Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 2
>RÁ)JUDAGUR 25. FEBR. 1941. Af.ÞYÐHBLAÐIÐ BarnaskemmtDn glímufél. Ármann verSur í Iðnó á öskudaginn kl. 4U> síðdegis. Til skemmtunar verður: 1. Kvikmyndasýning. 2. Fimleikasýning. Telpur Stjórnandi Fríða Stef- ánsd. 3. Jack Quinet spilar á sög. 4. Lárus Ingólfss. skemt- ir. 5. Step-Akrobatik. Inga Elís. 6. Fimleikasýning. Dreng- ir. Stjórnandi Jens Magnússon. 7. Hljómsveit leikur. 8. ? ? ? ðskndagsfagnaðnr félagsins verður í Iðnó á öskudaginn kl. 10 síðd. — Til skemmtunar: Step — Akrobatik. Lárus Ingólfsson skemmtir. — Dans. Aðgöngumiðar að báðum skemmtununum fást í Iðnó frá kl. 5—7 í dag og frá kl. 1 á öskudag og kosta 1,50 fyrir börn og 2,00 fyrir fullorðna á barnaskemtunina, og 3,50 á öskudagsfagnaðinn. Atson kventaska nýjasta tízka. Nýjar gerðir 1 fjölbreyttu úrvali af SEÐLAVESKJUM, BUDDUM. Þá eru það lúffurnar fóðr- uðu með góða sniðinu. Skjalamöppur cg Skóla- töskur, — margar gerðir. Sanngjarnt verð. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. ÖSKUDAGSFAGNAÐUR st. „Einingin“ fyrir sjúkrasjóð hennar verður annað kvöld að fundi ■ loknum. —- Ýms skemmtiatriði. Dans. Ágæt hljómsveit. Styrkið sjúkra- sjóðinn — skemmtið ykkur. Þingskrilarapróf fer fram í Alþingishúsínu fimmtudaginn 27. febr. og hefst M, 4 síðdegis. Þeir, sem óska að ganga undir prófið, sendi um það tilkynningu til skrif- stofu Alþingis fyrir hádegi á fimmtudag. SKRIFSTOFA ALÞINGIS. Merkilegar breytingar lagi Slysavarnafélags á skipu- Islands. I ------UM DAOINN OG VEGINN----------------------- Hagalín skrifar „Gróður og sandfok". Athugasemd frá f ttstk fréttaritara útvarpsins. Háskólabíóið og umræðurnai uíui það. Bílar og vegfarendur. Bílstjórarnir og ósvífnir viðskiptamenn. ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------------ Fulltrúaþing árlega hér í Reykjavík ------+------- Samtal við Slgurjón Á. Ölafsson. AAÐALFUNDI Slysa- varnafélags íslands s.l. sunnudag voru nokkrar breytingar gerðar á lögum félagsins eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Þar sem ætla má, að eigi sé öllum fyllilega Ijóst, í hverju Breyt ingar þessar eru fólgnar og hvað þær hafa í för með sér, sneri Alþýðublaðið sér til Sigurjóns Á. Ólafssonar al- þingismanns. sem hafði fram sögu um lagabreytingarnar. Fékk það Itjá honum eftir- farandi upplýsingar: , Breytingi:n er í höfuðdráttum sú, aö a'ðalfundur félagsins, sem haidinn hefir verið árlega, hverf- ur úr sögunni og í þess stao skal haldið árlega þing með fulltrú- um deildanna á tímabilinu 15. febr. til 15. april. Hver deild kýs 1 fulltrúa fyrir hverja 100 félaga og bnot úr hundraði. Deild, sem hefi-r minna en hundrað, kýs 1' fulltrúa. 1 bæjum og stærii kaup- túnum er heimilt að hafa sérstak- ar karlmanna- kvenna- og ung- H ngadeildir. Er þetta í samræmi við þá þróun, sem orðið hefir. 1 Reykjavík myndast sérstök deild karla og kvenna, sem skráð hafa verið félagsmenn og ekki hafa verið meðlimir kvenna- vg~ unglingadeildanna. Á öðram stöðum veldur þetta engri breytingu frá þvi, sem ver- ið hefir. Stjórnln hefir frá byrjun verið skipuð 5 mönnum, en framvegis skal hún skipuð 9 mönnum. 5 þeirra ' skulu vera búsettir i Eeykjavík og Hafnarfirði og nefn- ast þeir framkvæindaráð. Auk þeirra sé einn úr hverjum lan-ds- fjórðungi. Æfifé-Iagar eiga at- jkvæðisrétt í þeirri 'd-eild, s-em er á því svæði, er þeir eiga heima. í félaginu era nú 106 deildir með 13700 meðlimum. Hreyfing þessi hefir vaxið ört hin síðari ár og næí jafnt til sjávar og sveita. Það var þvi ekki að ó- fyrirsynju, að breyting þessi á skipulagi og lögiirn félagsins var gerð, sv-o að a Ilar déildir þiess víðs vegar um landið, gætu átt k-ost á að fjalla u:m þau mál, sém að slysavörnum lúía og þar með að skipa hina Seðstu stjóm þess á hveiýu'm tíma.