Alþýðublaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1941- ALÞYÐUBLAÐIÐ KN4TTSPYRNUFÉL* VÍRIN6UR HLUTAVELTA okkar hefst á morgun í Varðarhúsinu kL4 e.h. Meðal allra hlnna ágæfu muna á hlutaveltunnl teljum vlð upp: Skófatnaður Frakkar Matvörur og hreinlæti8vörur 500,00 krónur I peningum. Poki af Rúgmjöli. ENfilN NÖU Ferð til Akureyrar. Tonn af koium. Ferð í Borgarnes. Kjötskrokkar. Skyrtur. Þetta er aðeins lítið sýnishorn afþvísem i boði er. Freistið hamingjunnar og komið sem fyrst. Másík aUan timann. 50 aura inngaugur, 25 aura fyrir bðrn. Drátturinn 50 aura. ISIutaveltunefndln. -------UM DAGINN OG VEGINN--------------------- Harmafregnirnar og fréttafiutningurinn af þeim. Bréf frá kunnum borgara. Bifreiðaumferðin og loftvarnahættan. — Þökunrar á Arnarhóli. Holurnar í götunum og Strætis- vagnarnir. ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.---------- DAUÐADÓMARNIR í NOREGI. Frh, af 1. síðu. Rasmussen, Hjelmevik, Brome- land Oftedal, Gjerstad, Karlsen og Lund. Ennfremur segir í tilkynn- ingunni: Jaoobsen fór íí mai 1940 til Englands, þar sem hann var æfð- fir í hnezkri leyniþjóntustu. I hyrj- un ársins 1941 kom hann aftsur heim til Noregs með leynilegar sendistöðvar. MeÖ aðstoð þessara sendistöðva var rekin næstu mán- 'Uði á eftir utmfangsmikil njósniar- starfsemi fyrir Englendingfa í Nor egi. Samkvæmt skýrslu, sem einn hinna ákærðu hafði skilað, höfðu verið sendar meir en 80 tilkynn- ingar um hernaðarleg málefni. ■ Auk þess fannst mikið af skrifuð urn fyrirmælum frá Englandi um það, hvernig ætti að haga njósn- • arstarfinu. E"tirfa andi 7 menn voru dæmd • iir í maiigra ára fangelsi: Sörvág, Ryen, Fagerland, Ner- um, Rydland, Muller og Rysang- er. Einn hinna ákærðu var sýkn- aður vegna vöntunar á sönnunar- gögnum". Auk þe sa'ar tilkynningar segja „Nor.sk Tidend“: Frá no-rskum sendistöðvum hafa borizt eftirfarandi upplýsinigar. um hina dbuðadæmdu: Sigurd Jaoobsen, Akra, blaða- . maður, starfsmaður við „Hauge- sunds Dagblad“ og fleiri blöð. Sigmumd Bromeland, útvarps- verksfræðinguir og eigandi við- tækjaverzlunar í Haúigesund. Sigmund Rasmussen, stýrimað- luír og loftskeytamaður, Hauge- sund. i Peter Hjelmevik, kennari við Joftskeytaskólann í Haugesund. Gunnar Hellesen, tryggingafull- trúi, Haugesund. Christian S. Oftedal, fyrver- andi ritstjóri bjaðsins „Stavanger Aftenblad". Fritjof Lund, núverandi ábyrg- ur ritstjóri blaðsins „Stavanger Aftenblad". i Gunnar J. Carlsen, gullsmiður, Haugestund. Knut Gjerstad, stúdent, Hauge- siund. j JÚGÓSLAVÍA. Frh. af 1. síðu.' falli ekki benda til þess, að á- kvörðun hafi þegar verið tek- in um að ganga til samkomu- lags við möndulveldin, að Stoyadinovitch, fyrrverandi forsætisráðherra, sem talinn er helzti talsmaður samvinnunn- ar við Þýzkaland í Júgóslavíu, var nýlega sendur til Grikk- lands af stjórninni í Belgrad til þess að losna við hann, og er nú sagður verá raunverulega í haldi þar hjá Bretum og Grikkjum. GúmtDí-staUnr, Gúmmí-buxur, Gúmmí-fatasekkir, Gúmmí-skór. V, Ilr* I