Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 3
/ MIÐVIKUDAGUR 12, ma*z 1941_________________________ALÞYÐUBLADÍÐ ---------- ALÞYÐDBLAÐIÐ ------------------------- t Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ,Stutt gaman skemmtilegt*. Jón Sigurðsson: AttfinnHkBflun Claessens. Enn um deilu hárgreiðslustúlknanna og meistarafélags hárgreiðslukvenna. ------4.---- Ó að meirihluti bæjarstiórn- ar Reykjavíkur hafi ef til vill ekki giert sér miklar vonir Um útgerð „Þórs“ fyrir bæjinn, og hann hafi raunvemlega neyðst til að taka ákvörðun um að gera 'jiann út í þeim tilgangi að reynia að lækka fiskverðið í bænum, samkvæmt tillögum Alþýðuflokks ins, þá lék þó mörgum bæjar- búum nokkur forvitni á að sjá hvernig henni reiiddi af. Þeir gátu gátu vari>st þeirri hugsun, að hún hlyti að skera úr gömlu og loft - ítrekuðu deilumáli Ineirihlutans og minnihlutans í bæjarstjórn, Sjálfstæði'sflokksins og Alþýðu- flokksins. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar barðist Alþýðuflokkurinn fyrir því að Reykjavík tæki upp bæjarútgerð, eins og HafnarfjörÖ- ur. Flokkurinn lýsti því yfir, að ef hann fengi vald til þess frá kjósendum bæjarins, myndi hann .kaupa togara og efna til útgerð- a: á vegum bæjarins i allstórum stíl. Þá var ekki stefnt að bein- um gróða, enda var þá við mikla erfiðleika að stríða í út- gerðarmálum, heldiur var ein- göngu aÖ j)ví stefnt, að'auka at- ívinnu í bænum, svo að atvinnu- leysið yrði ekki óbærilegt og fá- tækraframfærið ójjolandi fyrir gjaldþegnana. íhaldið taldi þessa stefnu Al- þýðuflokksins fásinnu og vildi enga slíka bæjarútgörð. Þaðvildi heldur aiukið fátækraframfæri ’Og aukin útsvör til að standa straum af því — log það sigraði. Bæj- arbúar fengu því völdin í hpnd- ur — og AlþýÖuflokkurinn i (Rvík fékfc ekki tækifæri til að fram- kvæma stefnu sína, eins og Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfirði gat, eftir að hafa sigrað íhaldið í bæjarstj órnarko sningunum þar. Nú hefir reynslan dæmt á milli þessara stefna. Reynslan hefir dæmt stefnu Alþýðuflokks- ins nétta, en stefnu íháldsins al- gerlega ranga. Það er alveg" víst, að ef Aiþýðuflokkurinn hefði sigrað í bæjarstjórnarkosningun- um 1938 og hann látið bæinn kaupa 5 togara, þá ætti Reykja- víkurbær þá ekki aðeins skulid- lausa nú, heldur hefði bærinn haft svo mikinn gróða af útgerð- inni, að hann hefði getað greitt með honum allan framfærslu- kostnaðinn, sem nemur nú allt að þremur miiljónum króna, eða nam á síðasta ári og slept öll- urn gjaldendum. bæjarins við út~ svar á þessu ’ári. Auk þess hefði bærinn veitt f'jölda mörgum bæj- arbúum atvinnu á togurunum og jafnvel getað, eins og bæjarút- gerð Hafnarfjarðar gerði í fyrra lútið togara sína fara á saltfisks- og upsaveiðar, svo að atrinna pkapaðist fyrir fiskverkunarfólk, verkákonur og aðra í Iiandi, sem minnsta hafa haft atvinnuna. En ek'kert af þessu var hægt að gera, vegna þess að meiri- hluti kjósendanna var jiafn skamrn sýnn og leiðtqgar íhaldsins og fól þeim forystuna í bæjarstjórn og þar með allt vald yfir mál- efnuín Reykjavíkur. Við höíum nýlega fengið skýrsl ur Um afkomu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Við þær skýrluít þarf engu að bæta. Þær sýna að Bæjai'útgerðin þar hefir verið mesta bjargráðafyrirtæki, ekki að eins fyrir sjómanna- og verka- mannafjölskyldurnar, heldur og fyrir bæjarfélagið í heild og þar með jafnt verkamanna og kaup- man na-heimi lin. Hið sama hefði verið hægt að gera hér, ef vit og fyrirhyggja hefði ráðið, en eklki afturhald, þröngsýni og flokkslegt ofstæki Kialdsins í þessum bæ. f Það var í raun og venu sögu- legur fundur í bæjarstjórn Reykja víkur, þegar þeir Bjarni Bene- diktsson, Valtýr Stefánsson, Guð- mundur Ásbjömsson, Jakiob Möll- er, Guðmundur Eiriksson, oghvað þeir nú heita, allir fulltrúar i- haldsins „bitu í grasið“ og sam-' þykktti „að fara þess á leit