Alþýðublaðið - 06.03.1941, Page 4

Alþýðublaðið - 06.03.1941, Page 4
nMKfTtiDAGQK €. MASZ 1941 JÞIMMTUDAGUR Næturlæknír er i nótt Kristján Hanneason, Mímisvegi 6, sími »836. Næturvörður er í Reykj avíkur- og Iðunnarápóteki. ÚTVARPIÐ: Þýzkukennsia, 1, fl. Þingfréttir. Lesin dagskrá ’næstu viku. Auglýsingar. Fréttir. Erindi: Áburðarverksmiðja á íslandi (Sigurður Júnas- son, forstj.). Útvarpshl j ómsveitin: a) Sinding: Vorkliður. b) Drigo: Mansöngur. c) Sarasate: Spænskt ástar- ljóð. d) Paderewsky: Gamall dans. Mixmisverð tíðindi (Sigurður Einarsson). Hljómplötur: Létt lög. „Séð og heyrt“. Dagskrárlok. 19.00 19.25 19.40 19.50 20.00 20.30 20.55 31.15 21.35 21.45 39 ára er í dag Friedrich L. D. Fahn- tog, skipasmiður í Hamri. í dag hefir hann ennfremur verið 25 ár á íslandi. Fahning er mjög vel lát- trm maður af öllum, sem hafa kynnst honum. Reykjavíkur Annáll h.f. MiRYmR *_$Í1W 4 Reykjaviknrannáll h. f. sýnir revyxma „Hver maður sinn skammt" I kvöld ki. 8. Aðalfundur kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði var nýlega haldinn. Var stjórn fél'agsins öll éndurkosin, en hana skipa: Una Vagnsdóttir, formaður, Hjörleif ívarsdóttir, rit- ari, Sigríður Erlendsdóttir gjald- keri og meðstjórnendur Guðrún Nikulásdóttir og Jórunn Helga dóttir. í félaginu eru nú 162 konur og starfar það vel og af miklum dugnaði. INNR4SIN ! ENGLAND Frti. af 3 .síðu. nóttu. Þeir gengu áfram eins og vélar og ekki sást dráitujr I and- litl þeirra. Þaö var bersýnilegt, að þetta voru raeirn, sem vissu fyrir víst, að nú væru hinir á- hyggjulausu dagar liðnir og ekk- eu beið þedrra annað en dauð- fnn. Petta vom hei'sveitirnar, sem áttu að taka þátt f hinni fyrir- hugtuðu innrás í England. Og þelr vissu hvað það þýddi. Revyan verður leikin í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dág. LÆKKAB YERÐ r> Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. NITOUGHEu Óperetta í 3 þáttum, eftir H A R V É . Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ATH. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. Stúkan Freyja Fundur annað kvöld kl. 8V£>. Inntaka. Félagar st. „Reykjavík" heim- sækja. Eftir fund: Kaffisamsæti (ræður og á- vörp). Skemmtiatriði: Danssýning: BÁRA SIGUR- JÓNS. Einsöngur: SIGFÚ|S HALL DÓRSSON. DANS. Æðsti templar- BULGARIA Frh. af l. síðu. Hins vegar hefir opinber talB- maður stjórnarinnar si^gt I útvttrp í Ankarn, að þe^si orðsending breytti ekki ákvörðiinum eða stfifnu Tyrkja að neinu leyti. Einn af helrtu leiðtogum Araba lýsti því yfir I gær, að ef Tyrkir Jentu l styrjöld, þá myndu Arab- ar koma þeim til aðstoðar með öllu þvi liði og öllum þeim vopn- um, sem þeir i4ðu jrfir. Kós.xkkablóð heitir Paramount kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Frances Farmer, Leif Erikson og Lynne Overman. Faust sýndur í Varðarhúsinu íj kvöld kl. 8Y2. Aðgöngumiðar seldir þar í dag frá kl. 1 síðd. | Tekið við pöntimum á sama tíma í síma 3058. LÆKKAÐ VERÐ eftir kl. 5 síðdegis. NÝIA BIÓ I tiveðorsnóttii Stórfengleg amerísk kvikmynd. lAðcilhlutverkm leika: IRENE DUNME ag CHARLES BOYER Sýnd kl. 7 og 9. 9GAMLA BIÖH Késakfcablðð. (RIDE A CROOKED MILE) Paramount-kvikmynd eftir Ferdinand Ryher og John C. Mofitt: Aðalhlutverk: Frances Farmer Leif Erikson Lynne Overman. Sýnd ld. 7 og 9. Jarðarför móður okkar GÚDBJARGAR TORFADÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. mar* og hefst méð b»n á heimili hennar Flókagötu 3 kl. 1 e, h. — AthÖfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað veröur í Fossvogi. Fyrir hönd systkina og annara vandamanna. Torfi Hermannssom. Jarðarför móður okkar og tengdamóður ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, frá Litlabæ fer fram á morgun, föstudaginn 7. marz frá Fríkirkjunni. Húskveðja hefst kl. 1 á heimili hennar, Öldugötu 61- Börn og tengdasonur. ÁSTA GUÐiV|UNDSDÓTTIR andaðist í Kópavogshælinu föstudaginn 28. febrúar. — Jarðarför- in fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 8. þ. m. og byrjar með húskveðju í hælinu kl. 3Ú2 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Jóna Guðmundsdéttir ÚTBREIBIB AUÞÝÐUBLAÐIB 85 THEQDQRE DREISER: JENNIE GERHARDT ar. Hún fylgdi henni til dyra. — En hve þér eruð töfrandi, sagði frú Stendahl hreinskilnislega. Jennie roðnaði ofurlítið.'