Alþýðublaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 3
ALÞÝÐLSLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FÉBfc 1941. ALÞÝÐUBLABIÐ -♦ i Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraút 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima,) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Dauðadómar í Noregi. MERKILEGT mætti þa® heita, ef fréttin, sem barst hirugað í gær, um a'ð fimm NorÖ- menn hef&u í fyrradag verið dæmdir t‘l dauða af þýzkum her- rétti í Noregi, hefir ekki vakiö ýmsa menn hér á landi til alvar- legrar íhuguimr. Síðan Bretar hertóku ísland hafa margir á meðal okkar bæði talað og ritað þannig, að ekki hefir verið hægt að merkja, að þeir gerðu nokkurn greinarmun á hernámi islands og hernámi Noregs eða annarra þeirra landa, sem Þjóðverjar hafa lagt umdir sig. Um kommúnistai og nazista þarf ekki að ta’.a: Þeir hafa eklri aðeins reynt að xugla dömgreind almennings í þessu efni. Þeir hafa beinlíms breitt það út, aö þaiu lömd, sem hefðu verið her- teliin af Þjóðverjum, væru sæl i samanbur'ði við okkur, og ekk- ert tækifæri látið ónotað tii þess að ráðast á Brfetland fyrir kúgun og rægja brezka setuiiði) hér, hvað lítið sem út af hefir borið í sambúðinni við það og þó raunar oftast án nokkurs til- efnis- Við þessa „fimmtu her.deild" hér er þýðingarlaust að tala með rökum. Hún er vitandi vits, ef vit sky’.di kalla, í þjónustu Hit- . lers og Stalins • til þess að reka hér moldvörpustarf gegn því ríki, sem nú heldur uppi merki frelsis- ins og lýðræðisins gegn þýzka nazismanum og einræðisiíkjun- um, sem styðja hann. En gefur ekki fréttin um dauðadómana í Noregi flestum öðrum tilefni til þess að gera alvarlegan saman- burð á því ásíandi, sem frændur okkar, Norðmenn, eiga nú við að búa undir ógnarstjórn þýzka inn- rásarhersins, og því friðsamlega tvíbýli, sem hér hefir verið síðan brezka setuliðið kom hingað? Að sjálfsögðú mun enginn Is- lencingur neúa því, að hann hefði mik’iU heldur kosið að vera án þess. að fá hingað er’.endan her. En úr því, að við fengum ekki að ha’.da hlutleysi okkar og Iiand- ið var hsrtekið —■ það var bein afleiðing innrásarinnar í Noreg þá niegum við eftir þá reynslu, sém fengin er bæði hér og ann- ars staðar, áreiðanlega hrósa happi yfir því, að það varð brezkur her, en ekki þýzkur. Þess munu ekki mörg dæmi í verald- arsögunni, að heftekið land hafi fengið að halda frelsi sínu eins tiltölulega óskertu og orð- ið fyrir e'.ns litluim búsifjum og ísilandi af hinu brezka setuliði, Það herir flutt að sér flestar sín- ar nauðsynjar frá útlöndum og gneitt þær vörur, sem hér hafa verið keypíai*. við fullu verði. Það hefir yfirleitt greitt verka- möuinum ,sem hjá því hafa unnið, viðurkeninda taxta verka’.ýðsfé- laganna. Það hefir ekki blaindað sér inn í stjóm landsins. Engiinn embættismaður hefir orðið að víkja sæti af þess völdum. Út- varpið hefir eftir sem áður ó- hindrað getað flutt stríösfréttir frá Berlín alveg eiins og frá Lon- don. Blöðin hafa getað skrifað hvað, sem þeim hefir þóknast. Hinar daglegu, rætnislegu árásir kommúnistablaðsins hafa meira að segja verið iátnar afskifta- lausar. Einu árekstramir, sem fyrir hafa komið í sambúðinni tog því nafni er hægt að nefna, era fangelsUn tveggja manna og f’.uitningur þeirra til Bretlamds fýrir að hafa í fóram sínum leynilegar útvarpsstöðvar og gera sig að minnsta kosti lik- lega til þess að nota þær við njósnir um setuliðið, og fang- elsun nokkurra kiommúnista — sem þó síðar vora afhentir ís- lenzkum stjómarvöldum — fyrir að dneifa undirróðursbréfi á meðal hermannanna með áskorun til þeirra uim að brjóta heragann og óhlýðnast yfirmönnum sínum. Það hefir, að minnsta kosti af komríiúnistablaðmu, töluveri veð- ur verið gert út af þessum tveiimur tílfellum og verið talað ttm ofbeldi og kúgun í sambandi við þau. En hvemig halda menn eftir þær fréttir, sem nú hafa borizt frá Noregi, að þýzka setu- liðið þar hefði tekið á slíkium atburðum? Við vitum