Alþýðublaðið - 13.03.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1941, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1941. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ —----------------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. |t Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbráut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. i ' ALÞÝÐUPRENTS M I Ð J A N H. F. -♦— --------1--:————-------------------------♦ Kafbátsárásin á Fróða. i -------♦------- r . - ARÁS þyzka 'kafbátsins á línuvei'ðarann „Fróða“ og morbið — annað getúr maður efeki kallað það — á fimm frið- sömum, varnarlausum, íslenzk- Juan sjómönnum hefir á ægiilegri hátt en nokkuð, sem áður hefir skeð, minnt okfeur á. nálægð hins blöðuga hildarleiks, sem nú er háður í heiminumi, og sýnt okkur þær hættur, sem íslenzku þjóð- inni Ojg umfram allt íslenzku sjó- mannastéttinni, ©ru búnar af hans völdum. Við erum siglingaþjóð og þurf- uan að staðalidri að hafa skip okkar í förum til útlanda til þess að flytja út íslenzkar lafurðir í skiptum fyrir erlendar nauð- synjar, sem við getum ekki án lifað. Við höfum líka fullkominn lagalegan rétt til þess samkvæmt alþjóðareglum um viðskipti á ó- friðartímum. Þvi að við ernrn, þrátt fyrir hernám iandsins, hlutlaus þjóð og flytjum efeki út neinar hernaðarbannvörur. Og við höfum ennþá sterkari siðferð- islegan rétt ,til þess. Því að við erum jafnframt vopnlaus þjóð, sem eigum allt ófekar samband við umheiminn, alla okkar að- drætti á nauðsynjum og allan okkar útflutning, yfirleitt alla Okkar lífsmöguleika á ófriðar- tímUm eins og þeim, sem nú eru, undir drengskap hinna stríðandi stórvelda, með öðrurn iorðum, undir því, að þau ráðist efeki á hin friðsömu og varnarlausu kaupför og fiskiskip okkar. ’ En hvað þýðir að skirstoota til alls þessa gagnvart þeim, sem hvorki virða alþjóðalög né dreng- sfeap. Lítill, íslenzkur línuveiðari, gminilega auðkennciur með ís- lenzku fániaíitUnum-, er á útleið. Ellefu hlutliausir sjómenn eru inn- anborðs, sumir þeirra fjölskyldu- feðuir, sem bæði eigia feonur og börn í landi. Þeir hafa engin vopn meðferðis til þess að verja sig, enda eiga þeir sér einskis ills von, því að þeilr eru í frið- samlegum erindum, hafa engan 'öleyfilegan vaming og trúa því heldur ekki, að nokkurt þeirra stórvelda, sem þátt tekur í stríð- inu, 'telji sér það sæmandi, að láta herskip sín eða flugvélar vinna níðingsverk á einu af hin- um varnariaUsu skipum minnstu þjóðarinnar í okkar heimsálfu. En hyað skeður? Þýzkur kafbátur feemur upp á yfirborð sjávarins, hefuir fyrirvaralausia stórsfeota- hrið úr fallbyssum sínum á hið veikbyggða og vopnlausa skip, gefur ekki einu sinni skipshöfn- inni tækifæri til þess að fara í björgunarbátinn til þess að forða lífinu, fer þvert á móti í kringum skipið til þess, að fá færi á henni. Fimm skipsmenn af ellefu láta lífið fyrir hinum ban- vænu skeytum, og sá sjötti sær- ist. Síðan hverfur hinn þýzki kaf- bátur eftir unnið „hreystiverk“. Beriínarútvarpið getur skýrt frá nýjum sigri. En feonur og böm heima á Islandi harma missi manna sinna, feðra og fyrirvinnu. Hvað á að segja um slifean hernað? Hvað er hann annað, en aemlaUst morÖ? En þannig er stríð þýzfea nazismans. Þar þekk- ist hvorki æra né drengskapur lengur. Það hafa að vfsU flestir séð, einnig ofefeair á meðal, af bardagaaðferðunum, sem beitt hefir verið við hina ófriðaraðil- ana. En þangað til í gær hafa þúsundir hér á landi ekki viljað trúa þvi, að slík níðingsverk yrðu unnin á okkur, vopnlausri og varnariausri smáþjóð. Þá von hafa nazistar oig feommúnistar líka reynt að notfæra sér og talið fölki trú um það, áð Hitler hefði af einskærri ræktarsemi og vin- semd við þessa norrænu smáþjóð ákveöið að hlífa henni og skip- Um hennar. En nú hafa þessar þúsundir á meðal okkar kiomizt að raun um annað. Nú hafa þær séð ófreskju þýzka nazismans í allri sinni hryllilegu nekt og skilið, hvers einnig við eigum að vænta af henni, svo lengi, aem ekki tekst að ráða niðuriögum hennar. >- Tónlisíarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. „MIl ©UCHE“ Sýmkg tiiE&smð kvöld kl. 3 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. ATH. