Alþýðublaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 2
Nýtt Svanasmjörliki, sem er á bragð* ið elns og smjor, er að koma i búðirnar fi dag. Kaupið Svana ÞEIÐJUDAGUR 11. FEBR. 1M1 Hetjudáðir i loftinu: Dáttnr brezka Mtflotans i styrjðldinni í Albaníu. KVIKSÖGURNAR ! GÆR ! ( Fxh. af 1. síðu. nokkrar brezkar flugvélar hefðu verið á þessum slóðum á hinum tiltekna tíma, og tók þessi rannsók góða stund vegna þess að tíminn reyndist ekki nákvæmlega réttur, sem sagt var að flugvélarnar hefðu sést yfir Álftaveri, en að henni lok- inni lýstu Bretarnir yfir því, að flugvélarnar hefðu verið brezkar. Þetta var vitað kl. rúmlega 4 og þá var hægt að segja fólki, að engin hætta væri og sefa það þar með. Var fólk ékaflega kvíðið og leið illa og eins og áður er sagt stóðu upp- hringarnar alla leið til kl. 7. Það er rétt að minna á Jjað enn einu sinni, að á svona tím- um ber að varast að skapa ótta hjá almenningi. Flestir, sem hringdu til Alþýðublaðsins, sögðust hafa fregnina frá lög- regiuþjónum á götum úti. Svo virðist sem þeir hafi undir eins og þeir voru kallaðir út farið að skýra fólki frá þessu, en það mun þó ekki vera rétt, því að engir þeirra lögregluþjóna, sem kallaðir voru út, héldu um kyrrt á lögreglustöðinni. Loftvarnamerki eiga að vera í svo góðu lagi, að það sé óþarfi fyrir fólk að bregða við fyrr en það gellur. Hins vegar má segja, að á sunnudag hafi ekki verið svo gott lag á þessu, þar sem merkin kváðu ekki við fyrr en flugvélin var komin yfir bæ- inn, að von sé að fólk sé hrætt. Alþýðublaðið hefir verið beð- ið að minna á það enn einu sinni, að samkvæmt reglum, sem settar voru s.l. haust, stendur sjálft loftvarnamerkið í 3 mínútur (slitróttur sónn). Síðan er þögn ög ber fólki að halda kýrru fyrir; þar til gefið er merki um að hættan sé liðin hjá (en það merki er óslitinn sónn). Yfirlýsing. Vegna itrekaðra tilefna inú um ínargra mánaða skeið lýsi ég yf- ir eftirf arandi: 1. Með bréfi dagsettu 6. sept. sl. sagði ég af-mér starfi mínu, sem framkvæmdastjóri loftvarna- nefndar. Starfi þessu gegndi ég þó tii ioka sama mánaðar, en þá fól bæjarráðið hr. Pétri. Ingi- mtundarsyni slökkviliðsstjóra fram kvæmdastjórnina. 1 2. Allan þann tíma sem ég var í þjómustu loftvarnanefndarinnar var hin ákjósanlegasta saanvinna með mér og meirihluta nefndar- ínnar. Rvík, 10. febr. 1941. Lúðvíg Guðmundsson, BRETUM FAGNAÐ .Frh. af 1. síðu. og sýnt á maiigan annan hátt hrifningu sína yfir því að vera laus viö kúgun ítalska fasismans. í London er lögð mikil áherzia á það, að meo töku Benghazi hafi brezki flotinn fengið bæki- stöð til árása á ítalíu, sem sé miklu nær en niokkur bældstöð, séra hann hafði áður. skólaföt\n ur FATABÚÐINNÍ. ALbYÐUBUOIÐ YTARLEGA sögu brezka lpft- flotans í Grikklandi verður ekki hægt að rita fyrr en ein- hvern tíma seinna meir, þegar skothríðinni linnir og rithöfundar fá aðgang að annálum fluigmála- ráðuneytisins. Þá munu annála- ritararnir erfa það hnoss sem blaðá mönnunum gr me nað nú. að birta frásagnir um he rnaðara ðger ðí r, vegna þess, að þær eru