Alþýðublaðið - 15.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1941, Blaðsíða 2
« ALÞY&UBLAÐIO Dóaiur félagsdóms: Sératkvæii Sigurjéns 1 LAUGARDAGOR 15, FÉBR, 1941. SÉRATKVÆÐI Sigurjóns Á. Ólafssonar hljóðar þannig: „Mál þetta er höfðað af Vinnu veitendafélagi íslands gegn Al- þýðusambandi íslands með stefnu útgefinni 27. f. m. Tildrög máls þessa eru eftir- farandi, svo sem viðufkennt er af málaflutningsmönnum beggja málsaðila og sannað með eiðfestum framburði þriggja vitna: Aðfaranótí og að morgni þ. 24. f. m. hófu starfsstúlkur, sem eru meðlimir í Starfsstúlknafé- laginu Sjöfn verkfall hjá veit- ingamönnum, sem eru félagar í Vinnuveitendafélagi íslands, þar á meðal hjá eigendum Hót- el íslands, Hótel Borg og Odd- fellowhússins, og skipta þessir þrír veitingastaðir einir máli í sambandi við málshöfðun þessa. Á Hótel Borg unnu 30 starfs- stúlkur, á Hótel ísland 11 og í Oddfellowhúsinu ca. 6. Allar þessar stúlkur lögðu niður vinnu er verkfallið hófst. Eig- endur þessara veitingahúsa hugðust hins vegar að halda rekstrinum áfram, enda þótt um 47 af starfsmönnum þeirra hefðu lagt niður vinnu. Á Hót- el Borg var veitingasölum haldið opnum og gestir af- greiddir með venjulegum hætti, í Oddfellowhúsinu var veitinga- sölunum haldið opnum, gestir afgreiddir með venjulegum hætti og auk þess áformuð, und- irbúin og haldin veisla með 150 gestum að kvöldi þ. 24. f. m. Á Hötel ísland var veitingasöl- unum að vísu lokað, en matur og annað afgreitt til hótelgesta á herbergjum hótelsins. Til þess að nefnd veitingahús gætu haldið áfram starfsemi sinni svo sem lýst hefir verið, var ó- hjákvæmilegt að einhver leysti af hendi starf stúlknanna, sem var í því fólgið, að annast um allar hreingerningar, allan þvott í eldhúsi á matarílátum og öðru, afhýðing kartaflna, tilbúning á te og kaffi, af- greiðslu til þjóna í býtiborð og annað slíkt. Til þess að unnin yrði þessi störf stúlknanna fóru nefnd veitingahús þessar leið- ir: Á Hótel Borg þar sem 5 stúlkur unnu venjulega í eld- húsi kom húsmóðirin sjálf til starfa í eldhúsið ásamt tveim dætrum sínum, sem ekki höfðu unnið slík störf áður, auk þess sem matsveinn veitingáhússins varð sjálfur að vinna að afhýð- ingu kartaflna, uppþvotti á mat arílátum og við að þrífa eld- húsborð, en þessi störf höfðu stúlkurnar eingöngu unnið áð- ur. Þjónar veitingahússins af- greiddu sig sjálfir í býtiborði og sóttu matinn í eldhúsið. Á Hót- el ísland var annar matsveinn- inn kallaður tæpum tveim klukkustundum fyrr til starfs en venjulegt er að morgni þ. 24. f. m. til að vinna morgun- verk stúlknanna auk þess sem hann ásamt fyrsta matsveini annaðist allan uppþvott matar- íláta, en það hafði hann aldrei gert áður. Eigandi Hótel íslands kom sjálfur til vinnu í eldhúsi hót- elsins að morgni þess 24. f. m. í Oddfellowhúsinu komu bæði húsmóðir og húsbóndi til starfs í eldhúsinu um morgun- inn er verkfallið hófst og unnu störf stúlknanna ásamt mat- sveininum, sem vann að því að þvo upp matarílát, þrífa borð og afhýða kartöflur. Vegna þess að óvenju mikið var að gera í Oddfellowhúsinu þennan dag vegna veisluhalda um kvöldið, voru fengnar konur utan úr bæ til snúninga og aðstoðar. Þjón- ar og matsveinar í þessum þrem veitingahúsum eru allir með- limir í Matsveina- og veitinga- þjónafélagi íslands og er félagið meðlimur Alþýðusámbands Is- lands. Þegar stjórn Alþýðusam- bandsins varð það ljóst, að eig- endur veitingahúsanna héldu á- fram rekstrinum eftir að verk- fallið