Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 3
ALÞÝÐL3LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBR. 1941. SIÞTÐUBLAÐIÐ .1 Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. A I, ÞÝÐIJPRENTSMIÐJAN Árásir kommúnista á „S|aínaru stúlkurnar og Alþýðusambandið KOMMONISTAR eru í blaði sínu 23. þ. m. að hlakka yfir því með íhaldinu, að eitt félag innan A1 þýðusambancl sins hafi tapað verkfalli. Segja þeir i því sambandi, að verkfall þetta hafi tapast vegna þess, að Alþýðuv- flokksmenn haíi verið búnir að draga sér sjóði Alþýðusambands- ins. Petta sé álíka verknaður og 'ief herforingjar í stríði stælu öll- •um matvæ’.abirgðumfrá hermönn- umium, og svona menn eigi auð- vitað að skjóta. Stúlkumar hafi þess vegna verið svangar; þær hafi verið eendar út i verkfallið „skotfæra- 1ausar“ og þeim hafi ekki verið •séð fyrir mat. Ofan á þetta bætist svo, eftir því sem kommúnistab'aðið segir, að Alþýðusambandið hafi falið vondum manni, sem heitir Jón Sigurðsson, forstjóm Alþýðu- sambandsins. Pessi Jón hafi ámm saman verið launaður til þess af Alþýðuflo'kknum og rikisvaldinu, að „kljúfa verklýðsfélögin porð- anlanids", atvinnurekendum íil þægðar. Hann hafi „leitt þetta verkfall til ósigurs" og vanrækt að „ala upp" stúlkumar, sem stóðu í verkfallinu. Stúlkurnar hafi verið mjög vanþro skaðar og Jón héfði átt að vinna uppeldis- starfið t. d. með smálcshringum i fritíma stúlknanna, sem blaðið segir að hafi verið „lítill og ó- þægi!egur‘J. Pessar ásakanir Pjóðviljans til stúlknanna um vanþroska og illt Uppe’di, er uppörfun kommúnistá til einstæðra stúlkna, er1 standa í harðri baráttu við ósvífna at- vinnuekendur, sem beita þær kúgun og rangsleitni, og er ekki annars að vænta af því b'aði. Ásakanir kommúnistablaðsms um . stuldi Alþýðuflokksmanna vekja heldur enga undrun. Pær eru margtuggin lýgi, sem kom- múnistar og íhaldsmenn kepþast Jtm að dreifa út Uni landið, til þess að leggja verkalýðss a m töki n í rústir. íhaidsmenn gera þáð i þeirri von, að geta lát'ið atvinnur- rekéndur ráða einsamla kaupi og 'kjörum fölksins, en kommúnistar af skemmdafýsn sinni. Einu sinni fyrir; nokkrum árum siðan héldu menn að þeir vildu brjóta niöur verkalýðsfélögin tU þess að gera fólkið svangt og byltingasinnað, <en byltingárandi kommúmsmans dó alveg út þegar Stalin gerði vináttu- og banda'.agssamninginn við Hitler, sem kom styrjöldinni af stað.' Siðan viröist fjandskapur kommúnista við verkalýðsfélögin tilgangslaus, nema því að eins að þeir vilji sundra þeirn, i hiinni nýju þjónustu sinni, fyrir nazism- anumi. Kommúnistablaðið gefurískyn, að réttast væri að skjóta trún- aðármenn Alþýðusambandsins. Petta gerði Kitler, þegar hann tók við völdum í Pýzkalandi, og og nii er þá Einar, Brynjólf og Sigfús iitla iarið að dreyma sams konar drauma. Þessum piltum þykir við Islendingar ekki komn- ir nógu nærri heímsstyrjöldinni, heldur langar þá til að sjá blöð pólitískra andstæðinga sinna, og til þess að réttlæta þessar óskir, Ijúga þeir þjófnaði upp á þá. Allt á þetta að vera vegna vandlætingar út af töpuðum verk- föllum.. Eitt verkfall hefir að vísu tap- ast að nokkru leyti, og það er ekki netna eftir kommúnistum að reyna að nota það til þess að sUndra samtökunum, en um hitt tala þeir ekkert, hve fjöldamarg- ar deilur hafa unnizt, eánmitt á þessum sama tíma, og hve mikill árangur hefir náðst fyrir tilstilli Alþýðusamhandsins. Kaupgjaids- samningar hafa farið fram sam- tímis bæði hér í Reykjavík, hér í grend og úti uin allt land, og ár- 'angur þeirra hefir, þar sem harm hefir verið lakastur í sambands- félögum, orðið jafngóður pg betri en það bezta, þar sem kommún- istar eru sterkastir, svo