Alþýðublaðið - 24.02.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 24. FEBR. 1841. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTYARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Um daginn og veginn (Magnús Jónsson prófess- or). 20,50 Útvarpshljómsveitin: ís- lenzk þjóðlög. 21,00 Kvöld Slysavarnafélags ís- lands: Ávörp, ræður o. fl. Dr. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur á morgun kl. 6,15 í 3. kennsliístofu háskólans. Fyrirlesturinn verður um auglýs- irigar. Allir velkomnir. Drottning samkvæmislífsins heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Madeleine Carroll, Fred Mac Mur- ray -og Shirley Ross. Reykjavíkurannáll h.f. hefir í kvöld kl. 8 frumsýningu á nýrri revyu, Hver maður sinn skammt. Önnur sýning verður annað kgöld kl. 8. Úthlutun matvælaseðla í Reykjavík fyrir næstu fjóra mánuði hófst í morgun. Afgreiðsl- an er í Tryggvagötu 28, afgreiðslu tími kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. h. Kvenfélag Alþýðuflokksins minnir félagskonur sínar á að fræðsluflokkurinn byrjar aftur, eftir samkomubannið, í kvöld í Al- þýðuhúsinu uppi og hefst stund- víslega kl. 9. Á eftir kemur sauma- klúbburinn saman. Snjóflóð féll síðastliðinn laugardag sk'ammt utan við Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Tók snjóflóðið þrjú fjárhús og sópaði þeim út á sjó. Voru í þeim samtals 64 kindur. Hin árlega barnaskemmtun Ármanns verður í Iðnó á ösku- daginn kl. 4Y2 síðd. Að vanda verður hún mjög fjölbreytt. Um kvöldið verður öskudagsfagnaður fyrir fullorðna. Nánar auglýst á morgun hér í blaðinu. Söngfélagið „Harpa“ hefir samæfingu í kvöld kl. 8.30. Áríðandi að allir mætj, HÞÝíUBUlÐIÐ GUÐMUNDUR GISSLRARSCN Frh. af 3. síðu. manns Guðmundssonar hefðu ávalt mátt ráða verkalýðsfé- lagsskapnum. — Hvenær hefir Sjálfstæðisflokkurinn barizt fyrir hagsmunamálum verka- lýðsins? ALDREI. Hvenær hef- ir Sjálfstæðisflokkurinn ekki barizt á móti þeim? Það má víst leita nokkuð vandlega til að finna það. — Hverjir hafa þá byggt upp verkalýðssamtök- in? Það eru Alþýðuflokksmenn og konur. Og hvers vegna hefir svo þetta fólk verið hundelt og ofsótt af Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum? Það er af því að það hefir verið braut- ryðjendur og forystulið í rétt- inda- og hagsmunabaráttu verkalýðsins. — Rök fyrir þess- um staðhæfingum mínum er fyrst og fremst að finna í blöð- um Sjálfstæðisflokksins og mörgum þingræðum Sjálfstæð- isflokksmanna. Til að hylja þessar staöreynd- ir öskra nú ýms leiguþý Sjálf- stæðisflokksins, að Alþýðu- flokksmennirnir, mennirnir, sem hafa gert verkalýðsfélög- in það, sem þau eru, séu hinir raunverulegu fjendur verka- lýðsins, jafnframt sem þessir piltar spyrna upp ryki úr hinu pólitíska moldarflagi Sjálf- stæðisflokksins til að hylja sannleikann og glepja mönnum sýn, og gera þar ýmsar lödd- aralistir eftir skipunum hús- bænda sinna. — En einhvern tíma verður þessu moldviðri feykt í burtu, og þá verða það ekki við Alþýðuflokksmennirn- ir, sem stöndum naktir frammi fyrir alþjóð fyrir skemmdar- starfsemi, svik og blekkingar í verkalýðsmálunum, það verða fyrst og fremst loddararnir í S j álf stæðisf lo kknum. Hafnarfirði, 14/2 1941. Guðm. Gissurarson, ALÞÝÐFLOKKSFÉLAGUIÐ Frh. af 1. síðU'. ræðu Haralds Guðmudnssonar. í stjórn félagsins voru kosnir með honum: Arngrímur Krist- jánsson, Guðjón B. Baldvinsson, Guðm. R. Oddsson, Felix Guð- mundsson, Ingimar Jónsson og Nikulás Friðriksson, en vara- menn: Sveinbjörn Sigurjóns- son, Pálína Þorfinnsdóttir og Sigríður Hannesdóttir. Samkvæmt skýrslu stjómar- innar eru félagar nú 724 að tölu, tekjur félagsins voru á ár- inu kr. 9154 97, eignir félagsins nema tæpum 6000 kr. Mikill áhugi ríkti á fundin- um um málefni Alþýðuflokks- ins og fór hann hið bezta fram. 