Alþýðublaðið - 17.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1941, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 17. FEBR. 19«. A^JÞVe^BLAPlP I|8ra BlSgsidaS Jýnssom AtviBnnrekeidnr hafa alltaf getað giant anðtrAa sálir i verkalýðshreyfingunni. _— -«.---- Nokkrar Iii9§ldðingar eftir kosningnna í Dagsforún NÚ er stjórnarkosnjmgu í Dagsbrún löngu lokið. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa gum- að mikið af þeim mikla sigri, er flokkur þeirra hafi unnið í þessum kosningum. En sigurinn þakka þeir þeim verkamönnum, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum í pólitík, . og það er síður en svo að ég ætli að fara að bera á móti þessu. Því að það er víst það eina sanna, sem þessir menn hafa sagt í öllu því, er þeir hafa skrifað um þessi mál, bæði fyr- ir .kósningarnar, í kosningun- um og eftir þær. En það er einmitt vegna þessarar játn- ingar, að það er ekki úr vegi að rifja upp, hvernig atvinnu- rekendur og flokkur þeirra hef- ir hagað sér alla tíð gagnvart sjómönnum og verkamönnum. Á árunum fyrir aldamót var engin greinileg starfsskipting. Þeir, sem stunduðu sjó þá, unnu að landvinnu, þegar ekki var á sjó farið. En eitthvað munu kjör þeirra, er þá unnu að framleiðslunni, hafa verið bág, því víðs vegar um landið fóru sjómennirnir að stofna fé- lög, sem þeir nefndu „Báran“. Með þessum félagsskap hugðust þeir að fá bætt kjör sín. En í lögum þessara félaga voru eng- in skilyrði sett um upptöku í félögin, þangað gat hver komið, sem vildi. Þegar eigendur fram- leiðslutækjanna komust að því, að þeir, sem að framleiðslunni unnu, ætluðu að fara að bæta hag sinn á þeirra kostnað, gerðu þeir sér lítið fyrir og gengu inn í þessi félög og-héldu þar hrókaræður um það, að framleiðslan þyldi ekki hærra kaup. Og þeir létu það ekki nægja, þeir tóku þá minnimátt- . ar tali, báðu þá fyrst með góðu, að vera ekki að þessari vitléysu, en ef það ekki dugði, þá var bara sagt: Þú færð ekki vinnu, þú færð ekki' skiprúm, þú færð ekki lán hjá mér. Flestir af þessum framleiðendum voru kaupmenn, sem settu verð á vinnuna, settu verðið á fisk- inn, sem þeir keyptu, og verðið á vöruna, sem þeir seldu. Þess- um mönnum fannst það sjálf- sagt, eins og stéttarbræðrum þeirra finnst nú, að það væru þeir, sem réðu. Vinnulýðnum *bæri aðeins að hlýða möglunar- laust, og hann mætti vera þakk- látur fyrir að haldið væri í hon- um lífinu. Það, sem framleið- endurnir unnu með því að kom- ast inn í umræddan félagsskap, var, að engum kjarabótum var hægt að koma fram, og þeir gátu haldið áfram að safna af- rakstrinum af erfiði fólksins í sinn sjóð, eins og áður. Félög þessi munu svo að síðustu hafa dáið út með góðri aðstoð „sjálf- stæðismanna“ þeirra tíma. Að vísu hétu þeir öðrum nöfnum þá, en allt er þetta sama tó- bakið. Allir þessir menn hugsa um það eitt og það er þeirra sameiginlega stefna, að auðga sjálfa sig á kostnað vinnandi stéttanna. Og það á ekki að vera að skamma þá fyrir það, en það er verkalýðurinn, sem á að skammast sín fyrir að láta þessa menn troða á sér. II. Um og eftir aldamótin lagð- ist smábátaútvegurinn niður að mestu, en í þess stað komu skúturnar. Yfir skútutímabilið var lítil hreyfing á verkafólki til stofnunar félagsskapar um að fá bætt kjör sín. Það potaði hver sér og reyndi eftir megni að fá úr bætt, en útgerðarmenn- irnir fóru sínu fram. Hugsun- arhátturinn var svo sem ennþá sá sami: að skammta til hnífs og skeiðar, en um fram allt ekki meira og oft ekki það. Eftir skútutímabilið koma togararn- ir, línubátarnir og millilanda- skipin. Þá komu til sögunnar hinar ýmsu ■ starfsgreinar, - sem menn skiptust niður í: togará- menn, farmenn, mótorbátasjó- menn, eyrarvinnumenn o. s. frv. En það er einmiíl um þetta leyti, sem skriður kemur á að