Alþýðublaðið - 06.02.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. FEBR. 1941. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. AlÞYSUBIiAÐIÐ Bokm er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- ■og Iðunnar-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 19.25 Erindi: Uppeldismál, IV. (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Atvinnumálin 1940 Ólafur Thors, atvinnumála- ráðherra). 21.15 Hljómplötur: íslenzk lög. 21.25 Minnisverð tíðindi (Sigurð- ur Einarsson). 21.45 „Séð og heyrt.“ Næturvarzla bifreiða: Bifreiðastöð Steindórs, sími 1580. „Loginn helgi“ eftir Somerset Maugham verður sýndur í kvöld kl. 8 í síðasta sinn. Hefir þetta leikrit vakið miklá at- hygli í meðferð Leikfélagsins og þótt með betri leikritum, sem hér hafa verið sýnd. Forðum í Flosaporti, ástandsútgáfan, verður sýnd annað kvöld kl. 8.30. Hefir þessi revya hlotið . miklar vinsældir, enda „gengið“ mjög lengi. Bæjarstjórnarfundur verður í dag kl. 5 í Kaupþings- salnum. 23 mál eru á dagskrá, og eru margir dagskrárliðirnir kosn- ing í fastanefndir bæjarstjórnar. ,,Æskan“, barnablaðið, með myndum, 1. hefti 1941, er komin út. Á forsíðu er litmynd af börnum að leik. Þar er framhalds- sagan „Undir bláum seglum,“ eftir Gunnar M. Magnúss. „Töfrahöllin” (framhaldssaga í nóvemberblað- inu). í greinaflokknum „Viðfangs- efni“ er sag± frá spjaldskrám. Þá eru skrítlur, myndir o. fl. Sírandarkirkja. S. Ólafsd. kr. 5.00. Vegna fjölmargra fyrirspurna vill stjórn Blindravinafélags ís- lands taka það fram, að fjársöfn- un sú, er fram fer hér í bænum og sögð er til hjálpar blindum, er fé- laginu óviðkomandi. Það skal tek- ið fram, að félagið mun hér eftir sem hingað til kenha blindu fólki og hjálpa því um starf í vinnustof- um félagsins. VERKALÝÐSHREYFINGIN Á FINNLANÐI Frh. áf 3. síðu. hafa aldrei verið kon'ungssinnað- ir. Þingræðið sigrar. Til þess að koma þessari ætlan einni í framkvæmd reyndu aftur- haldsöflm a'ð koma upp einhve>'s- konar þingi, en afrek |iess urðu litil önnur en þau að (íyðileggja réttindalöggjöf og ofsækja verka- lýöinn. En þegar Þjóðverjar töp- uöu striðmu lauk konungsæfin- týri íhaldsins. Um þetta leyti voru allir Alþýðuflokksmenn horfnirúr þinginu nema einn, en bænda- flokkurinri hélt uppi málsíaðfrels- isins. Þá kom að því að Mann- erheim hérshöfðingja var falin stjómarforustan, en hann var vinsamlegur í garð Englendinga. Saimtímis gerðu Bandamenn allt til þess að styðja stjórn Mann- erheims og komu Frakkar til dæmis í flotaheimsökn til okk- ar og ýttu þeir mjög undir hreyf- ingu lýðræðisvina gegn tilraun- um konungssinna. Hámarki náði þetta, er franskir sjóliðar gengu fylktu liði um götur horgar einn- ar og léku þjóðsöng Frakka, hinn alkunna uppreisnarsöng frönsku alþýðunnar. Þannig neituðu Bandaimenn raunveru'ega að við- urkenha sjálfstæði landsins und- ir því formi, sem ríkjandi var, og reynsla þjóðarinnar af framkomu Þjóðverja i borgarastyrjöldinni var ekki svo góð að hin þýzka stefna ætti rniklu fylgi að fagna. Þeir höguðu sér bókstaflega eins og ræniugjar. Fyrst töku þeir allar lifsnauðsynjar okkar, sam þeir gátu klófest, síðan tóteu þeir allan málm, sem þe'r náðu í, •og foks töku þeír heilar járn- brautarlestiT. Þó gerðu þeir okk- ur háa reikninga fyrir „hjálpina“ í borgarastyrjöldinni. Var nokkuð borgað en ekki nærri allt. Raun- veru'ega hefðu Þjóðverjar átt <ið borga lokkur. Ný öld hefst fyrir verkalýð- inn — en þá. . .! Næsta þróunarstigið var for- reiakosningin. Auðva’.di'ð varð að láta undan síga, alþýðan bar fram frelsiskröfur þjóðarinnar. Hún sigraði og þar með lýðstjóm arfyrirkomu!agið. Alþýðuflokkur- inn hafði nú 65 fulltrúa, en hann naut ótrauðs styrks frjálslyndra manna og bænda og fyrsti for- setinn var kosinn Stáhlberg pró- fessor, org er hann raunvemlega faðir núverandi stjórnarfyrir- komulags í Finnlandi. Nú hefst aftur vaxandi hreyf- ing verkamanna. Verkalýðsfélög- in vaxa, Alþýðuflokkuririrr vinn- ur á. Samtímis þessu aukast aft- ur réttindi verkalýðsins og hann vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum. Alþýðan gat litið til baka yfir fciij harðra: miskunnarlausr- harátíu, skin og skúrir, glæsi- lega siigra og- ógurlega ósigra,en samt sem áður sígandi hæ.gfara oökn í áttina til frelsis, jafnréttis og bræðralags. Með sigrinum í stjórnskipu!a;:rsmá!’:nu þótti nú fullvíst, að sækjast myndi fram til margskonar nýrra réttarböta og verkalýðurihn tygjaði sig ein- huga til þeirrar baráttu sem fram undan var. En þá byrja kommúnistar aö sá hatri og úlfúð meðal verka- manmanna sjálfra o-g síðan hefir þessi starfsemi þeirr.a legið eins og nrartröð yfir allri hneyfing- unni. ........... - ......- ' FRAKKLAND Frh. af 1. síðu. al eigi að vera varaforsætis- ráðherra og innanríkisráðherra. En bæði þessi frétt og aðrar, sem um emdurskipulagningu | Vichystjórnarinnar ganga, eru , algerlega óstaðfestar. NYJA BIO I Systurnar (THE SISTERS.) Ameríksks stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni víðfrægu skáldsögu með sama nafni eftír My- ron Birning. Aðalhlutv: BETTE DAVIS og ERROL FLYNN. Sýnd klukkan 7 og 9. Br>AMU BIOS Edith Cavell. Ameríksk stórmynd um ensku hjúkrunarkonuna, er dæmd var til dauða í Brússel í okt. 1915. Aða)- hlutverkin leika: ANNA NEAGLE, George Sanders, Edna May OHver og May Robson. Sýnd kl. 7 og 9. Revyan 1940. Forðnm í Flosaporti Á ST AN DS-ÚTGÁF A Sýning annað kvöld kí. 8.30. Aðgöngumiðar kl. 4—7 í dag og etfir kl. 1 á morgun. Sími 3191. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. hogtnn taelgi eftir W. Somerset Maugham. SÝNING I KVÖLD KL. 8. SfS&STA sim Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Rörn fá ekki aðgang. Lýsing fiommdnista á fyrverandí forseta flokks neirra. S BLAÐI kommúnista, Þjóð- ® viljanum, getur í dag að lesa eítirfarandi orð: „Hvað stjórnmál snertir á Héðinn ekkert til, sem heiðvirðí heitir og hefir aldrei átt.“ Þannig lýsa kommúnistar nú. þeim manni, sem í meira en eitt ár var forseti flokks þeirra!: Franski ræffismaðurinn heldur háskólafyrirlestur í kvöld' kl. 8 í 1. kennslustofu. Inngangur um aðaldyr. Efni: Frönsk málara- list eftir 1800. THEODORE PREISER: JENNIE GERHARÐT cinnati. — Var hún heima hjá þér, þegar ég kom þangað í heimsókn? — Já, sagði Jennie — en ég faldi hana, svo að þú yrðir hennar ekki var. — Ég hélt, að þú hefðir sagt foreldrum þínum, að þú værir gift, sagði hann. — Það geroi ég líka, svaraði hún, — en ég þorði , ekki að segja þér frá þessu. Þau héldu alltaf heima, | að ég myndi herða upp hugann og skýra þér frá j þessu. i! — En hvers vegna gerðírðu það ekki? — Af því, að ég þorði það ekki. | — Við hvað varstu hrædd? | — Ég vissi ekki, hvað yrði um mig, éf þú íærir I frá mér. Og svo sagoirðu mér, að þér leiddust börn. — Varstu hrædd um, að ég myndi yfirgefa þig? — Já. Hann þagnaði. Svar hennar bar vott um, að það hefði ekki verið ætlun hennar að draga hann á tálar. Þegar alls var gætt, bar þetta aðeins vott um skort á hugrekki. Þetta hlaut að vera einkennileg fjöl- skylda, sem gat sætt sig við þessa blekkingu. — Vissirðu ekki, að ég hlaut að komast að þessu ein- hverntíma? spurði hann að lokum. — Þú hlýtur að hafa vitað, að ekki var hægt að ala barnið upp á þennan hátt. Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá þessu strax? Þá hefði ég ekki sagt neitt við því. — Ég veit það, sagði hún — en ég var að hugsa um barnið. — Ilvar er barnið núna? Jennie skýrði honum frá því. Lester hugsaði sig urn stundarkorn. Svo fór hann að hugsa um Brander. — Þú segir, að móðir þín hafi þvegið fyrir hann. Hvernig stóð á því, að þú komst í svona náin kynni við hann? Jennie, sem hingað til hafði getað þolað spurning- ar hans, hörfaði nú undan. Hann krafðist að fá vitn- eskju um þann hluta ævi hennar, sem henni var sár- ast að rifja upp. Með þessari spurningu krafðist hann þess, að hún dyldi hann einskis lengur. — Ég var svo ung, Lester, sagði hijn kjökrandi. Ég var að eins átján ára. Ég vissi ekki, hvað ég gerði. Ég var vön að koma á gistihúsið, þar sem hann bjó og færa honurn þvottinn og sækja fötin, sem áttu að fara í þvott. Hún þagnaði andartak ,en þegar hann fékk sér sæti og bjó sig undir að hlusta á alla söguna, hélt hún áfram: Við vorum svo fátæk. Hann var vanur að gefa m.ér peninga, sem ég fékk svo móður minni. Ég vissi ekki, hvað ég gerði. Hún þagnaði aftur, þegar hún varð þess vör, að henni var um megn að skýra nákvæmar frá þessu, nema hann spyrði. Hann lagði því fyrir hana spurn- ingar og innan stundar hafði hann fengið að heyra alla þessa raunalegu sögu. Brander hafði ætlað sér að ganga að eiga hana .Hann hafði skrifað henni, en áður en hún gat komist til hans, var hann dáinn. Játningunni var nú lokið. Það liðu fimm mínútur, án þess Lester mælti orð frá vörum. Hann studdi handleggnum á arinhilluna og starði á vegginn með- an Jeimie beið þögul og vissi ekki, hvað næst myndi ske. Én hún vildi ekki biðjast vægðar. Ganghljóð klukkunnar heyrðist glöggt. Andlitssvipur Lesters tjáði hvorki hugsanir né tilfinningar. Hann var alvar- lega rólegur og hafði fullkomlega vald á sjálfum sér. Hann var að hugsa um það, hvað hann ætti til bragðs að taka. Jennie stóð frammi fyrir honum eins og saka- maður á ákærendabekk. Hann, hinn réttláti, hrein- hjartaði, siðavandi, sat í dómarasætinu. Nú varð hann að dæma hana — nú varð hann að ákveða, hvað gera skyldi. Þetta voru óþægilegar fréttir, sem maður í hans. stöðu átti erfitt með að ráða fram úr. Helzt heíði hann ekki átt að koma nálægt þessu máli. Tilvera þessa barns breytíi öllu sambandi þeirra — og samt sem áður vissi hann ekki, hvað hann ætti að taka til bragðs. Litla, franska klukkan á arinhillunni sló þrjú högg. Það vakti hann upp af hugsunum hans og hann snéri sér við. Jennie stóð frammi fyrir honum náföl og titrandi. — Það er víst bezt að þú farir að hátta, sagði harrn. og fór aftur að hugsa um þetta erfiða vandamál. En Jennie stóð kyrr með eftirvæntingarsvip. Hún bjóst við því að heyra hann fella dóminn yfir henni þá og þegar. En hún beið árangurslaust. Eftir drvkk- Ianga stund gekk hann að hattasnaganum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.