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. BAZAR KvenféJag F rikirk jnsaf naðari n s í Reykjavík heldur B/4SAR föstudag- inn 14. œarz kl. 3 e, h. i Góð- templarahúsinu uppi. ALÞÝÐUÍUÐIÐ . , 'x Árás kafbátsins á Fróða : _ • | stóð í heila klukkustund. Þá var hann búinn að eyðileggja allt ofan þiija á línuveiðaranum og kveikja í skipinu. ------—... Frásðgn elns af þeim, sem af komnst. AFBÁTURINN var búinn að lóna kringum okkar í klukkutíma, og skjóta á okkur bæði úr fallbyssum og hríðskotabyssum, eyðileggja allt ofan þilfars og kveykja í skipinu, þegar árásinni var hætt“, sagði Sverrir Torfason mat sveinn á Fróða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun. „Og sennilega hefir kafbáturinn þá haldið, að úti væri um skipið, ekki þyrfti fleiri skotum á það að eyða og þess vegna farið“. Árásin var gerð fyrirvara- okkur að stefna í morð-niorð-vésf- laust á þriðjudagsmorguninn, þegar skipið var statt um 200 mílur suð-suðaustur af Vest- mannaeyjum. Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu fórust fimm menn, en sá sjötti særðist. Um nánari tildrög skýrir Sverr- ir Torfason svo frá: — Ég var vakinn laUst fyrir klukkan sex á þriðjudagsmo'rgun- inn og sagt, að' árás væri hafin á skipið. Fyrst hélt ég, að lum flugvélaárás væri að ræða, en það i'feom seinna í ljós, hvers kyns var. Ég var dálitla stund að komast í fötin og útbúa mig í björgun- arbát. En meðan á þvi stóð heyrði ég skotdyn ioig bresti. Það mun hafa verið fallbyssukúlian, sem mölbraut brúna. Auk þess heyrði ég stöðuigt skot úr hríð- sikotabyssum. Tveir hásetar, Gísli GuðmunSds- son og Guðmunidur Stefánssion féllu stjórnborðsmegin í brúnni en stýrimaðurinn, Sigurðux Jör- Undsson, féll í „bestik“-búkinu. : Rétt [á eftir fór skipstjórinn aftur á bátapall, og ætlaði að setja bátinn á fliot og var bróð- ir hans, Steinþór Árnason, þar með honum. Var þá sifeotið úr hríðskotabyssum á bátapallixm og fór báturinn við það í tvenmit. Ég hafði farið tvisvar upp á þilfiar, en hörfaði undir þiljur aftur vegna skothríðarinnar. , Sveinbjörn Davíðsso-n, 1. vél- stjóri, fór inn 1 klefa sinn, til þess að ná sér í jakka, en í sama bili fékk hann sfcot 7'báðia handlieggina. Rétt á eftir heyrir Sveínbjöm, áð skipstjórinn kallar: „Ég er særður“. ' Kallar þá Sveinbjörn til mín og 2. kyndara: „Strákar, þið verð- ið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekfci". ; Hljóp ég þá upp og hitti einn hásetann. Fóruim við til skip- stjórans og báram hann niður í káetu. Því næst fórum við upp aftur og fundum Steinþór Árna- son bakbOTðsmegin á dekkinu og hafði hann dottið niður af báta- pallinum, þegar hann fékk áverk- ann. Bárum við hann lfka niður í káetu. Fórum við, sem eftir voriim uppi standandi, að reynia að hlynna að hinuim særðu. Var Steinþór heitinn með óráði, en skipstjórinn með rænu. Var nú kominn ofurlítill léki að skipinu, en ekki hættulegur. Spurðum við skipstjórann ráða og sagði hann ur. , ; Nofckrii seinna sáum við skip nálgast okkur. Var það Skiaft- fellingur. Báðum við hann að senda skeyti til Vestmannaeyjia 0g biðja um aðstioð handia ofefeur. Var sent leitarsfeip þaðan á móti okkur, en við fórum á mis við þaÖ í fyrrinótt. i fyrrinótt var farið að draga Gunnar Árniasoií. Gísli Guðmundsson. af skipstjóxanuim, en Steinþór var látinn. Þegar skipstjórinn sá að hverju fór kallaði hiann til sín hásetann, sem eftir var, og fól honum að ko'ma skipiniu til lands. Andaðist skipstjórinn kl. 9 um morguninn. i N Um klukkan tíu í gærmjorgun komum við til Eyja. : Þogar Fróði lagðist að bryggju var *þar fyrjr fjölidi föikfe, og stóðu brezkir hermenn þar heið- ursvörð. Byrjaði landgönguathöfnin á því, að lúðraflokkur lék siorgar- i.ög, en skátar lögðu líkin á flutn- ingabíla. SjÓpróf verða haldin í Vest- mannaeyjum í idag. Línuveiðarinn Fróð'i er byggður Guðmiunldur Stefánsson. árið 1922, ign kom hingað til lán'ds árið 1924. Eigandi hans er Þor- steinn EyfirðingUr. Fróði er 123: smálestir að stærð. Maiínndiir Bíisíjóra féiap Afenreyrar. AÐALFUNDUR Bílstjórafé- lags Akureyrar var haldinn í fyrrakvöld. Fráfarandi stjórn, sem setið bafði samfleytt í þrjú síðastliðin ár, gaf ekki kost á sér, þrátt fyrir átrekaðar áskor- anir. i Frh. á 4. síðu. Hina nýkjörnu stjóm félags- ins skipa: i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.