Alþýðublaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 4
MiÐJUDAGUR 1L FEBR. 1941 Bókin er Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR ■¥ IWIrlifTDf 1 íhI 11 ÞÝDDAR SÖGITR eftir *1jPi U Ub 1 íá Lijiil * nl IU eftir 11 heimslræga höfuiHÍa. 11 heimsfræga höfunda. Hús við Langaveg með 4 litlum íbúðum til sölu. Gott verð. Útborgun 6—8 þúsund krónur. Gefur af sér 12%. Tilboð merkt „Tré og steinn“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 20. þ. m. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er María Hall- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Náeturvarzla bifreiða: B. S .R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Erindi: Uppeldismál, VIII (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Ultima Thule, nýj- asta bók Vilhjálms Stefáns- sinar (Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður). 20,55 Hljómplötur: Symfónía nr. 7, eftir Bruckner. 22,00 Fréttir. Dagskrárlok. Skíðaferðir. ; Töluvert margir úr bænum fóru á skíði um helgina. Veður var hið bezta, en snjór fremur lítill. Guðmundur Finnbogason flytur erindi í útvarpið í kvöld um Ultima Tule, nýjustu bók Vil- hjálms Stefánssonar. Dr. Simon Jóh. Ágústsson flytur VIII. erindi sitt um upp- eldismál' í útvarpið í kvöld kl. 19,25. 89 ára er í dag, 11. febrúar, Jóhanna Bjarnadóttir. Hún dvelur nú á Elli- heimilinu Grund. Fulltrúaráðsfundi Alþýðúflokksins sem átti að halda í gaerkveldi, var aflýst vegna samkomubanns- ins. Iieiðrétting. í Alþýðublaðinu í gær er skýrt frá stofnun góðtemplarastúku í Fljótshlíð 1. þ. m. Þar hefir brenglast frásögnin um tölu stofn- enda, þeir voru 61. Stúkan heitir „Hlíðin“ og er númer 259. Hitt er Laxfoss fer til Vestmanneyja á morgun kl. 10 sd. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. aftur á móti rétt, að þetta mun vera fjölmennasta stúka, sem stofnuð hefir verið í sveit hér á landi. Ef mörg sveitafélög tækju jafnmyndarlega á þessum málum og. Fljótshlíðingar hafa gert með stofnun þessarar stúku, þá myndi margt geta breyzt lil batnaðar hjá okk-ur. Virðingarfyllst. Guðgeir Jónsson. 60 ára er á morgun frú Guðfinna Magnúsdóttir, Kárastíg 3. Davíð Sigurðsson járnsmiður, sem fannst meðvit- undarlaus við húsið Þórsgata 3 fyrir nokkru, lézt á Landsspítal- anum í fyrrinótt. Þjóðviljinn auglýsir í dag afgreiðslu í Kaffistofunni Hafn- arstræti 16. Það skal tekið fram, að á þessum stað vinna verkfalls- brjótar. !*sflnesisan virðist lieldnr i rénnn hér í bænnm. En orðin tölnvert útbreiðd úti nm iand. LÆKNAR álíta, að inflú- ensan sé heldur í rénun í bænum. Voru færri afgreiðslur í Ingólfs-Apóteki í nótt en und- anfarnar nætur. Ekki hefir ennþá orðið vart við neina fylgikvilla svo vitað sé. Er hún þegar orðin töluvert útbreidd um landið. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er veikin á eftirtoldum stöðum ut- an Reykjavíkur og nágrennis: Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu, ísafirði, Bíldudal, víða á Vestfjörðum og í Stykkishólmi. Samgöngubann eða heimild til samgöngubanns er á eftir- töldum stöðum: Dalahéraði, Reykhólahéraði, Flateyjarhéraði, Svarfdælahér- aði, Reykjarfjarðarhéraði, Mjóafirði, Vopnafirði og Ögur- héraði. Samkomubann eða heimild til samkomubanns er á þessum stöðum: Reykjavík, ísafirði, Hafnar- firði, Bíldudal, Akureyri, Kefla- vík, Stykkishólmi, Eskifirði, Seyðisfirði, Rangárhéraði, Ólafs