Alþýðublaðið - 05.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1941, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBlAeiÐ — ILÞÝBUBLAÐIÐ -------------------------- Kitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgöiu Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhi S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hve-fisgötu Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. A I, ÞÝÐUPREKTS M I f' -T A v Tuttugu og fimm ár. MÞtÐUBLAÐIÐ fæst f lausasiilu á eftirtifldum stöðum: AUSTURBÆR: Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Brauðsölubúðin, Bergþórugötu 2. Veitingastofan, Laugavegi 45. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Veitingastofan, Laugavegi 63. Veitingastofan, Laugavegi 72. Veitingastofan, Laugavegi 81. MIÐBÆR: Hótel Borg. Sælgætisbúðin, Kolasundi 1. VESTURBÆR: Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29. Veitingastofan, Vesturgötu 48. Ví MIÐUR er j>að ekki neroa tiltðlulega lítill hluti verka- lýösins hér á landi, sem í dag gerir sór fulla grein fyrir þvi, hvemig hér var umhorfs fyrir tuttugu oig fimm ámm, ]mga.r verkalýðsfélögin voru aö hefja baráttu sina fyrir bættum kjörum hins vinnandi fólks, og hve gíf- urlega mikið hefir áunnizt síöan fyrir alla alþýðu þessa lands fyrjr þrotlaust starf þeirra alls- herjarsamtaka verkalýðsins, Al- fjýðusambandsins og Alþýðu- flokksins, sem þá var verið að stofna undir forystu ólafs Frið- rikssonar og Jóns Baldvinssonar. Hinir eldri verkamenn muna enn í dag þó baráttu, sem það kostaði, að byggja upp þessx samitök, og vita vel, bvaða kjara- bætur og réttándi þau hafa' fært allri alþýðu manna. En hinir yngri gera sér það ekki nándar nærri eins vel ljóst. Þeir taka þau kjör, sem verkalýðurinn á í dag við að búa hér á landi, sem sjálf- sagöan blut, en vita margir hverj- if ekki, að það kostaði áratuga baráttu einhuga forystusveitar að knýja þau fram fyrir allt hið vinnandi fólk, og órar heldur ekki fydr því, að allar þær kjarabæt- ur, sem fengizt hafa, geta á ör- stuttum tíma tapazt aftur hér hjá okkur eins og i einræðislöndun- um víðs vegar úti um heim, ef verkalýðurinn er ekki stööugt á verði bæði um þær og um sam- tök srn gagnvart öllum þéim er indrekum innlends atvimmrek- endávalds og erlendra ofbeldis- breyfinga, sem sífellt eru að verki til þess að sundra þeim. Það væri lærdómsríkt fyrir alla verkamenn, sem ekki muna svo længt aftur í tímann, að lesa lýs- ingu Guðmundar Gissurarsonar í Hafnarfirði, sem birtlst hér i blaðinu í gær, á því, hvernig at- vinnurekendur leyfðu sér að tala við verkalýðsfélögin, þegair þau voru að hefja baráttu sína fyrir 25 árum. Því sjaldan hefir í stuttri blaðagrein skærara Ijósi verið brugðið yfir þýnn langa veg, sem síðan hefir verið fárinn, eða á öbrotnari og skiljanlegri hátt verið sýnt fram á það, hvað áunnizt hefir fyrir allan verkalýð landsins undir forystu Alþýöu- sambandsins og Alþýðuiflokksins! Guðmundur Gissurarson vitn- aði í grein sinni i nokkrar orð- sendingar atvinnurekenda í Hiafn- arfirðl frá árinu 1916, þriðja ári heimsstyrjaldarinnar, í tiSeíni af málaleitun hins unga verka- mannaíélags á staðnúm um hækkað kaup vegna dýrtíðárinnar af völdmn ófriðarins (Tímakmip karlmanna var þá ekki neina 25 —35 aurar og kvenmanna aðeins 18—20 aurarj. Þessar tiivitnanir í orðsendingar atvinnurekendanna í Hafnarfirði eru svo einkenhandi fyrir frekju atvinnurekendavalds- ins og umkomuleysi verkafólksins á þessum byrjunarárum alþýðu- samtakanna, að Alþýðublaðið gpiur ekki stilt sig um að prenta hér aftur örlítinn útdrátt úr þeim: „Við getum ekki viðurkennt ne'n verkam.annafélög,“ skrifa at- vinnurekendumir. „... Við vild- um vekja máls á, að í staðánn fyrir að stofna verkannannafélag ... væri verkafólkinu meira til góðs, ef félag væri stofnað i þeirn tilgangi, að kenna þvi að vinna verk sín svo, að þau jafn- giltu kaupinu"! „Og ef verkafólk okkar er ékki ánægt,“ skrifa þeir enn fremur, „með að fela þetta fefni algeriega í okkar hendur, án þess að fara í verkamannafélag, þá verðunv við neyddir til að fá fólk frá öðrum stöðum." „Auk þess,“ segir á öðrum stað, „vilj- um við ekki greiða neina eftir- vinnu við fiskþurkun úti.