Alþýðublaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1941, Blaðsíða 2
/ TILKlfNNINfi. / / Þeir, sem tryggðir eru sjá Líftryggingarfélaginu „Dan- mark“ samkvæmt skírteinum sem hljóða á danskar krón- urs eru beðnir að gefa sig fram við aðalumboðið og fram- vísa skírteini nú þegar. Iðgjöldum fyrir þessi skírteini verður fyrst um sitt veitt móttaka í íslenzkum krónum svo að tryggingarnar haldist í gildi meðan núverandi styrjald- arástand varir. Sama gildir um vexti af lánum í dönskum krónum. Skírteinin falla úr gildi á venjulegan hátt, ef iðgjöld eða vextir er ekki greitt á réttum tíma. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Líftryggingardeild. Tilky nning frá rfkisstjárninni. í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 23. des- ember 1940 í 71. tölublaði Lögbirtingablaðsins er skýrt frá því, að girðing hafi verið lögð þvert yfir Hvalfjörð, hér um bil í 317° stefun frá suðurenda Hvaleyrar í Hvalfirði. Girðing þessi er merkt með duflum og er hættuleg skipum. Nú hefir brezka herstjórnin tilkynnt, að skipum sé bannað að sigla inn fyrir framangreinda girðingu. Ef óskað er eftir að sigla skipum inn fyrir girðinguna, verður að leita aðstoðar brezkra flotayfirvalda í Reykjavík, sem munu veita nauðsynlega leiðsögu. Reykjavík, 6. febrúar 1941. Tllkynning Frá og með deginum í dag hælckar allur akstur með fólksbifreiðum. Innanbæjarakstur, minnsti túr, kr. 1.50 Tímaakstur — 7.50 Utanbæjarakstur 5 aurar á hvern hlaupandi kílómeter. Frá sama tíma er allur akstur gegn staðgreiðslu. Bífreiðastoðvarnar í Reyiyavík. Svelnafélag húsgagna~ bólstrara 10 ára. LAUGARDAGUR 8. FEBR. 1941. VEINAFFÉLAG húsgagna- bólstrara er 10 ára um þessar mundir. Það var stofnað 28. janúar 1931 með aðeins 9 meðlimum. í fyrstu stjórn þess voru: Ragnar S. Ólafsson, Kon- ráð Gíslason, og sem varamenn: Meyvant Jónsson og Jón Björns- son. Eins og skiljanlegt er var starf þessa litla félags ekki mik- ið, og allra síst fyrstu árin. Til dæmis greiddu meðlimir engin gjöld til félagsins fyrst í stað. En fljótlega varð mönnum það Ijóst, að félagið gat ekki starfað alveg févana. Var þá ákveðið 5 kr. gjald á ári á mann. Þegar fráleið fóru félgasmenn að sjá enn betur nauðsyn þess að efla fjárhag félagsins, einkum með það fyrir augum, að gera félag- ið fært um að styrkja meðlimi sína í veikindatilfellum, og voru hin stærri verklýðsfélög höfð þar til fyrirmyndar. Eftir 2 ára félagsstarf var gjaldið fært úr 5 kr. upp í 2% af laun- um sveina. Fast tillag til félags- ins er nú kr. 1.50 á viku. Fyrstu samningar félagsins við vinnuveitendur voru gerðir 31. okt. 1935. Með þessum samn ingum voru ákveðin lágmarks- laun kr. 1.45 um klst. fyrir full- gilda sveina. Kaup nýsveina kr. 1.30 og eftirvinna kr. 2.00 um klst. Einnig 6 daga sumarfrí með fullu kaupi og nokkrar fleiri kjarabætur. Næstu samningar eru svo gerðir 19. maí 1937. Með þeim AU>VOUBS-AaiÐ eru gerðar lítilsháttar breyting- ar á kaupi, og auk þess ákvæði um dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu. Síðustu samningar eru frá 1. jan. 1941. Með þeim gerist sú breyting, að vinnudagurinn styttist úr 10 klst. niður í 9 klst. án þess að kaup væri skert að mun. í apríl 1940 var stofnaður styrktarsjóður innan félagsins, og gera félagsmenn sér vonir um að hann geti orðið til mik- illa hagsbóta í framtíðinni. — Þegar á fyrsta ári var styrkur veittur úr sjóðnum. í febrúar 1937 gekk félagið í Aþýðusamband íslands, og hefir fulltrúi þess þar verið Sig- valdi Jónsson, sem einnig hefir verið formaður félagsins. Þegar skipulagsbreyting var gerð á iðnráðinu kaus félagið fulltrúa í það. Stjórn félagsins skipa nú: Ragnar S. Ólafsson, Gunnar Kristmannsson og Godtfred Haraldsson. Þó starfsemi félagsins hafi í mörgu verið ábótavant á liðn- um árum, er full ástæða til að ætla, að það komi meðlimum snum að miklu gagni á ókomn- um árum. Félagi. Títuprjónar. 