i/ík, Árneshéraði, Borgarnesi, Hornafirði og Siglufirði. Wiikfe tair í ntai- rfkismðlanefnflinni í Washington í dag. Og hitttr Roosevelt á eftir. \ ‘ WENDELL WILLKIE hefir verið kallaður fyrir ut- anríkismálanefnd öldungadeild- arinnar í Washington í dag, til þess að segja álit sitt á láns- og leigufrumvarpi Roosevelts og hinni fyrirhuguðu auknu hjálp til Breta. Bíða menn þess með mikilli eftirvæntingu, hvað hann muni segja, nýkominn frá Englandi. Að afloknum fundi utanríkis- málanefndarinnar hafa þeir mælt sér mót Roosevelt og Willkie, í fyrsta sinn síðan Willkie kom frá Englandi. Verblýðsfélaglð Aftur- eldino i Saudi semur við atvinnureSendur. ERKALÝÐSFÉLAGIÐ Afturelding á Sandi samdi 16. f. m. við atvinnurek- endur. Grunnkaiup karla í dagvinnu er kr. 1,15 klst., í næfur- og eftir- vinnu kr. 1,75 klst. BÆJAR- OG SVEITARFÉLÖG Á ÁRINU, SEM LEIÐ Frh. af 3. síðu. árinu 1940 bætt afkomu sína til verulegra muna, .en eius og sfeilj- anlegt er, verður þa’ð þó fyrst á árinu 1941 er sveitarfélögin hafa fengið aðstöðu til að skattleggja hinn mikla gróða, sem víða hef- ir myndast á árinu 1940, sem góðærið segir til fulls til sín í rekstri sveitarfélaganna. Innheijnta ú ts va rarma hefir gengið mun betur viðast hvar en undanfarin ár', bæði vegna þess, að gjaldendur hafa haft meiri fjárhæð og hin nýja ánn- heimtuaðferð, sem tekin var upp á sl. ári, hefir gefist vel. Þetta eru meginupplýsingar pær, sem liggja fyrir eins og nú standa sakir. Slysið við Bald urshaga. UT af ummælum dagblað- anna í gær og Morgun- blaðsins í morgun um það, að bílslysið hjá Baldurshaga hafi orsakast af því, að augablað hrotnaði, skal það tekið fram, að málið er í rannsókn og því ekki enn upplýst, hvað orsak- aði slysið. Björn Bl. Jónsson. ÓSIGUR LAVALS Frh. af 1. síðu. þess efnis, að Darlan aðmíráll, sem nú er varaforsætisráð- herra, utanríkismálaráðhérra og flotamálaráðherra stjórnar- innar, skuli taka við embætti Pétains marskálks sem ríkis- leiðtogi og forsætisráðherra, ef marskálkurinn skyldi falla frá eða af einhverjum ástæðum verða hindraður í því að fara með embættið. Þessi útkoma af samnhigaum- lertununum við Laval er mikilí óslgur fyrir hann. Þvi eins og menn muna var pað ákveðið, pegar Vichystjórnin var mynduð, að Laval skyldi verða eftirmaður Pétains og sú ákvörðun var í gildi þangað til Laval var vikið úr^ stjómiuni. Útbreiðið Alþýðublaðið! 1 Jarðarför móður okkar, ömmu og tengdamóður, Jónínu Guðbrandsdóttur, fer fram frá heimili hennar, Kárastíg 8, miðvikudaginn 12; þ. m. kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. , , Böm, barnabörn og tengdabörn. 75 THEODQRE DR&SER: JENNIE GERHARDT að raun um, að hún gat verið mjög gamansöm á sinn barnalega hátt. Hann hafði því mjög gaman af að fylgjast með þroska hennar. Hún hafði alltaf1 eitthvað skemmtiiegt og athyglisvert fyrir stafni, og enda þótt Jennie vekti stöðugt yfir henni með nær- gætni og umhyggjusemi, sem Lester dáðist að, þá lét litla stúlkan aldrei kúlda sig eða bæla, og tilsvör hennar hittu alltaf mark. Einu sinni til dæmis, þegar þau voru að borða, og Vesta litla var að reyna að skera sundur kjöthita og tókst það ekki, sagði Lest- er, að það væri bezt, að hún fengi lítil hnífapör. — Hún á svo erfitt með að handleika þessi stóru hnífapör. — Já, sagði hún. — Höndin á mér er svo lítil. Hún teygði upp höndina. Jennie, sem aldrei gat vitað, hvað næst myndi