Alþýðublaðið - 30.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1941, Blaðsíða 4
HMMTUDAGUK 3A JAN. íMt Bdkin er ÞÝDDAE SÖGUE eftir 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUD AGUR Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Laufásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Hljómplötur: Tataralög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: fslenzk tunga. Tals- hættir og orðalengingar (Helgi Hjörvar). 20.55 Útvarpshljómsveitin: Nor- rænn lagaflokkur eftir Kjerulf. 21,15 Minnisverð tíðindi (Thorolf Smith). Leikfélagið sýnir „Logann helga“ eftir W. , Somerset Maugham í kvöld kl. 8. 'tr-. S ' ■ v' '’T' V .í?-'.. J ' Eðith Cavell heitir ameríksk stórmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Anna Neagle, George Sanders, Edna May Oliver og May Robson. Fálki á sveimi yfir bænum. Sú nýlunda bar við í fyrradag, að fálki sást á sveimi yfir bænum. XXrOOOOC<OCfOCK Ódýrt Hveiti bezta tegumd, 60 aara kg. Hveiti 7 lbs. 2,25 pokinn. Hveiti 10 lbs. 3,45 pokinn. Flórsykur 0,65 an. 1/2 Kofeosmjöl 1^0 au. Va kg. Síróp, dökt og ljóst. Gerduft. Ný egg. TjarnarbúOln Tjamargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Asvallagötu 1. — Sími 1678. »OOOOööOöOC< JUÞÝÐUIUÐIÐ landsápn- útsaia. 55 aara Laxá í UiKöeyiar- sýsln flæðir yfir MóðvegiaD. IFYKEADAG hljóp Laxá í Aðaldal úr farvegi sínum vegna jakahlaups. Var það ■ NYJA BIO B Kafbátur 29. Mikilfengleg og spennandi ameríksk kvikmynd um lcafbátahernað og njósna- starfsemi. Aðalhlutverkin leika: Békin er ÞÝDDAE SÖGUB eftir 11 heimsfræga höfunda. — OAWILA BIO SBl Edith fiavell. Ameríksk stórmynd um ensku hjúkrunarkonuna, er dæmd var til dauða í Brússel í okt. 1915. Aðal- hlutverkin leika: stykkið. s Sást hann aftur í gær og sat hann um stund á Þjóðleikhúsinu. Skemmtifélag stúdenta. Stúdentaráð Háskóla íslands hefir nýlega gengist fyrir stofnun félagsskapar meðal stúdenta, sem nefnist „Skemmtifélag Háskóla- stúdenta.“ Tilgangurinn með stofn- un félagsskaparins er að gangast fyrir ódýrum skemmtunum í Mötuneyti Háskólans. Starfsemin hefst með hinum svokallaða „kandidatadansleik“, sem verður haldinn laugard. 1. febr. n.k. Upp- lýsingar viðvíkjandi þessum fé- lagsskap verða gefnar á skrifstofu Stúdentaráðs föstud. 31. ja/i. kl. 2—4 e. h. Sextíu ára er í dag Sigurjón Jóhannsson húsgagnafóðrari, Kirkjuveg 18 í Hafnarfirði. Sigurjón hefir ávallt verið mjög áhugasamur Alþýðu- flokksmaður. Árna Porvaldssyni menntaskólakennara , á Akur- eyri hefir verið veitt lausn frá embætti sínu frá 1. febr. þ. á. að telja. skammt frá Knútsstöðum í Að- aldal. Hlaupið hefir teppt sam- göngur milli Húsavíkur og Ak- ureyrar. Rennur áin yfir veginn á um 2 km. breiðu svæði og vestur Aðaldalshraun. Hafa bílferðir verið í allan vetur milli Akureyrar og Húsa- víkur, og milli Húsavíkur og Kópaskers. En nú er vegurinn tejjptur af völdum árinnar cg má búast við, að hann vebði fyrir skemmdum. AUSTURFÖR „ÆGÍS“ Frh. af 1. síöu. saltirii! veröi skipaö á land. En það fær 5000 krór.ur á dag með- an það er í fylgd með 'pólska skipimi milli Seyðisfjarðar og Vestmannaeyja og milli Yest- mannaeyja og Reykjavíkur. Nokkrir Korðfi'ðingar og Seyð- firðingar, sem fóru með „Ægi“ auslur, höfðu pantað far með „Súðinni“, og þar að auki Jónas Gtuðmundsson. En af þvi að fleiri hofðu pantað far en gáíu komizt með Súðinni, ráðstafaði forstjórinn því svo, að þessir menn færu með Ægi. Gert var ráð fyrir því, að þeir, sem ætluðu til Norðfjarðar, yrðu sóttir á vél- báti út fyrir fjðrðinn. Conrad Veidt óg Valerie Hohson. Sýnd klukkan 7 og 9. ANNA NEAGLE, George Sanders, Edna May Oliver og May Robson. Sýnd klukkan 7 og 9. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að elsku litl@ dóttir okkar og systir Hanna Borgfjörð Þórarinsdóttír andaðist á heimili okkar 29. þ. m. Þórarinn Sigurðsson. Sigríður Jóhannsdóttir og börn. Jarðarför Narfa Einarssonar fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 31. þ.. m. og hefst með' bæn á heimili hans/' Hverfisgötu 68, fel. 1 % e. h. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. María Ólafsdóttir. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Búnaðarþinglð verður sett í dag kl. 5 í Bað- stofu iðnaðarmanna. íþróttasamband íslands var stofnað 28. janúar 1912. Sam- bandsfélögin eru nú 102. íþrótta- sambandið heldur afmælið hátíð- legt n.k. sunnudag og verður því í sambandi við það skemmtun í Iðnó kl. 4 e.h. Verða sýndir þar fimleikar (karlmenn), hnefaleikar, Sóst af þessu, að frásögn Mgbl. er algerlega tiihæfulaas og að- pins skri uð í óhróðursskyni, eins pg svo : utrgt í því blaöi. borðknatlleiktii', leikþáttur og ef til vill fleira. Einnig verða seld þ. dag merki til ágóða fyrir íþrótta- sambandið. Um kvöldið kl. 9 verð- ur útvarpað samtölum við meðlimi stjórnar íþróttasainbandsins. Loginn helgi eftir W. Somerset Maugham. SÝNING í KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. 65. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT hafði varað, höfðu þau lært að skilja hvort annað. Lester unni henni á sinn hátt. Það var sterk en eigingjöm ást, sem hann bar í brjósti til hennar. Mildi hennar og kærleikur seiddi hann stöðugt a'ð henni. Hún var ærleg, góð og kvenleg, og hann vissi, að óhætt var að treysta henni. Ást hans hafði aukizt með árunum. Jennie unni þessuha manni líka og bar í brjósti hreinar og falslausar tilfinningar gagnvart honum. í upphafi hafði hann neytt hana til fylgilags við sig og haft fátækt hennar og vandamanna hennar að vopni í þeirri baráttu. Hún hafði í upphafi efast um tilgang hans, enda þótt henni þætti vænt um hann. En nú höfðu þau lifað lengi í tilhugalífi og hún var löngu farin að elska hann. Hann var svo hraustur og fríður. Og það var bersýnilegt, að hann óttaðist engan, hvorki menn, guð né djöfla. Oft tók hann undir hökuna á henni og sagði: — Þú ert falleg, en þú þarft að vera ofurlítið hugrakkari. Og stundum bætti hann við: — En það gerir ekk- ert til. Þú hefir aðra góða eiginleika. Og svo kyssti hann hana. Lester hafði mjög gaman af því, hvernig hún, á sinn barnalega og sakleysislega hátt, reyndi að leyna vöntun sinni á uppeldi og lærdómi. Hún skrif- aði ekki mjög vel og einn daginn fann Lester mörg erlend orð, sem i.ann var vanur að nota, skrifuð á miða og þýðingu orðanna hjá. Hann brosti að þessu, en honum þotti ennþá vænna um hana fyrir þetta. Eirm sinni, þegar þau voru í Southern Hotel, þótt- ist hún enga maíarlyst hafa vogna þess, að hún áleit, að gestirnir kæmust að raun um, að hún kynni ekki sæmilega borðsiði. Hún var ekki alltaf viss um, hvaða hnífa og matkvíslar hún átti að nota við hina ýmsu rétti. — Hvers vegna borðarðu ekkert? spurði hann vingjarnlega. — Þú hlýtur þó að vera svöng. — Nei, ég er ekki svöng, sagði hún. — Þú hlýtur að vera svöng. Þú þarft ekki að vera fe' nin. Þú kannt borðsH' nógu vel. Annars hefði ég ekki farið hingað. Þú þarft ekki að vera svona h1 al segja þér til, ef þú ferð skakkt að. Hún brosti og var honum þakklát fyrir umhýggju hans. — Ég er stundum svo óróleg, sagði hún. — Þú þarít ekkí að vera óróleg, endurtók hann — þú ert óaðíinnanle? Og ég skal sýna þér, hvernig þú átt að haga þér. Smám saman lærði Jennie að umgangast hið svo- kallaða heldra fólk. Gerhardtsfjölskyldan hafði aldr- eí haft nema ti i hnífs og skeiðar. Nú hafði hún allt, sem hún þurfti hendi til að rétta, Þó var hún ekki fáfengileg í sér. Hún var Lester þakklát fyrir allt, sem hann gerði fyrir har Og hún vonaði aðeins það, að hann skildi aldre: við sig. Þegar Vesta litla var komin til hinnar nýju fóstru sinnar, átti Jennie rólegá daga. Lester kom og fór, hann hafði álltaf svo mikið að gera við kaupsýslu- störf sín. Hann leigði íbúð í Grand Pacific, sem þá var dýrasta og bezt gistihúsið í Chicago, og þar var heimili hans. Veizlur hélt hann í Union Club. Hann fylgdist vel með uppgötvunum nýja tímans og var einn af þeim fyrstu, sem fékk sér síma, svo að hann ætti auðvelt með að ná í Jennie, þegar hann langaði til þess. Tvisvar eða þrisvar í viku. var hann heima hjá Jennie, stundum oftar. Fyrst hafði hann viljað, að Jennie hefði þjónustustúlku, en seinna samþykkti hann þá uppástungu hennar, að hún fengi gamla konu tíl að koma einu sinni á dag og gera hreint. Hana langaði sjálfa til að fá að gera hreint. Hana langaði til að sjá allt í röð og reglu. Lester vildi fá morgunteið sitt í rúmið nákvæm- lega klukkan átta og kvöldmatinn nákvæmlega klukkan sjö. Fyrstu mánuðina gekk allt vel. Hann hafði þann sið, að fara stöku sinnum með Jennie í leikhús, og ef hann hitti kunningja af tilviljun, þegar Jennie var með honum, þá kynnti hann hana sem ungfrú Gerhardt. Fram að þessu höfðu þau ekki lent í neinum vandræðum. Þó var Jennie aldrei laus við áhyggjur. Hún hafði alltaf samvizkubit út af því, að hafa ekki skýrt Les- ter frá því, að hún ætti bam. Og enn fremur hafði hún áhyggjur út af föður sínum, sem bráðum átti ekkert heimili lengur. Veronika hafði gefið henni í skyn, að hún og William ætluðu að flytja til Mörtu9 sem bjó í matsöluhúsi í Cleveland. Gerhardt mjmdí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.