sem í „Dagsbrún" í Reykjavík, en víð- ast hvár langtum betri. Öll smá- félö-g úti á landi, sem ekkert hafa af kommúnistum. að segja, hafa náð ágætum árángri. Flest fé- lögin hafa meira og minna notið sluðnings og öíl ráða Alþýðusam- bandsins. Við þetta hefir Jón Sígurðsson, framkvæmdastjóri Ál- þýBusamhandsins, Unnið öllum stundum af sínum alkunna dugn- aði og ósérhlífni. Kommúnistablaðið er sýniiega stóriega öfundsjúkt yfir þessu á- gæta-: starfi Jóns Sigurðssonar og finnur honum til foráttu, að hann hafi gefiö sig að stónnálum og ekki „alið upp“ stúlkurnar a veit- ihgahúsunUm nieð , smá leshring- um“, að máður ekki tai. m, að hann iiafi ekki „séð þei.-n fyrir mat“ og sent þær „sínotfævaíáus- ar“ út í verkfail! t augum kommúnista er ^itt 'verkfáll, sem heíir tap'ast og þö ekki nema að nokkru leyti, meira vir'ði en alit, sem unnizt liefir, vegna þess að þeir vilja nota það sem vopri á Alþýðusamband- i o Miljóníus Morgan (Friðfinnur Guðjónsson) og Masína Morgan (Emilía Borg). „Hver maðnr sinn skamt.“ Mýjasta afrek Reýkjavíkurannáls h. f. ið. En þar skjátla'st þeim eins og eft áður. Ein töpuð kaupdeila skapar aukna reynslu og s.am-' heldiri, Pað er furðu djarft af komfri- únistum, að minnast á verkalýös- félögin á Norðuriandi í þessu sambandi til árásar á Jón Sig- urðsson. Pað vita allir, að þar drápu þeir1 ‘öll félög, sem p-eir náðu völidum í,- og- seinast hrundi þeirra eigin vígi, Verkalýðssam- band Noröurlands í rústir utan ÞAÐ er líkt um þessa revyu og fleiri af slíku tagi, að maður gerir það ekki að gamni sínu að hlægja að öllu, sem á borð er borið, en margt var þar þó skemmtilegt og vel fram reitt. Uppistaðan er gömul flækja, afturgengin gegnum Arnold & Bach og fleiri slíka miðla: lausaleikskrói, sem kon- an má ekki komast að, að mað- urinn eigi, en ívafið er græsku- laust gaman um menn og mál- efni, sem sé: hver maður sinn skammt, og „þó þú sért í stúku þá skal hann í þig samt“. Þetta getur orðið ágæt revya, þegar búið er að skera nógu mikið niður. Þarna voru alltof margar dauðar senur, svo sem við Tjarnarbrúna, sem þau frk. Svava Einarsdóttir og Ólafur Beinteinsson gátu ekki blásið lífi í, enda þótt kvæðið sé lag- lega samið revyukvæði undir ga.mialkunnum Kaupmanna- hafnarslagara: Du gamle Maane Mætti þá heldur biðja um Arne Veel? Revyan byrjaði bráðhressi- lega og maður átti von á há- spennu og lífshættu, en alltaf var að draga úr framundir lokin, sem sé: stígandinn var í öfugum enda. Það vantar ekki, að íslenzkir revyuhöfundar séu nógu fjandi sniðugir að semja bráðfyndin tilsvör og það er urmull af á- gætum bröndurum í þessari revyu. En það er annað, sem rþeir annaðhvort kunna ekki eða hirða ekki um að kunna: að búa til kátlegar situationir, sem í þessu sambandi mætti ef til vill kalla flækjur, en í því eru erlendir revyuhöfundar, marg- ir hverjir, hinir mestu snilling- af þeim. Kommúnistar ættu að muna þetta, því það var einmitt eiít stærsta verk Jóns Sigurðs- sonar meðan hann var erindreki, að reisa úr rústurn norðlenzku félögin, sem kommúnistarnir höfðu drepið. Af þessum ástæð- um reyna kommúnistar nú að rægja Jön Sigurðsson, eins og alla andstæðinga, sem eitthvað kveður að. Og það er þarna sem oítar vottur manngildis og dugn- aðar, að verða fy-'ir rógi þeirra. Af sömiu ástæðum má hin ný- kosna stjórn Alþýðusambandsins ve'a ánægð með róg kommúnista og gefur þeim góðar vonir um framtíð Alþýðusambandsins. ar. Hjá þeim komast persón- urnar oft í hinar kátlegustu kringumstæður, sem enginn veit hvernig úr greiðist fyr en í leikslok. Hitt er eins og illa- gerður knallreifari, þar sem les andinn er búinn að finna morð- ingjann áður en morðið er fram- ið. Vegna