— Svona rpikið hrós á ég vissulega ekki skilið, sagði hún. — Jæja, ég vonast eftir ykkur eitthvert kvöldið, verið þér sælar. — Þetta gekk vel, hugsaði Jennie, þegar hún sá frú Stendahl aka burtu. — Hún er víst mjög alúð- leg manneskja. Ég ætla að segja Lester frá henni. Meðal annarra gesta, sem komu og heimsóttu þau voru herra og frú Cormichael Burke, frú Hanson Field og frú Timothy Ballinger. Allir gestimir stönz- uðu stundarkom og röbbuðu um daginn og veginn. Jennie varð þess vör, að allir álitu hana æðristétt- ar frú, og hún gerði það sem hún gat til þess að fólk héldi þessari-skoðun. Og henni hepnaðist það. Hún var mjög gestrisin og vingjarnleg. Hún skýrði gestum sínum frá því, að hún hefði lengi átt heima í norðurhluta borgarinnar, en svo hefði hana og mann hennar skyndilega langað til þess að eiga heima í Hyde Park, að faðir hennar og dóttir hennar byggju þarna hjá henni, og að Lester væri stjúpi bamsins. Á kvöldin skýrði hún Lester frá gestunum, sem höfðu komið um daginn, því að hann kærði sig ekk- ert um að hitta þetta fólk. Hins vegar hafði Jennie mjög gaman af þessum heimsóknum. Hún hafði gaman af að kynnast fólki og hún áleit, að ef hún stæöi vel í húsfreyjustöðu sinni myndi Lester geðj- ast betur að henni. Ef til vill myndi hann einhvern- tíma ganga að eiga hana. En Jennie átti eftir að komast að raun um, að menn eru fljótir að skipta um skoðun. Ef til vill höfðu nágrannamir verið of fljótir á sér, þegar þeir létu hrífast af henni, og nú fóru slúðursögurnar að breiðast út. Einhver Sommerville heimsótti ein- hverja frú Craig, eina nábúakonu Jennie og gaf í skyn að hún vissi, hvers konar maður Lester væri. Hann hefði ekki sem bezt orð á sér. — Segirðu satt? spurði vinkona hennar forvitin. — Hann virðist þó vera af góðu fólki kominn. — Já, það er hann víst líka, sagði frú Sommer- ville. — Hann er af mjög góðu fólki kominn. En þegar hann bjó í norðurhluta borgarinnar sást hann oft í fylgd með ungri stúlku, einhverri ungfrú Gor- wood eða svo var víst nafnið að því er maðurinn minn hefir sagt mér. Þau bjuggu þar saman, enda þótt þau væru ógift. —- Bittinú, sagði frú Craig og skellti í góm. — Þegar ég heyri þetta þá man ég, að faðir hennar heitir Gerhardt. Það hlýtur að vera sama stúlkan. Það er ég sannfærð um. — Gerhardt, greip frú Sommerville fram í. Þegar ég heyri nafnið þá man ég einmitt, að hún hét Ger- hardt. Ég minnist þess enn fremur, að ég hefi heyrt hneykslismál í sambandi við þetta nafn. En hvort þau hafa gengið í hjónaband seinna hefi ég ekki hugmynd um. Að minnsta kosti vill fjölskylda hans ekki sjá hana. — En hve það var gaman að vita þetta, hrópaði frú Craig. — Og hugsa sér. að hann skyldi svo ganga að eiga hana; ef hann heíir þá gert það. Já, það er ekki gott að vita hvers konar íólk það er, sem maður umgengst nú á dögum. — Það er satt — alveg dagsanna. Lífið er orðið svo flókið nú á tímum. En hún er töfrandi kona, það er hún. — Töfrandi, hrópaði frú Craig. Það má nú segja. Ég er stórhrifin af henni. — Jæja, það getur nú verið, að það sé ekki sama konan, sagði gestur frúarinnar. Mér getur hafa mis- sýnst. — Það held ég ekki. Gerhardt hét hún. Og þau bjuggu í norðurhluta borgarinnar. — Þá er ég viss um, að það er sú sama. En hve það var undarlegt, að þú skyldir einmitt fara að tala um hana. — Já, var það ekki, sagði frú Craig og var að hugsa um það, hvernig hún ætti nú að haga sér eftirleiðis gagnvart Jennie. Slúðursögur bárust út frá fleiri stöðum. Fleira fólk hafði séð Lester og Jennie saman í ökuferðum í norðurhluta borgarinnar, og Jennie hafði verið kynnt þessu fólki sem ungfrú Gerhardt. Þetta fólk vissi líka, hverjum augum fjölskylda Lesters leit á þetta mál. Dag nokkurn kom Vesta litla heim úr skólanum og sagði: — Mamma, hver var pabbi minn? —• Hann hét Stover, sagði Jennie, sem skildi strax, að eitthvað hafði verið þvaðrað um þetta í skólanum. — En hvers vegna ertu að spyrja að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.