við ríkisstjórnina“ að hún „leigði þeim togarann „Þór“ til bæjar- útgerðar. Þétta var sannarlega ekki með glöðu geði gert og það var ekki laust við að brosi brygði fyrir á andliti Jóns Axels, er hann fékk þessa tillögu sam- þykkta. En það ef þó aigert aukaat- riði. Aðalatriðið er að „Þór“ fékkst til leigu og var gerður út af Reykjavíkurbæ. Hann fór tvo fisksölutúra til Englands og græddi stórfé Þetta fé átti að nota til að lækka verð á fiski hér í bænunl, og nú eru Jor- stöðumenn útgerðai innar, Jón Ax el. og Sveinn Benediktsson að ræða um það, hvemjg skuli nota féð, því að bæjarútgerðin er úr sögunni. Ríkisstjórnin tók „Þór“ til tundurduflavieiða. Það má segja að bæjarútgerð íSfeykjavíkur hafi vérið „stuít gam an — skemmtilegt". Hún nægði til þess, þótt liún yrði ekki lang- lífari, að sanna, að stefna Alþýðu flokksins 1934 og 1938 var rétt og stefna ihaldsms röng. Robiiison-fjölskyldaii heitir stórmynd frá Radio Pictur- es, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Thomas Mitchell, Edna Best og Freddy Barholonew. Reykjavíkuraimáll h. f. sýnir revyuna „Hver maður sinn . skammt1" annaö kvöld kl. 8. AEGNA ÞESS, hve mikið hefir verið rætt O'g ritað um deilu hárgneiðslukvenna og bæjarbúum er kurinugt að mestu, hvað gerzt hefir til síðustu mán~ aðamóta, finnst mér hlýða að gefa yfirlit yfir það, sem gérzt hefir síðan. . 27. febrúar s. 1. skrifaði vara- formaður Sveinafélagsins, frk. Sveina Vigfúsdóttir, grein í Morgunblaðið og gerir þar mjög glögga grein fyrir þvi, sem gerzt hefir 1 þessum málum, skýrir frá tilboði þvi, sem sent var fyrst af hálfu sveinanna til samkomulags og síðan segir hún einnig frá því smánarlega úrslitatilboði, sem meistarar svöruðu tiiboði svein~ anna með. Þrátt fyrir þessa dæmafáþ frekju samninganefndar meistara- félaigsins xéttu sveinarnir út hend- ina til sátta enn á ný, með til- boði 3. marz s. 1., sem fól í sér töluverða lækkun frá hinu fyrra tilboÖi. Tilboð þetta var sent sem úr- slitatilboð til sáttasemjara með tilmælum um að hann kæmi þvi áfram til meistaraféliagsins, sem hann og gerði. Meistarar neituðu tilboðinu. Þegar svo var komið, að úr~ slitatilboð var komið frá báðum aðilum og ekki hafði náðst sam- komulag, réðst sáttasemjari í lað koma með miðlunartillögu, er borin var undir leynilega at~ kvæðagreiðslu í báðum félögum, sveina og meistara. Miðlunartillagan var svo hljóð- andi: MIÐLUNARTILLAGA sáttasemjara til samnings milli Meistarafélags hárgieiðslukvenna bg Sveinafélags hárgreiðslu- kvenna í Reykjavík. 1. gr. Samningur milli Vinnu- veitendafélags íslands og Al- þýðusambands íslands vegna S\éinafélags hárgreiðslukvenna frá 11. desbr. 1939 skal haldast óbreyttur með þehn undantekn- ingum, sem segir í eftirfarandi gieinum. j 2. gr. ! síað orðanna: „fari slík vinna . . . byrjaðan hálftíma" i E-’ið 2. gr. samningsins komi: ,.fari slík vinna eftir lokunartímia fram úr fjórðungi stundar, skal greiða fyrir framhaldsvinnu að þessum stundarfjórðungi liðnum 75 aura fyrir hvern byrjaðan hálf- tíma.“ 3. gr. 3. gr. samningsins hljóði þannig: Kaupgjald sveina skal verar A. Heils dags vinna: Lág- markskaup á mánuði skal vera fyrsta missirið (6 mánuði) að loknu námi 150 kr.; annað miss- irið 165 kr.; þriðja missirið 180 kr. og þar eftir 200 krónur. B. Hálfs dags vinna: Lágmarks- kaup á mánuöi skal vera fyrsta missirið 100 kr.; annað missirið 110 kr. og þriðja missirið 125 krónur. 4. gr. samningsins orðist þann- ig: Á allt kauipgjald samkvæmt samningi þessum skal greiða á- samt grunnkaupinu fulla dýrtíð- arupphót samkvæmt verðlags- vísitölu kauplagsnefndar fyrir þann piánuð, sem vinnan er unn- in í. 5. gr. I stað „14“ í 7. gr. komi: „20“. 6. gr. í stað „1940“ í 15. gr. komi: „1941“. Sáttasemjari 1. sáttaum.dæmis,' Reykjavík, 6. marz 1941. Bjöm Þórðarson. Frá samningi aðila frá 11. dez. 1939 felur þessi miðlunartilla.ga sáttasemjara í sér aðeins efnis- breytingar á 4 greinum af 16, sem í samningnum eru: 2. gr. miðlunartillögunnar skýr- ir sig sjálf. 