Alþýðublaðið - 14.02.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 14. FEBR. 1941. 38. jTÖLUBLAÐ \ il! Aaalmálgptomandi plngs: Bðismálið, skattamálin áttan §egn dýrtfðinni. :¦.¦..¦¦¦¦¦:¦..¦¦.¦:¦:¦;¦ .'¦¦:¦¦¦¦.¦¦¦.¦.¦..: ¦¦ Samtal við Stefán Jóh. |Stefánsson félagsmálaráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson. 84 mímú' íif »erk- AL Þ IN G I verður sett á morgun, en reglulegir þing- fundir munu.ekki byrja fyrr en í næstu viku. Alþbl. snéri sér í morgun til Stefáns Jóh. Stefánssonar, félagsmála- ráðherra og spurði hann um aðalverkefni þessa alþingis og helztu málin, sem fyrir byí liggja. Hættiilegir titnar. Hann sagði: „Alþingi kemur nú saman á; óvenjulegum tímum. Það er fyrsta alþingi, sem háð er eftir brezku hertökuna ->— og einnig fyrsta alþingi, sem boðað er til af ríkisstjórninni sem æðstu stjórn landsins. Þó að síðastliðið ár og það sem af er þessu ári hafi á marg- an hátt hvað atvinnu og afkomu wnertir verið eitt hið bezta, sem yfir þetta land hefir geng- ið um langan tíma og þó sér- staklega hvað útgerðina snert- ir, þá er samt svo, að meiri ó- vissa og öryggisleysi hvílir yf- ir allri framtíðinni en kannske nokkru sinni fyrr, og er því nauðsynlegt, að allir hafi það í huga, að þeir atburðir, sem nú eru að gerast í heiminum, geti falið í sér mikla hættu fyrir þjóðiná." — Hver verða aðalmál þessa alþingis? „Ég tel að það verði einkum þrjú stórmál er krefjast éin- hverra úrlausna á þessu þingi, og að dómar þeir, sem felldir verða um störf þingsins muni fyrst og fremst miðast við af- greiðslu þessara mála. Þessi þrjú stórmál eru: Sjálfstæðis- málið og í sambandi við það utanríkismálin yfirleitt, í öðru lagi skattamálin og loks í þriðja lagi ráðstafanir út af verðlagi og atvinnurekstri í landinu. Þessi mál hafa öll verið rædd ýtarlega í ríkisstjórninni og sum þeirra, auk þess í nefnd- um, því að sérstök milliþinga- nefnd í skattamálum er starf- andi, og önnur milliþinganefnd, sem hefir með höndum athug- un á verðlags- og viðskiptamál- um." Sjálfstæðlsmáiln. „Uom sjálfstæðismáliðver það fyrst og fremst ,að segja, að rík- isstjórnin, í samráði við utan- ríkismálanefnd, hefir leitað á- lits sérfræðinga um það, hvort — og að hve miklu leyti sam- bandslagasáttmálinn kynni að vera fallinh úr gildi vegna her- náms Danmerkur. Um álit þess- ara sérfræðinga get ég ekki J.4RSÖFNUN hefir farið fiiam tthdanfarna daga. laiida verkfalísstúlkanium I „^Sjöfn" og er tekið á móti sam- skotum í skfifsfofti Alþýðusam- fcandsins. 1 gæ^ söfnuöust kr'. 104, og lafa þá alls safnast 284 krónur. Ættu menn að bregðast vel við «»g styrkja stúikumar. í baráttu þeirra fyrir réttlæíiskröfum sín- tun. [fifl ið tll Bfflræðo I ocoadeild i öær. Utaarikfsmálanefadin er bá- in né sam^íikia íiað. T^RUMVARP ROOSEVELTS -*- um hjálpina til Breta var samþykkt í utanríkismálanefnd íildungadeildarinnar í Washing- íon í gær með 15 atkvæðum gegn 8 og hófust umræður um það í öldungadeildinni sjálfri istrax í gærkveldi. Hafði ekki verið búist við því,- að þær uimræour myndu byrja fyrr en eftir heigina, og þykir aiugsýnilegt, að mikið þyki við Frh. á 2. síðu. sagt ákveðið að svo stöddu, en það mun síðar vafalaust koma í ljós. En í því sambandi vil ég taka það fram, að ísiand er — og á að vera bæði réttar- og lýðræðisríki, er