Alþýðublaðið - 03.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1941, Blaðsíða 3
alþyðublaðið .MaNUDAGUR 3. PEBR. 1941. ——" MÞÝÐUBIAÐIÐ — Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sírnar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AI, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN J Finnur Jénsson: £tlar ihaldið aö lörna bðtafitvegiiam fyrir toflaraeigenfior og spekfilanta ? Tveir bæir — trar fjárbagsáællanir. FJÁRHAGSÁÆTLlJN Reykja- vík.ur fyrir áriö 1941 var samþykkt i bæfarstjórti í vikiuinn j sem leið. Á henni ©r sama íhalds- handbragöið og á öllum fjárhags- áætlunum höfuöstaöaríns undan- farin ár. Og eru þó allar ástæö- ur til að hún hefði litið út með nokkuð öðrum hætti. Gífuríegur stríðsgróði hefir á síðasta hálfu öðm ári safnast á fárra manna hendur héir: i hiænUm. Og langmestur hluti' hans hefir allt fram á þennan dag verið skattfrjáls. Maður skyldi ætla, að það hefði mátt leggja á hann svo hæfileg útsvör í ár1, að bærinn hefði átt að geta grynnkáð eitt- hvað á skuldum sínum og gert eitthvað til þess að hefja eða undirbúa verklegar framkvæmdir :með það fyrir augum, að tryggja atvinnu fyrir bæjarbúa, þegar Bretavinnan fer að minnfca og aftur harðnaT í ári. Bn íhalids- meirihlutinn í bæjarstjórninni hefir ekki haft manndóm í .sér til þess. Allt á að hjakka í sania i- haldsfarinu og verið hefir. Það er að vísu gert ráð fyrir að hækka útsvarsupphæðina úr 5,9 milljón- lum upp í 7,4 milljónir og láta striðsgróðanh borga mismuninn. Það kallaði borgarstjórinn í viið- tali við blöðin á dögunum „hæfi- legt útsvar“ á stríðsgróðann, sem nú þegar nemur mörgum tugum milljöna, Bn sú hækkun útsvars- upphæðarinnar er ekki nema fyrir útgjaldahækkuninni af völdttm dýrtíðaririnar. Fyrir opinberum framkvæmdum tii þess að tryggja atvinnuna i bænurn er ekkert hugsað, þó að alls staðar bíði verkefnin fyrir bæjarfélagið. Og til þess aö greiða lausaskuldir bæjarins er tekið stórlán, 3 millj- ónir króna. En við stríðsgróðan’- um er varia hreyft. Því bæjar- stjórnarmeirihlutimn er í vasa stríð sgróðamannanna. Aðeins örstoot frá Reykjavík er annar bær, Hafnarfjörður. Hann er að vísu miklu minni. Það eru því litlar npphæðir, sem reiknað er með á fjárhagsáætlun hans í samanburði við þær, sem getur að líta á fjárbagsáætlun Reykja- víkur. En í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar er ekkl íhaJdið, heldur iafnaðarmenn, í meirihluta, enda er munurinn á f járhagsáætlunum bæjanna eftir því. Útsvarsupphæðin i Hafnarfirði 1941 er hækkuð frá því í fyrra úr 230 þúsund krónum upp í 830 þúsund krónur, eða með öðrum orðum feffölduð. Ekkért af þessari hækfcun kemur þö niður á fclmenningi í bænum. Stríðsgróð- inn er látinn borga hækfcunina. Og hinum aufcnu tefcjum er varið til þess að greiða einn þriðja hluta af öllum skuldum bæjarins, eða samtals 400—500 þúsund krónum. Þar af ganga 300 þústtnd krónur upp í skuld til hafnar- sjóðs, en hann á að nota þær til þess að byggja hafnargarða á næsta ári. Þannig er' meö fjár- hagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1941 hvorttveggja tryggt í senm: stórkostleg lækkun á skuld- Mm bæjarins og stórbostleg at- vimna fyrir íbúa hans, því að hafnargarðamir erw að langmestu leyti: gerðir í verkamaivnavinnu. Það em ólíkar íjárhagsáætlanir, fjárhagsáætlun Reykjavífcur og. f járhagsáætlun Hafnarf jarðar í ár. A þeifri fyrrnefndu er, þrátt fyrir góðærið og stríðsgrööann, atlt miðað við sömu kyrrstöðuna eg íhaldið, sem verið Jrefir Á þeirri síðarnefndu er gert ráð fyrir að nota góðærið log stríðsgróðanin til þess að greiða niður skuldir og ’hefja fram- fcvæmdir til þess að trýggja framtíðaTvinnu. Þaninig er munurinh á bæjar- stjórn, sem íhaldið, ræður, og