Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 4
WtlÐJUDAGUR 25. FEBBL 1941. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- ■on,' Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Ávarp frá Rauðakrossi ís- lands (Sveinn Björnsson sendiherra). 20,45 Erindi: Sementsverksmiðja á fslandi (Sigurður Jónas- son forstjóri). 21,10 Tónleikar Tónlistarskólans: a) La folia, eftir Corelli (fiðla: Björn Ólafsson). b) Tríó í G-dúr, eftir Haydn. Sáttasemjari ríkisins hefir boðað hárgreiðslukonur, meistara og sveina, á sinn fund kl. 5 í dag til samkomulagstilrauna. Fjallamærin Snsanna heitir ameríksk kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Shirley Temple, Ran- dolph Scott, Margaret Lockwood o. fl. Sænski sendikennarinn ungfrú Anna Osterman flytur næsta háskólafyrirlestur sinn ann- að kvöld kl. 8,15 í 1. kennslustofu háskólans. Efni: Æfintýrið um hestinn eftir Olof von Delin, saga Svíþjóðar fram til Karls 12. í lík- íngum. SIGURÐUR sigurðsson Frh. af í. sí&u. (skjalafals), 158. gr. (fölsun bóka), 244. gr. (þjófnaður), 247. gr. (draga sér fé úr sjálfs sín hendi) og með hliðsjón af 138. gr. (opinber starfsmaður) og 2. gr. (ný hegn.) eftir að afbrot er framið). Skaðabæturnar, sem Sigurð- ur er dæmdur til að greiða Jóni Árnasyni verkamanni, eru þannig til komnar, að Sigurður geymdi sparisjóðsbók, sem Jón átti, og átti að leggja inn í hana kr. 220,00, en gerði það ekki, heldur eyddi peningunum í sjálfs sín þarfir. Sigurður óskaði ekki eftir, að dómnum yrði áfrýjað, en á- kæruvaldið á eftir að ákveða, hvort það áfrýjar. fJÁTAR I KRAKNINGUM Frh. af 1. síðu. var þar síðast þegar fréttist. Þá liggur vélbáturinn Vestri, gerður út héðan, með bilaða vél úti í Flóa, og var Slysa- varnafélagið fyrir hádegið í dag að gera ráðstafanir til að koma honum til hjálpar. ÚTVARPIÐ I,GÆR Frh. af 3. síðu. nazistakvæði, eftir ókunnan höfund í kennnraskólanum. Var þar öllu og öllum útsvín- að, einnig alþingismönnum, en endað á því að boða allsherjar- samkomulag og, frið (eins og nazista er siður). Bað Magnús skáldið fyrir hvern mun að gefa sig fram, því hann vænti sér mikils af honum. Ætlar hann líklegast að fá hann til þess að yrkja eitthvað, áður en ný sálmabókarviðbót verður gefin út. Gummi. Reykjavíkiír atináll h. i. ÖnnuF sýning í kvöld kl. 8 ósóttir aðgöngumiðar"seldir í Iðnó i dag. Börn fá ekki aðgnng. Nfiu&tu dansplöturnar teknar npp i pær. NÁLAR, allar tegundir. PLÖTUALBÚM. ORGELSKÓLINN í ís- lenzkri þýðingu, verð kr. 5,50, nýútkominn. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. Natsala til sln Matsala í fullum gangi til sölu. Húsnæði getur fylgt. - Upplýsingar klukkan 4—5 j næstu daga. SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Grettisgötu 2. Leikfimiæfing er í kvöld kl. 9 á sama stað og venju- lega. I E.ÝSA BÍÖ WB Fjallamærln Snsanna (Susannah of the Mounties) | Æfintýrarík og skemmti- leg ameríksk kvikmynd, er geris í Canada árið 1884. Aðalhlutv. leikur: SHIRLEY TEMPLE, Randolph Scott, Aukamynd: DROTTNARAR HAFSINS (Mastery of the Sea.) Brezk hernaðarmynd. Sýnd klukkan 7 og 9. SIGAMLA BfÖB Drottnino samkvæmislífsins (CAFÉ' SOCIETY.) Aðalhlutverkin leika: Madeleine Carroll, Fred MacMurray og Shirley Ross. Aukamynd: Paramount-fréttamynd. Sýnd kl. 7 og 9. Þ?r sem mjög hefir borið á, að sandpokar fyrir loftvarnabyrgjum hafi verið skemmdir eða fjar- lægðir, er fólk hér með aivarlega aðvarað um að í kemma ekki ó neinn hátt loftvarnabyrgi þau, sem löftvarnanefndin hér í umdæminu hefir látið búa út fyrir almenning. Br< t gegn þessu varða 50—10 000 króna sekt- um, samkvæmt bráðabirgðalögum frá 2. ágúst 1940 um loftvarnaráðstafanir. Reykjavík, 24. febrúar 1941. LOFTVARNANEFND. . Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun ki. 10 síðdegis. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. Dr. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur í 3. kennslu- stofu háskólans í kvöld kl. 6,15. Efni: Auglýsingar. Öskudagsfagnaður Ármanns verður í Iðnó annað kvöld kl. , 10. Fjölbreytt skemmtiskrá verð- ur. Sjá nánar í augl. ' - r ■ ív jií Barnaskemmtun Ármanns' ’MsSyjíS't verður á morgun kl. 4V2 á Iðnó. Skemmtiskráin er að vanda ipjög fjölbreytt eins og sjá má á augl. á öðrum stað hér í blaðinu. Því mið- ur verður ekki hægt að endurtáka skemmtunina að þessu sinni. 'Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni á morgun kl. 8,15 sr. Árni Sigurðsson. , r 82 THEQDORE DREISER: JENNIE GERHARDT aðir mig, eins og ég elska þig, þá gerði það ef til vill ekki svo mikið til. Þú manst að þú sagðir, að þú vildir hjálpa okkur, og okkur veitti ekki af því einmitt þá. Við vorum svo hræðilega fátæk. Kæri Lester! Ég blygðast mín fyrir að yfirgefa þig á þennan hátt. En ef þú vissir, hversu ég hefi þjáðst síðustu vikurnar, þá myndir þú fyrirgefa mér. Ó, ég elska þig, Lester, elska þig, elska þig. En mánuðum saman — frá því systir þín kom hingað — hefi ég fundið, að þetta er ekki eins og það á að vera, og svona má þetta ekki vera lengur. Það var ekki rétt af mér að vera svona eftirlát við Brander öldungaráðsmann, en ég var svo óreynd þá, og vissi varla, hvað ég gerði. Það var rangt af mér að segja þér ekki frá Vestu litlu strax í upp- hafi. Það var hræðilega heimskulegt af mér að leyna þig þessu svona lengi. Erx ég var hrædd við þig, Lester, hrædd við það, hvað þú myndir segja og hvað þú myndir gera. Þegar systir þín kom varð mér allt í einu ljóst, hvað ég hafði gert, og þá skildi ég það fyrst, að ekki var hægt að halda áfram leng- ur á sömu braut. Ég ásaka þig ekki, Lester, ég á- saka sjálfa mig. Ég bið þig ekki um að ganga að eiga mig, Lester. Ég veit, hvaða tilfinningar þú berð í brjósti gagn- vart fjölskyldu þinni, og mér finnst það ekki rétt gert af þér að brjóta á móti boðum fjölskyldu þinn- ar. Foreldrar þínir og systkini myndu ekki geta sætt sig við það, að þú kvæntist mér, og þá væri ekki rétt af mér að fará þess á leit við þig. En jafnframt því er mér það ljóst, að ég get ekki haldið svona áfram lengur. Vesta litla verður bráðum svo stór, að hún skilur* hvernig í öllu liggur. En hún heldur ennþá, að þú sért frændi hennar. Mig hefir oft lang- að til að tala um þetta við þig, en ég varð alltaf svo hrædd við þig, þegar þú verður alvarlegur á svip- inn, og mér finnst ég ekki geta látið í ljós það sem ég vil segja. Þess vegna datt mér í hug, að ef ég gæti skrifað þér það sem mér býr í brjósti og farið svo, þá myndir þú skilja mig. Og þú skilur mig, Lester, er ekki svo? Þú verður ekki reiður við mig? Ég veit, að þetta er okkur báðum fyrir beztu. Það er skylda min að gera þetta. Ó, fyrirgefðu mér, Lester, fyrirgefðu mér, og hugsaðu ekki um mig framar. Ég get áreiðanlega séð um mig. En ég elska þig, elska þig, og ég verð þér alltaf þakklát fyrir það, sem þú hefir gert fyrir mig. Ég óska þér alls hins bezta. Fyrirgefðu mér, Lester. Ég elska þig, elska þig. Jennie. E.s. Ég held, að ég fari til Cleveland með föður mínum. Ilann þarfnast mín. Hann er orðinn ein- mana öldungur. En komdu ekki á eftir mér. Það er bezt að það sé eins og það er. Hún braut bréfið saman og lét það í umslag, inn- siglaði það og stakk því svo í barm sér. Svo beið hún eftir tækifærinu, þegar heppilegast væri að leggja af stað. Það liðu margir dagar áður en hún gæti komið fyrirætlun sinni í framkvæmd. En síðdegis dag einn eftir að Lester hafði símað og sagt, að hann gæti ekki komið heim næstu tvo daga, tók hún. sig til og lét niður farangur sinn og Vestu litlu. Henni datt í hug, að senda föður sínum skeyti þess efnis, að hún væri að koma, en þegar hún minntist þess, að hann átti ekkert heimili lengur, áleit hún, að bezt væri, að koma honum á óvart. George og Veronika höfðu ekki tekið öll húsgögnin. Mest af þeim var í geymslu. Hún gat tekið þau og komið sér upp ofurlitlu heim- ili. Hún var ferðbúin og var að bíða eftir vagninum, þegar dyrnar opnuðust og Lester gekk inn. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum hafði hann breytt áætlun sinni. Hann hafði ætlað sér á andaveiðar út í mýrarnar sunnan við Chicago, en á síðustu stundu hafði hann breytt áætlun og meira að segja ákveðið að koma fyr heim en venjulega. En hann gat ekki gert sér ljósa grein fyrir því, hvernig stóð á þess- ari ávörðun hans. Þegar hann nálgaðist húsið fanns honum dálítið skrýtið að koma svona snemma heim, en hann varð undrandi, þegar hann sá ferðakisturnar tvær á þrep- inu, Jennie ferðbúna og Vestu líka. Hann skimaði undrandi í kringum sig og brún augu hans urðu dálítið hvöss. — Hvert ætlarðu? spurði hann. — Ég — ég, byrjaði hún og hörfaði undan. — Ég er að fara. — En hvert er ferðinni heitið? — Ég var að hugsa um að fara til Clevelánd, sagði hún. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.