Alþýðublaðið - 15.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1941, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. FEBR. 1941. Af ,ÞVл IBLAOiD --------- IIÞYÐOBLáDIÐ--------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: ,4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906 Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Stéttardómur. Ingimar Jónsson fimmtugur F"' ÉLAGSDÓMUR hefir kveðið upp <íám sinn í máli Vinnu- ■veitendafélagsins gegn Alpýðu- sambándinu út af vinnustöðvun- inni á veitingahúsunum her í bæ. Niðurstaða meiri hluta dómsins ■'&r sú, að Alþýðusanibandimi hafi verið óheimilt að banna þjónum -og matsveinum að vinna verk atairfsstúlknantna og að vinna með verkfailsbrjófum. Dóinur þessi mtan koina öllum þeim, sem trúðu því að verkalýðsfélögiri gætu trúað dómstólunum fyrir rétti sinium, mjög á óvart. Réttur verka 1 ýö sfé I aga nn a til að banna meðlimum sínuni að vinna störf þeirra rnanna, sem gerf hafa verkfalí, og til a'ð banna meðiimtam sínum að vinna með verkfallsbrjótum og hvítlið- uim thefir um langt skeið verið ótamþrættur hér á landi. Menn mune sjálfsagt eftir því, iivemig fór fyrir mönnum þeim, sem á ámnurn gerðust sjálfboðaliðar í hvítliðasveitum íhaldsins, sem niota átti í vyinnuideilum. Þegar hvítliðasveitimar voru lagðar niður, fengu hvítliðamir hvergi að vinna vegna þess, að verka- lýðsfélögin bönnuðu meðlimum sínum að vinna með þeim, og banninu var efeki aflétt fyrr en ríkisstjómin hafði samið um seiktargreiðslu til verkalýðsfélags fyrfr hvítliðana. Hvergi á Norðurlöndum þefek- ist það, að dómstólamir skoði það skyldUí sína að vemda til- naiunir atvinnurekenda til að nota verkfallsbrjóta. í Noregi t. d. finnast engin ákvæði í lögum tam verkfallsbrjóta eða það, hvort verkalýðsfélöguim sé heimilt að þola það, að meðlimir þeirra vinni með verkfallsbrjótum. í norskum dómasöfnum má engu að síður lesa dóina, þar sem því er slegiö föstta, að verkamönnum sé heimilt að leggja tiiður vinnu . fyrirvaralaust vegna þéss, að at- atvinnurekandi hefir í þjónustu sinni gamlan verkfaDsbrjót. Verk- fallsbrjótar eru þar sfeoðaðir slík- iir regin fjandmenn verkallýðs- samtakanna, að verikamönnuim er taLið heimilt að gera fyrimara- latast verkfaD, ef verfkfallsbrjótar finnast á vinnustaðnu'm, oig það fiótt allir fyrirvarar og frestir til •verkfaDa séa strangari í Noregi en annars staðar á Norðurlönd- lum. f Danmörku var í lok síð- ustu aidar þröngvað upp á verka- lýðsfélögin samningsákvæði, sem fól í sér heimild fyrir at- vinnurekendur til að nota verk- fiaDsbrjóta og ófélágsbundna verkamenn til vinnui. í augum Idanskra dómstóla, eru verkfabs- brjótar pó svo geðslegar persónur, að dómstólarnír hafa ekki að eins haft þetta samningsákvæði að engu, heidur beinlínis snúiö því taáð. Má í dönskum dómasöfnum sjá dóma, sem slá því föstu, að verkalýðsfélögum sé. heimilt að gera fyrirvaraiaust verklall, ef starfssvið meðlima félagsins liggur ]>að nærri starfssviði með- lima annars verkalýðsfélags, sem á í verkfalli, að einhverjar líkur séu fyrir því, að meðlimir fé- lags þess, sem ekki á í verkfadi, geti gripið inn í starfsemi með- lima félagsins, sem á í verkfaDi. Þó þarf Jangan fyrirvara til ann- arra verkfaDa í Danmörku. \ En hvernig er þetta hér? í 18. