Alþýðublaðið - 14.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1941, Blaðsíða 4
EÖSTUDAGUR 14. MARZ 1941. ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDGAUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín La- fransdóttir", eftir Sigrid Undset. 21.00 Upplestur: Úr kvæðum Steph. G. Stephanssonar (Páll Hermannsson, 'alþm.). 21.20 Hljómplötur: a) Söngvar úr óperum. b) Ýms lög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Félag matvörukaupmanna heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8.30. Til fólksins, sem varð fyrir snjóflóðinu á ísafirði. Frá N. N. 20 kr. Lilla Sigurðs 5 kr. „Far, veröld, þinn veg“ hin fræga bók eftir Jörgen-Franz Jakobsen er nú komin í bókaverzl- anir í íslenzki þýðingu eftir Aðal- stein Sigmundsson. Er þáð fyrsta M. s. Esja fer frá Reykjavík í hraðferð til Abuheyrar n. k. mániudagskvöld, 17. þ. m. Viðjcoimiuistaðir: Pat- reksfjörður, Isafjörðiur og Siglu- fjörður í báðlum leiðum. Vöm- móttaka í dag »g fenam til há- diegis á margun, ef rúm leyfir, Þúsundir vita að gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. færeyska bókin, sem komið hefir út á íslenzku. Þessarar bókar verður nánar getið hér í blaðinu innan skamms. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung- frú Guðríður Magnúsdóttir kennari og Róbert Abrahams söngstjóri. Skotæfingar brezka setuliðsins, sem fórust fyrir s. 1. þriðjudag vegna veðurs, verða þriðjudaginn 18. þ. m. kl. 8—12 e h. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna óperettuna ,,Nitouche“ í kvöld kl. 8. Frjálslyndi söfnuðurinn Föstuguðsþjónusta verður í frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 8.30, síra Jón Auðuns. Eyrbekkingafélagið heldur fund í Oddfellowhúsinu kl. 2 á sunnudaginn. Verður þar ým islegt til skemmtunar. Allir Eyr- bekkingar eru velkomnir. Sameig- inleg' kaffidrykkja. Söngfélagið Harpa hefir samæfingu næstkomandi mánudagskvöld kl. 8V2 á venjuleg- um stað. Halldór Friðriksson fyrverandi skipstjóri Hverfisgötu 18 í Hafnarfirði er sjötugur í dag. Hann er vinsæll maður mjög. Flokksþing Framsóknarmanna hófst hér í bænum í gær. Sækja það margir fulltrúar víðsvegar að af landinu. Gotfred Bernhöft, áður starfsmaður hjá H. Ben. & Co., hefir nú stofnsett nýtt um- boðs- og heildsölufirma hér í bæn- um. Er hann forstjóri fyrirtækis- ins, og heitir það Gotfred Bernhöft & Co. H.F. Auk heillaóska þeirra, sem getið var í blaðinu í gær, að Alþýðusambandinu hefði borizt af tilefni 25 ára afmælisins, bárust því í gærmorgun heillaósk- ir frá Alþýðuflokknum í Færeyj- um, undirritaðar af formanni hans, Peter Mohr Dam, og aðrar frá félaginu „Skjaldborg“ hér í Reykjavík. Útbreiðið Alþýðublaðið! STJÓRNMÁLAASTANDIÐ í FÆREYJUM Frh. af 3. síðu. StjérnarskipBDin oq amtmaðnrinn. Þessir þrír flokkar, sem sam- an vinna, voru sem sagt á móti skilnaðarleiöinni um sinn. Þeir kusu heldur hina vgnjulegu la'ga- breytingaleiö, aö rikisþing og lögþing kæmu sér saman um hreytingar á lögurn, eins og um frumvörp til nýrra laga. Samkvæmt þessari afstöðu áttiu amtmaöurinn vegna ríkisstjómar- innar og lögþingið að koma sér saman Uim stjórnarskipuninía nýju. Það er sjálfgfefið, að frumvarp, sem sambandsm'enn, jafniaðar- menn, sjáifstæðismenn og amt- maðurinn gætu orðið ásáttir um, gat ekki verið þannig úr garði gert, að einn flokkurinn fengi öll- um vilja sínum framgfengt. Bráða- birgða-stjórnarskipunin er því ekki fullkomlega samsvariandi því, sem neinn einstakur flokkur hefði helzt óskað sér. En svo var málum háttað, að sambands- flokkurinn gaf ef til vill mest