1. Maðurinn, sem ekki fann Ameríku þykist nú hafa fundið hina einu réttu línu í verkalýðs- málum. Ætti það að mæla með honum, að hann hefir aldrei haft nein áfskipti af málefnum verkalýðsfélaganna, nema að of- sækja þau og ráðast gegn hverri réttarbót, sem þau hafa borið fram fyrir hönd félaga sinna. í einum af leiðurum sín- um í heildsalablaðinu Vísi gerði hann nýlega að umtalsefni kosningaúrslitin í Dagsbrún og gladdist að vonum yfir at- kvæðatölu íhaldsins. í þessari grein sagði hann, að betra hefði verið fyrir Alþýðuflokksverka- menn að hafa samstarf við í- haldið um stjórnaruppstillingu, þá hefðu þeir að minnsta kosti fengið fulltrúa í stjórn félags- ins. 2. Það er rétt að taka það fram enn einu sinni, að það var ákveð ið þegar í haust, eftir að séð var, að íhaldsmenn ætluðu að svíkja það, að láta Dagsbrún ganga í Alþýðusambandið, að hafa ekki oftar samvinnu við íhald- ið í stjórn verkalýðsfélags. Það var þá einnig komið í ljós, að fulltrúar íhaldsins voru fyrst og fremst fulltrúar atvinnurek- enda. Þegar stjórnin í Dags- brún sat á rökstólum um hags- munamál verkamanna, stóðu fulltrúar íhaldsins í stöðugu símasambandi við atvinnu- rekendur og tóku aldrei ákvarð- ir fyrr en þeir höfðu fengið lín- una frá þeim. , 3. Við slíka menn er ekki hægt að hafa samvinnú. Þess vegna var fulltrúum Óðins tilkynnt er þeir komu til viðtals við Alþýðu- flokksverkamenn í vetur, að Al- þýðuflokksverkamenn myndu stilla upp eigin lista. 4. Mgbl. skýrir gleiðgosalega frá því, að hlutfallskosning hafi farið fram í stjórn og trúnað- arráð Verkal.fél. Bjarma á Stokkseyri og telur úrslit kosninganna sýna sigur íhalds- manna. Kosningin fór fram rétt eftir áramótin. A-listinn fekk 42 atkvæði en B-listinn 18, en hann var studdur af íhaldinu og var unnið fyrir hann með hin- um venjulegu bardagaaðferðum Glaessen og verkfallið f veitlngahúsunum. EGGERT CLAESSEN, fram- kvæmdarstjóri Vinnuveit- endaféílag's íslands skrifar í Morg únblaðið í dag langa grein um tærkfaUið í veitingahúsum og er sýnilega reiður. Claessen talar um, að það sé einsdæmi að jafnungt félag og Sjöfn skulu gera slíkar kröfur sem raun ber vitni um, og þá sérstakiega þar sem sammngar félagsins séu tæplega ársgaimlir. Þessu er þvf til að svara, eins og ég hefi reyndar svo oft áð- ur gert í samtali við Claessen, að þó félagið sætti sig eftir at- vikum við þá samninga, er gerð- ir voru í fyrra, voiru það ekki neinir eilífðarsamningar, sem al- duei yrði breyting á. Kröfur þær ,sem Sjöfn barfram þykir Claessen óeðlilega háar, en ég hefi einnig skýrt fyrir hon- Um ástæðuna ti'l þess, en þær eru fyrst og fremst að aðstæö- ur fyrir veitingahúsin eru allt aðr ar nú trl þess að geta greitt sómasamlegt og sanngjamt kaup en var þegar1 fyrri samningar fé- lagsins voru gerðir, og svo hitt atriðið, að stúlkurnar verða að afkasta meiri vinnu nú vegna auk innar aðsóknar en áður . Claessen tekur það fram, að 12 .gr. samningsins frá í fyrra hafi verið þverbrotin og því skal ekki neitað. En hinsvegar vil ég Claessen til fróðleiks halda á- fram með 12 .gr. þvi hún er Iengri en það sem birt var í Mgbl. Áframhald greinarinnar er svo: „Veitingamenn mega ekki taka til starfa á starfssviði því sem um ræðir í samningi þess- unn, annað fólk en starfsfólkið sem stendur að samningnum eða ler í öðru félagi innan Alþýðusam bands Islands". Þetta ákvæði samningsins hefir af hálfu veit- ingamanna verið þverbnotið, því