“ í þessum húsbóndatón og með þvililíum hótunum var talað við yetkalýðsfélögin fyrir tuttugu og íimm ámm. Og hverjum er það að þakka, að í dag er ekki talað við þau í sama tón, nema Al- þýðuflokknum og öðrum þeim samtökúm verkalýðsins, sem hánn hefir veitt forstöðu frá upphafi og, að örfáum undantekningum, allt fram á ]>en:nan dag? Og hvaða verkamaður getur í dag hugsað kinnro'ðalaust til þess, þegar hann les þau orð, sem hér hafa verið tilfærð úr orðsendingum atvinnurekenda í Hafnarfirði til verkamannafélags- ins þar fyrir tuttugu og ffenm ár- um, að ]>etta sama verkalýðsfé- lag skuli fyrir örfáum dögum síðan hafa kosið erindreka al- vinnuiiekendastéttarinnar þar á staönum til þess að stjóma máU um sínUm og fara með urnboð fyrir hafnfirzka verkamenn? Eða Verkamannafélagið Dagsbrún hér í Reykjavík? Vissulega hafa at\innurekendur og erindrekar þeirra nú breytt jgm tón í bili til þess að blekkja verkamenn ti l fylgis við sig og skapa sér aðstöðu til að sundra samtökum þeirra innan að. Og vissulega ber,a þeir það út, aö AI- þýðuflokkurinn sé í dag ekki sá sami oig hánn var í gamla daga. En það em ekki o r ð lýðskrumar- anna, sem verkalýðurinn á að hlusta á. H.ann á að athuga ]>að, hver hefir geirt það, sem gert hefir _ verið til hagshóta fyrir hann. Og þá nmn hann komast að raun um, að saga Alþýðu- flokksins hefir í semni tíð, engu éíður en í gamla daga, verið ein samfelld barátta fyrir bættum kjöruim hins vinnandi fólks í landinu, b ará t ta einm i 11 v i ð í h a ] d i Ö , sem nú er að i'eyna að nudda sér upp við verkalýðinn til þess að véla hann af réttri braut. Hvaða flokkur hefir áunnið verkalýðsfélögunum viðurkenn- ingu, fyrst raunvemlega og síðan lagalega, sem samningsaðiii fyrir verkafóikið í landinu? Alþýðg- flokkurinn. Hver fékk enda bund- inn á forsmán fátækraflutning- anna? Alþýðuflokkurinn. Hver knúði það fram, að togarasjó- mennimir fengu lögtryggða átta stunda hvíld á sólarhring? Al- þýðuflokkurinn. Hver beitti sér fyrir lögunum um verkamannabú- staði og lét byggja þá? Alþýðu- flokkurinn. Hver beitti sér fyrir öryggi sjómannanna? Alþýðu- flokkurinn. Hver kom á alþýðu- tryggingusmm — slysaitryggingun- um, sjúkratryggingunum, ellilaun- unum og önorkubótunum? Al- þýðuflokkurinn. Og hvaða verka- lýðsfélög voru það, að lokum, sem fengu ekki aðeins fulla dýr- tíðamppbót, heldur og hækkun á sjálfu, giunnkaupinu, núna eftir áramótin? Voru það máske fé- lögin, sem ihaldið stjómaði, Dagsbrún og Hlíf? Nei, það vom félögin, sem Alþýðuflokkurinn stjórnaði og eru í Alþýðusam- bandinu. Þetta allt og þúsund aðrar kjarabætur, sem allt of langt yrði fapp að telja í stuttri blaðagrdn, hefir Alþýðufloikkurinn með stuðningi verklýðsfélaganna knú- i'ð fram til hagsbóta fyrir verka- lýðinn hér á landi. Ef íhaldið hefði mátt ráða, væri verkalýð- urinn áreiðanlega jafn- réttlaus í dag og hann var fyrir tuttugu og fimm ámm, þegar at- vinnurekendumir í Hafnarfirði tilkynntu honum: „Við getum ekki viðurkennt nein verkamanna- félög." Andi íhaldsins er enn sá sami, þó að nýjar aðferðir hafi verið teknar upp tíl þess að vinna bug á samtökum verkalýðsins. 