín á stuttum tíma. Hið hálf-ófrjóa land á Cyrenai c.a skaganum er einkar vel fallið til hemaðar fyrir léttvopnaðar sveitir, iog allar hernaðaraðgerðirnar þar á skag- anu/m hafa farið þannig fram, að léttvopnaðar hliðasvéitir hafa loikað leiðinni til . sjávar, löngu áður en meginiiðstyrkurinn sótti .fram, og þegar hánn hafði tekið bo'rgina, vom léttvopnuðu sveit- irnar komnar í námunda við næstu borg- Léttvopnuðu sveitimar hafa verið sérstaklega útbúnar með það fyrir augum að geta farið hratt yfir óbyggð svæði. Áruan saman hafa tiirawnir verið gerðar í Egyptalandi til þess að geta ekið vögnum um mjúkan sand. Lansnia var einfðld. Af tilviljun var það uppgötv- að, að lausn þessa vandamáls var mjög einföld. Ef notaðir vom nógu breiðir hjólbarðar, sukku þeir ekki ofan í sandinn. Það er að sínu leyti likt og um fætur úlfaldanna. Ef breiðir hjólbarðar eru notaðir á mótorhjólum eða íitlwm bíium, geta þeir þotið yfir eyðanerkwrsandinn með 40 mílna hraða á klukkustund, enda ,J>ótt venjulegUT bíll myndi sökkva. í wpþ að öxli- Og þeir geta farið yfir ýmis konar torfærur. Vegna þess, hversu vélaher- sveitirnar geta farið með miklum hraða um eyðimerkurnar, er það kleift að láta léttvopnaðar her- sveltir loka samgöngum Itala milli Cyrenaica og Tripolis edn- hvers staðar fyrir sunnan aðal- hafnarborgina Benghazi. Þetta verðuir áhættusöm hemaöarað- gerð, en þegar ótti hefir gripið óvinaliðið, er hægt að leggja í áhættu, sem ekki væri þorandi undir öðmm kringumstæðum. PundanefBdin er m fnllslOpnð. INEFND skv. 2. gr.-bráða- birgðalaga 26. þ. m. hafa í dag verið skipaðir þesir menn: Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri, eftir tilnefningu ríkisstjórnarinnar. Vilhjálmur Þór, bankastjóri, eftir tilnefningu Landsbank- ans og er hann jafnframt skip- aður formaður nefndarinnar. Ásgeir Ásgeirsson, banka- stjóri, eftir tilnefningu Útvegs- bankans. Hilmar Stefánsson, banka- stjóri, eftir tilnefningu Búnað- arfélags íslands. Kjartan Thors, framkv.stj., eftir tilnefningu Landssamb. ísl. útvegsmanna. Nefndin hefir í dag gert svo- fellda ályktun: „Fyrst um sinn, þar til öðru- vísi verður ákveðið, mega bankarnir yfirfæra í íslenzkar kr. fyrir útflytjendur ísfisks nægilega mörg sterlingspund til þess að greiða kaupverð fisksins samkvæmt lágmarksverði Út- flutningsnefndar og annan ó- hjákvæmilegan afgreiðslukostn- að.“ FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V>. Venjuleg fundarstöif. Embættismannakosning. — Spilakvöld. Fjölmennið stund víslega. Æðstitemplar. 40 STÚLKUR vantar í fisk- vinnu suður í. Njarðvík, gott kaup. Upplýsingar á Vinnu- miðlunarskrifstofunni. — Sími 1327. BAKARASVEINAFÉLAG ÍSLANDS. AðalfundisF B.S.F.Í. verður haldinn fimmtudaginn 6. februar í baðstofu iðnaðarmanna kl. 8 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarsíörf. Félagsmenn beðnir að mæta stundvíslega. STJÓRNIN. Aðalfundur lerkainaonafélagsms Dagsbrún verður haldinn í Iðnó föstudaginn 31. þ. mán. kl. 5 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Sýnið skírteini við innganginn. FÉLAGSSTJÓRNIN. MSfMisa fil sðln ésntuö vorképaskinn. Samband isl. Samvinnnfélaga. Slmi 1080.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.