Alþýðublaðið - 18.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1941, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUBAGUK 18. FEBR. IS4I. ALÞYÐUBLAÐW ALÞÝBUBUÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: St.efán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávailagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. •m Verð kr. 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. AI, ÞÝSUPRENTSMIÐJAN ♦ Nýr þáttur striðsins í aðsigi ----——4---- UTI í EVRÓPU er annar stríösveturinn nú bráðum á enda og stórviðburðir bersýni- lega í aðsigi. En meran brjóta heilann enn um það, hvaða við- burðir það muni verða. Reynir Hitler loksins árásina á England, sem boðuð var í fyrrasumar, en þá fórst fyrir? Eða snýr hann vopnum sínumj í billi í 'suðaiustur- átt og reynir að brjótast yfir Balkanskaga og Vestur-Asíu suð- ur að Suezskurðinium til þess að hitta hið brezka heimsveldi á þeirn viðkvæma stað? Annað- hvort verður hann að gera. Hann getur ekki öllu lengur horft að- gerðalaus á það, að möndul- bróðir hans, Mussolirti, fari hverja hrakförina á eftir annarri’ ý:mist austur í Albaníu eða suður í AfríkU. Hann verður að reyna að rétta við taflstöðu hans í stríð- iriu, áður en það er orðið of seint og óánægjan og stríðsþreytan brýzt út í Ijósum logum heima á ítalíu. Og það verður ekki gert með öðru en því, að koma annaö hvort til liðs við hann austur á Balkansikaga og suður í Afrí'ku eða með því að gera hinum sam- eiginlega óvini þeirra beggja, Englandi sjálfu, heimsókn. Menn greinir enn á um það, hvora leiö- ina hann muni velja. En um hitt em menn sammála, að það sem haran gerír, það verður hann að gera fljótt. Pví að það sígur mjög ört á ógæfuhliðina fyrir ítalíu, og England verður með hverjum mánuðinum, sem líður, sterkara, bæði heima fyrir og suðaustan við Miðjarðarhaf. Margir trúa enn jafn sterklega á það og í fyrrásumar, að Hitler reyni að ljúka stríðirau með inn- rás á England. Og sú tríx styðst við þá ré.ttu vitund, að á meðan England er ósigráð heima fyrir, hefir Hitler engan endanlegan sigur unnið f stríðinu. En allar þær hindranir, sem voru. í vegi inrarásarinnar í fyrrasumar, era enn fyrír hendi og það meira að segja miklu sterkari en þá. Enn- þá er Ermarsund og NorðU'rsjór saima hindríinin og þá fyrir þann, sem ekki á herskipaflota til þess að mæta þeim brezka. Og heima á sjálfu Englandi er nú helmingx öflugri her fyrir til vamar, en fyrir hálfu ári síðan. Þaö mætti þvi merkilegt heita, ef Hitler teldi sig hafa meiri möguleika til sigursællrar innrásar á Englarai nú, helduP en þá, þó að ekkert skuli hins vegar fortekið um það, hxrað honum kann að detta í hug til {xess að losa sig úr þeirri sjálfsheldu, sem hann ©r kominn í. En fiá skynsamlegu sjónarmiði er það niiklu líklegiu, að al-lt inn- rásarskrafið sé lítið annað en hótun, ætlað til þess, að hinda sem mest af her Breta' heirna á Eraglandi, og að Hitler oiuni á þessum norðlægu vigstöðvum fyrst um sinn Iáta sér nægja að magna kafbátahemaðinn og ioft- árásirnar á aðflutningana á vopn- um og vistum til Englands. Sá hernaður getur líka vissulega orðið hvimleiður þegar til lengd- ar lætur, þó að vart sé hægt að hugsa sér, að hann geti valdið neinum úrslitum í stríðinu í fyrir- sjáanlegrí framtíð. En til þess að bjarga möndul- bróður sjnum, Mussotini, verður Hitler að láta einhvers staðar til skarar skríða strax í vor. Og ef það er ekki hægt með innrás á England, þá er ekki annað fyrir en að senda þýzkan her