verkamenn, sjómenn og verka- konur fari að hugsa til hreyf- ings um að verða meira en á- nauðugir þrælar, ,,Dagsbrún“ var að vísu til, en mjög áhrifa- lítil, enda voru þar alltaf ýms- ir menn, sem voru á valdi at- vinnurekendanna og vildu ganga skemmra í kröfum en aðrir, og stundum var sá hóp- urinn stærri og réði þá úrslit- um um kaupmál. Eftir að Sjó- mannafélagið var stofnað og það var kunnugt að lög þess leyfðu engum útgerðarmanni eða starfandi skipstjóra rúm innan vébanda þess, þá urðu út- gerðarmenn smeykir og sögðu, að bezt væir að drepa þennan óskapnað í fæðingunni .Enda leið ekki á löngu þar til þeir gerðu tilraunina. Það var í verkfallinu út af lifrinni 1916, sem Sjómannafé- lagið fékk sína eldskírn og stóðst hana. En það voru til undirlægjur og skriðdýr þá engu síður en undirlægjumar og skriðdýrin úr verkalýðsstétt, sem eru að fylla dálka Vísis og 'Mor^unjblaðains nú. En voru svo fáir og smáir, að það gerði félagsskapnum ekkert til. Og það leið heldur ekki á löngu að sjómennirnir sáu hvað slíkt gat verið hættulegt félagsskap þeirra. Eri þá tóku úígerðar- menn það ráð að bjóða einstöku stjórnendum félagsins góð kjör, en þau voru ekki þegin. Þá tóku þeir það ráð að útiloka þá alla frá vinnu á sjó, sem í stjórn fé- lagsins sátu. En ekkert dugði, því þarna áttu í hlut sjómenn og þeir vissu, hvað þeir vildu,' þeir vildu lyfta stétt sinni upp og kenna henni að bera höfuð- ið hátt, eða að minnsta kosti engu lægra en þeir, er allan gróðann hirtu af striti þeirra. Og þess vegna er þeirra félag enn þann dag í dag það styrk- asta, sem til er hér. Þess vegna fá þeir bætt kjör sín á ýmsan hátt við hverja samninga. Sjómennimir þekkja kær- -----------«----------- leika bárunnar, sem kemur æð- andi til þess að færa skip þeirra í kaf, þeir þekkja líka af reynsl- unni, að það er sams konar kær- leiki, sem útgerðarmenn hafa til þeirra og þeirra félagsskap- ar. Það sýndi sig þegar hvíld- artímalögin voru til umræðu á alþingi, það sýndi sig þegar verið var að fá tryggingar sjó- mannanna hækkaðar, til þess að konur þeirra og börn færu ekki á vonarvöl, þegar slys bar að höndurn, það sýndi sig þegar’ verið var að koma á hafnarfrí- inu, svo að sjómenn gætu kom- ið heim til konu og barna.' í einu orði sagt, það hefir sýnt sig á öllum tímum, að atvinnu- rekend'ur og Sjálfstæðisflokk- urinn eru á móti sjómönnum og verkamönnum í baráttunni fyr- ir bættum kjörum þeirra, en þeir eru áfjáðir í það að fá þetta fólk til þess að kjósa sig á alþing og í bæjarstjórnir til þess að þeir geti haft betra tangarhald á því og sveigt það til undirgefni við sig, svo ekki minnki gróði þeirra. III. En Sjálfstæðisflokknum hef- ir ekki verið nóg að hafa yfir- ráðin yfir meiri hlutanum af blöðum landsins, gefa út tíma- rit, senda erindreka út um allt land o. s. frv. Þeir hafa þurft að leita allra bragða í herferð sinni gegn verkalýðnum, og eitt af'þeim tækjum, sem þeir grípa oft til ,eru prestarnir (því flest- ir prestar fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum). Það hef- ir ekki verið neitt óvanalegt að heyra presta þruma úr stólun- um: Sælir eru fátækir, því þeir munu guðsríki erfa. Sérhver er það nú líka sælan, að hafa ekki þak yfir höfuðið, ekki mat, ekki klæði, ekki hita, ekki Ijós, ekk- ert, sem gerir lífið bærilegt, hvað þá þægilegt. Þá er ekki óvanalegt að heyra prestana svona rétt fyrir jól ákalla þá, sem ríkir hafa orðið á striti fátæklinganna, og segja: Gefið þeim fátæku, svo þeir megi verða jólafagnaðarins aðnjót- andi. En einkennilegur má sá guð vera, sem býður þjónum sínum hér á jörðu fyrst að styðja arðránsmennina við arð- ránið með predikunum eins og aö framan er lýst, og síðan að skipa arðræningjanum að gefa þeim, sem hann hefir arðrænt, svo hann sjái jólagleði. En slík- um