það hefir komið á daginn, að á mörgum veitingastaðannia vann ófélagsbundið fólk, t .d. á Hótel Skjaidbreið (svo einhver staður sé tilgreindurj er nú haldið áfram að vinna með því ófélagsbundna fólki sem þar va-r þegar verk- fallið hófst. Claessen er augsýnilega gram- ur yfir því, að öllum veitinga- húsunum skyldi ekki vera lokað um leið og lokað var hjá með- limuim Vinnuveitendafélagsi'ns. Á- stæðan fyrir því að það var ekki gert var sú, að stúlkumar vilidu taka fullt tillit ti'l þess mikla fjölda fólks, sem veitingiastaðina sækir að staðaldri ,og vildu þær ekki verða þess valdandi, að fólk kæmist hvergi inn til þess að fá sér mat og drykk. Einnig drepur Claessen á það, að stúlkurnar geri svo háar kröfuir til þeirra veitingamanna, sem em i Vinnu- veitendafélaginu,, en hinir eiigi að greiða saimkvæmt gömlu samn- ingunum . Það má furðulegt heita, að máður sem Claessen skuli leyfa sér að halida slíku fram, þar sem honum hefir verið margsinniis íhaldsmanna. Fengu íhaldsmenn þannig 1 mann í stjórn af 5 og 4 af 15 í trúnaðarráð. Það er von að Mogginn sé gleiður. x—y—z. tjáð, að þégar gerðir hafa veiio samningar við þá sem nu er verkfail hjá, munu hinir, sem ut- an Vinnuveitendaféiagsins stainda verða látnir ganga inn á sams- konar samninga. Reyndar má segja, að óþarfi sé að undriast eða láta sér bregða, þó að hitt og þetta lnomi frá þeim mianni, því ýmsu ætti maður a3 vera farinn að venjast úr þeirri átt- 'inni. Ciaessen heldur því fram, aö ég^eða stúlkurnar hafi ekki feng- ist til þess i þeirn samniingaúm- leitUinU'mi, sem fram hafa farið, lað slaka í neiinu frá þeim kröf- Um, sem settar voru fram i byrj- lun. En þetta eru vísvitandi ó- sannindi. Strax á fyrsta samn- mgafundinum lýsti ég því yfir, að þetta væri sett frarn sem frumdrög að samnimgi, og þeg- ar svo væri, væri tilætluniin su, að slaka til á hinum ýmsu lio- uim: enda er Claessen það vamtur samningamaður, að liann veifr þetta vel. Satt er hið fomkveðna, að sök bítur sekan, og sjást þess liósUst dæmin á Claessen, því hann svíð- uir undan sök siinni, en hún er sú, að hanin hefir reynt af fremsta megni að fá ístöðulitlar stúíkur til þess að svíkja félag sitt með því að segja sig úr því, þegar verst gegnir, og taka upp viinnu, vitandi þó hva-ða meðferð og á- 1 lit þær stúlkuir sem slíkt gera, munu sæta hjá alþýðu landsins: og samtökum hennar. Claessen segir, að mér farist ekki að nota illyrði út af slfku, þvd sjálfur sitji ég í glerhúsi í þeim efnum. Þessu vil ég svara með því, að óvandaðri er .eftir- leikurinn, euda gat Claessen fylli- lega búist við því, að sömiu vopn- luim yrðí b-eitt gegn honum, sem hann beindi að stéttarfélagi stúlknanna. Það er ekki nerna ó- sköp eðlilegt, aö hornrnn svíði, að það skyldi takast, að fá usnbjóð- endur hans til f>ess að gera' samninga, án þess a-ð hann væii að spurður, en það sýnir, að veit- ingamenn vilja semja, en er haldið frá þvi af Claessen sjáíf- uim, til verndar hinu margbrotna „principi“ um að láta enga grunnkaupshækkun . Aðdróttanir Claessens i minn garð get ég látið mér í léttu rú-mi liggia, eins og það, að ég hafi hellt óbótasköirimum, iliyrð- lum og hótunum yfir varn.ar]ausa konu, því þótt ég hefði nú gert þetta, s-em ekki er rétt, þá er sút Iíona, sem hann, sjálfan Claessen, hefir að baki, svei mér ekki'varn- arlaus. Að þessu sinni nvun ég ekki svara Claessen fleiru, en vil að endingtui seuja honurn, að stúlk- Uirnar eru nú ákveðniari en nokkra sinni áður, að láta ekiki imrlan fyrr en þær haf-a fengið allvem- lega lagfærinigu á kaiupi sínu og' kjörum. Reykjavík, 8. febr. 1941. Jón Sigurðssoit. Úíbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.