Alþýðublaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 2
F03TUDAGUR 21. MARZ 1941. ALÞYÐUBLAÐID TILKVIUIIHn. Ef til loftárása skyldi koma liér, er bannaé meöan á árás stendur að leggja bif- reiðum á eftirtSldum fgiit** ums Vesturfjðtu Hafnarstræti Hverfisgðtu Laugaveg Bankastræti Austurstrœti Aðalstræil Tángðtu Moltsgotu / Lækjargðtu Eríkirkfuveg Sélejlargðtu Hringbraut Skéiavðrðustíg Bannað er einnig að .leggja bifreiðum á ofangreindum- gðtum meðan á ioftvarna æfingum stendur. Ennfremur er alvarlega brýnt fyrir mðnnum að gæta pess að bifreiðum sé ekkl lagt pamiig annarsstaðar, að umferi teppist. Reykjawík, 20. marz 1941. Lof tvarnanefnd. NÝ BÓK: ÆÐRI H vI lAHUI áslenzh ‘jpýbmg efiw J ón /Quðuwm Bókin rekur fyrst sögu Jóhönnu frá Arc frá því henni birtust fyrstu sýnirnar í Domremy þar til hún lét lífið á bálinu í Rouen, 30. maí 1431. Síðan er líf og starf Jóhönnu skýrt í Ijósi sálarrannsókna nútímans. Um hina furðulegu sögu Meyjarinnar frá Or- leans hefir lítið verið birt á íslenzku og munu menn því taka þessari bók fegins hendi og lesa hana sér til ánægju. Bjðrn Blondal Jónsson: UmterðaraennlDg «g nmferðarsljrs. OLLUM ÞEIM, sem barist hafa fyrir endurbótum á umferðinni og reynt að vinna að því að bifreiðar- slysum fækkaði, hlýtur að hafa verið það gleðiefni að lesa grein merktá „X“ í Tím- anum 18. þ. m. um þessi xnál, og þá sérstaklega fyrir það fyrirheit, sem þar er gefið um áframhaldandi stuðning við þetta mál. Gefur grein þessi vonir um að augu manna séu nú að opnast fyrir því háskalega ástandi, sem nu er í þessum efnum, og að menn geti nú orðið samtaka um að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum aðgerðum. Vil ég Því skýra þetta mál nokkru nánar því að það er fleira en eitt eða tvent, sem veldur hinum mörgu og tíðu bifreiðarslysum. Ég ætla því að lýsa ástandinu í þessum málum, eins og það kemur mér fyrir sjónir: Seinni hluta ársins 1938 og 1939 gerSi þáverandi lögreglu- stjóri mikið til þess að koma skipulagi á umferðina. Steinar voru settir á krossgötum, svæði voru afmörkuð með nöglum, er reknir voru niður í göturnar, og þannig búnar til brautir fyrir gangandi fólk, þar sem það gat gengið óhult yfir götuna, þá var það upptekið að stjórna umferð- inni á þeim tíma dags, sem hún var mest. Éinnig voru teknar upp svokallaðar uinferðavikur, þá fékk fólk leiðbeiningar um það hvernig það ætti að haga sér í umferðinni, og því var bannað að fara yfir göturnar annarsstaðar en þar sem braut- irnar voru. Reynt var að sjá um að barnavögnum væri ekki ekið annarsstaðar en á gangstétt unum. Eftir að ljósatími var kominn ók lögreglan oft um bæinn í vörubíl til þess að taka upp reiðhjól, er menn óku ljós- lausum. Einnig var oft ekið um bæinn til eftirlits með því að ekki væri hjólað. á gangstétt- unum og einnig til þess að fylgj ast með akstri bifreiða um bæ- inn, og þær kærðar ef of hart ,var ekið. Er mér þetta vel kunn- ugt, þar sem ég hafði þetta eftir lit iðulega samkvæmt beiðnll lögreglustjóra, þegar ég hafði tíma til. Þessi ár var einnig oft skrifað í blöðin, t. d. Alþýðu- bl. og Mbl. ítarlegar greinar til leiðbeiningar um umferðina. Allt þett'a bar þann áranugr, að segja má, að um áram. 1940—41 hafi umferðin verið búin að taka þeim breytingum, að hún bæri á sér nokkurn menningarbrag. II. En hvernig er svo ástandíð nú í þessum málum? Ég vil taka það strax fram, svo að það valdi ekki misskilningi, að það sem ég hefi um núverandi ástand að segja er ekki sagt til niðrunar núverandi lögreglustjóra, held- ur er það sagt vegna sannleik- ans, því að hann verður að segjast, ef árangur á að nást í þessu máli. Framan af s. 1. ári hélt lög- reglan uppi nokkrum hluta starfsins í umferðamálum t. d. með því að leiðbeina fólki í um- ferðinni, kæra fyrir ljósleysi á bifreiðum, banna að hanga aftan í bifreiðþm, þegar til þeirra náðist, er það gerðu, en smám- saman dó öll þessi starfsemi út. Hætt var að stjórna umferðinni, þáf til í haust að Englendingur tók upp á því á vegamótum Bankastrætis og Lækjárgötú, að fara að stjórna, þá. hringdi ég til* fulltrúa lögreglustjóra hr. Einars Arnalds, , og spurðist fyrir hjá honum hvort Englend- 'ingar væru búnir að taka stjórn á umferðinni í sínar hendur. Einar sagði það ekki vera og fór strax til þess, er hafði verið svo framtakssamur að taka að sér umrætt starf. Það mun vera ohætt að segja að síðan hafi um- ferðinni verið stjórnað á þeim