aÖ minnsta kosti yfi'r Búlgaríu, ef ekki einnig yfir Júgósfavíu, til á- rásar á Grikkland og Tyrkland, og síðan suður Vestur-Asíu aiia leið til Egiptalands. Pregnirnar af viðbúnaði Þjóðverja í Rúmen- íu síðustu .vikurnar vrrðist einn- ig mjög ótvírætt benda í þá átt, að þar sé stórviðburðanna að vænta á þessu vori. Og enginn efast um, að það verði iþung högg, sem Þjóðverjar greiða þar, þegair þeir’ fara af stað. En hiran langþiráða „lokasigur“ vinna þeir ekki frékar þar, en á Frákklandi í fyrxa sumar. Nýir sigrar verða sjálfsagt unnir, en með meiri erf- iðismunum en áðxxr. Það verður barizt í helmingi meiri fjarlægð frá Þýzkalandi en í fyrra srnmar. Allt verðuir að flytja að á iönguim leiðttm. Olíueyðslan verður marg- föld við það, sem hún hefir verið hingað til. Og hjá þýzkum her- mönnum mun sú vitund vaxa, að þeir séu þrátt fyrir allt, að vinna fyrir gýg. Því að Engiand verður aldriei sigrað á meginiandinu. Og að endingu kemur hrunið eins og 1918 — að eins miklu ægilegra en þá- mszmsxzíKKiniaa NýKomið H. P. Sosa, Worchestersósa, Tómatsósa, Sunneysósa, Pickles, Capers, Savora sinep. Colmans Mustarð. TleraarbM Tjamargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Simi 1678. Skýrsla félagsmálaráðherra: AiDýðutryggiigar. HER fer á eftir yfirlit um 3 aðalgreinar þeirra:' a) Sjúkratryggingar. Otgjöld allra sjúkrasamlaganna árið 1939 voríi 2,054 millj. kr., en tekjur 2,141 millj. kr. Tékjuafgangur því rúm 88 þús. kr. Eignir í árslok 1939 voru um 768 þús. kr. Gi’eiddur ríkisstyrlkur um 319 þús. kr. og styfkur frá bæjar- og sveitarfélögum jafnhár. Tala samlága í ársbyrjun 1940 var 13, en 2 bættust við á árinu (á Kjalarnesi og Eyrarbakika). Meðlimatala árið 1939 sam- kvæmt greiddum iðgjöldum, var 33 þús. 258 kr., auk barna og unglinga innan 16 ára aldurs, sem voru um áramótin 1939/40 16445. Alls voru því tryggðir í sam- lögunum 1939 að meðaltali um ■ 49 700 manns, eða rúm 40% allra lanidsmanna, og er það hátt á 4. þúsund fleira en árið áður. — Enn liggur ekki fyrir y-firlit um árið 1940, en gera má ráð fyrir ta'.sverðrí útgjaldaaukningu vegna dýrtíðarinnar af völdum stríðsins. Hafa flest samlögin nýlega orðið að hækka iðgjöldin nokkuð. b) Slysatryggingar. Slysabætur, sem slysatryggingardeild trygg- ingarstofnunar' ríkisins hefir greitt árið 1940, hafa numið samkvæmt bráðabirgðauppgjöri kr. 532 þús- undum. Þar af hefir sjómanna- tryggingin borið kr. 330 /þúsunid, en iðntryggingin kr. 202 þúsund. Eftir 6. maí 1940 hefir verið greidd full verðlagsuppbót á þessar bætur, aðrar en læknis- hjálp, kaupgjald og aflahlut. Árið 1939 námu þessar’ bætur ails kr. 375145,50, þar af sjó- mannatryggiragin kr. 169815,51, en iðntryggingiri 205 329,99 kr. Það ár var tekjuafgangur slysa- tryggi'ngardeildaT kr. 228 042,38, en eignir deildarinnar námu alls 1 ársiok 1939 kr. 1429 683,51. Ekki verður ennþá sagt um það, hvemig afkoma ársins 1940 verður, þar sem uppgjör inn- heimtra iðgjalda er enn ekki komið frá neinu.m innheimtu- manni. c) Elli- og önorkutryggingar. Árið 1940 var varið til ellilauna og öriorkubóta samtals yfir allt landið kr. 1591915,71 til 6680 marana, eða kr. 238,31 til einstak- lxrags að meða-ltali. Af heildar- lupphæðinni lögðu bæjar- og sveitarfélög fram kr. 1093217,91. Tryggingarstofnun ríkisins kr. 413 386,33, og vextir ellistyrktar- sjóðanna gömlu kr. 85311,47. Ot- Wutunin fer fram í tveimur flo|kk- Um, þanraig, að til 1. flokks renna vextir ellistyrktarsjóðanna og Vx. hiuti af framlagi