Alþýðublaðið - 15.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1941, Blaðsíða 4
LÁUGABDAGUR 15. MARZ 1941. H ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknir er Halldór Stefáns »on, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl._ 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Þegar næturgalinn söng“, eftir Michael Arlen (Brynj. Jóhannesson, Indriði Waage, Arndís Björnsdóttir). 21.30 Danslög. (21.50 Fréttir) 24-00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Gunnar Cortes, Eiríksgötu 11, sími 5995. Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 10 Morguntónleikar: Kammer- músik eftir Beethoven og Brahms serenade Op. 8 eftir Beethoven. Píanokvartett í A-dúr Op. 26 eftir Brahms. 11.00 Messa í dómkirkj unni (síra Friðrik Hallgrímsson). Sálmar nr.: 231, 397, 420 og 565. 12.00 Hádegisútvarp. 15.30 Mið- degisútvarp: Karnevalslög. 18.30 Barnatími. (Sig. Thorlacius). 19.15 Slavneskir dansar eftir Dvorák. 19.50 Auglýsingar .20.00 Fréttir. 20.30 Norræna félagið: Færeyskt kvöld. a) Stefán Jóh. Stefánssson: Ávarp. b) Chr. Djurhuus sýslumað- ur: Ræða (á færeysku og í þýðingu) c) Færeysk alþýðulög (plötur). d) Aðalsteinn Sigmundsson: Færeyjar. e) Ole Jakob Jensen: Færeysk danzkvæði. f) Pétur Sigurðsson: Úr sögu Færeyinga. g) Þjóðsöngur Færeyinga. 21.55 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR: í dómkirkjunni á morgun: kl: 11 síra Friðrik Hallgrímsson; kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skólanum á morgun kl. 2 síra Jón Thorarensen prédikar. í Hallgrímsprestakalli á morgun: kl. 10%. Barnaguðsþ j ónusta í Austurbæj arskólanum, síra Jakob Jónsson, kl. 11 f. h. hámessa í frí- kirkjunni síra Sigurbjörn Einars- son. Fríkirkjan. Kl. 2, barnaguðsþjón usta, síra Árni Sigurðsson, kl 5 síra Árni Sigurðsson. Dönsk guðsþjónusta á morgun kl. 11 f. h. í „Trefoil Sailorshome", Tryggvagötu. Síra Rasmus Bier ing Prip prédikar. í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6% árd. Hámessa (Minning Sigþórs Guðmundssonar, háseta á Gullfossi) kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Föstuguðsþjónusta í Hafnarfjarð arkirkju á morgun kl. 5, síra Garð- ar Þorsteinsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 2. Barnaguðsþjónusta. Föstuguðsþjónusta kl. 5, síra Jón Auðuns. Messað á morgun að Bjarna- stöðum kl.2. Útskálaprestakall. Messað í Keflavík kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 5, síra Eiríkur Brynjólfsson. í kapellu háskólans á morgun, sunnudaginn 16. kl. 5, e. h. stud. theol. Jens Benediktsson stígur í stólinn. Sunnudagaskólinn kl. 10 f. h. inngangur um aðaldyr. Reykjavíkurannáll h. f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ næstkomadi mánudags- kvöld. Óperettan „Nitouche“ verður sýnd annað kvöld. Kynnikvöld. Annað kynnikvöld Guðspekifé- lagsins hefst á morgun kl. 9. Koma þar fram 3 ræðumenn, er tala með al annars um orsakalögmálið ,,karma“), ást og hatur í ljósi Guð- spekinga o. fl. Auk þess verður leik ið á hljóðfæri á undan og eftir erindunum. Leikflokkur Alþýðuflokksfélagsins hefir æfingu á morgun kl. 10 f. h. stundvíslega í alþýðuhúsinu, gengið inn frá Hverfisgötu. Söngfélagið Harpa hetfir samæfingu næstkomandi mánudagskvöld kl 8% á venjuleg- um stað Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund í Iðnó n. k. þriðjudagskvöld kl. 8.30 gengið inn um norðurdyr. — Á dag skrá verður m. a. skattamálin og hefir þar framsögu Jón Blöndal fulltrúi Alþýðuflokksins í milli- þinganefnd í skatta- og tollamálum. Dýrtíðarmálin og ýms félagsmál. Félagar fjölmennið á fundinn. Faust er sýndur í síðasta sinn í kvöld. