Alþýðublaðið - 24.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1941, Blaðsíða 4
3VUNUDAGUR 24. MARZ 1941 MÁNUDAOUR Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, <2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Vil- hj. Þ. Gíslason). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20,55 Útvarpssagan: Kristín Laf- ransdóttir, eftir Sigrid Und- set. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Frönsk þjóðlög. — Einsöng- ur (Ólafur Friðriksson): a) L. Spohr: Sveinar kátir syngið. b) Jónas Helgason: Þar fossinn í gljúfranna. c) Helgi Helgason: Þá sönglist ég heyri. d) Edv. Grieg: Nú hækkar þak og hvelfist. e) Agathe Bacher-Gröndal: Horfinn er dagur. f) Helgi Helgason: Þrútið var loft. g) Sænskt þjóðlag: Engan grunar. h) Sigf. Einarsson: Yfir voru ættarlandi. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturvarzla bifreiða: Bæjarbílastöðin, sími 1395. Söngfélagið Harpa hefir samæfingu í kvöld kl. 8 Vz á venjulegúm stað. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ í kvöld kl. 8. Hallgrímskirkja í Reykjavík kl. 10,00 frá M. S. Forðum í Flosaporti. Revyan verður sýnd annað kvöld kl. 8 vegna fjölda áskor- ana. Fjöldinn allur varð frá að hverfa á síðustu sýningu og er nú tækifærið fyrir þá að sjá leikinn F.U.J. Talkórinn hefir æfingu í ' kvöld kl. 9. Áríðandi að allir mæti. AIÞÝÐUBLAÐIÐ annað kvöld. Langt er nú síðan að sýnt var síðast, og stafar það af því hve húsið hefir verið skip- að. Eru þetta þó þægindi fyrir þá, sem leikinn sjá annað kvöld, því tíminn hefir verið nægur til end- urbóta á ýmsan hátt. Nýir brand- arar hafa verið teknir í leikinn, nýjustu söngvar o. fl. Er þetta til- valið tækifæri fyrir þá, sem fylgj- ast vilja með því, sem gerist í bænum. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag. Eyrbekkingafélagið hélt mjög fjölmennan fund í gær í Oddfellowhúsinu, og stóð hann frá kl. 2—5V2. Félagið telur nú um 150 félaga. Þeir Eyrbekk- ingar, sem enn hafa ekki skráð sig í félagið geta gert það hjá Lárusi Bl. Guðmundssyni í Bóka- verzlun ísafoldar. Sðrð loftðrás á Ber- lín i nótt. Bílslys í gær í Svinahrauni SEINNIPARTINN í gær varð alvarlegt bifreiðarslys efst í Svínahrauni. Bifreiðin R 1248 endastakkst á breiðum, sléttum vegí og slasaðist einn farþeginn og bifreiðarstjórinn. Auk bílstjórans voru í bílnum þrír drengir um fimmtám ára gamlir. Einn þeirra, SigUrvin Sveinsson, Brúarenda, slasaðist á baki, brjósti og höfði og var fluttur á Landisspítalann. Leið honum sæmilega í morgun. Bílstjórinn meiddist eitthvað, en ekki svo, að þyrfti að flytja hann á spitala. Tveir drengjanna sluppu ómeiddir. Bíllinn var að koma úr Hvera- gerði. ðgurles bál urn miðbiit borg- arinnar. SPRENGJUFLUGVÉLAR Breta gerðu mikla loft- árás á Berlín í nótt. Var bæði eldsprengjum og sprengjum af stærstu gerð varpað niður yf ir miðbik borgarinnar og urðu af svo mikil bál, að brezku flug- mennirnir sáu þau á heim- leiðinni úr 150 km. fjarlægð. Ameríkskir fréttaritarar í Berlín segja, að margar sprengj ur hafi komið niður í sendi- herrahverfið svonefnda, það er við göturnar Wilhelmstrasse og Unter den Linden, þar sem skrifstofur hinna erlendu sendi- herra eru, en jafnframt kansl- arabústaður Hitlers og skrif- stofur utanríkismálaráðherrans Ribbentrops. Loftárásir Þjóðverja á Eng- land í nótt voru óverulegar og engin árás var gerð á Londón. HERSKIP HITLERS { Frh. af 1. síðu. verk að ráðast á flutningaskip Breta. Hins vegar er gengið út frá því, að þau muni forðast alla árekstra við hin brezku herskip. Hingað til er ekki vitað, að víkingaskipunum hafi orðið neitt vemlegt ágengt. Bæði „Scharnhorst“ iog „Gnei- senau“ tóku þátt í árásinni á Noreg í fyrravor. „Scharnho!rs,t“ lenti þá saman við brezka or- Uistubeitiskipið „Renown“ log varð fyrir nokkrum skemmdum, en tókst að flýjia í dimmviðri og ó,sjó. Skipin eru hvort um sig 26000 smálestir að stærð. Iðnneminn, 1.