hernað- arleyndarmál. En enda þótt ekki megi birta neinar tölur eða skýra nákvæm- lega frá neinu, væri hin öfluga sókn Grikkja i styrjöldinni ó- hugsanleg án þess að þeir nytu aðstoðar brezka flugflotans, sem sendir sveitir sínar dag eftir dag yfir ítalska flugvelli og hafnir bg lætur rigna niður sprengjum. I upphafi styrjaldarinnar milli Grikkja og Itala beindu brezku flugsveitirnar aðallega árásum sínum gegn peim höfnum á ítalíu ‘og Albaníu,, sem herflutningar og hergagnaflutningar ítala fóru að- allega um. Þetta var auðvitað ge'rf í þeim tiigangi að trufla flutninga Itala og hin-dra þá, ef imögulegt væri, í því að senda hjálparlið meðan Grikkir voru að hervæðast. Hafnirnar í Brindisi, Bari, Durazzo og Valona hafa fengið að kenna á flujgflpta Breta ekki síður en Bremen, Ham- boirg og Cuxhaven. Það varð hlé á lofthemaðaraðgerðunum i Egyptalandi, svo að hægt væri að senda flugfl-otann til Italíu. Næsta stiflið. Næsta stigið í lofthemaðarað- gerðum Breta hófst, þegar gríski herinn var tilbúinn og farinn að hrekja ítali á flótta. Þá \hófu Bretar loftárásir á flugvelli ítaia í Albaníu, jafnframt því sem þeir héldu áfram ' árásum sínum á hafnarborgir ítala. Þannig eyði- lögðu {>eir mciguleika ítala á þvi að geta ráðist á Grikki úr lofti af jafnmiklum krafti og annars hefði verið hægt. Brezki flugflot- inn vann að þv,í í sacuviþlnu Wið gríska flugflotann, að hfekja ítali af ýiVisum hemaðarlega mikil- 'vægUiin stöðum í Albaníu. Brezku flugimennirnir sýndu jafnmikið hugrekki á þessum víg- stöðvum og á öðrum vígstöðv- um<. Þegar Grikkir voru að hrekjia Itali frá Koritsa barst fregn lim að ítalir væfiu að senda mikinn liðsauka frá Pogradec. Þrjár flugvélar voru sendar til að sprengja brú, sem liðsauki þessi varð að fara yfir. Þær stungu sér niður gegn um skýin og slepptu sprengjum sinum í 350 feta hæð. ítalir urðu undrandi. Brúin var gereyðilögð, en að eins ein ,af þessUim þremur flugvélum kom aftur til áfangastaðarins. Flngflotl 'ítala. Þegar omst-an um Koritsa stóð senii hæst, reyndu ítalir að veita hersveitum sínum lið með því að senda fjölda flugvéla til þess að skjóta á gríska herinn úr lítilli hæð. i Brezkar fiugvélar vom sendar þegar í stað til hjálpar gríska hernum. Ein flugvéladeildin var send af stað að heiiman um morguninn iog kom til Koritsa kl. 21/2 Um daginn. ítalirnir, seim höfðu verið ein- ráðir í loftinu allan daginn, misstu 11 flugvélar á fyrsta klukkutimanum. Eftir það sást ekki ítölsk flug- vél yfir því héráði, og þremur döguim seinna tóku Grikkir Ko. ritsu. Oft hefir það komið fyrir síðan, að brezkar flugvélasveitir haf,a ráðið úrslitum i orustum. Traustið á flngflotaBom. Nærri því daglega höfðu ítalsk- ar flugvélar ráðizt á gríska borg nálægt hemaðarstöðvunum. Það var rajög hættulegt að ferðast um vegina Umhverfis borgina að degi til, þvi að flugvélar óvin- anna sveimuðu alltaf yfir. Oft gerðu þeir1 árásir á járnbraiutar- lestir, en sttmdum skutu þeir úr vélbyssum sinum á bíla og jafn- vel gangandi fólk. Þannig var ástandið, þegar brezk flugvélasveit