lífeyrissjóðs ís- lands, gegn að minnsta kosti jafn- háxx framlagi á móti frá bæjar- og sveitarfélöguim, iog lifeyris- sjóður Islamds leggur fram. Til greina koma í þessum flokki gamalmenni og öryrkjar, sem ekkj þiggja af sveit og komizt geta af með. tiltölulega lágar upphæðir eða það, sean kalla mættí glaðning. Til þessa flokks var varið samtals kr. 298 901,29 ti’l 4236 manna, eða kr. 70/S6 til hvers einstaklings að meðaltali. Til 2. flokks var varið samtals kr. 1293 014,42 til 2444 manna, ©ða kr. 529,06 til hvers einstak- lings að meðaltali, samtals fengu 5125 gamalmenni, 67 ára og eldri, einhvem styrk eða 63% af öllum gamalmennum landsins, og auk þess var úthlutað til 1555 ör1- yrkja, þar’ með taldir þeir, er styrk fengu samkvæmt eldri löig- Um um ellistyrk. Samkvæmt lögum nr. 73, frá 6. maí 1940, heimilaðist lífeyris- sjóði íslands aö greiða fullar Uppbætur á sinn hluta ellilauna jog örorkubóta í 2. flokki, eftir vísitölu kauplagsnefndar, enda greiði bæja>- og sveitafélög til- svarandi uppbætur á sinn hluta. Heimild þessa hafa um 65 sveita- Og bæjaféiög raotfært sér, þar á meðal i allir kaupstaðirnar, og flest grieitt fullar uppbætur eða 24,75%. Með bráðabii'gðalögum frá 27. ágúst 1940 var svo ákveðið, að hækkun slysabóta og uppbót á elliiaun og önorkubætur skyldu gilda áfram á meðan vísitala kauiplagsnefndar væri 110 eða hærri og lífeyrissjóður íslands skyldi á sama tíma greiða 30% af heiidaríipphæð ellilauna og ör- orkubóta, og er þessu þar með slegið föstu til frambúðar. Þess má geta, aö árið 1935, eða næsta ár áður en lögin um al- þýðutryggi'ngar gengu í gildi, var úthlutað samtals á öllu landinu Ul ellilauna og örorkubóta ca. kr. 200 þúsundum, en árið 1936, það er fyrsta árið, sem úthlutað er samkvæmt alþýðutryggingarlög- UnUm, kr. 924 000,00 og árið 1940 eins og áður er sagt, kr. 1591- 915,71, og má af þessu bezt marka, hversu geyshnikil aukn- ing hefír orðið á opinberum fram- lögum til ellihrumra marana og öryrkja, eftir að alþýðutrygging- arlögin komu til framkvæmda, enda aukast styrkir þessir nú: með ári hverju, og því meir sem lengra líður, unz takmarkinu er náð, sem er fullkomin trygging ellihríinira marana og öryrkja. VerkiHUHHiUiir. Af eðlilegum ástæðum var lítið byggt árið 1940 af verkamanna- bústöðum, en þó- iéistar hér i Reykjavík, eða lokið við bygg- ingu á saimtals 40 íbúðum og á Akureyri 3 húsum með samtals 6 íbúðumi. Þessir nýju verka- manmabústaðir erir allir hinar glæsilegustu byggiragar, en þvi miður hefir orðið kyrrstaða á slíkum byggingum, þar sem ó- kleift hefir neynzt að fá innflutt byggingai'efni með hóflegu verði. Má því miður gera ráð fyrir, að byggingar verkamannabústaða falU niður ura skeið, en strax og möguleikar verða fyrir hendi f þeim efnum, þarf að byrja á nýjan leik, og það með nneiiia krafti en nokkru sinni fyrr, e£ sömasamlega á að vera séð fyric bústaðaþörf alþýðunraar í kalup- stöðum landsins. Vinsælar dansplötur koma þessa daga. Nálar, allar teg. Að mara-getnn tflefni vill loftvarnanefndiii taka Það fram að lain opinberu loftvarnabyrgi eru ein* gbngu ætluð vegfarendum. Þeir, sem staddir eru inn* anhdss pegar hættumerki er gefið ber pvi að halda sig par9 par til merki um að hættan sé liðin hjá verð** ur gefíð. Félk er ennfremur alvar* lega áminnt nm að velja sér staði í ibáðahásum sínu par, sem pað getur haldið kyrru fyrir par til merki um að hættan sé lið* in hjá verður gefið. Loftvarnanefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.