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 er atvinnu- rekendum bannað að stuðla að því að afstýra löglegri vinnu- stöðvun með aðstoð einstakra tneðlima þeirra félaga eða sam- banda, sem að vinmistöðvUninm standa. Hvergi á Norðuriöndum ier til ákvæði í lögum eða samn- íngum, sem gengur svona langt í því að vernda verkfaDsrétt verkalýðsfélaganna og rétt þeirra til þess að þurfa ekíki að ]>ola það, að atvinnurekendur noti þeirra eigin meðlimi eða meðlimi sania sambands fcil að afstýra því, að vinnustöðvun verði. Maður skyldi því ætla, að Félagsdómtar gæti fallist á, að réttur íslenzkra verkalýðsfélaga væri f þessum efnum a. m. k. jafn mikiD Og réttur féiaganna á Norðurlöndum. Reynslan sýnir allt annað. Þegar starfsstúlkurnar hófu verkfall sitt á veitingahúsunum (hér í bænum þann 24. f. m. á- kváðu eigendur veitingahúsanna að 'halda nekstririum áfram, en til þess að það væri hægt, þurfti verkfaDsbrjótá. Eigendur veitingahúsanna fóru sjálfir á- samt heimilisfólki sínu og fólfei utan úr bagað vinna verk stúllkn- anna. En það dugði ekki. Þeir gátu ekki afstýrt verkfallinu með þessu liði einu. Þeir létu sér þvi ekki nægja að láta það viðgang- ast, að þjónar, hljóðfæraleikarar og matsveinar störfuðu í nánuí órjúfanlegu samstarfi við hina ó- félagsbun dnu verkfaD sbrj óta, heldur beinlínis jafnvel settu stoma þessara aðila til starfa sem verkfaDsbrjóta. Á einu veitinga- húsanna var matsveinninn t. d. kallaður til starfa um tveínr klst. fyrr að morgninum en vant var, eingöngu til að vinna morgun- verk stúlknanna, sem gert höföu verkfall, og síðan var hann lát- inn halda áfram að vinna verk þerrra. Á hinum tveim veiitinga- húsanna voru þessir nrenn látnir vinna störf stúlknanna. Þ'jónar, hljóðfæraleikarar og matsveinar eru allir í félögum innan Al- þýðusambands íslands, og vildu áreiðanlega ekki verða til þess að skáða málsstað . stárfsstúlkn- anna.. A1 þýðusainbandið giat að sjálfsögðu ekki horfl á - áðfárir Frh. á 4. síðu EN hvers vegna gekkstu þá í Alþýðuflokkinn, en ekki í einhvern annan stjórnmálaf!okk?“ Ég lagði þessa spurningu fyr- ir Ingimar Jónsson skólastjóra í morgun, þegar ég hafði sam- tal við hann, en hann á fimm- tugsafmæli í dag. Ingimar var að segja mér af því, hversu mikinn áhuga hann liefði haft á stjórnmálum frá fyrstu tíð. Ingimar Jónsson svaraði spurningu minni á þessa leið: „Ef ytri aðstæður knýja manninn ekki til þess að taka ákveðna stefnu, kemur ákvörðunin innan að. Það köllum við frjálst val. Þá er aðeins um tvennt að ræða, sem orkar á viljann og valið. Annað er rökrétt hugsun. Hitt eru tilfinningar manns- ins. Ég býst við að hvoft- tveggja hafi ráðið afstöðu minni. Mér hefir alltaf virzt jafnaðarstefnan gera skýr- asta grein fyrir því, hvernig samfélagi manna í siðmennt- aðu nútíma þjóðfélagí yrði heppilega fyrirkomið. Og barátta jafnaðarmatma fyrir bættum kjörum þeirra', sem lakari aðstöðu hafa í þjóðfe- laginu, fullnægði bezt krðf- um tilfinninga min'ná. Kristindómurinn og jaffí- aðarstefnan hafa hjálþast að við að móta lífsskoðun mína og að vissu leyti runnið sam- an í eitt. Ég á mjög erfitt með að skilja, hvernig krist- inn maður getur verið and- vígur jafnaðarstefnunni.