fifimmískógerðin ÍOPNI, Aðastræti 16. MINNINGARATHÖFNIN. Frh. af 1. síðu. ir opinberir embættismenn, svo og fulltrúar sjómanna og útgerö- armanna. Var Mrkjan þéttskipuð fólki. Athöfnin hófst með þvi," að sunginn var sálmurinn „Sól og tungl mun sortna hljóta". Annað- ist dómkirkjukórinn söngi-nn und- ir stjórn Páls ísólfssonar. Að því loknu flutti séra Bjiami Jóns- son minningarræðu. Að henni lokiúni var sunginn sálmurinn ( „Góður engill guðs oss leiði“, en því næst lék Þór- hallur Árnason sorgarlag á celló og Hermann Guðmundsson söng einsöng. Slysavarnafélagið fær 19 |is. kr. g]ðf. Slysavarnafélaginu bárust í morgun að gjöf tíu þúsund krón- ur til minningar um 'skipverjana af b. v. Gullfossi. Gefandinn er Magnús Andrés- son útgerðarmiaður. \ Átta sönglög við kvæði eftir Pétur Jakobsson heitir nýútkomið: sönglagahefti. Lögin eru eftir: Halldór Jónsson, Hallgrím Helgason, Karl O. Run- ólfsson, Kristin Ingvarsson og Nóa Kristjánsson. \ Gjafir til væntanlegs húsmæðraskóla í Iteykjavík: Frú Herdís Ásgeirs- dóttir: kr. 1000.00. Frú Sólveig Sveinbjarnardóttir kr. 1000.00. Frú Guðríður Sigurðardóttir kr. 1000.00. Kærar þakkir. Vigdís Steingrúnsdóttir. EG FEKK í MORGUN bréf frá kunnum borgara hér í bæn- um um málefni, sem ég veit, aff er töluvert mikiff rætt. Bréf þessa borgara er raunverulega árás á blaffamenn og tel ég hana aff mestu ástæffulausa, en aff öðru Ieyti er bréfiff á þessa leið: „UNDANFARIÐ hefir hvert stórslysið rekið annað og svo má segja að við íslendingar höfum skolfið af kvíða fyrir hverjum degi og gerum enn. Skipúm okkar hef- ir verið sökkt og tugir af hraust- ustu sonum Fjallkonunnar hafa lát ið lífiö, sumir að því er virðist hreint og beint fyrir hendi sam- vizkulausra morðingja. Getur nokkur sem ekki reynir, ímyndað sér angist þeirra heimila sem bíða eftir fréttum af ástvinum sínum? Þessi angist stendur í margar vik- ur. Ég hygg ekki, að minsta kosti sé ég að menn haga sér gálauslega í meðferð fregna af þessum mál- um. HVERNIG STENDUR á því, að fregnir eru birtar opinberlega um að einhverjir tveir menn hafi bjargast af Reykjaborginni áður en nokkur hér á landi veit hverjir mennirnir eru? Hvernig stendur á því að eitt blaðanna gefur mjög í skyn að líkur séu til þess að fleiri hafi bjargast en þessir tveir, þeg- ar það getur ekkert um það vitað? Og hvernig stendur á því að eitt blaðanna skýrir frá Péturseyjar- hvarfinu áður en búið er að til- kynna aðstandendum sem hér eru í bænum eða nágrenni bæjarins um hvarf skipsins á hinn venjulega formlega hátt. Ég álít þetta allt saman mjög vítavert — og mér finnst að nóg sé til að skrifa um, þó að beðið sé rétts tíma með frétt- ir, eins og þessar.