ekki fyrir hvað Norðmennimir fimm hafa verið dæmdir til dauða af hinum þýzka herrétti þar og tvö hundr- uð að ir verið teknir fastir, nema það, sem, frétíinni fylgdi, að það hefði verið fyrir njósnir. En við vitum, að í byrjun þessamánaðar voru þrír Norðmenn dæmdir til ídauða af herréttí í Bergeri fyrir að ha'á leynilegar útvarpsstöðvar og nota þær til að senda upp lýsingar um þýzka setuliðið í Noregi. Og hvað er1 orðið úr frelsi og velmegun Norðmanna undir stjóm innrásarhersins? Mat- væ’abirgðir landsins hafa verið ge"Car upptækar handa innrásai> hernum, en norsku þjóðinni ver- ið úthlu aðir hungurskammtar. At vinnu’ausir verkamenn, sem stöð- ugt fer fjölgandi, eru fluttirnauð ugir til Þýzkalands tíl þess að þræ’.a fyiir nazistastjórnina sem matvinnungar. Verka'.ýðsfélögin hala verið svift samningsréttiin- um, stjórnir þeirra settair af og lannin verið ákveðin með vali-: boði af yfirstjórn innrásarhersins. Norskur nazisti hefir verið lát- inn mynda leppstjóm í Oslo, en þýzkur lamdstjóri verið sendur þangað sem raunveru’ega ræður ÖIlU. Bæjarráðinu í Oslo hefir ve ið vikið frá og með’.imir þess fe.tir teknir fastir. Útvarpið fær ekki að f'.ytja neinor aðrar fregn- Frh. á 4. sfðu. Stefán Jóh. Stefánsson: a vornffi Guðlaugur Rosinkranz: Svíþjóð á vorum dögum. Útgefandi: Norræna fé- lagið. Reykjavík 1940. ASÍÐUSTU og verstu tímum, er olt farið Iítilsvirðandi orð- um um norræna samvinnu. Það gr eins og hlakki í sumum mönn- um yfir þvi, að samvinna Norð- urlanda hafi brugðist, þegar mest reið á. En þeir grunnfæru dómar, er feldir hafa verið um þessi málefni, eiga sér engan stað í staðreyndum. Sannast sagna er það þannig, að samherjar Norð- urlandanna hefir fyllilega staðist sina prekraun. Norðurlöndin öll, og þó einkum Svíar, veittu Finn- um, á mestu hörmungartímurn þeirra, þá beztu og áhrifaríkustu hjálp, sem urant var. Af gögraum þeim, er fyrir liggja, en hér verða ekki rakin, er þetta auðsainnað, enda munu Finnar þjóða fúsastir, viðkenna að játa þessa stað- reynd. Hin ömurlegu örlög bæði Danmerkur, en þó einkum Nor- egs, er hófust 9. april.s. I., voru á þann veg, að hin Nórðurlanda- ríkin, fengu þar engu um þoikað, en. á rnargan hátt hafa þau þó sýnt það, og þó einkum Svíþjóð. gagnvart Noregi, að allt var gert til þess að bæta úr hörtnungun- um og veita þá beztu aðstoð, er unnt var með byggingum nýrra býla á rústum eyðilegginganna, með matvörasendingum o. fl. Og þegar þessi ömurlegi þáttur í sögu Norðurlandartkjarana verður skráður, er ég ekki í noldkrum vafa urn það, að samúð, skilningur og gagnkvæmur stuðningur, þessara miklu menn- ingarríkja verður fyllilega viður- kenndur. Það er alyeg vafalaust, að af Norðurlandarikiu'num fimm, er Svíþjóð fyrir flestra hluta sakir þróttmesta og öflugasta ríkið. Það er fólksflest, auðugast og áhrifaríkast. Er það því alveg ómetanlegt er endurbyggingin byrjar, að stríðinu loknu, ef þessu ríki tekst að standa utan við sjálfan höfuð-hildarleikinn, og verða á eftir forystuþjóð Norð- urlanda, við endursköpun hins aukna norræna samstarfs, albú- ið til aðstoðar við öll hin frænd- ríkin. Og það er sízt að efa, að það merkilega hlutverk verði vel af höndum int. Fyrir tíltölulega fáum árum voru það mjög fáir íslendingar, e ’ j ekkt i S /iþjóð, hið undurfagra land, og þá m'klu menningarþjóð, er þar býr. En á allra síðustu ár- Um, hefir þetta fær'st í betra borf, og með hverju árinu, sem hefir liðið, allt fram að ófriðarbyrjun, hefir þeim Islendingum fjölgað, er leitað hafa tíl náms.dvalanog helmróknar í Svíþjóö. Þannighef- ir þekking manna og skilningur ihér á landi vaxið, hvað snertir þetta ágæta menningarríki. En þó mætti þar gjaman við auka. A’lir þeir, er á síðustu árum hafa kynnst hér á landi norrænni samvinnu kannast við Guðlaug Rósinkranz. Hann hefir um langt skeið verið ritari Norræna fé- lagsins á íslandi. Hann er einn af aðaláhugamönnum norrærmar samvinnu hér á landi, duglegur, ósérhlífinn og áhugasamur. Hann hefir dvalið