hófst, með því að láta menn sem voru félagsbundnir í félagi ipnan Alþýðusambands- ins vinna störf stúlknanna sem voru í verkfalli og aðstoða ófé- lagsbundna verkfallsbrjóta við störf þeirra, þá ákvað hún með skírskotun til 18. .gr. 1. nr. 80 frá 1938 að banna þjónum, mat- sveinum og hljóðfæraleikurum að halda áfram starfi sínu á Hótel Borg, Hótel ísland og Oddfellowhúsinu. Síðari hluta dags þess 24. f. m. tilkynnti Al- þýðusamband íslands stéttarfé- lögum þessara aðila bann þetta og lögðu þeir þá þegar niður vinnu. Vinnuveitendafélag íslands leit svo á, að Alþýðusamband íslands hefði ekki stoð fyrir banni sínu í 18. gr. fyrrnefndra laga og telur vinnustöðvun þjóna, matsveina og hljóð- færaleikara óheimila. Hefir Vinnuveitendafélag íslands höfðað mál þetta hér fyrir dómi til viðurkenningar á skilningi sínum á 18. gr. laga nr. 80/1938, refsingar á hendur Alþýðusam- bandi íslands og greiðslu máls- kostnaðar. Eru^ kröfur Vinnu- veitendafélags íslands í málinu þessar: 1. Að viðurkennt verði að 28. gr. laga nr. 80/1938 sé rétt skilin þannig, áð þar sé að- eins bannað þeim sem eru í samá félagi eða sambandi og þeir, sem verkfall hafa gjört, að vinna þá vinnu, sem þeir hafa lagt niður er verkfall gjörðu, og sérstaklega að Al- þýðusambandi íslands hafi verið óheimilt að banna þjón- um, matsveinum og hljóð- færaleikurum að vinna vinnu sína hjá veitingamönn- um. 2. Að Alþýðusamband íslands verði sektað fyrir brot á framangreindum lögum og dæmt til greiðslu málskostn- aðar. Skilningi sínum á 18. gr. og kröfum í málinu til stuðnings telur stefnandi að 18. gr. laga nr. 80/1938 sé óskiljanleg mark leysa, eins og hún er orðuð, en að af greinargerð frumvarpsins í þinginu og umræðum uin það þar, megi ráða, að tilgangur greinarinnar sé sá einn, að banna félagsbundnum verk- fallsbrjótum að vinna störf verkfallsmanna. Telur stefn- andi að hvorki þjónar, matsvein ar né hljóðfæraleikarar hafi á nokkurn hátt farið inn á starfs- svið stúlknanna, sem gjört hafa verkfall, og að því hafi bann Alþýðusambandsins verið lög- leysa. Af hálfu Alþýðusambands ís- lands hefir því verið haldið fram í málinu, að 18. gr. marg- nefndra laga bæri að skilja, þannig, að óheimil sé sérhver aðstoð félagsbundinna manna, sem stuðlaði að því að afstýra verkfalli, sem félag þeirra eða annað félag í sama sambandi hafi löglega hafið. Þá telur Al- þýðusambandið að þjónar, mat- sveinar og hljóðfæraleikarar hafi stuðlað að því að afstýra vinnustöðvun á starfssviði starfsstúlkna með því sumpart sjálfir að vinna störf þeirra og sumpart með því að vinna í nánu samstarfi við verkfalls- brjóta er gengu inn í störf stúlknanna og með því að þjón- ar, matsveinar og hljóðfæra- leikarar séu eins og starfs- stúlkurnar, félagsbundnir í fé- lagi innan Alþýðusambands ís- lands, sem standi að verkfall- inu, þá hafi þeim verið óheimilt að halda þannig áfram störfum og Alþýðusambandinu heimilt að skipa þeim að leggja niður vinnu. Hefir Alþýðusambandið krafist þess, að öllum kröfum stefnandans verði hafnað og því tildæmdur málskostnaður. Þá er því og haldið fram af hálfu Alþýðusambands íslands, að vinnustöðvun matsveina, þjóna og hljóðfæraleikara hafi verið heimil fyrirvaralaust, — sem samúðarverkfall, þar eð Al- þýðusambandi íslands sé heim- ilt að fyrirskipa félögum innan sambandsins að hefja samúðar- verkfall, þegar nauðsyn krefji, og til slíkra verkfalla þurfi eng- an fyrirvara. Af hálfu Vinnu- veitendafélags íslands er þess- ari skoðun mótmælt og aðallega vegna þess, að öll samúðarverk- föll séu óheimil, ef viðkomandi félag hefir gert vinnusamning við þann, sem verkfallið bein- ist gegn, en einnig er þessu mót- mælt á grundveíli þess, að Al- þýðusambandið hafi ekki heim- ild til að fyrirskipa samúðar- verkföll og loks að samúðar- verkföll útheimti tilkynningar fyrirvara skv. 16. gr. 1. nr. 80/ 1938. Skulu nú kröfur og staðhæf- ingar málsaðila athugaðar: I. Um skilning aðila á 18. gr. 1. 