24 skráðir at- vinnulausir. UNDANFARNA tvo daga hefir staðið yfir atvinnu- Ieysisskráning hér í bænum og létu aðeins tuttugu og fjórir menn skrá sig. Er það sú langlægsta at- vinnuleysingjatala á þessum tíma, sem hér hefir verið til margra ára. T. d. hefir s.l. tíu ár verið lægst tala 521 og var það árið 1939. i Síðastliðinn tíu ár hefir, a,t- vinnuleysingjatala á þessum tíma verið sem hér segir; 1931 voru 534 skráðir atvinmu- lausir, 1932 654, 1933 643, 1934 554, 1935 703, 1936 690, 1937 936, 1938 769, 1939 521 og 1940 553. Er það Bretavinnan, sem hefii dregið svo úr atvinnuleysinii í vetúr, að ekki hafa neraa 24 lát- ið skrá'sig að ]>essu sinni. Vegna weilMa vantar afgreiðslustúlku 3—5 tíma á dag. BAÐHÚS REYIKJAVÍKUR. Útbreiðið Alþýðublaðið! Aðalfundnr i tveim verkalýðsfélðpm flti fl landi. U Vt næst síðast liðnia helga hélt Veridýðsfélag Austíir- Húnvetnlnga, Blönduósi, aðal- fund sinn. Stjörn félagsins, en hana skip- uðu eingöngu Alþýðuflokksmenn, var endurkosiin með miklum meiri hluta atkvæða. t stjóminni eru: Jón Einarsson foi'maður, Guðmann Hjálmarsson ritari og Ragnar Jóns&on gjald- keri. Félagið hefir nýlega gert samn- inga við atvinnu rekendur á staðn- um. Grunnkaup hækkaði mikið. Auk ]>ess fékkst full dýrtíðampp- bót. Þá hefir Verklýðsfélag Fá- skrúðsfjarðar haldið aðalfund sinn fyrir stuttu. I stjóm voru kosnir: Valdimiar Bjamason formaður, Þorvaidur Sveinsson ritari, Bjarni Kristjáns- son gjaldkeri og meðstjórnendur Ársæll Guðjónsson og Björg Magnúsdóttir. Sveinn Kr. Guðmnndsson, er verið hefir forma'ður félagsins frá því það var stofnað í des. 1935. gaf ekki kost á, að hann yrði kosinn áfram. Bversvepa vantar brflsamjðik f mjólk- nrbððirnar? EINS og lcunnugt er, er ætl- ast til að „brúsamjólk“ sé seld í mjólkurbúðum jafnhliða flöskumjóik. Og þar sem verðið á brúsamjólk er mun lægra, þá er það eðlilegt, að efnaminni fjöl- skyldur í bænum kaupi bana frekar, þar sem rnargir verða að gæta hins fyllsta spamaðar í þessari dýrtíð. En frá því fyrsta hefir orðið einhver tregða á því, að fá brúsa- mjólk. Það er sent svo litíð :af henni í búðirnar, að hún gengur upp strax á íuorgnana, en þeir sem síðar komu og óska eftir brúsamjólk, fá ekkert. Hinar fá- MÍÐVIKuDAGÚR 5. FEBR. 194J. tæku húsmæður, sem oft eiga illa heimangengt á morgnana, vegna nauðsynlegra morgunstarfa, verða að drífa sig strax um 9 leytið, ef þær eiga að ná í nokkurn dnopa. Þetta er gjörsamlega óþolandi, og ófyrirgefanlegt hirðuleysi af xnjólkursölunefnd, að hafa ekki næga brúsamjólk í húðum sín- um allan daginn, úr þvi hún er auglýst til sölu á annað horð. bað verður ekki betur séð, en að það sé beint tilgangur nefnd- arinnar, að fólk kaupi dýrari mjólkina, þegar mest er þörön að spara hvem eyri, vegna dýr- tiðariinnar. x-f-y. Alþýðublaðið hefir sýnt Mjólk- ursamsölunni þessa fyrirspum og vill hún láta þess getíð, að hún viti ekki betur en að næg brúsa- ntjólk sé til í búðunum fyrir þá, sem hennar óska, og kvartanir Qim annað hefðu ekki borizt nú i lengri tíma. Þegar slíkar kvart- anir hefðu borizt, hefði ávallt verið úr því bætt og lagt fyrir starfsstúlkur búðanna að hafa þessa tegwnd mjólkur til eins og aðra, eftir því sem föng eru á og . þurfa þykir. xxxxxxxxxxxx Ódýrt Hveiti bezta tegund, 60 aara kg. Hveiti 7 lbs. 2,25 pokinn. Hveiti 10 lbs. 3,45 pokinn. Flórsykur 0,65 au. i/2 kg. Kokosmjöl 1,50 au. 1/2 kg. Síróp, dökt og Ijóst. Gerduft. Ný egg. Tjarnarbiíói'n Tjarnargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Simi 1678. xxxxxxxxxxw: -------------—....... Bækur keypíar og seldar. Fornverzlunin, Grettisgötu 45, sími 5691.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.