mörg ár í Svíþjóð við nám, kynnst landi og þjóð mæta vel. Nú hefir hann ritað prýðilega bók: „Svlþjóð á vor- tim dögum“. Um mörg undanfarin ár hefir þjóðfélagsþróunin í Svíþjóð vak- ið hina mestu athygli meðal stór- þjóöanna. Fegurð Svíþjóðar er fjölmörgum kunnug, og til þess lands streymir árlega, þegar að- stæðumar leyfa, óteljandi fjöldi ferðamanna, er dáist að fegurð landsins og menningu þjóðarinn- ar. En fæstir þessara ferðalanga hafa skilyrði tíl þess að meta og skilja þá aðdáunarverðu þró- un —■ eða byltíngu — er átt hef- ir sér stað í þjóðfélagsmálum Svía, eftir það, að alþýðuhreyfing in festí þar rætur. En þó hafa æði margir beinlínis ferðast til Svíþjóðar, til þess að kynnast þar hinum nýju norrænu félags- málastraumum, og skýra frá þeim til fyrirmyndar. Einn af þekkt- ustu þesskyns bókum er rituð af amerískum rithöfundi, Marquls W. Childs, er skrifað hefír hina ágætustu bók um hina nýju — og gömlu •— Svíþjóð: „Sweden The Middel Way“, þar sem að höfuðkaflar bókarinnar fjalla um alþýðu- og samvinnuhreyfiraguna í Svíþjóð og áhrif jafnaðarstefn- unnar á land og þjóð. Og eng- in bók verður skrifuð um Svíþjóð „á voram dögum", án þess að geta ýtariega þeirra þjóðfélags- hreyfinga, er mest hafa mótað hina nýju Svíþjóð — hina fé- lagslega proskuðu sænsku þjóð. I bók sinni hefir Guðl. Rósin- kranz tekist prýðilega að draga upp skýra mynd af hinni glæsi- legu sögu Svíþjóðar, fegurð og margbreyttni landsins, auði, menn ingu og einkennum þjóðarinnar. Fyrsti og lengstí kafli bókarinnar Land og þjóð, er fjörlega og skemmtilega ritaður og prýddur mör,gum ágætum myndum. En sá þáttur ritsins, er fjallar um skap- lyndi og önnur einkenni Svía, finnst mér einna sístur og sumar lýsingarnar koma ekki heim við hin lithi kynni min af Svium: Og í þessum bókakafla sköplast hðf- undinum mest meðferð málsins, og notar þar sumstaðar hálf sænsk orð í stað íslenzkra („tíl- talsorð’* í stað ávarpsorða), eða rag’ar jafnvel saman sænskum og íslenzkum orðum, með ólíkri merkingu. Þar til má nefna setn- inguna: „sem rak fyrir vindi og vog“. Orðið voigur í íslenzkn merkir vfk, en sænska orðið vág, þýðir alda. En þetta era aðeins smávægilegir gallar, sem á engan veralegan hátt skerða ánægjuna af lestri þessara gó&u og skemmtílegu bókar. . . ■, Eins og vænta mátti af manni eins og Guðlaugi Rósenkranz, sem bæði þekkir vel sænsku þjóðina og hefir góðan skilning á sögu- þróun siðustu tíma, gleymir hann ekki að geta þjóðhreyfinganna (Folkrörelserne) sænsku. í síðasta hluta kafians „þú sögurika Svfa- byggð", minnist hann nokkuð & hin geysilega miklu áhrif jafn- aðarmannaflokksins sænska, á alla þjóðfélagsþróun siðustu ár& þar í landi. Og í kaflanum um félagsmál, rekur hann hin merki- legu áhrif alþýðuhreyfingarinnar á kjör, hag og menningu aV mennings. Og í næsta kafla þar á eftir er samvinnuhreyfingunni gerð góð skil. Guðlaugur Rosinkranz hefir prýðilega tekist að bregða birtu yfir þá mest heillandi þætti, eir einkenna „Svíþjóð á voram dög- um“. Þessi einkenrai mætti ef til vill tákna með þrem orðum:, fegur'ð, menningu og velgengni. um þetta fjallar bókin. Þess vegna er hún góð og rétt lýs- ing á landi og þjóð. ÖIl bókin er skrifuð af hrifni, hlýleik og þekkingu. Koma þar vel í ljós hin góðu einkenm höf- Undarins, er gert hafa hann að góðum og tryggum starfsmanni áhugamála sinna — þeirra áhuga- mála, að vinna af einlægni og ötuileik áð noiTæru rams arf'. Og það starf verður ekki unnið fyrir gýg, þrátt fyrir allar hrakspár. Stefán Jóh. Stefánssan. ---------------------------------1 Björgunarskútan „Sæbjörg“ fór í gærmorgun að leita að vél- bátnum ,,Önnu“ frá Ólafsfirðí, sem var með bilaða vél út af Hafn- arbergi. Fór „Sæbjörg“ með „Önnu“ inn á Sandvík og bíður þar þangað til veður lægir. í snftdaisnatiiR Buff Gullace Svið Lifur Saxað ærkjöt Frosið diikakjöt Frosið ærkjöt Saltkjöt Nýr blóðmör og lifrarpyisa Cá^kaupíélaqió Kjötbúðirnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.