hinna bráðfyndnu til- svara borgar sig þó að sjá þessa sýningu. Og einu má ekki gleyma: það eru engar æru- meiðinga í þessari revyu og er það meira en hægt er að segja um sumar aðrar revyur, sem hér hafa verið sýndar. Sem sagt, skammturinn er kokkteill, en enginn Svartidauði, sem mað ur getur ekki einusinni verið þekktur fyrir að bjóða versta óvini sínum upp á. Nitouche (Svava Einarsdóttir) og Sjækmundur (Ólafur Bein- teinsson). Það hefir að miklu leyl mætt á Haraldi Á. Sigurðs syni að koma þessari revyu framfæri, þar sem hann er ein: af aðal leikendunum, leikstjói og einn af höfundunum, Morte: Ottesen og Bjarni Guðmunds son hafa, aðstoðað hann við a hrista kokkteilinn. Haraldur Á Sigurðsson hefir um langt skei verið einhver bezti gamanleih ari okkar. Reyndar þarf han ekki að leika. Honum er gama ið eiginlegt. Móti honum lé Tryggvi Magnússon, spaugile^ ur en hætti til að ofleika. Em lía Borg fór röggsamlega og mi fellu laust með hlutverk sit Friðfinn þekkja allir, líka a því að kunna ekki vel. Annai er hann einn af traustustu leif urum okkar. Lárus Ingólfsso kom fram í mörgum gerfun var góður í þeim öllum, en óeztur var hann í gerfi W. C., sem engum, sem las leikskrána, datt í hug að væri sjálfur Winston Churchill heldur allt annað. Alfreð Andrésson skil- aði hlutverki sínu með venju- legri prýði og Drífa Viðar var röskleg. Helga Gunnars er byrj andi og þar af leiðandi óleik- sviðsvön, en hún er efni í leik- konu og ætti að fá að koma oftar á leiksvið. Hún hefir góða söngrödd, sem hún beitir af smekkvísi. Auðvitað er ekki hægt að komast hjá því, að ,,ástandsins“ gæti töluvert í skopleik sem þessum og gengur svo langt, að þeir félagar Sólon íslandus og ditto Sokrates aka kanónu með sér inn á sviðið, setja fýr, upp á stykkið, eins og Jón gamli Indíafari myndi hafa orðað það, og brenna af, að því er virðist, beint upp í tunglið, en tunglið er kyrrt. Að lokum: Þessir skemmtilegu skopleikahöfund- ar hafa komið töluverðu af púðri fyrir í revyunni, en þeir skjóta ekki tunglið niður. Karl ísfeld. Útvarpið í gær. Sjálfsagt eru það 20 þúsund- ir manna, sem hlýða á útvarp á kvöldin. í gærkveldi kom Magnús Jónsson prófessor, sem átti að tala um daginn og veg- inn, fram fyrir þessar þúsund- ir, og sagði þeim að hann kæmi alveg óundirbúinn, og verður slíkt að teljast með öllu ósæmi- legt. Það lýsti sér líka fljótt á ræðu hans, að hann sagði satt, því ræðan var bæði staglsöm og leiðinleg, þó Magnús sé bæði kunnur að því að geta verið góður ræðumaður og mjög skemmtilegur. En það vantaði mikið upp á hvorttveggja í þetta sinn. Aðalefni ræðunnar var hvað embættismenn hefðu ógurlega mikið að gera, þegar þeir væru í Reykjavík, svo þeim veitti ekki af að lyfta sér upp í sveit- inni t. d. með laxveiðum. Sagði hann að það hefði nú verið sagt að fiskistöng væri prik, þar sem öngull væri á öðrum enda, en landeyða við hinn. Þetta virtist Magnús efast um að væri rétt, nema að hálfu leyti, en ekki gat hann þess hvorum megin, öngulsins eða hinum megin, villan væri. Sem dænri upp á þrældóm ráðherranna lýsti hann heim- sókn sinni til Ólafs Thors (án þess þó að nefna Ólaf). Var þesi kafli erindisins beztur, því áheyrendur fylltust meðaumk- un með veslings ráðherranum, sem altaf þurfti að vera að svara í síma (og stundum tvo í einu), eða þá hann þurfti að vera að svara starfsmönnum í stjórnarráðinu, sem virðast bara ekkert geta gert nema leita fyrst ráða Ólafs. Og svo þurfti þessi langpíndi ráðherra milli þessara þrauta altaf að halda áfram samtalinu við Magnús Jónsson prófessor, sem margir af gömlum vana kalla dósent. -i Að lokum las Magnús upp Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.