kom á vett- vang. Fyrsta daiginn voru skotnar niður 8 ítalskar flugvélar. Eftir það ónáðuðu ítalskar flugvélar ekki þá borg. Griskir borgarar bera svo mik- ið traust til brezku flugmánn- anna, að ef þeir frétta af þeiin einhvers staðar’ nálægt flytja þeir aftur' heirn á heimili sín, þó að þeir hafi verið flúnir þaðart áðuT vegna loftárása ítala. Hetjnr félksins. Fólkið er brezku flugmönnun- um mjög þakklátt. Eitt sinn varð brezk flugvél að lenda á af- skekktum stað í Grjkklandi. Fyrst héldu íbúarnir að flugvélin væri ítölsk, en þegar ]>eir komust að hinu sanna, ætlaði það að gera út af við flugmennina með ein- skærrf gestrisni, og ]>að var farið með þá eins og fursta. En brezku flugmennimir hafa nóg að gera í Grikklandi. Vegna þess að brezki flugflotinn þarf að heyja styrjöld á tveim vígstöðv- umf f Afríku iQg auk þess að verja Suezskurðurinn, er ekki hægt að senda nema takmarkaðan lofther til Grikklands. Þar sem við mikinn liðsmun er að etja, verða brezku fltug- mennirnir að sýna því meira hiug- rekki, sem þeir em færri. Þeir verða að þola ótrúlega mikið erfiði. x- í Aðstaðan til Iofthema'ðar í AI- baníu er hin erfiðasta. Stundum þarf að gera árásir í fjallaskörð-- um við hin erfiðustu skilyrði, þar sem sviptibyljir eru tíðir. Og vet* urinn gerir allar lofthemaðarað- gerðir miklu hættulegri. Við þetta, bætist svo það, að fIugmennimir , sem æfðir hafa verið í Egypta- landi, eru ekki vanir að fljúga: vefrarflug. FlniTélatlðfltð lítfð. En prátt fyrir allt hefir brezki flugflotinn beðið lítið tjón á víg- (stöðvununi í Albaníu, samanborið við fjón ítalska flotans. Þetta er eingöngu því að þakka, að brezfcu flugmennimir eiu æfðari. Enda þótt sumir brezku flugmennimir séu kornungir menn, hafa þeir öðlast mikla reynslu sem flug- menn og hafa ‘flogið mörguni sinnum yfir Þýzkaland, Frakk- land og eyðimerkur Afríku. Og flugliðsforingjarnir geta skýrt frá mörgíum herferðum, sem þeir hafa stjórnað til Ruhf-héraðsins, Ham- borgar, Berlínar eða Capuzzo og Benghazi. Án aðstoðar brézka flughersins hefðl hið mikla hugrekki gríska hersins engu fengið áorkað. I þetta sinn hafa Bretar getað veitt bandamönnum sínum mikla hjálp. Grikkir hafa farið mikla sigur- för um Albaniu. Bietar hafa líka farið langa leið frá því að þeir stigu á skip í norsku fjörðunlum og pangað til þeir gengu á land í Grikklandi. SVÍKJA ROSSAR? Frh. af í. siðu. neita að fallast á það og þar með ef til vill getað afstýrt á- rás á landið. Þá vekur það að endingu ekki síður eftirtekt, að fréttastofa sovétstjórnarinnar, Tass, hefir nýlega lýst því yfir, að enginm fótur sé fyrir fregn, sem birzt hefir í enskum blöðum um það, að Rússland hafi lofað Tyrkjum hernaðarlegri hjálp, ef á þá yrði ráðizt. Er þessi yfirlýsing sovét- fréttastofunnar skoðuð sem vís- bending um það, að Rússland sé við því búið, að bregðast Tyrk- landi á sama hátt og það hefir brugðizt öllum öðrum löndum, sem treyst hafa á hjálp þess gegn Þýzkalandi. Orðsending til kaupenda út um iand. •« Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.