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fund í Oddfellowhúsinu á morgun, um sjálfstæðismálið, er ríkisstjórninni boðið á fundinn. Eyrbekkingar. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum hefir stjórn Eyrbekkingafélagsins orðið að fresta fundi þeim, sem átti að verða á morgun. Verður hann að líkindum sunnudaginn 23. þ. m„ en þess mun verða nánar getið hér í blaðinu. Marionetteleikfélagið . sýnir „Faust“ annað kvöld kl. 8% í Varðarhúsinu. Ný atbvæðagreiðsla bjá hároreplusveiDnm. Hárgreiðslustúlkuntum barst í gær tilboð frá hárgreiðslumeist urunum um lausn á deilurmi. Fer allsherjaratkvæðagreiðsla fram í dag um það hjá svein- unum, hvort taka skuli þessu tilboði. STRÍÐSSLYSABÆTUR Frh. af I. síðu. lega misjafnar eftir því, hve mannmörgum fjölskyldum þeir höfðu fyrir að sjá. Töluverður dráttur hefir orð- ið á því, að tekin væri ákvörðun um greiðslu þessara stríðsslysa bóta og mun sá dráttur hafa stafað af því, að beðið var eftir dómi hæstaréttar í máli Stýri- mannafélags Íslands gegn stríðs- tryggingafélaginu og Trygg- ingastofnun ríkisins, sem raun- vetf-ulega, stóð um það, hvað skoða skyldi slys af völdum stríðsins, en sá dómur féll ný- lega, eins og frá var skýrt hér í blaðinu. \ LANDRÁÐAMÁLIÐ Fxh. af í. síðu. geirsson og stóð málflutningur- inn til kl. 4V2. Er dómur í málinu væntan- legur á mánudagsmorgun. WM NÝJA BÍÓ H m GAMLA Bion „Gold Diagers" i Paris Fyndin og fjörug amerísk ,,Revy“-mynd frá Warner Bros, með mörgxun tísku lögum. Aðalhlutverkin leika og syngja: RUDY VALLEI, ROSEMARY LANE, HUGH HERBERT o. fl. RoMBSon-fMskylðan (SWISS FAMILY ROBINSON). Stórfengleg amerísk kvik- mynd frá Radio Pictures. THOMAS MITCHELL EDNA BEST FREDDY BARTHOLOMEW. Aukamynd: LONDON CAN TAKE IT. 1 | J Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. I á 1 Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. „NI‘I OUCHEU Sýni&sg annað kvöld kl. S Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. ATH. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. Reykjavíkur Annáll h.f. !; Revyan verður næst leikin ;! mánudagskvöld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir á morg- un (aunnudag) kl. 4—7 og ;! eftir kl* 1 á mánudag. ;! S. A. R. Dansieiftir í IHné f kvold. Hin ágæta hljómsveit Iðnó leikur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. — Tryggið ykkur þá tímanlega, Aðeins fyrir íslendinga. Ölvuðum bönnum bannaður aðgangur. KratlHW * 'M __j!^ 90 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT hans. — Ef þú hefðir elskað hana, hefðirðu kvænzt henni. Þú getur ekki tekið konu og búið með henni órum saman án þess að kvænast henni og fullyrt svo, að þú elskir hana. Þú berð ef til vill í brjósti einhverja þrá til hennar, en ást er það ekki. — Hjvernig geturðu verið viss um, að ég sé ekki kvæntur henni? spurði Lester kuldalega. Hann lang- aði til að sjá, hvernig faðir hans tæki þessu. — Það er ekki alvara þín, sagði gamli maðurinn, stóð á fætur og starði grallaralaus á son sinn. — Nei, það er það ekki, svaraði Lester. — En ef til vill kvænist ég henni. — Það er ómöulegt, æpti gamli maðurinn. — Ég trúi því ekki. Ég trúi því ekki, að maður með þínum framtíðarvonum geri slíkt axarskapt. Hvar er dóm- greind þín? Þú hefir buið með henni arum saman og ætlar svo að ganga að eiga