Alþýðublaðið - 12.03.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1941, Síða 1
V I DAG eru 25 ár liðin síðan Alþýðusam- ® band fslands var stofnaö. Allan þenn- an aldarfióröung hefir þaðf ásamt Alþýðu- flekknum, sem frá byrjun og þar til í haust var skipulagslega tengdur því, staðið f fylk- ingarbrjósti í baráttu íslenzkrar alþýðu fyr- fr bættum kjörum og auknum mannréttind- um og náð árangri, sem ekki á sinn líka í nálægum iöndum á jafnskömmum tíma. í tilefni a£ þessum merkisdegi í sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar og alþýðusamtaka hefir Alþýðuhlaðið beðið náverandi forseía Alþýðusambandsins, Sigurjón Á. Ólafs- son. um yfirlitsgrein um stefnu, starf og þróun Alþýðusam- bandsins á fyrsta aldarf jórðunginum, og fer hún hér á eftir: verkamannafélög: í Reykjavík (Dagsbrún), á Akureyri (Verka- mannafélag Akureyrar), ísa- firði (Verkamannafélagið Bald- ur, endurreist 1915), 1907 Verkamannafélagið ,,Hlíf“ í Óskar Sæmundsson. Brantryðjandion. FmmkvæmdastjArarnir Jón Axel Pétursson. VERK ALÝÐSHREYFIN GIN hér á landi gptur ekki talizt bafa slitið barnsskón- um ennþá, ef miðað er við aldur hennar í nágrannalöndum vor- um. Fyrsti vísir til verka- mannasamtaka hefst með stofn- un ,,Bárufélaganna“ 1894, sem aðallega voru samtök sjómanna hér í Reykjavík og nálægum veiðistöðvum. Næst á eftir þeim koma prentarar 1897 og verka- menn og sjómenn á Seyðisfirði, sem stofna Verkamannafélag Seyðisfjarðar 1- maí sama ár. Eftir þennan fjörkipp verður allmikið hlé á því, að hreyfing- in vaxi. Það er ekki fyrr en ár- in 1904—>1906, að verkamenn í smáþorpum og kauptúnum fara að mynda samtök sín á meðal: Seyðisfjörður, Verkamannafé- lagið Fram (gamla verkamanna félagið endurreist), Sauðárkrók ur, 1905, Eyrarbakki og Stokks- eyri (Bárufélögin endurreist), Bókbandssveinafélag Rvíkur 1905. Árið 1906 eru stofnuð Jón Sig' .össon. Ólafur Friðriksson. I Hafnarfirði og 1908 Bakara- sveinafélag íslands. Flest þessara félaga voru fá- menn og veik og gátu litlu um þokað til bættra kjara. Sam- starf milli félaganna var sama og ekkert. Nokkrir framsýnir áhugamenn sáu þennan skipu- lagsgalla, sem var á hinni ungu hreyfingu verkalýðsins. Þessir sömu menn beittu sér fyrir stofnun Verkamannasambands íslands árið 1907. í þeim sam- tökum munu aðallega hafa tek- ið þátt verkalýðsfélögin á Suð- urlandi. Samband þetta ieiö undir lok á árinu 1909, og með því dóu ýms af þeim félögum, sem stofnuð höfðu verið, svo sem Bárufélögin við Faxaflóa. Allt fram til ársins 1914 má segja að verkalýðshreyfingin hafi frekar hjarað en starfað. Ký hreyfing. Á miðju ári 1914 hefst hin fyrri heimsstyrjöld. Afleiðing- ar hennar koma fljótt í ljós fyrir lífsafkomu verkalýðsins. Allar lífsnauðsynjar hríðhækka samstundis, en kaupgjald helzt óbreytt. — Atvinnurekendur höfðu öll ráð í sinni hendi um allar launagreiðslur eins og verið hafði um áratugi. Þrátt fyrir mjög hækkandi verðlag á öllum framleiðsluvörum, skyndihækkun á vöruhirgðum kaupmanna og hækkandi verð- lag á aðfluttum vörum, varð verkalýðurinn og launastéttin yfirleitt að bera hinar þungu byrðar dýrtíðarinnar án launa- hækkunar. Það er undir þessum skilyrð- um, að verkalýðurinn vaknar af dvala og sér, að samtök hans eru einu úrræðin til úrbóta- Verkakonur hér í Reykjavík ríða á vaðið. Framsókn er stofnuð 25. okt. 1914, Háseta- félagið, síðar Sjómannafélag Reykjavíkur, 23. okt. 1915, en þetta voru þær aðalstéttir með- al verkalýðsins í Reykjavík, sem engin samtök höfðu. Verkamenn áttu Dagsbrún áð- ur, og félög prentara og bakara höfðu starfað óslitið frá því, að þau voru stofnuð. Alpýðasambandtð stofnað Með stofnun Verkakvennafé- lagsins og Hásetafélagsins var fenginn grundvöllur fyrir sam- starfi hinna ýmsu stétta hér í Reykjavík, sem myndað höfðu stéttarfélög. Hásetafélagið er naumast komið úr reifunum, þegar hafizt er handa í stéttar- félögunum um að kjósa menn Forsetar Alþýðusambandsins. Otto N. Þorláksson. ro Stefán Jóh. Stefánsson. til undirbúnings „væntanlegs verkamannasambands íslands“ (þannig orðað í fundargerð- inni). Þessi félög kusu fulltrúa: Hásetafélag Reykjavíkur: Guðleif Hjörleifsson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Verkamannafélagið Dagsbrún: Otto N. Þorláksson og Ólaf Friðriksson. Verkakvennafélagið Framsókn: Jónínu Jónatansdóttur og Karólínu Siemsen. Hið íslenzka prentarafélag: Guðjón Einarsson og Jón Þórðarson. Bókbandssveinafélagið: Þorleif Gunnarsson og Gísla Guðmundsson. Þessir 10 menn hófu starf sitt snemma í nóv. 1915. Fyrsta bókaða fundargerðin þ. 18. s. m. er frá 4. fundi nefndarinnar. Alls hélt nefndin 9 fundi sam- kvæmt bókuðum heimildum og mun þá hafa lokið að mestu lagasmiðinni, en þó eklý til fulls fyrr en í febrúar 1916. En nefndin hafði fleiri verk- efni með höndum. Hún undir- bjó þátttöku félaganna í kosn- ingu endurskoðenda bæjar- Jón Baldvinsson. Sigurjón Á. Ólafsson. reikninganna, sem fram fóru 11. des. sama ár. í kjöri voru Pétur Lárusson prentari og Björn Bl. Jónsson sjómaður, og náði Pétur kosningu. Þá hafði nefndin frumkvæði að þátttöku félaganna í bæjar- stjórnarkosningunum, sem fram fóru 31. jan. 1916 og réði mestu um mannaval á lista. Þrír menn voru í kjöri af félaganna hálfu, sem allir náðu kosningu., Voru þeir þessir: Jörundur Brynjólfsson kenn- ari, Ágúst Jósefsson prentari og Kristján V. Guðmundsron verkamaður. Þessi glæsilegi sigur verka- lýðsfélaganna gerði borgara- flokkana undrandi, enda voru þeir klofnir í kosningurmm og fengu ekki nema 2 fulitrúa kosna pg höfðu þó 54% greiddra atkvæða. Kosningasigurinn átti sinn mikla þátt í samhug verka- lýðsins í Reykjavík um stofn- un heildarsamtakanna, og má því með réttu segja, að eins mikið hafi ráðið stjórnmálaá- i , Frh. á 2. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.