koma, greip um hönd henn- ar og beygði hana niður, en Lester gat ekki varizt hrosi. Morgun nokkurn, fáeinum dögum seinna, sá Vesta, að móðir hennar lét sykur í bolla Lesters. Þá hróp- aði hún: — Ég vil fá tvo mola í bollann minn, mamma. — Nei, vina mín, sagði Jennie. — Þú þarft ekki sykur. Þú færð mjólk. — Lester frændi fékk tvo mola, sagði hún í mót- mælaskyni. — Já, sagði Jennie, — en þú ert bara lítil stúlka. Og þú mátt ekki heldur tala svona við borðið. Það er ekki kurteislegt. — Lester frændi borðar of mikið af sykri, sagði hún, og Lester gat ekki varizt brosi. — Finnst þér það, sagði hann og svaraðí henni nú í fyrsta sinn. Vesta litla fór að hlæja og nú var ísinn brotinn. Eftir þetta lét hún engan aftra sér frá að þvaðra við Lester og honum fannst hún til- heyra sér. ÞRÍTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Þetta vor var lokið við að byggja sýningaskál- ana og geymsluhúsin, og Lester flutti skrifstofur sínar í hinar nýju byggingar. Hér eftir ætlaði hann að búa í Chicago .Hann stjórnaði heilum hópi skrif- stofufólks. Hann þurfti ekki lengur að ferðast um sem sölumaður, það gerði maður 'Amy, undir eftir- liti Roberts. Robert reyndi af fremsta megni að sölsa undir sig völd í fyrirtækinu. Menn, sem Lester hafði komið að við fyrirtækið, áttu það á hsettu, að þeim yrði sagt upp vinnu. En ,um það fékk Lester ekkert að frétta, og Kane gamli skipti sér ekkert af því, sem Robert gerði. Iiann' var orðinn hniginn að aldri og honum þótti vænt um að sjá, að einn af sonum hans virtist ekki ætla að verða eftirbátur h^ns á sviði kaupsýslunnar. Það leit svo út sem Lester hefði engar áhyggjur af slíku. Þeim bræðr- unum varð nú sjaldnar sundurorða en áður. Allt hefði líka getað gengið vel, ef hægt hefði verið að halda sambúð Lesters og Jennie leyndri. Stundum höfðu menn, sem þekktu Lester, annað- hvort úr samkvæmislífinu eða viðskiptalífinu, séð hann aka með henni. Hann fullyrti þó alltaf, að hann væri óbetranlegur piparsveinn. Það gat líka verið, að Jennie væri dóttir einhvers auðkýfings, og hann væri ástfanginn af henni. Hann hafði aldrei kynnt hana fyrir neinum, og þegar hann var að aka með henni, ók hann alltaf mjög hratt, svo að kunningjar hans, sem hann kynni að mæta, reyndu ekki að hefta för hans. Þegar hann fór með hana í leikhús og hitti einhvern af kunningjum sínum, kynnti hann hana alltaf sem ungfrú Gerhardt. En ógæfan var sú, að margir kunningjar hans voru mjög eftirtektarsamir. Þeir höfðu ekkert að athuga við framkomu Lesters, en þeir höfðu oft séð hann í öðrum borgum — með sömu stúlkunni. Það hlaut að vera stúlka, sem var algerlega á hans veg- um, sennilega frilla hans. Jæja, en hvað um það? Ungir auðkýfingar urðu að hafa leyfi til að hlaupa af sér hornin. Rofaert frétti þetta að lokum, en hann skipti sér ekki af því í fyrstu. Ef Lester kærði sig um að lifa slíku lífi, þá varð hann að ráða því sjálfur. En sá tími hlaut að koma, að sambúð þeirra yrði opinbert leyndarmál. Það skeði líka um hálfu öðru ári eftir að Lester og Jennie voru flutt til Chicago. Það skeði þannig, að á regntímabili, sem geisaði, fékk Lester væga inflúenzu. Hann ætlaði að reyna að vinna bug á sjúkdóminum með heitum böðum og kínínskömmt- um. En veikindin voru magnaðri en hann hafði álitið. Morguninn eftir hafði hann mikinn hita og sáran höfuðverk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.