Alþýðublaðið - 15.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 * U t s a 1 a n í verzlun Jóhönnu Olgeirsson heldur áfram til helg'ar. Yeðrið í dag. Reykjavík.......... logn, 4- 6,7. ísafjörður........... NA, -5- 3,6. Akureyri .......... logn, -r- 5 0. Seyðisfjörður . . . NA, 3,6. Grimsstaðir .... NA, -í-12,5. Þórsh. Færeyjar. . NA, hiti 2,5. Stóru stafirnir merkja áttina. -r- þýðir frost. Loftvog lítið eitt fallandi, iægst suðaustur af Færeyjum. Norð- austanátt. Bjartviðri á Suðvestur- landi. Hrið á Grímsstöðum. Flestir þeir, sem í Sóttvörn voru, eru nú orðnir heilir heilsu, og sumir þegar lausir úr varð- haldinu. Hafnarvirkin. Tilboð hefir kom- ið frá „Christiani & Nielsen" í Khöfn um að gera bólverk úr járn- bentum steinsteypukössum fyrir 700 þús. kr. Höfnin leggi og til möi og sand. Annað tilboð komið frá Kampmann Kierulf & Saxild í Khöfn um samskonar bólvirki fyrir 630 þús. kr., án þess höfnin leggi til möl og sand. Bæði til- boðín hærri en hafnarnefnd hafði gert' sér von um. Vegna þess að hægt er 'að gera bólvirkið af ann- ari gerð, ef breytt er stefuu þess, leggur hafnarnefnd til, að hafnar- stjóra sé falið að útvega ný tilboð frá þessum sömu firmum. Rösklega a| sér vikið. : Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að verkamenn hefðu komið báðum þeim bæjarfulltrúum að, við siðustu bæjarstjórnarkosn- ingar á Siglufirði, sem kjósa átti. Andstæðingarnir kærðu kosning- una æg tókst að ógilda hana í bæjarstjórn, en kærunni var áfríað til stjórnarráðsins, sem sendi hana heim aftur til umsagnar lögreglu- stjóra. Út af óförum þessum urðu andstæðingar verkamanna sár- gramir og tóku nú það ráð, að ráðast með dylgjum á frú Guð- rúnu Björnsdóttur, annan nýkosna fulltrúann, í blaði sínu „Fram“. Siglfirðingar kunnu þessa illa, sem sjá má af tilkynningu þeirri, er hér fer á eftir og birt er eftir beiði þeirraj þar eð ritstj. „Fram" neitaði að birta hana. Er þetta rösklega gert af þeim Siglfirðingum og mætti verða eftiibreytnisvert fyrir verkamenn annarstaðar á landinu, sem taka því með þögn og þolinmæði, að fulltrúar þeirra séu svívirtir opinberlega í blöðum andstæðinganna. : Tilkynning. Herra ritstjóri og afgreiðsu- maður „Fram“ Siglufirði. Vér undirritaðir látum yður hér með vita, að vér kaupum ekki og viljum ekki blaðið „Fram“ á okkar heimili frá þessum degi, meðan þér eruð ritstjóri og blaðið fylgir þeirri stefnu, sem það hefir nú x yðar höndum, sem er: hvefsni til alsaklausra manna og árásir á menn og málefni, er sýnt hafa að þeir vilja bæjarfélaginu og þjóðinni í heid alt hið besta. Árásin í síðasta tölubl. „Frams0 á frú Guðrúnu Björnsdóttur, er þér takið í blaðið athugasemda- laust, er með öllu móti ósæmileg, af því ritstjórinn veit eins vel og við, að frú Guðrún Björnsdóttir hefir ekkert til saka unnið, en hvívetna komið fram til hins betra og leiðbeint æskulýðnum í oiði og verki í öllu sem betur má fara. Vér skoðum það ekki vansalaust að styðja blaðið með því að kaupa það, meðan það er í yðar höndum og óhlutvandir menn fá að hnoða þar saman skömmum um menn og málefni að ósekju. Vér óskum að þér, herra rit- stjóri, birtið tilkynningu þessa orð- rétta í næsta tölubl. „Fram". Siglufirði, 8. inarz 1920. Kjartan Jónsson, Þórður Jóhann- essort, Ölafur J. Reykdal, Kristinn Þorsteinsson, Einar Eyjólfsson, Ólafur Pétursson, Kristmal Ölafs- son, Sveinn Gfslason, Páll Björns- son, Theodor Pálsson, A. C. Sæby for V. Sæby, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Sveinsson, Guðni Guðna- son, Stefán Jónsson, Jón Sigurðs- son, Ingimar Jónsson, Jóhann Jó- hannsson, Einar Jóhannesson, H. Guðmundsson, C-- MöPer, P.rll Guðmundsson. Sigurður G. K'ist- jánsson, Jónatan Guðmundsson, Árni Palsson, Kristjan Á^grímsson, Indnði Jóhannsson, S gurður Ás- grímsson, Rudolf Sæby, Hannes Jónasson, K istján Björnsson, Hall- ur Giríbaldsson, fyrir S'gf. Vorms- son (Anna Han-dóttir). Bjsrni Guð- mundsson, Björn Sigurðsson, Ágúst Sæby, Júlíus Jóhannsson, Jóakim Meyvantsson, S'gurður Jónsson; Batði Barðason, Hallgrímur Sveins- son, Vfglundur Jónsson, Pall Sveinsson, Pall Kr. Jóhannsson, Þorleifur Bessason, Jón Jóhannes- son, (fyrir Jóhannes). Kristinn Meyvantssvn. Borgarstjóraefnin. Knud Zimsen, borgarstjóri, og Siguiður Eggerz, fyrverandi ráð- herra, hafa sótt um borgarstjóra- embættið. Göðar tekjur. Norma Talmadge, sem er ein- hver frægasta kvikmyndaleikkoaa heimsins, er amerfsk, og forkunnar fríð kona. Hún hefir 5 miljón doll- ara laun á ári ásamt tveimur systr- um sínutn, sem lika eru leikkon- ur. Laglegur skildingur l : sem taka f jalir úr harmóníum-kössum Hljóðfæra- hússins, eru vinsamlega beðnir að hætta því, þar eð þessir kassar eru mjög dýrir; • fjalir úr ódýrari kössum, á sama stað, gera lfkiega sama gagn. Viög'eröir á bhkk- og emaill. ílatum fást á Laufásvng 4, kjallaranum. Jón Sn. Jónsson. [ ........................... ■« Barnakerru til sölu á Óðinsgötu 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.