80/1938, Greinin er svo- hljóðandi: TiLHVNiame. frá rfklsstjérnlnni. Brezka herstjórnin hefir tilkynnt, að auk gæzluskips- ins við Reykjavík séu nú gæzluskip á eftirfarandi stöðum: Á Eyjafirði: fyrir sunnan Hrísey. Á Seyðisfirði: h. u. b. 1 sjómílu fyrir utan Vestdals- eyri. Á Reyðarfiiði: h. u. b. 1 sjómílu suðaustur af Hólma- nesi. Á Hrútafirði: í námunda við Hrútey. Öll skip, sem ætla að sigla inn á einhvern þessara fjarða, verða áður að fá til þess leyfi gæzluskipsins á hverj- um stað. Bannað er að sigla inn á þessa firði á tímabilinu frá einni stundu eftir sólarlag til einnar stundar fyrir sólar- upprás. Reykjavík, 14. febr. 1941. Ólafssonar „Þegar vinnustöðvíuin Kfifii' i verið iögtega hafinj er þei'm, sem hán að einhverj u leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að þvl að afstýra ■ henni með aðstoð einstakra < meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnu- stöðvuninni standai“' , Orðalag greinarinnar virðist skýrt og ótvírætt banna sér- hverja aðstoð meðlima þeirra félaga, sem í deilu eru og með- lima þeirra félaga, sem eru innan sama sambands og fé- lag það, sem að. deilunni stendur, ef aðstoðin stuðlar að því að afstýra því, að vinnu- stöðvun verði á starfssviði því, sem vinnustöðvunin hefir ver- ið löglega boðuð á. Tilvitnan- ir málafærslumanns Vinnu- veitendafélags íslands í at- hugasemdir við einstakar- greinar frumvarpsins txl 1. nr.. 80/1938 á Alþingi og ummæli einstakra þingmanna á þingi staðfesta þessa nxðurstöðu fremur en hnekkja. Kom það greinilega fram á Alþingi, að aðaltilgangur greinarinnar var að vísu sá að banna félags- bundna verkfallsbrjóta, en það var ekki einasti tilgang- urinn, því það er beinlínis tek- ið fram, að bannið við að nota slíka menn til vinnu er aðeins nefnt sem dæmi um hvaða að- stoð sé ólögleg í verkfalli, en alls ekki sem tæmandi upptaln ing. Rétturinn getur því ekki fallist á kröfu Vinnuveitenda- félags íslands um þann skiln- ing á 18. gr. 1. 80/1938, að í henni felist aðeins bann við að nota félagsbundna verkfalls- brjóta, þeirra félaga, sem í verkfallinu eru. II. Krafan um, að bann Al- þýðusambands íslands við vinnu þjóna, matsveina og hljóðfæraleikara á Hótel Borg, Hótel ísland og Oddfellowhús- inu hafi verið ólögmæt. Samkvæmt þyí, sem sagt hefir verið undir I. hér að framan hefir eigendum marg- nefndra veitingahúsa verið ó- heimilt að halda áfram rekstri veitingahúsanna með aðstoð þjóna, matsveina og hljóð- færaleikara, sem allir eru í fé- lagi innan Alþýðusambands íslands, sem að því er upplýst er í málinu stendur að verk- fallinu. Spurningin er því sú hér, hvort Alþýðusambandinu hafi verið heimilt að skipa þessum mönnum að leggja nið- ur vinnu fyrirvaralaust eða hvort sambandið hefði átt að kæra málið fyrst fyrir Félags- dómi eða boða vinnustöðvun með 7 sólarhringa fyrirvara. Rétturinn verður að líta svo á, að þegar vinnustöðvun hafi verið löglega hafin, þá sé deiluaðilum heimiþir vissar að gerðir fyrirvaralaust, enda sé það í þágu hvorugs deiluaðila