“ Þannig lýsir emn af allrá kunn- ustu forvdgismönnum Alþýðu- flokksins og verkalýðshreyfingar- innar lífsskoðun sinni, því að Ingáimar Jónsson hefir verið með frá fyrstu tíð og allt af í fremstu röð. Hann er viðuTkenndur eánn af rökfimustu og gáfuðustu for- svarsmönnum alþýðusamtakanna, enda eru þau mörg, trúnaðar- störfin, sem honum hafa verið íalin fyrir þessi samtök. Ég spUrði Ingimar einnig um æsku hans. „Faðir minn var bóndi. Síðast bjó hann í Laxárdal 'I Gnúp- verjahreppi, og ég var næst yngstur 10 systkina. Föður minn missti ég, þegar ég var á 10. ári, en móðir mín lifir enn hér í bænum, háöldruð. Hún brá ekki búi, þó að hún missti fyrirvinn- una, heldur hélt áfram og naut aðstoðar bræðra minna, sem voru að komast upp. Strax eftir fenn- inguna réðist ég í vinnumennsku, og var ég vinnumaður, þótt ung- uþ væri, í næstu 2 ár. mennta? „Ég veit það eiginlega ekki. Én ég þráði allt af, frá þvi að ég var kornumgur, að kynnast leynd- ardómum lærdóms og menntunar. Ég man, að séra Magnús Helga- son kom eitt sinn þar, sem ég var vinnumaður, og var mér sagt að fylgja hionum áleiðís. Ég herti upp hugann og spurði þennan fræðaþul uim möguleika til náms, en séra Magnús var þá skóla- stjóri Flensborgarskólans. Hann leysti vel úr Öllum spumimgum mínUm, og frá þeim tíma stefndi ég markvisst að því, að afla mér fmma á menntabrautinni. Næsta ár réði ég mig því ekki í vinnu- mennsku, en fór í vegavinnu, af því að meira var upp úr því að hafa; og um haustið fór ég í Flensborg. Ég hafði vonað, að sumarkaupið myndi endast, en það gerði það ekki, og varð ég því að hætta á miðjum vetri og, án þess að taka próf og iara ftil sjóróðra suður í Eeflavík á vertíðipni. En ég fór aftux á Flensborg og útskrifaðist þaðam eftir tveggja vetra nám. I kenn- araskólann fór ég svo 1911, og. lauk þaðan prófi eftir tvo vetur. En það var eins og sú menntun, sem ég fékk á þessum skólum, gerði ekki annað en að æra upp í mér enn meiri þorsta, og ég gerði þvi frekar að teggja en letja, þegar við ræddum um framhaldsnám, nofckrir skóla- bt’æður á skemmtigöngu kvöM íeitt í Reykjavík 1913. Og svo tók ég próf upp í Menntaskólann. I þeim skóla sat ég einn vetur i 4. bekk. En efniin voru þröng, og ég vai'ö að hafa allar klær úti til jað hafa ofan í mig og á. Þess vegna stundaði ég kennslu allt af meðfram náminu. Ég las þvi utan skóla 5. og 6. bekk og tók stú- dentspróf 1916.“ — Og svo fórstu í Iguðfræðinia? „Ég ætlaði að taka iæknisfræð- ina, og hugur minn stóð mest tíi' hennar, en sjónin var svo iéleg,. að ég treysti mér ekki þess vegna. Ég valdi því guðfræði, enda stóð hugur minn næst til henniar. Ég hélt því áfnaun að lesa og, kenna og 1920 tók ég embættis- próf í guðfræði og var vigður til prests að Mosfelli í Grímsnesi 1922.