Alþýðublaðið - 03.02.1941, Síða 4

Alþýðublaðið - 03.02.1941, Síða 4
MÁNUDAGUK 3. FEBR. 1941. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. ALÞÝÐUBIAÐIÐ Bókm er Þ-ÝD D A R SÖGUR eftír 11 heimsfræga höfunda. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Erindi: Uppeldismál, I. (dr. Símon Jóh. Ágústssón). 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20.55 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir,“ eftir S. Undset. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Brúð- kaupsferð um Norðurlönd, lagaflokkur eftir Emil Juel- Frederiksen. — Einsöngur (Magnús R. Jónsson): a) Bj. Þorst.: Eitt er landið. b) Lýsir af eyju (norskt þjóð- iag.) c) Hartman: Man ég grænar grundir. d) Weyse: Hljótt er húmið. e) Mozart: Yfir sveitum. f) Ibsen: Þú stóðst á tindi Heklu. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Námskeið fyrir kennara í uppeldisíræði hefst aftur þriðjudaginn 4. febr. kl. 5 e. h. í III. kennslustofu há- skólans. Sænski senðikennarinn fil. mag. Anna Z. Ostermann byrjar kennslu fimmtudaginn 6. febr. n. k. í háskólanum. Fyrirlestrar Símonar J. Ágústssonar um hag- nýta sálarfræði hefjast þriðjudag- ínn 4. febrúar kl. 6.15 í III. kennslustofu háskólans. Efni næstu fyrirlestra verður: Auglýs- ingar og útbreiðslustarfsemi. Öll- um heimill aðgangur. F.U.J. F.U.J. heldur skemmtifund í Iðnó uppi annað kvöld kl. 8,30. Aðgangur ér ókeypis og eru allir ungir jafnaðarmenn velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skemmtifundur F.U.J. Félag ungra jafnaðarmanna efn- ir til skemmtifundar í Iðnó annað kvöld kl. 8,30. Til skemmtunar verður m. a. ræðuhöld, upplestur, gamanvísur og dans. Mjög vel verður til skemmtunarinnar vand- að og er allt ungt Alþýðuflokks- fólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Kvenfélag' Alþýðuflokksins. Fræðsluflokkur sá, sem Jóhann Sæmundsson veitir forstöðu, kem- ur saman í kvöld kl. 8.30 í Al- þýðuhúsinu, efstu hæð. Lyftan í gangi. Marionette-leikfélagið hafði tvær sýningar á ,,Faust“ í gær fyrir troðfullu húsi í bæði skiptin. Finnska skipið, sem strandaði á Siglufirði s.l. föstudag náðist á flot með flóðinu í gærmorgun, óskemmt. Var hald- ið áfram að lesta það í gær. Hallgrímssókn. Bæjarráð hefir samþykkt fyrir Sitt leyti, að sóknarnefnd Hall- grímsprestakalls fái afnot kennslu- stofu í Austurbæjarskólanum til barnaspurninga, svo og kvikmynda sal skólans fyrir barnaguðsþjón- ustur. Maður drukknar. Aðfaranótt 28. janúar vilda það slys til, að Magnús Pálsson stýri- maður á v.b. „Vöggur“ frá Ytri- Njarðvík drukknaði í höfninni í Fleetwood. Forðum í Flosaporti, revyan 1940 verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Embættisprófi í lögum lauk í fyrradag Sigurður Bjarna- son frá Vigur með 1. eink. Leiðrétting. í auglýsingu í Alþýðublaðinu frá borgarstjóra um atvinnu- skýrslur hafði misprentast tíminn, sem skráningin fer fram. Fer skráningin fram í Góðtemplara- húsinu 3. og 4. febrúar kl. 10 f. h. — 8 að kvöldi. I..... .............——...