að þræða tilkynningarfyrir- varann út í æsar. Telur réttur- inn að félagsbundið verkafólk hafi til þess fulla heimild að neita að vinna verk verkfalls- manna og neita að vinna með verkfallsbrjótum og að stétt- arsamband félaganna hafi til þess fulla heimild að banna meðlimum sínum að halda á- fram störfum, þegar hætta er á að þeir vinni verk verkfalls- manna eða vinni í nánu sam- •bandi við verkfallsbrjóta. Á- kvörðun og tilkynning um verkfall, sem samþ. hefir verið af stéttarsambandi, nær að sjálfsögðu ekki aðeins til þeirra einstaklinga sem í fé- lagi því eru, sem verkfall gera, heldur einnig: till aMra með- lima sambandsins. Hefer þétta verið svo hér um langan ald- ur og á Nörðurlöndum, þar sem dómstólárnir liai'a mikla reynslú í þessum efhum, er því beihlínis slegið. fostu með dömum, að begar vihnustöðv- un iiafi verið löglega hafin, þá sé öðrum stéttarfélöguxn heim- ilt að láta meðlimi sína Ieggja niður vimiu fýrirvaralaust, ef hætta er á, að þeir geti að ein- hverju léyti griþið.ihxE í! venju- lég störf þeirra, sem í verk- falli eru, eða ef um náið sam- starf er að ræða við verkfalls- brjóta. í þessu máli er það upplýst, að samstarf þjóna, matsveina og jafnvel bljóðfæraleikara og starfsstúlknamxa er mjög ná- ið. Eru stúlkurnar bæði tengi- liður á milli þjóna og mat- sveina í starfi þeirra og nánir aðstoðarmenn beggja. Það er og upplýst I málinu, að eigend- ur- veitingahúsanna létu bæði matsveina og þjóna vinna störf stúlknanxxa eftir að þær hófu verkfalT, og að þeir héldu á- fram með aðstoð þjóna, mat- sveina og hljóðfæraleikara — þrátt fyrir verkfall stúlkn- anna. Verður rétturinn að lita svo á, að með þessu hafi eig- endur veitingahúsarma notað þjóna, matsveina og hljóð- færaleikara til að aðstoða sig vxð að afstýra vinnustöðvun á starfssviði stúlknanna og að ! Alþýðusambandinu hafi verið heimxlt að afstýra slíku lög- broti skv. 18. gr. laga nr. 80/1938 með því að fyrirskipa þessum starfsmönnum að Ieggja þegar í stað niður vinnu. Krafa Vinnuveitenda- félags íslands um að bann Al- þýðusambandsins verði talið ólögmætt verður ekki tekin til greina. HI. Um sektarkröfu stefnanda á hendur Alþýðusambandi ís- lands. Með því að stefndur hefir í engu brotið lög nr. 80/1938 verður þessi krafa ekki tekin til greina. IV. Krafa stefnanda um máls- kostnað. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú, að engin af kröfum Virmuveit- endafélags íslands verður tekin til greina og málskostnaður fell- ur niður.“ JÚGÓSLAVÍA. (Frh. af 1. síðu.) niál Júgóslavíu og Þýzkalands, *>g í öðxium frtegnum er boriö á móti því, að Hitler hafi haft í nokkitum hótunum við hina jugp- slavnesfcu ráðherra eða gert nokkrar kröftir til þess, að Jugto- . slavía gengi inn í bandaLag’,. möndulveldanna. 1 Lonidion er sú sfcoðuxx látin. i Ijós, að Júgioslavía rnuni verja sig, ef á hana yrði ráðizt, cg í! Ankara er á það bernt, að Jugo- slavía væri algerlega einangmð, ef Þjóðverjum tækist að leggja lundir sig Grifcfcland með árás í gegnum Búlgaríu. Hins vegar hafi Þjóðverjar' efcki meiia.lsðinni 1 Rúmeníu ein það, að vafasamt sé, að þeir titeysti sér til að ráðast á Grikkland í : gegnum Búlgaríu fyrst um sinn, nema þvi að eins. að þeir gæíu samtímis ráðist á það í gegn tum Jugo- slavíu. Jugoslavar eru. hu sagðir hafa 750 þús. manns undir vopnum. STRSÐIÐ I ALBAANÍU Frh. af 1, síðu. Segir ein fnegn, að þeir hafí tekið SJBh /Ú00 fanga síðustu dagana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.