“ Mál þetta hefir lengi verið tí'l umræðu og undirbúnings. Laga- refnd var fyrst kosin á aðalfundi 1938, eftir tillögu séra Magnúsar Guðmundssoniar í ölafsvík. 1939 var t\-eirniur bætí í nefnidina. Annar Jieirra var Sigurjón Á. Ól- afsson, sem var kjörinn formað- ur hennar. Á þ-eim fundi benti hann á, hvort ekki bæri að taka uop það skipulag, sem nú er orðið að lögum. Hefir stefna hans sigrað x málinu o-g rná vænta pess, að sú breyting, sem gerð hefir verið, verði til þessað skapa festu og samhug í starfi hinna mörgu deilda þess. Vðiínr og viðgangnr Ranðatross íslands. Meðlimatalan hefir ferfaldast á 4 áriim. AF sýningu Rauða krossins í Háskólanum er það bert, að R. K. er í örum vexti hér á landi og að starísemi hans eykst ár frá ári. Félagatala hef- ir ferfaldast á s.l. 4 árum, en merkjasala R.K.Í., sem er ein helzta tekjuöílunarlind félags- ins, hefir sjöfaldast á sama tíma. Sýna þessar tölur, að þjóðinni er ljóst hið mikils- verða hlutverk R.K. í þágu heilbrigði og menningarmála. Sýning þessi færir mönnum heim sanninn um það, að starf- semi R.K. er mikil og þörf á stríðstímum, jafnvel hér norð- ur á ísland. Það sýnir t. d. Finnlandssöfnúnin, sem félagið gekkst fyrir á sínum tíma, og sem þjóðin öll sýndi svo mik- inn skilning á. Þa hefir R.K. undirbúið hjálparsveitir vegna loftárása, svo og hjúkrunar- gagnabúr, sem í eru 100 rúm- stæði með öllum rúmfatnaði. Á að vera hægt að dreifa þessu hvert á land sem er. Er þetta merkileg og þörf eign, ef drep- sóttir, stórbruna, jarðskjálfta eða cldgos ber að höndum. Öskudágurinn er söfnunar- dagur R.K.Í., og er þess að vænta að ' 'nunin gangi ekki lakár nú en áður, því að áreið- anlega mui sýningin ekki spiilf ' fyrir. Dr. Dyril Jackson sendikennari flytur fyrirlestur í 1. kennslustifu háskólans kl. 8,15 í kvöld. Efni: Háskólar í Englandi. YRIR NOKKRU skrifaði ♦ Guðmundur Hagalín veiga- mikla grein um bókmenntastefn- ur, sem hann nefndi „Liggur veg- urinn þangað?“ Þessi grein varð til þess að kommúnistarnir, sem stjórna „Máli og menningu“, réð- ust harkalega að Guðmundi í tíma- riti sínu og var þetta hefti tíma- ritsins fullt af kommúnistiskum undirróðri. Nú hefir Guðmundur Hagalín skrifað heila bók, þar sem hann tekur þessa pilta til bænar, enda skýrir hann frá því í „Skutli“, að tilgangur hans með fyrri grein sinni hafi einmitt verið sá að láta þessum piltum hitna í hamsi. GREIN SÍNA hina nýju nefnir Guðmundur „Gróður og sandfok“ og mun hún, ásamt hinni fyrri, vera um fimm arka bók. Mun mörgum leika forvitni á því að lesa þessa bók Guðmundar. Full- yrða má að hér sé um „stríðsrit" að ræða og mun þá mega eiga von á því að penninn sé oddhyass og beittur. AXEL THORSTEINSSON, fyrsti fréttaritari útvarpsins, sem að jafnaði annast um ensku fregn- irnar, hefir beðið mig fyrir eftir- farandi athugasemd: „Fregnirnar frá London, sem lesnar eru kl. 8 á kvöldin, eru nú teknar kl. 3 og 5. Það er einungis hlustað kl. 7 og ef um merk tíðindi er að ræða, koma þau seinast —- í stuttu máli — í ensku fregnunum í fréttalestrin- um, sem byrjar kl. 8. Það þarf væntanlega ekki að taka fram, að það getur alltaf komið fyrir, að einhver hlustandi heyri greinilega frétt, sem annar hlustandi heyrir ógreinilega, en stundum heyrist yfirleitt illa, og fréttamönnum út- varpsins mundi vafalaust verða legið á hálsi, ef þeir gætu ekki allrar varúðar við endursamningu fréttanna, þegar truflanir eru miklar. En „útvarpshlustandi" segir sjálfur um umrædda .fregn kl. 7 á mánudagskvöld; að skilyrði hafi verið svo slæm, að hann heyrði hana ekki greinilega. Nú var það svo, að umrætt kvöld heyrði ég einnig illa nokkurn hluta fréttatímans, vegna trufl- ana.