'SLYAVA RNA FSLAGIÐ Frh. af 1. síðu. máiám Vestfirðinga við ríkis- stjórnina. Þá var samþykkt svohljóðandi tillaga fiá Sigurði Ölafssyni: „Alalfundur Slysavarnafé- lags íslands, haldinn í Reykja- vfk 23. febr. 1941 skorar á skipaskoðt narstjórn að hafa r-tra ;+. eftirlit með skoðun skij j og útbúnaði þeirra, sér- staklega smærri skipa, er sigla milli Iandái“ Loks kcmu fram tillögur um sundkennslu barna og um skip- brotsmannaskýli á Söndunum. i Enn fremur var nokkuð rætt t um útgeril björgunarskipsins Sæbjörg og síðan fundi slitið kl. langt gengin 12 um mið- nætti. JBOLGARÍA Frh. af 1. síðu. ríu, símaði á laugardagskvöld, að hann hefði séð þýzka borgara- klædda herfo: ingjh þá um morg- uninn talu sér gistíngu í gisti- húsum oorgarinnar. Þá skýrði hann fr, því, að loft\'arnabyssum væri verið að koma fyrir á þök- um helzíu bygginga borgarinnar, og enn fremuað búígarska lög- ■ NÝJA BIÚ ■ Á refilstignm! „Angels with dirty Faces.“ Amerísk stórmynd frá Warner Bros, sem talin er í röð sérkennilegustu og á- hrifamestu mynda er gerð- ar hafa verið í Ameríku í lengri tíma. Aðalhlutverkin leika: JAMES GAGNEY. PAT O’BRIEN. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. GAIVSLA EÍÖB Droftaiog sankvæmislifsifls (CAFÉ SOCIETY.) Aðalhlutverkin leika: Madeleine Carroll, Fred MacMurray og Shirley Ross. Aukamynd: Paramoimt-fréttamynd. Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h. f. wmrnm 4 _SflW * FRUMSÝNING á revýunni í kvöld kl. 8 stundvísl. Nokkur stæði óseld og verða þau seld í Iðnó frá kl. 1 í.dag. ÖNNUR SÝNING á morgun. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 4 í dag; ann- ars seldir öðrum. Sala á óseldum aðgongumiðum í Iðnó frá kl. 4 í dag og kl. 1 á morgun. reglan hefði strangt eftirlit meö 50 forvígismönnum andstöðu- flokka stjómarinnar. Aðrar fregnir hermdu, að mik- ið kvæði að því, að þýzkir her- menn kæmu til landsins og tækju upp eftirlit með flugvöllum og samgönguleiðum. Þrátt fyrir ■ þetta mótmælti búlgarska ríkisstjórnin þvi í morgun, að hemám landsins eða árs á það væri yfirvofandi. Útbreiðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ E J SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT ekkert vænt um föður sinn. Eða Martha. Hún var metnaðargjörn og eigingjörn. Að Jennie undan- skilinni virtust börnin ekki hugsa nema um sig sjálf. Þegar Bas kvæntist hugsaði hann ekki framar um föður sinn eða systkini. Martha sagðist ekki geta miðlað heinum. George hafði sent penimgá um tíma, en svo vildi hann ekki senda meirá. Veronika og William höfðu lifað áhyggjuláúsu lífi á þeim peningum, sem Jennie sendþ hh hann leit svo á, að það væri syndsamlegt, þVí að þeir peningar væru ekki vel fengnir. Óg nú var hann orðinn gamall maður. Hann hrissti höfuðið. Leyndardómur leynd- ardómanna. Lífið var í sannleika sagt undarlegt og ömurlegt. En hann vildi ekki eiga heima hjá neinu af börnum sínum. Þau voru vanþakklát, öll nema Jennie. Og hún var syndug. Þess vegna var hann harmþrunginn. Lengi fékk Jennie ekkert að vita um áhyggjur