“ ! i : : > — Og hvernig líkaði þér prest- skapurinn? í , „Ég kunni ágætlega vel við mig í því starfi. Æg sá eftir því að fara frá Mosfelli eftir 6 ára þjónustu, enda er ég líka sveitaanaður í orðsins fy.Dstu merkingu og kanin bezt við mig í sveitinni. En ég hefi líka alltaf haft yndi af Ren-nslu, enda hefi ég stundað hana svo að segja ó- &litið í 27 ár. Þess vegna neit- aði ég ekki boðinu um að gerasf skólastjóri Gagnfræðaskölans, þegar hann var’ stofnaður hér 1928. Ég feann vel við mig í þvl starfi. ’— Það munu vera um 1300 unglingar, sem hafa (sótt skólann í þessi 12 ár. Sikólinn átti í byrjun við nofckurta misskilning að etja, sem spratt af pólitiskri togstreytu, setn v,ar frá Upphafl alröng, en skólinn hefir átt við sívaxandi vinsældir að búa, og hefir sóknin að honum vaxið með hverju ári.“ I — Hvenær byrjaðir þú að hafa afskipti af stjómmálum? „Ég hafði mikinn áhuga á póli- tík strax, þegar ég var krakki. Ég man jafnvel eftir því, að ég fylgdist með í kosningunum 1901. En þegar ég kom hingað og fór í skóla, gáfust mörg tækifæri til að lenda í nhnimu út úr póli- tík. Arið 1916 var fyrsta Jafnaðaranannafélagið stofnað, og ég gekk strax í það. Það leið ekki á löngu þangað til ég þóttist verða að segja mitt álit á ftandum, og svo fór, að ég var kosinn í nefndir og fenginn til að mæta fyrir flokkinm á fund- Mm. Annars talaði ég í fyrsta sinni opinberfega á kjósenda- ftindi í Báramni 1919 hjá „Jakobínum“, K>g þar fékk ég mína eldskim. Ég óð þar inn til andstæðmganna og upp á „ser,u“. Var geirf allmikið óp að stráksa, (Frh. á 4. síðu.) Stefián Jáiiann Stefáns son nm Ingimar Jónssoia ■ .....-»------- EG hefi haft samstarf við Ingimar Jónsson í stjórnmálum um 20 ára skeið. Að vísu var það ekki náið á því tímabili, er hann starfaði sem prestur austur í Grímsnesi. En bæði áður en hann tók við prestsþjónustu, og þó einkum eftir að hann lét af því embætti og gerðist skólastjóri hér í bænum, höfum við haft mjög náið samstarf í stjórnmálum, og við lengi setið saman í mið- stjórn Alþýðuflokksins. Séra Ingimar er hinn ákjósanlegasti samstarfsmaður, og' ber margt til þess. Hann er allt í senn, vel menntaður, þaul- kunnugur opinberum málum, ágætlega gáfaður, samvinnuþýður og tillögugóður, fús til starfa, enda hafa hinir ágætu starfskraft- ar hans oft verið notaðir af Alþýðuflokknum. Einkum eru það tvö svið þjóðmála — að sjálfsögðu fyrir utan skólamálin —, er Ingimar leggur á gjörva hönd. Eru það skattamál og landbún- aðarmál. Hefir og mjög reynt á ágæta krafta hans í þessum málum, og hygg ég, að þeir landbúnaðarfrömuðir og bændur, er starfað hafa með honum, t. d. í mæðiveikisnefnd, muni bera honum þá sögu, að gott sé að hlíta hans ráðum. Séra Ingimar er nú í dag 50 ára: Haiin hefir um meira en 20 ára skeið unnið mörg ágæt störf fyrir Alþýðuflokkinn. Ég efast ekki um, að hann eigi eftir að vinna mörg og mikilvæg störf í þágu flokks síns og hugsjóna sinna. Ég þakka honum fyrir unnin störf, árna honum allra heilla, ekki sízt vegna þeirrar eigingjörnu flokksóskar, að hans megi enn lengi njóta í fremstu fylkingu Alþýðuflokksíns, Stefán Jóh. Stefánsson. Hvérníg gaztM br-oíizt .til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.