“ í SAMBANDI við þetta vil ég taka fram, að það er ekki nema eðlilegt að blaðamenn birti fréttir eins fljótt og þeim er auðið — og ekki sízt fréttir eins og þessar, sem allir bíða eftir. En ég tel persónu- lega, að um slíkar slysafréttir eigi blaðamenn alltaf að fara eftir fyr- irmælum forstöðumanna skipanna, eftir að þeir eru búnir að ganga úr skugga um það, að prestarnir séu búnir að tilkynna slysin. Mér er kunnugt um það, -að fréttin um Pétursey lá hjá Alþýðublaðinu fullsamin frá því snemma í gær- morgun, en af því að ekki var tryggt að aðstandendum, sem eru hér og í nágrenninu, hefði borizt tilkynningin eftir venjulegum leið um, áður en blaðið kæmi út, var fréttin ekki sett í blaðið. Fréttina um björgun hinna tveggja manna af Reykjaborginni var líka hægt að setja í blaðið í fyrradag, en var ekki gert, vegna þess að'ekki var vitað um nöfn mannanna. Þetta er ekki sagt til að afsaka fram- komu Alþýðublaðsins í þessum málum, því að það tekur áreiðan- lega ekki til sín aðfinnslur bréf- ritarans, heldur er það sagt til að sýna stefnu þess blaðs í svona málum. Ef blaðamenn eiga að vera í samkeppni um svona fréttir, end- ar það með því, að þeir fara I kapphlaupinu að birta slúðursögur um þessi mál, og það er enginn skortur á þeim. NÚ FÁUM við frásögn af Reykjaborgarslysinu. Tveir menn eru eftir til að skýra frá atburð- um. Ég vildi ráðleggja þeim naz- istum og kommúnistum, sem nú breiða það út, að brezkir kafbátar hafi sökkt Reykjaborg og skotið á Fróða, að bíða eftir skýrslu þess- ara tveggja eftirlifandi manna. — Mig furðar á því hve fólk gleypir hráar slíkar fullyrðingar ábyrgð- arlausra undirróðursmanna, en raunin er sú. BÍLSTJÓRI skrifar mér í tilefni af tilkynningu loftvarnanefndar — þess efnis, að ef til loftárásar komi, megi ekki skilja bíla eftir á 14 nefndum götum bæjarins: Hvað eigum við bílstj. að gera, ef til loft- árásar kemur og við erum að aka um þessar götur? Og hvernig eig- um við að muna, ef til loftárásar kemur eftir 2—3 mánuði, hvaða götur er hér um að ræða, ef ekki verða sett upp spjöld til að minna okkur á þær? ÉG VÍSA þessum fyripsurnum. til formanns loftvarnanefndar. ÉG VILDI GJARNA biðja yfir- völd bæjarins að hirða af Amar- hóli þökurnar, sem liggja þar nú á víð og dreif. Ef það er ekki gert nú, þá koma gulir blettir undan þeim, þegar fer að vora og grænka. EINNIG VILDI ég mælast til þess, að annað hvort yrði mokaff ofan í gryfjurnar, sem eru víða þar sem strætisvagnarnir' nema staðar, eða að strætisvagnarnir breyttu um stöðvunarstaði. Ég vil til dæmis nefna götuhornið Sól- vallagötu og Hofsvallagötu. Þar sem strætisvagninn nemur staðar er djúp gryfja alveg við vagn- dyrnar, ef farþeginn gætir sín ekki um leið og hann fer út úr vagninum, þá er hann kominn ofan í gryfjuna. Þarf ég að rífast út af þessu oftar til að fá það lagfært? Hannes á hominn. Safnaðarlundur í Laugarnesprestakalli verður haldinn í Laugarnessfeóla á morgun kl. 3 e. h. að aflokinni messugerð. — Dagskrá: 1. Tillaga sókn- arnefndar um að kirkjugjald verði kr. 5.00 á mann. 2. Rætt um kirkjubyggingu. 3. Önnur mál. Sóknarnefndin. Tll sðla húsið Smiðsoes í Skildinganesshverfi, til brottflutnings eða niðurrifs, Nánari upplýsingar í Vegamálaskrifstofunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.