tíma, sem hún er mest, en þar með er líka allt upp talið. Nú er svo komið að hjólreiðamenn aka austur Austurstr. og niður BankaStræti, þó það sé bannað, ennfremur aka þeir . bjöllulausir og Ijóslausir á ljósatímum. Barnavögnum er ekið eftir ak- brautunum, en hjólréiðamenn aká þess meira gangstéttirnar. Örfáir fara þá gangstíga, sem búnir voru til fyrir gangandi fólk, nú sjást aldrei leiðbein- andi greinar um umferðina t. d. í Morgunblaðinu. Nú getur að líta 2—3 eða jafnvel fleiri hjól- reiðamenn hanga aftan í sömu bifreiðinni, og 2 eða 3 geta líka verið á sama reiðhjólinu, án þess að við þeim sé stuggað. Bifreiðar aka ljóslausar, án þess að kært sé, enda er oft ■ erfitt að sjá númerin, en aðrar aka með svo sterkum ljósum að þær blinda alla, er á vegi þeirra verða ög valda stór slysum, já, meira að segja dauða, slysum. Ofan á þetta bætist svo oft ó- heyrilegur hraði á bifreiðunum og hjólreiðamönnunum, að því ógleymdu að fólk er flutt á vörupalli bifreiða standandi í stórhópum í lausu lofti, án þess að hafa nokkra handfestu, eða þá sitjandi aftan á vörupallinum með fæturna hangandi niður. Einmitt þetta síðast talda, hefir hvað eftir annað valdið stórslys um, en einnig það virðist látið afskiptalaust. Ég ek iðulega á morgnana um úthverfi bæjarins óður en ég fer út á vegina og finn þá að því sem ég tel ábóta- vant, og kæri sumt, en æfinlega er viðkvæði fólksins það sama: „Hvað kemur yður það við, sem lögreglan lætur afskiftaiaust". Þar sem umferðin er nú í það minnsta tvöföld við það sem áður var, þá þarf enginn að furða sig á því þó að fyrir kæmu mörg slys á dag. Enda stór fjölgaði slysunum á árinu 1940, miðað við árið 1939, eða úr 370 í 720, og var mikill hluti þeirra slys á mönnum (til umferða- slysa eru taldir ýmiskonar árekstrar sem eingöngu valda tjóni á verðmætum, svo sem hús um, girðngum o. þ. h.). Myndi þó slysum hafa fjölgað enn J meira, ef ekki hefði verið ó- venjulítil umferð hér fyrri hluta ársins, vegna benzinskömtunar, sem af leiddi að margir tóku bíla sína úr umferð. Það sem hér að ofan er tálið er til þess fallið að auka enn á slysin og hætturnar. En það sem ég tel að beri að gera til þess að draga úr slysunum er: 1. Að númera öll reiðhjól, svo hægt sé að ná til hinna brot- legu reiðhjólamanna. 2. Að halda „umferðavikur“ þar sem röggsamlega sé leið- beint um umferð og nauðsyn þess að hlýða settum reglum. 3. Af hefja áróður í öllum blöð- um bæjarins til þess að vekja skilning fólksins á þessum málum og leiðbeina því. 4. Að láta lögregluna fá til af- nota tvo litla bíla, eða þá að minhsta kosti tvö mótor- hjól; sem hún noti svo til að halda uppi auknu eftirliti sitt í hvorum bæjarhluta. 5. Að láta bifreiðalögin og um- ferðalögin, sem áttu að ganga í gildi 1. jan. 194Í, ganga í gildi nú þegar, að því einu undanskildu að hægrihandar akstur fellur niður. En ekM er hægt að taka upp númer- ingu reiðhjóla fyr sn þessi lög ganga í gildi, því í þeim er heimildin, en annarsstáðár ekki. Yæri horfið að þessu ráði' og jafnframt teknar upp aðrar aðferðir er að ofan getur, þá mundi ekki líða á löngu, þar til umferðin hér kæmist í sæmi- legt horf. III. Það urðu margir undrandi yfir þeirri ráðstöfun , ríkis- stjórnarinnar að gefa út bráða- birgðalög um frestun á gildis- töku bifreiðalaganna og um- ferðalaganna, sem í gildi áttu. að ganga 1. janúar 1941. í stað þess að gefa út bráðabirgðalög um það, að hvorutveggju lögim gengju í gildi, að því einu und- anskildu, að hægri handar akst- ur falli niður, fyrst um sipn, voru gefin út bráðabirgðalög um það, að þau skildu ekki ganga í gildi. — En skýr- ingar á því, hvers vegna. svona var að farið, hafa engar verið gefnar, en manna á milli hefir því verið fleygt, að ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar f þessum málum, hafði lagt til að fresta gildistöku umræddra. laga, vegna þess að hann hafi óttast að gildistaka laganna án hægri handar aksturs gæti orðið til þess að hægri handar akstur kæmist aldrei á, en ég vil ekki trúa að þessi tilgáta sé rétt, minnsta kosti ekki fyrr en það hefir sýnt sig. Hafi verið þörf að setja umrædd lög 1940, sem enginn efast um, þá er þó ekki síður þörf á að þau komi til framkvæmda 1941 eins og á- kveðið hefir verið í lögunum sjálfum, þar sem umferðin er í það minnsta tvisvar sinnum meiri og þar sem slysunum hefir fjölgað nærri því um Frh. é 4. síðu. /.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.