vopnum skirrast þessir menn ekki við að beita, til þess aó koma sínum rnálum fram. IV. En þrátt fyrir allt þetta og ótal margt fleira, sem ekki er hægt að telja upp í einni blaða- grein, hefði Sjálfstæðisflokkn- um ekki tekizt eins vel og raun er á orðin að blekkja óþrosk- aðar og auðtrúa sálir og fá þær til að trúa róginum og lyginni um þá menn, sem barizt hafa fyrir þeim umbótum, sem verkalýðnum hafa hlotnazt, ef hann hefði ekki fengið í lið með sér svikarann Héðin Valdi- marsson. Það er þá fyrst, þegar hann hefir tekið upp sama róg- inn og sömu lygina um fyrr- verandi samstarfsmenn sína og Sjálfstæðisflokkurinn, og rutt brautina fyrir þá til þess að kljúfa og sundurdreifa samtök- unum sem Sjálfstæðisflokkur- inn gat náð yfirráðum yfir, Dagsbrun og Hlíf í Hafnar- firði. En það er .skammgóður vermir. Ef ekki opnast augu verkamannanna nú þegar, þá hljóta þau þó að opnast þegar kemur til næstu samninga, því þá munu þeir sjá, að vinnu- kaupendur verða ekkert gráð- ugri í að láta af gróða sínum til þeirra, en þeir hafa verið frá byrjun, þá’fá skriðdýrin og nagdýrin að sjá sína sæng út- breidda. V. Á árunum 1922, ’23 og ’24, þegar ég ferðaðist nokkuð um til þess að stofna verkalýðsfé- lög úti um land, þá var æfin- lega fyrsti fundurinn, sem haldinn var á hverjum stað, opinber og þangað máttu allir koma. Það kom aldrei fyrir að ekki kæmi annaðhvort einn eða fleiri vi nnukaupendur á fund- ina eða einhver útsendari frá þeim. Þeir fengu á slíkum fund- um málfrelsi eins og aðrir fundarmenn, en ávallt mót- mæltu þeir félagsstofnun og reyndu að sýna fram á, hvað mikil vitleysa það væri fyrir verkafólkið að vera að stofna slíkan félagsskap, það hefði ekki nema aukin útgjöld fyrir það í för með sér, alveg eins og eitt skriðdýrið var að halda fram í Vísi nýlega, að Dags- brún ætti ekki að ganga í Al- þýðusambandið, því það hefði í för með sér aukin útgjöld. Það bar allt að sama brunni, það var sama hvort það var í Reykjavík, vestur ú Snæfells- nesi eða norður á Hornströnd- um, hugarfar kaupmannsins, útgerðarmannsins, atvinnurek- andans, til sjómannsins og verkamannsins var það sama: yfirdrottnunin, gróðafíknin og. kúgunarviljinn var sá sami hvar sem komið var. Þetta er það, sem skriffinnarnir núna kalla að framleiðendur geri af góðum huga og umhyggju fyr- ir hinum vinnandi stéttum. Eru verkamenn nú svo heimskir, að þeir sjái ekki í gegnum slíkar blekkingar? Ein- hver Hermann, sem sjáanlega er skriðdýr, sagði í Mgbl. ný- lega þessa gömlu lygatuggu: Því betur sem atvinnuvegirnir ganga, því meira ber verkalýð- urinn úr býtum. Ég held að það sé nú rétt að reka þessa lygi ofan í þennan aumingja Hermann. Togararnir hafa selt í sumar og haust og vetur svo vel, að aldrei hefir þekkst ann- að eins, sumir komizt upp í um hálfa milljón króna í túr. En afkoma alls hins vinnandi lýðs hefði ekki verið að neinu leyti betri fyrir það, vegna þess að ísfiskveiðar hvort þær ganga vel eða illa gefa enga aukna at- vinnu í landi. Það, sem hjálp- aði síðastliðið ár var Bretavinn- an, ekki sala togaranna skátt- frjálsu. Eitt af því, sem þessir skúm- ar í Mgbl. og Vísi hafa haldið fram í sambandi við þessar kosningar og reyndar áður, er að við Alþýðuflokksmenn höf- um stolið Alþýðubrauðgerð- inni og Iðnó. Þar sem ég er nú einn af þeim, sem er bendlaður við þennan þjófnað, verð ég að krefjast þess sem opinber starfsmaður, að þeir ákæri mig til sakadómara og fái mig þar dæmdan. Ef þið Hermann og: Axel og ,,fígúran“ Héðinn Valdimarsson verðið ekki við þessari áskorun, þá lýsi ég ykk- ur opinbera lygara að því, sem. þið hafið um þetta skrifað, og: skora á ykkur að draga ykkur út úr opinberu lífi, því að skúmaskotin hæfa ykkur bezt.. SEMJIÐ U M KAUP. SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.