-------- Bækur keyptar og seldar. Fornverzlunin, Grettisgötu 45, sími 5691. TÁKN OG STÓRMERKI í FJÁRMÁLUM. Frh. af 1. síðu. Ekki er óhugsandi, að með því imætti ofiurlítið draga úr hraða aðsteðjandi dýrtíðar. Margir eru þeir nú, sem bráð- lega imunu telja sig þess fúsasta að beita sér fyrir hagsmunum al- þýöustéttammar á næstu fram- tímUm, spm von er, því að kosn- Sngar fara í hönd að löguim, en kallað er, að vér búurn við fólks- stjómarskipulag. Einn er ég væntanlega ekki um að búast fastlega við að ein- hverjir verði þá til þess að taka að sér málstað þeirrar þjóðfélags- stéttariraiar, sem á hallar á þess- Um févænlegu tímum. Nú er að sjá tii, Hailbjöra Halldórsson. SALTFISKVEIÐAR. Frh. af 1. síðu. menning'ur fulla nauðsyn á því. Eins 'Og kunnugt er urðu ail- miklar deilur um þetta mál í fyrra. Alþýðuflokksmenn börðust fyrir því, að togararnir yrðu sétt- ir á saltfiskveiðar’, en íhaldið andmælti þvx, að sjálfur atvinnu- málaráðherrann birti alranga út- reikninga á alþingi, sem áttu að sýna að toga'ramir myndu ekki hafa annað en tap upp úr því. Leikar fóru og svo, að það vonu aðeins tógarar bæjarútgerð- arinnar í Hafnarfirði, Maí og Júni og öii Garða, sem fóru á upsa- o>g saltfiskveiðar. Þetta skapaði mikla atvinnu meðal landverka- fólks í Hafnarfirði, og útkoman varð einnig sú, að útgerðin græddi eins á þessum veiðurn, og þó að togararnir hefði verið áfram á ísfiski. Þess er fast'ega vænzt, að þetta mál verði tekið föstum tökum og togararnir sen-dir á saitfiskveiðai hið allra fyrsta. Það myndi gefa okkur frjálsan, gjaldeyri og auka atvinnuna að miklum mun. NYJA BIO I Systurnar (THE SISTERS.) Ameríksks stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hirmi víðfrægu skáldsögu með sama nafni eftir My- ron Birning. Aðalhlutv: BETTE DAVIS og ERROL FLYNN. Sýnd klukkan 7 og 9. ■ HAMLA BIO B Edith Gavell. Ameríksk stónnynd um ensku hjúkrunarkonuna, er dæmd var til dauða í Brússel í okt. 1915. Aðal- hlutverkin leika: ANNA NEAGLE, George Sanders, Edna May Oliver og May Robson. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Lækkað verð kl. 5. Þökkum hjartanlega alla vinsemd og hluttekningu við and- lát og jarðarför . . Narfa Einarssonar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. María Ólafsdóttir. Faðir minn, tengdafaðir og afi, Jóhannes Guðjónsson, andaðist á Landakotsspítala í gær. Magnús V. Jóhannesson. Fríða Jóhannsdótir. Svala Magnúsdóttir. Konan mín og fósturmóðir, Viíborg Jónsdóttir, andaðist 2. þ. m. á heimili sínu, Hringbraut 158. Þórður Bjarnason. Lóa Þórðardóttir. Revyan 1940, FerðDm í Flosaportf ÁSTANDS-ÚTGÁFA Ieikið í Iðnó í kvöld kl. 8V2. Aðgöngumiðar í dag eftir kl. 1. —Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT farið inn með barnið og leikið sér við það. Hann ætlaði inn til hennar og stríða henni ofurlítið. Hann kom glottandi inn til Jennie og hampaði lambinu og sagði: — Hvaðan kemur þetta? Jennie, sem ekki hafði minnstu hugmynd um þetta tákn blekkinga sinna, sneri sér við og datt fyrst í hug, að hann grunaði allt og ætlaði nú að hella úr skálum reiði sinnar yfir hana. Fyrst sót- roðnaði hún, en svo náfölnaði hún. — Ó, ó, stamaði hún. — Þetta er ofurlítið leik- fang, sem ég hefi keypt. — Ég sé það, svaraði hann vingjarnlega. Hann hafði veitt því eftirtekt, að henni varð órótt. Hann snart klukkuna með fingrinum, en Jennie gat engu orði upp komið. Klukkan hringdi dauf- lega, og svo leit hann á hana