bæjarstjóm, sem jafnaðarmenn hafa meirihluita í. HJNN óhemjumikli gróði, sem margir útgerðarmenn hafa fenigið af því að selja fisk til útlanda, svo og Bretavinnan, hefir vissulega komið sér vel, þó engan ypginn verði sagt, að ísfiskgróðinn hafi lent á réttum stað- og sízt þegar hann hefir fengist á þann hátt, að greiða bátaútvegsmönnum og sjó- mönnum aðeins brot af því verði, sem fiskurinn hefir selst fyrir á erlendum markaði. Mörgum hefir fundist verð það, er greitt hefir verið fyrir fisk til útflutnings í ís undan- farið, 50 aurar kg., mjög hátt, þó hafa flestir þeir, er en keyptu, fengið af þessu gróða, sem er að hundraðshluta langt umfrám það, sem kaupmönn- um og heildsölum er leyft að taka af innfluttum vöruih. Békfiœrslanámskelé hefisft á morgnm Þorí. Þórðarsoii sími 2370. lignin Strandgata 50 (Áðnr Eign Boðvarshræðrs I Mafinarfirði> er til sölu, með íbúðar- og geymsluhúsum, lóðum og öll- um tilheyrandi mannvirkjum. Ennfremur fiskreitur 12050 fermetrar að stærð, á svonefndu Háahrauni, ásamt fisk- geymsluhúsi. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar eru gefnar í útgerðarlána- eða lögfræðingadeild bankans. LANDSBANKI ÍSLANDS. ísfiskútflutningurinn er að vísu áhættusamur, en þó virðist ekkert réttlæti í því að leyfa að taka tvöfaldan, þrefaldan eða jafnvel fjórfaldan gróða af fisk- inum, sem fluttur er út ísaður. Vitanlega má segja, að þetta sé samtakaleysi útgerðarmanna sjálfra að kenna og að þeim beri að sjá um sig. Sjómennirnir hafa hinsvegar engin tök á því að lagfæra þetta. En þó þetta megi kallast deyfð af hálfu út- gerðarmanna, má benda á, að hið opimbera hefir á ýmsan hátt, þegar svipað hefir staðið á, talið sér skylt að taka í taumana. • Innflytjendum er lögbannað að taka óhæfilegan ágóða af vörum, er þeir selja. Sjómenn og útgerðarmenn geta lagt upp síld til vinnslu í ríkisverksmiðj- urnar og fengið sannvirði fyrir síldina að frádregnum kostnaði. Sama er að gegna um síld tii söitunar. Síldarútvegsnefnd á- kveður á ári hverju, hvað salt- endur megi taka fyrir söltun- ina, svo og lágmarksverð á síld tii sjómanna og útgerðarmanna. Allt er þetta gert með löggjöf eða opinberum ráðstöfunum, og allt hefir þetta verið gert í því skyni að tryggja rétt útgerðar- innar og þeirra. sem að henni vinna. En hvers vegna er ísfisksala bátaútgerðarinnar látin af- skiptalaus? Gróði af kaupum á síld, hvort heidur til söltunar eða bræðslu, eða af saltfisk- kaupum, er þó alveg hverfandi bæði að hundraðshluta og eins að krónutölu, samanborinn við gróðann af ísaða fiskinum, og myndi hátaútveginum og sjó- hiönnum hafa munað miklu meira um hann, heldur en nokkrar aðrar upphæðir, er þeir hafa fengið fyrir opinberar ráð- stafanir. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Þeim, sem með þessi mál fara, má ekki lengur líðast þetta afskiptaleysi. Vertíð er að byrja og fram- boð af fiski hefir aukist gífur- lega. Þetta hafa fiskkaupendur notað sér og eru nú búnir að lækka fiskverðið, þó ekki hafi enn borist fregnir um, að mark- aður hafi versnað. Gegn þessu standa menn varnarlausir, því þótt ísfiskverðið hér á landi sé mjög lágt, miðað við söluverð erlendis, er það samt miklu hærra en hægt er að gera sér vonir um að fáist fyrir saltfisk eða hraðfrystihúsin geti greitt. Menn slást því um að selja fisk- inn, jafnvel þótt verðið sé sett niður á þennan ósanngjarna hátt. . Vitanlega stendur þessi ísfisk- sala aðeins meðan stríðið varir og getur dottið niður þá og þeg- ar. Hún fer eins og Bretavinn- an, hún getur ekki til íram- búðar komið í staðinn fyrir annan atvinnurekstur. Það ber því brýna nauðsyn til að halda áfram annarri framleiðslu, sem gefur vinnu í aðra hönd, svo sem nokkurri saltfiskverkun <jg