3. gr. er um kaupgjaldið. , Heilsdagsstúlkur höfðu kr. 150, 00 pr. mánuð, en gerðu kröfu til að fá kr. 200,00. ' Tillagan • gerir ráð fyrir, að kaupið verði það eftir li/2 árs starf að námi loknu. Hálfsdagsstúlkur höfðu kr. 100,00 pr. mánuð, en gerðu kröfu til að fá kr. 125,00. Tillagan gerir ráð fyrir, að kaupiö verði það eftir 1 ár að námi loknu. Fjárhagslega séð fyrir meistara felur tillagan ekki í sér neinar breytingar frá því sem áður gilti, því það voru að eins nýsveinar, sem höfðu áður kr. 150,(K) pr. mánuð, en þær, sem eldri vom í iðninni, höfðu flestar hærra, og allt að kr. 200,00 pr. mánuð eða jafnvel þar yfir, þær, sem eftirsótt- ar vom. 4. gr. inniheldur fulla dýrtíðar- uppbót til handa stúlkunum, og er þar tekið tilliit til og gengið iijn á fullar kröfur stúlknanna því viðvíkjandi, enda varla hægt annað, þar sem meginporri alls verkafólks hefir fengið það og jafnvel þótt ekki hafi verið sagt upp samningum, eins og til er sums staðar úti á landi. í 5. gr. er gert ráð fyrir þvi, að í veikindatilfellum haldi stúlkum- ar fullu kaupi í 20 daga í stað 14, sem áður var. Ekkert tillit var tekið til krafna þeirra um bættan vinnutíma, aukið sumarfrí eða slysatrygging- ar á fötum vegna bruna. Ég veit að flestir halda, eftir að hafa lesið það, sem að framan greinir, og hvert orð er þar sann- leikanum samkvæmt, að meistar- ar hefðu tekið slíkum samningi fegins hendi og samþykkt miðl- unariillögur sáttasemjara mótat- kvæðalaust, en það var nú síður en svo. Við atkvæðagreiðslu í meist- arafélaginu, er fór fram s. 1. sunnudag, var tillagan felld með 34 atkv. gegn 15. Atkvæðagreiðsla fór fram s. 1. föstudag hjá sveinum, og var til- lagan samþykkt af þeiin með 22 gegn 6. Sveinafélagið sýndi þar, éins og áóur, að það er fúst til sátta. Margur mun nú spyrja — og það ekki að ófyrirsynju —: hvað er það, sem Vinnuveiteni afélag Islands og Meistarafélag hár- greiðslukvenna ætla sé með þessari fádæma ósvífni gagnvart stúlkunum ? Fyrst neita meistarar, eða Claessen fyrir þeirra hönd, að ræða við þær um samninga fyrr en þær fa]]i frá kröfum sínum um grunnkaupshækkun. Þar á eftir kemur hin hlægilega liðs- bónarauglýsing meistaranna til almennings um baráttu gegn hækkun hárgreiðslukostnaðar. Þá framkoma sumra meistar- anna gagnvart stúlkunum, þegar þær eru að verja rétt sinn gegn lögbrotum, er framin voru með vinnu nemenda, að vísu i skjóli lögreglústjóra. Þá blekkingarfullar greinar Claessens í Morgunblaðinu, sem þá voru tættar sundur lið fyrir lið í Morgunblaðinu af fyrrver- andi formanni sveinaféiagsins. Þar næst hin svívirðilegia at- vinnukúgun Claessens, þar sem hann sem framk væmdastj óri Vinniuveitendafélagsins skiifar hverjum einasta meðlim Vinmtu- veitendafélagsins hér í bæ og máske víðar, — senidir þeim lista með nöfnum hárgreiðslustúlkn- anna og leggur blátt bann við, að nokkur þeinra sé tekin til neinnar vinnu. Þá tilraunir Claessens til þess að fá nokkrar stúlkur til þess að svikja sjálfar sig og stéttar- systur sínar með því að segja sig úr félaginu og taka Upp vinnu. En sem betur fór fengust engar þeirra til slíkra verka, euda sveinafélagið ekki jafn iaust í viðjum og starfsstúlknafélagið „Sjöfn“ og óhægra að koma Frh. á 4. síðiu. sa2!31353535aesasí25a ÍAlt er keypt: I ££ Húsgögn, fatnaður, bús- áhöld, myndir og mál- a ta verk, rafmagnsáliöld, ö u grammófónar og plötur, u & bækur og fl. og fleira. m Forn- m n verzlunin, i Grettisg. 45. Sími 5691. 9,50 meter, og allt til peysufata. Vírofin SILKISVUNTUEFNI í úrvali. FEEMING ARK J ÓLAEFNI margar tegundir. KÁPUEFNI frá kl. 17,75 meter. PEJÓNAGARNIÐ margeftirspurða komið aftur- , Verð og vörugæði viður- kennt. VERZL. GUÐBJARGAR BERGÞÓRSDÓTTUR. Öldugötu 29. Sími 4199.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.