aftur. Hann var svo glaðlegur á svipinn, að hún var viss um, að hann grunaði ekkert, en hún gat ekki náð valdi á sér. — Hvað er að þér? spurði hann. -— Ekkert, svaraði hún. — Þú lítur út, eins og þú hafir einhverja hræði- lega synd á samvizkunni. — Ég gleymdi að taka það undan legubekknum, það er allt og sumt. — Það lítur svo út, sem við höfum leikið okkur móg að þessu lambi, sagði hann alvarlegur í bragði, þegar hann varð þess var, að hún vildi ekki tala meira um þetta. Hann hafði enga skemmtun haft af þessu leikfangi. Lester gekk inn í hina stofuna, hallaði sér út af á legubekkinn og fór að i.ugsa um ýmislegt. Hvers vegna var hún svona taugaóstyrk? Hvers vegna fölnaði hún þegar hún sá þetta sakleysislega leik- fang? Það gat ekki verið neitt athugavert við það, þótt hún færi með börn nágrannanna inn til sín og , léki sér við þau, þegar hún var alein heima. Hvers vegna var hún svona taugaóstyrk? Hann velt. þessu fyrir sér, en fann enga ráðning gátunnar. Þau minntust ekki fr: mar á lei'kfangið. Og Lester hefði fljótlega gleymt þessum lítilfjörlega viðburði, ef ekki hefði annað alvarlegra borið við skömmu seinna. Kvöld nokkurt, þegar Lester var he «, var hringt útidyrabjöllunni. Jennie álli annríkt í eld- húsinu og þess vegna fór Lester Lil dvra. Hann sá gamla konu úti, sem fór öll hjá sér, þegar hún sá hann. Samt náði hún sér svo, að hún gat spui t eftir Jennie, og var sænskur hreimur í röddióni. Bíðið andartak, sagði Lester og gokk inn x e)d- húsið, og kallaði á Jennie. Jennie kom og þegar hún sá; hver gesturinn var, gekk hun óróleg fram á ganginn og lokaði á eftir sér hurðinni. Þetta fannst Lester strax grunsajn- legt. Hann hleypti í brýrnar og' ákvað að spyr ia Jennie, hvað þetta ætti að þýða. Rétt á eftir kom Jennie inn og var náföl í framan. —- Hvað er að? spurði hann dálítið kaldrarxalega. — Ég verð að skreppa burtu, gat hún loks stuniff- upp. — Jæja, sagði hann. — En þú getur þó að minnsta kosti sagt mér, hvað er að, er ekki svo? Hvert ertts að fara? —- Ég á erindi út, sagði hún og hnaut um orðin, ---Ég get ekki beðið. Ég skal segja þér frá öllu,, þegar ég kem heim, Lester, en þú mátt ekki spyrja mig neins núna. Hún horfði á hann utan við sig og skelfd á svip- inn. Lester hafði aldrei áður séð hana í þessum ham og varð óþægilega við. — Það er nú gott og blessað, sagði hann. — E» hvers vegna ertu svona leynd^rdómsfull? Af hverjii geturðu ekki sagt mér hreinskilnislega, hvað að er?' Hvers vegna þarftu að hvísla bak við hurðir? Hvert ertu að fara? Hann þagnaði undrandi yfir því, hvað hann gat verið harðbrjósta, og Jennie, sem var rétt búin að> fá hörmulegar fréttir, var svq harmþrungin, að hún. réði naumast við sig lengur. — Ég skal segja þér frá því, Lester, sagði húi|. — En ekki núna. Ég hefi engan tíma til þess. En ég skal segja þér frá öllu, þegar ég 'kem heim aftur. Tefðu ekki fyrir mér. Hún flýtti sér inn i næsta herbergi og sótti káp- una sína, og Lester, sem vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, elti hana til dyranna. —- Sjáðu nú til, sagði harrn fokvonclur. — Þette er ekki rétt gert af þér.. Hvað e-r að þér? Það þætti mér gaman að fá að vita..

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.