“ „EN HVERS VEGNA var þá þessi fregn ekki lesin kl. 10? Ef útvarpið á að láta í té nýjar fregnir kl. 10 eða laust fyrir 10 verður að breyta því fyrirkomu- lagi, sem nú er. í seinni fréttatím- anum er lesið fréttayfirlit, sem margir, er ekki hafa aðstöðu til þess að hlusta kl. 8, sennilega vildu ógjarnan missa. Fréttir, sem byrjað er að lesa í London kl. 9,45 og lokið kl. 10 er vitanlega ekki hægt að lesa hér kl, 10 eða fyrir 10, þar sem fréttalestri hér er lok- ið um það bil jafnsnemma og í London. Einhvern tíma verður þó að ætla til að ganga frá fréttun- um frá 9.45 og væri vart hægt að lesa þær fyrr en 10.15. Nú ér yfirlit frétta frá 9.45 og 12 á kvöld in og 7 á morgnana tekið með þeim fregnum, sem teknar eru ár- degis, og lesnar í hádegisútvarp.“ „REYKVÍKINGUR“ skrifar mér: „Það munu fleiri en ég vera undrandi yfir þeirri umhyggju, sem einstakir menn bera nú orðið fyrir háskólanum og eignum hans, menn, sem hingað til virðast hafa látið sig litlu skipta hág og vel- ferð þessarar'stofnunar. En þegar að er gætt skín gegnum umhyggju og sakleysisgrímuna og undir af- hjúpast skír ásjóna eigingirninnar og fégræðginnar. Á vígstöðvarnar gegn háskólanum er sendur mað- ur, sem látinn er túlka eiginhags- munaskoðanir hinna réttu and- stæðinga háskólakvikmyndahúss- ins fyrirhugaða. Baráttuaðferðin Slúður SLÚÐURSAGNAHÖFUND- ARNIR voru ákaflega and- ríkir í gær. Þeir voru önnum kafnir frá morgni til kvölds: 1. 10 Zeppelinloftför voni yfir landinu í fyrrinótt og hafði hvert þeirra 1000 fallhlífar- hermenn innanborðs. Síðast í gærkveldi höfðu þeir allir fallið í sjóinn vegna norðan- áttarinnar. 2. Þýzkt flugvélamóðurskip sást út af Austfjörðum. í fyrrinótt og stefndi til landsins. 3. Stórt þýzkt herflutninga- skip sást út af Vestmanna- eyjum. 4. Leynistöð í Noregi sendi að- vörun um að Þjóðverjar væru lagðir af stað til ís- lands. 5. 20 þýzkar flugvélar flugu yfir Færeyjar í fyrrinótt og stefndu í norðurátt. 6. í fyrrinótt urðu Bretar var- ir við tvær stuttbylgju- stöðvar hér í bænum. Þetta er svolítið ágrip — og sýnir, að fleiri eru skáld en þeir, sem gefa út bækur, því að vitanlega var þetta allt eintómt slúður. er sú, að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi, að fé háskólans, sem almannafé kallast, sé í hættu lagt með því að leggja það í rekstur kvikmyndahúss hér. Kemur slíkt úr hörðustu átt, þegar litið er . á líf og afkomu þeirra manna, er sjálfir hafa aflað sér auðæfa sinna með kvikmynda- húsrekstri." „ÉG SPYR: Getið þið, sem eruð að fræða almenning á þessari fjár- málaspeki, látið ykkur detta í hug, að við Reykvíkingar séum svo skyni skroppnir, að við ekki sjá- um gegnum grímuna? Haldið þið að við Reykvíkingar þekkjum ekki betur afkomu kvikmynda- húsanna hér en svo, að við getum álitið að fé, sem lagt er í slík fyr- irtæki. sé á glæ kastað? Tundur- skeytin á háskólataíóið hafa misst marks.“ BÍLSTJÓRI sagði mér í gær, að nú væri töluvert farið að brydda á því að menn gætu tekið bíla á götunni. Þetta er algengt erlendis og mjög til hægðarauka fyrir veg- farendur. Menn aðeins gefa bíl, sem fer um götuna og er tómur, merki, og þá nemur hann staðar og tekur viðkomandi mann. En eftir að slík regla er komin á og til þess að hún geti orðið almenn væri nauðsynlegt að hafa mæla á bílunum svo að einnig væri hægt að sjá betur hvort bílarnir væru uppteknir eða ekki. ÞESSI SAMI BÍLSTJÓRI sagði mér að allmikil brögð væru að því, að fólk pantaði bíl frá fleiri en 1 bílst‘ð í einu, óg tæki svo þann, sem fyrstur kæmi. Hefir það jafn- vel komið fyrir, að þrír eða fjórir bílar kæmu samtímis að sama húsi til að sækja sama fólk. Hefir það einnig borið við að bílstjórarnir hafa allir neitað að taka fólkið eftir að þeir komust að því hvern- ig í málinu lá. Er það vægast sagt minnsta refsing, sem slíkt fólk getur fengið. Hannes á horninu. imglingur drengur eða stúlka óskast til að bera út Alþýðublað- ið i vesíurbænum. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.