hraðfrystingu fisks. Ýmsir hafa komið fram með uppástungu um það, hvernig ætti að verja ísfiskgróðanum. Lang réttast væri, að hann gengi fyrst og fremst til þeirra, sem afla fiskinn, þ. e. til báta- útgerðarinnar af bátafiskinum. í öðru lagi þarf að sjá um, að saltfiskur verði verkaður fyrir þá markaði, sem eru opnir og að hraðfrystihúsin haldi áfram störfum. Sé ekki hægt að tryggja þetta á annan hátt, teldi ég réttast, að það yrði gert með því að jafna söluverði á erlend- um markaði milli fisktegund- anna. Fyrir þessu er fordæmi um kjötið. Verð á frystu kjöti og saltkjöti hefir verið jafnað um mörg undanfarin ár, og ber ekki á öðru en að bændur sætti sig vel við það. Sjávarútvegs- og atvinnumál- in eru nú í höndum Sjálfstæðis- flokksins, sem hefir talið sig færastan allra flokka til þess að fara með þau, og einkum haldið fram, að hann hefði færari menn en a’llir aðrir flokkar til þess. Vafalaust koma ráðstaf- anir þær, sem hér hefir verið drepið á, í bága við hagsmuni ýmsra ráðandi manna í Sjálf- stæðisflokknum. Hins vegar eru þar og margir bátaútvegs- menn, er hefðu hag af þeim, og þó stórútgerðarmenn séu þarna mikils ráðandi, verður að krefj- ast, að öðrum sé einnig tryggt nokkurt réttlæti, enda er af- skiptaleysi það, sem sýnt hefir verið um hag bátaútvegsmanna og sjómanna í þessu máli, alveg óverjandi. Finnur Jónsson. Tákn ofl stórmerM I íjármálnm. Efitir Hallbjérii Halldérsson. Þ RIÐJUDAGINN 21. janúar 1941 gat almenningUir að lesa eftirfarandi frétt í uiugerð ie£st í fyrsta dálki á fyrstu. síðu í Alþýðublaðinu: „Seldi fyrlr einn þniðja ,úr mill- jón í elnnl feitð! Hæsta aflasala hingað tll. Binn togarinn seldi f síðustu férð sinni til útlanda ísfisk fyrir »3 700 sterlingspund. Það eru rúm lega 350000 krónur í íslezkum peningum eða yfir 1/3 milljón — úr einum túf. Mun þetta vera hæsta aflasalan eríendis hingað til“. Þetta mega nú kallast fréttir í lagi! Það er raunar meira. Það er sannkölluð tákn og stórmerki í fjármálum okkar Ísíendinga — ein af mörgum, því að síðan hafa fcomið ennþá meiri geipi- fréttir af aflasölu-undrum og fjár- hæðafimum. Sjálfsagt hafa aœrgir' vænzt eft ir nokkrum skýringum á undrun- um af hálfu blaðanna, sem menn- ingarhlutverk þeirra er talið að vera það, að fræða almenning meðal annars með skýringum á undmm félagsmáianna, en ekki hefi ég enn tekið eftir neinni, sem verðskuldi eftirtekt alþýðu. Sú skýring á sér þó stað, og hún er sú, að brezkur gjaideyrir er fallinn í verði Um helming að minnsta kosti, en það þýðir, að um helminguir af þessum fjár- hæðafirnum er tekinn handa þeiin, sem eignast þær, af ofckur. íslendinigum, innflutningskaup- mönnum og iðnaðarmönnum og þar með .af einyrkjum og öllum kaUpþegnum, — aliri alþýðu íandsins, ef hann verður einhvern tíma greiddur með þvi gengi, sem reiknað er’ með í fréttunum, — fjámpptekt, sem höfðingjar Sturl- ungaaldar hefðu ekki þurft að skammast sín fyrir. öll þessi firn, sem hamingjan má vita hvori nokkum tíma verða reifcnuð út, græðir aðstöðugóð eignastétt okk- ar á Bretum og okkur, — bæði ytra og heima, — hvort tveggja skattfrjálst! Fyrir tæpum tveim árurn var þessari sömu eignastétt bjargað frá hruni með þvi að fella ís- lenzkan gjalldeyri í verði. Þá var kennt, að ekki væri unnt að halda þvi uppi, en — hvemig verður þá hægt að halda því niðri nú? Það er sarnt gert, en er það ekki líka tákn og stórmerki? Nú mætti láta kqrna sér til hlugar, hvort ekki vaari tilvalið að setjia fjármálastjómendur vora og aðra land-ráðamenn í það verk um sinn að færa verðgildi íslenzkrar myntar svona hægt og rólega til rétts vegar, svo að ekki1 þyrfti mjög að taka til óeðlilegrar seðlaútgáfu. (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.