hana. Hvers vegna gerðirðu það þá ekki strax? Þú leiðir blygðun yfir fjölskyldu þína, eyðileggur hamingju móður þinn- ar, veldur fyrirtækinu tjóni, veldur opinberu hneyksli og svo ætlarðu að kvænast stúlkunni, sem á sök á þessu öllu. Ég trúi þessu ekki. Gamli maðurinn gekk eirðarlaus um gólf. — Vertu nú ekki svona órólegur, faðir minn. Á þennan hátt komumst við ekki að neinni niðurstöðu. Hún er ekki svo vond kona, sem þú hyggur, og ég vil ekki, að þú talir um hana á þennan hátt. Þú hefir aldrei séð hana, og þú þekkir hana ekki. — Ég veit nóg, sagði gamli maðurinn mjög ákveð- inn. — Ég veit að engin kona með sómatilfinningu myndi haga sér eins og hún hefir gert. Það er áreiðan- legt, að hún er að reyna að klófesta peninga þína. Hvað ætti það að vera annað? Það er deginum ljós- ara. — Faðir minn, sagði Lester og lækkaði róm- inn. — Hvers vegna talarðu svona? Þú hefir aldrei séð þessa stúlku. Þú myndir ekki þekkja hana, þótt þótt þú sæir hana. Louise kom og heimsótti mig og reiddist við mig, segir frá þessu í mikilli' æsingu og litar alla frásöguna og þið trúið öllu sem hún segir. Hún er ekki svo slæm sem þið álítið og í þínum spor- um myndi ég ekki tala svona um hana. Þú ert órétt- látur gagnvart góðri og göfugri konu og þú vilt ekki reyna að líta með sanngirni á þetta mál. — Sanngirni! Sanngirni! sagði gamli maðuriim og dæsti við. — Og svo fer þú að tala um sanngirni. Er það sanngjarnt gagnvart mér, gagnvart fjölskyldu þinni, gagnvart móður þinni látinni, að taika stúlku af götunni og búa með henni? Finnst þér það sann- gjarnt og áttu von á því, að við tökum því með þökk- um? — Hættu nú, faðir minn, hrópaði Lester og band- aði frá sér. — Ég aðvara þig. Ég vil ekki hlusta á svona skraf. Þú ert að tala um konuna, sem ég bý með — sem ég ef til vill kvænist. Mér þykir mjög vænt um þig, og ber mikla virðingu fyrir þér, en ég vil ekki, að þú segir annað en það, sem þú getur staðið við. Hún er ekki stúlkan af götunni. Þú veizt það, jafn vel og ég, að ef svo hefði verið, þá hefði ég ekki farið að búa með henni. Við verðum að ræða þetta mál með meiri ró og spekt, annars fer ég mína leið. Mér þykir þetta leiðinlegt — meira að segja mjög leiðinlegt, en ég sá ekki, hvað er hægt að gera í þesssu máli að svo stöddu og ég vil ekki hlusta á svona hjal. Archibald gamli varð áð stilla sig. Þrátt fyrir reiði sína virti hann og mat að verðleikum sjónarmið sonar síns. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og starði á gólfið. Hvernig átti hann að haga sér í þessu máli? Það var honum hulin ráðgáta. — Búið þið á sama stað og áður? spurði hann. — Nei, við erum flutt út í Hyde Park. Ég hefi leigt þar ofurlitla höll. — Ég hefi frétt að þið alið upp barn. Átt þú það barn? X — Nei. — Átt þú nokkur börn? — Nei. Það var heppilegt. Lester strauk hökuna, en svaraði engu. — Og þú ert ákveðinn 1 því að ganga að eiga hana? hélt gamli maðurinn áfram. — Það hefi ég ekki sagt, svarði Lester. — Ég sagði, að ef til vill myndi ég kvænast henni. — Ef til vill! — Ef til vill! æpti gamli maðurinn og reiðinn sauð niðri í honum. — Hivíh'k raunasaga! Og þú með allar þínar glæsilegu framtíðarvonir. Hvernig geturðu átt von á því, að ég trúi þér fyrir miklum hluta af auðæfum mínum manni, sem ber svo litla virðingu fyrir því, sem almenningur áHtur sæmilegt eða ósæmilegt? Kaupsýslufyrirtækið, fjöl- skylda þín, mannorð þitt og framtíð, allt þetta virðist

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.