eftir. Þjóðarflokkurinn hefir látið svo um mælt, að amtmaðurinn hafi einræðisvald samkvæmt þessari stjórnarskipun. Þetta er alrangt. Hann fékk eitthvað í áttina til slíks valds, þegar Danmörk var hernUmin, við það, að samkvæmt embættisUmboði sínu og sérstöku ráð'uneytisumboði, sem gert var áður en Þjóðverjar komu, gat hann gefið út tilskipanir og kveðið upp úrsfeurði í samráði við lanidsnefndina. En þetta vald var afnumið með nýju stjórnarsfeipuninni. r Nú . getur amtmaðurinn ekki sett lagastaf né nurnið úr gildi, án samþyfekis lögþingsins. Það er rétt, að amtmaður hefir neitumarvald. En hann hefir skuldhundið sig til að nota það NÝJA BfÓ |„6old Diggersu í Pðris Fyndin og fjörug amerísk „Revy“-mynd frá Warner Bros, með mörguan tísku I lögum. Aðalhlutverkin leika- og | syngja: RUDY VALLEI, ROSEMARY LANE, HUGH HERBERT o. fl. | Aukamynd: I LONDON CAN TAKE IT. Sýnd kl. 7 og 9. BGAMLA BÍOm Roblason - fðlskyldan (SWISS FAMILY ROBINSON). Stórfengleg amerísk kvik- mynd frá Radio Pictures. THOMAS MITCHELL EDNA BEST FREDDY BARTHOLOMEW. Sýnd kl. 7 og 9. S.l. Gðmln dansarnir Laugard. 15. marz kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 menn). Fráteknir miðar verða að sækjast fyrir kl. 9. ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. ekki, nema svo sé, að um sé að ræða ríkisréttarleg málefni og vafamál, sem snerta ríkið fjár- hagslega. færeyskao oo fáoamálið. Jafnaðarmenn voitu í mjeMhluta þeim, sem samþykfeti að gera færeysku að lagamáli í Færeyj- lum. Amtmaður hefir frestað að tlaka afstöðu til þessarar samþykfetar, þar til vér feomum aftur í sam- band við dönsku ríkisstjórnina. Amtmaður hefir hér tekið ranga og óhyggilega afstöðu, jafhvel þó að segja megi, að lagamálið snerti hugtakið rí-kisútgjöld, af því að ríkið kbstar xéttarf-arið. Annars er það að segjia |um færeyska fungu, að hún hefir nú luinnið sér heiðurssiess í skóla o,g kiirkju. Oss jafnaðarmönnum 'etr það óskiljanlegt, að langiar 0g harðar deilur skuli þfarfa að Vlera um það, að hve miklu leyti færeysk tunga og fáni sikUli fá að njóta eðlilegs réttar síns. Það getur verið nógu fró-ð-legt að geta þess nú, þegar fáua- málið er til umræðu, að jafnaðar- menn urðu fyrstir til að bera fram frumvarp á þingi um að fá fánann viðurkenndan með feon- unglegri tilskipun. En þótt undar- legt sé, þá greiddu sjálfstæðis- menn með Jóan-nes Paturss-on í broddi fylkingar ekki atkvæði með því. Og nú, þegar Bretar heimtuðu ann-an fána en þiann dansfea, voru það formenn j-afnaðarmanna- flokksins iog sjálfstæðisfliokksins, sem skrifuðu brezka feonsúlnum um að fá færeyska fánann við- urkenndan. 89 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Letty Pace. Hví í skollanum hafði hann ekki geng- ið að eiga hana. Hún var snotur ásýndum og hún var vel gefin. Gamli maðurinn var mjög áhyggjufullur út -af þessu -máli og smám saman varð hann gramur við son sinn. Það var skámmarlegt, að eftirlætisbarn hans skyldi leika hann svona grátt. Það var ósæmilegt og óréttlátt. Archibald Kane hugsaði þetta mál, þangað til honum var orðið það Ijóst, að eitthvað varð að gera í málinu. En hann vissi ekki, hvað átti að itaka til bragðs. Lester vildi fá að ráða sér sjálfur og vildi ekki láta aðra skipta sér af einkamálum sínum. Það var bersýnilega erfitt að hefjast handa. Fáeinum mánuðum eftir að hneykslið varð uppvíst í Chicago, giftist Louise, og eftir það voru aðeins gömlu hjónin á heimilinu, nema þegar börnin komu í í heimsókn. Lester var ekki við brúðkaup Louise, end-a þótt honum væri boðið. Því næst dó gamla frú Kane og þá var nauðsynlegt að