virðir gjörða/ milliríkjasamninga, að svo miklu leyti, sem þeir kunna að vera í gildi. Ég vil einnig undir- strika það, að lausn sambands- málsins við Danmörku hlýtur að verulegu leyti einnig að mót- ast af ástandinu í alþjóðamál- um. Þetta mikilsverða mál er og má ekki verða eingöngu tilfinn- ingamál, heldur mál, sem leyst er eftir ýtarlega athugun og rannsókn, þó að allt af sé það að sjálfsögðu haft í huga að ná þeim ítrasta og fullkomnasta rétti, sem unnt er eftir lögleg- um leiðum, sem íslenzka ríkið einnig tryggði sér að geta náð, samkvæmt ákvæðum sam- bandslagasáttmálans frá 1918. Þetta mál á, að mínu áliti, að vera hafið úpp yfir allar flokkadeilur og það er næsta nauðsynlegt, að þjóðin geti í þessu máli staðið einhuga og örugg." , &kattðmáliD Bretar ew viðbúnir — einnig f Kywahafi, — Og skattamálin? „'Ekkert allsherjarsamkomu- Frh. á 4. síðu. irotar aiisa ii austnr herskipaflota i KpahafL Beitisklpið „Sidney" komið heim til Ástralíu efftir langa og harða útivist. EITISKIPIÐ „SIDNEY" kom heim til hafnarborgarinn- ar Sidney í Ástralíu í gær eftir eins árs útivist, lengst af í Miðjarðarhafi, þar sem það hefir verið með brezka flotanum, en „Sidney" tilheyrir sem kunnugt er flota Ástr- alíumanna. Heimkoma skipsins vekur töluverða athygli úti um heim í sambandi við hina vaxandi ófriðarhættu í Kyrraháfi og er tal- inn votíur þess, að Bretar séu að auka flotann þar eystra til þess að vera við öllu búnir. Það var mikið um dýrðir í Sidney, þegar hið samnefnda beitiskip kom þangað eftir svo langa fjarveru. Flotamálaráð- reyska sendinefnd<- kom liingað í gær. Samtal við P. M. Dam Ipgþingsmann. FÆBEYSKA sendinefnd- in, sem áður hef ir ver- ið skýrt frá hér' í blaðinu, kom hingað í gær um kl. 4 með togaranum Thor II. Hafði skipið fengið slæmt veSur og því seinkað um einn dag. I nefndinni eru þessir menn: P. M. Dam, formaður Alþýðuflokksins, og er hann fulltrúi hans og Sjálfstæðis- flokksins. Djuurhus sýslu- maður, fulltrúi amtmanns- ins, Rasmus Rasmussén full- trúi Sambandsflokksins, D. J. Jensen, fulltrúi Fólka- flokksins,1 J: P. Eliassen, full- trúi sjómánha, Hjalmár Nielsen, f ulltrúi kaupmanna, og Daniel Niclaessen, full- trúi útgerðarmanna. Peter Mohr Dam. Alþýðublaðiið hafði í gærkveldi sarntai við P. M. Dam og spúrði hann fyrst og frtemst um tilgang- Frh. á 3. síðu. herra Ástralíu lýsti því yfir, að skipið væri á einu ári búið að sigla 80 000 sjómílur og skjóta 4000 kúlum af fallbyssum sín- um. - Það hefir tekið þátt í mörg- um viðureignum, en sú lang- frægasta þeirra er sjóorustan í austanverðu Miðjarðarháfi, þegar það barðist eitt við tvö hraðskreiðustu beitiskip ítala, sökkti öðru þeirra, „Bartholo- meo Colleoni", en hrakti hitt á flótta. Margar loftárásir hafa verið gerðar á skipið, en enginn mað- ur af áhöfninni beðið bana. Einu merkin um það, að það hafi verið í stríði, eru nokkur göt á reykháfunum, orsökuð af sprengjubrotum. „Hýr oo alvarlegur W»t~ ur stríðsiÐS að feefjast" Skömmu áður en fregnin barst um það, að beitiskipið „Sidney" væri komið heim til Ástralíu, hafði stríðsstjórnin þar gefið út ávarp til þjóðar sinnar, þar sem sagt var, að „nýr og mjög aþvarlegur þáttur stríðsins væri nú að hefjast'.jrt Frh. á. 2.BSíÖanií ;Ju grvB§ninöei;d

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.