föður síns. Áður hafði hún alltaf skrifað utan á bréfin til Mörtu, en nú skrifaði hún utan á þau til föður síns. Þegar Veronika var flutt frá honum, skrifaði hann Jennie og sagði henni, að hún þyrfti ekki að senda meiri peninga. Hann hefði góða at- vinnu við verksmiðjuna og gæti búið þar fyrst um sinn. Harxn sendi henni aftur dálitla fjárhæð, sem hann hafði sparað, — það voni 160 dollarar — og lét þau orð (ylgja, að hann þyrfti þeirra ekki með. Jennie skiidi ekki neitt í neinu, en þegar hin skrifuöu ekki. þóttist hún vita, að allt gengi vel. Faðir hennai' vildi ekkí þiggja peninga frá henni. Hún hafði t. m um, h\ernig á því stæði. Slæman grun. Hún velti því fyrir sér, hvað hún ætti til bragðs að taka, hvort hún ætti að yfirgefa Lester og hverfa heim til föður síns. Myndi faðir hennar vilja flytja til héhnar? Vafalaust myndi hann ekki vilja flytja Véstur til hennr.r. Hefði hún Verið gift, hefði hann ef til vill viljað flytja til hennar. Og ef hún byggi ein, mvndi hann vatalaust vilja koma til hennar. Hvað atti hún að taka til bragðs. Hún vildi hefjast F Ja. Ef hún gæti íengið sér atvinnu og unnið :ér inn sex dollara á viku, þá gátu þau lifað á því. Jg þessir peningar sexr. Gerhardt hafði sparað, gátu kornið að noturn vú5 að sigrast á byrjunarörðugleik- unuln. ÞRÍTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI | Reyndar vaf henni það ljóst, að hún leit ekki á málið irá sjónr rm.ði I estérs. Hún vissi, að hann dskaði hani á sinn hátt. En þó unni hann henni ckki svo mikið, að hann vildi ganga að eiga hana, iþrátt fyrir almenningsálitið. Ög hún vissi, að hann vildi ekki skilja við hana að svo komnu máli, Lester var nú kominn á þann aldur, þegar breyt- ingagirni í ástamálum er mjög tekin að sljógvast. Og har hafói aldrei áður fundið konu, sem íéll honum Jjafn vel í geð og Jennie. Hún var mild í skapi, gáfuð og yndisleg. Honum leið vel í návist hennar. Og hvaða ástæðu hafði hann þá til þess að vera áhyggjufullur. En óróleiki Jennie óx frá degi til dags. Loks ákvað hún að skrifa honum bréf. Hún samdi fáein upp- köst og loks gat hún komið því saman þannig, að hún var nokkurn veginn ánægð með það, og það varð á þessa leið: Kæri, góði Lester! Þegar þú færð þetta bréf verð ég farin héðan, og ég vona, að þú reiðist mér ekki, en lesir bréfið í ró og næði. Ég tek Vestu litlu með mér og fer burtu, og ég held, að það sé það bezta, sem ég get gert — allra vegna. Lester! Það er skylda mín að gera það. Þú veizt, að þegar við hittumst, var fjölskylda mín mjög fátæk, og kringumstæður mínar voru þannig., að mér datt ekki í hug, að nokkur heiðarJegur mað- ur vildi ganga að eiga mig. Þegar þú komst og sagð- ist elska mig, vissi ég ekki, hvað ég átti að gera- Þú komst mér til þess að elska þig, Lester, gegn. vilja minum. Þú manst, að ég sagði þér, að ég mætti aldrei framar hrasa og ég sagði þér, að ég væri þér ekki samboðin, en þegar þú varst nálægt mér, vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð, og ég vissi ekki, hvaða af- sakanir ég átti fram að færa. Pabbi lá veikur og það var enginn matur til á heimilinu. Við systkinin fengum svo lítið fyrir vinnu okkar. Georg bróðhr minn átti ekki skó á fæturna og mamma þjáðist svo mikið. Ég hefi oft hugsað um það, Lester, að ef mamma hefði ekki haft svona miklar áhyggjur, þá hefði hún verið enn á lífi. Ég hélt,. að ef þú elsk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.