breyta erfðaskránni. Lester var við jarðarförina og hann var dapur yfir -því, að hafa gert móður sinni á móti skapi síðustu árin, sem hún lifði, en hann afsakaði ekki á neinn hátt fram ferði sitt. Faðir hans hafði h-ugsað sér að tala alvar- lega við hann, en hann frestaði því, þegar hann sá, hve sorgbitin sonur hans var. Lester fór aftur til Chieago og í marga mánuði var ekki minnst á þetta mál. Eftir lát frú Kanes og giftingu Louise flutti gamli maðurinn til Roberts, því að barnabörnin hans þrjú voru helzta gleði hans í ellinni. Robert réði ernn öllu, þar til skipt yrði, en það kom ekki til mála að skipta fyrr en garnli maðurinn væri kominn undir græna -torfu. Robert v-ar alltaf éftirlátssamur við systur sínar og m-ága -og föður sinn í von um, að hann fengi yfirstjórn fyrirtækisins, þegar þar að kæmi. Hann var enginn braskari, en hann var hygg- inn fj-ármálamaður, miklu hyggnari en Lester hugði. Hann v-ar miklu ríkari en systkini hans, en honum fannst hyggilegt að halda því leyndu. Hann lézt eiga mjög lítið. Hann vissi að öfundin er hættuleg, og valdi heldur að lifa sparsamlega. Ráðagerð Róberts um það að koma bróður sínum frá stjórn fyrirtækisins hafði ekki svo mikla þýð- ingu, því að faðir hans h-afði fyrir löngu ákveðið, að Lester fengi aðeins lítinn hluta af arfinu-m. Lest- er v-ar bersýnilega ekki sá skaphafnarmaður, sem hann hafði álitið. Lester var áreiðanlega gáfaðri en bróðir hans og meiri samkvæmismaður, en Róbert var séðari fjármálamaður og duglegri, þótt hann væri þögull og -hlédrægur. Ef Lester hleypti ekki í sig herkju núna og færi að taka lífið alvarlega, þá myndi hann sennileg-a aldrei gera það. Það var skyn- samlegra að skilja þeim eftir auðæfi sín, sem myndi fara vel með þau og ávaxta þau. Arehibald Kane var að hugsa um að láta lögfræðing endurskoða erfðaskrána, svo að Lester fengi minni tekjur, ef hann breytti ekki um lifnaðarhætti. En hann ákvað, að gefa Lester eitt tækifæri enn. Hann ætlaði sjálf- ur -að biðja hann að breyta um lifnaðarhætti. Það var ekki of seint ennþá. Hann -átti glæsilega fram- tíð í vændum. Það var ekki sennilegt, að hann varp- aði henni fyrir borð. Archibald gamli skrifaði Lest- er og sagði honum, að hann langaði til að ná tali af honum, þeg-ar hann hefði tíma til þess, og að hálf- um öðru-m sólarhring liðnum var Lester kominn til Cincinnati. — Mig langaði til þess að fá að tala við þig, Lest- er, um þetta mál, sem mér er svo erfitt að ræða um, sagði gamli maðurinn. — Þú veizt, við hvað ég á. — Já, ég veit það, sagði Lester rólega. — Þegar ég var yngri hélt ég, að hjónaband sona minna yrði aldrei til þess að valda mér áhyggjum. En þegar ég varð eldri breyttust sjónarmið mín. Þegar ég fór að hafa afskipti af k-aupsýslumálum varð mér það ljóst, að drengirnir mínir urðu að fá kvonfang við þeirra hæfi. Ég hefi allt-af verið hrædd- ur um þig, Lester, og er það ennþá. Þetta síðasta hliðarspor þit-t hefir valdið mér miklum áhyggjum. Og það þjáði móður þína fram á síðustu stundu. Heldurðu ekki, að nú sé nóg komið? Hneykslið er orðið uppvíst hér. Ég veit ekki, hvernig ástatt er í Ohicago. En það getur ekki verið leyndarmál þar. Og það getur ekki gert fyrir-tækinu neitt gagn. Og það getur áreiðanlega ekki heldur orðið þér að neinu gagni. Þetta hefir nú staðið svo lengi, að það hefir eyðilagt alla framtíða^rmöguleika þína — og samt sem áður heldurðu áfram. Hvers vegna gerirðu það? — Sennilega vegna þess, að ég elska hana, svar- aði Lester. — Það getur ekki verið alvara þín, sagði faðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.