—2. tbl. 8 árg. er nýkomið út. Efni: Hvers má vænta? eftir Árna Beck, Stærsta krafan, eftir Jón Örn Ingvarsson, Fram til starfa, eftir Stefán O. Magnússon, ísl. æska, kvæði eftir Guðjón M. Kristinsson, Félag rafvirkjanema, eftir Sigurodd Magnússon, Endur- reisn Bindindisfélags Iðnskólans, NÝJA Bfd B Ærsladrósin frá Arizona. (ARIZONA WILDCAT.) Aðalhlutv. leikur af fniklu fjöri hin 12 ára gamla Jane Withers og hinn bráðskemmtilegi Leo Carillo. Aukamynd: Minnisverðir viðburðir. Filming the Big Thrills. Sýnd klukkan 7 og 9. GAMLA Blð Kvæntar tveimnr. (MY FAVORITE WIFE.) Ameríksk gamanmynd frá RKO Rdio Pictures. Aðal- hlutverkin leika: Irene Dunne, Cary Grant og Gail Patrick. Sýnd klukkan 7 og 9. Sveðju 01 mlBBlngaratbðíD vegna skipshafnarinnar af vélbátnum Hirti Péturssyni fer fram í Dómkirkjunni þriðjud. 25. þ. m. kl. 1 e. h. AthÖfninni verður útvarpað. 9 ■ Lík Unnars Hávarðssonar verður flutt til Eski- fjarðar með Esju. Oskar Jónsson. leikin þriðjudag kl. 8. Aðgöngumiðar frá kl. 4—7 á mánudag og eftir kl. 1 á þriðjudag. Sími 3191. NÝJAR VISUR! NÝIR BRANDARAR! 94 THEOÐORE DREISER: JENNIE GERHARDT ati. Svo kom fréttin um að faðir hans væri dáinn. Lester varð mjög sorgbitinn og áhyggjufullur. Það þjáði hann, þetta, sem þeim hafði farið á milli. Faðir hans hafði verið honum mjög góður og honum fannst leiðinlegt, að hann hafði orðið að hryggja gamla manninn í elli hans. Hann minntist þess nú, þegar faðir hans sat með hann á hné sínu og sagði honum sögur frá bernskuárum sínum heima á írlandi. — Archibald gamli hafði verið mjög heiðarlegur kaup- sýslumaður. Lester átti honum það að þakka, hversu hreinskilinn hann var og hversu _ ríka tilhneigingu hann hafði til þess að horfast í augu við staðreynd- irnar. Hann óskaði þess nú, að gamli maðurinn væri enn á lífi, svo að hann gæti sætzt við hann. Honum datt jafnvel í hug, að gamla manninum hefði þótt vænt um Jennie, ef hann hefði kynnst henni. Þegar hann kom til Cineinnati var grenjandi stór- hríð. Lítil umferð var á götunum. Þegar hann kom út úr lestinni hitti hann Amy, sem þótti vænt um að sjá hann, þrátt fyrir allt, sem þeim hafði farið á milli. Hún lét hneykslið minnst áhrif hafa á sig af systrum hans. Lester faðmaði hana og kyssti. — Þú tekur á móti mér alveg eins og í gamla ’daga, sagði hann. — Hvernig líður fólkinu þínu? Jæja, vesl- ings pabbi, einhverntíma hlaut röðin að koma að honum. En hann lifði þó svo lengi, að hann fékk að sjá árangurinn af æfistarfi sínu. Hann hlýtur að hafa verið ánægður yfir árangri æfistarfs síns. — Já, sagði Amy. — En frá því mamma dó, hefir hann verið mjög einmana. Þau voru í góðu skapi, þegar þau óku heim að gamla heimilinu þeirra og hjöluðu um gamlar minn- ingar og liðna daga. Allir nánustu ættingjarnir voru saman komnir á gamla heimilinu. Lester heilsaði öll- um. Lester horfði á lík föður síns, sem hvíldi í svartri kistu í dagstofunni. — Gamli maðurinn var að mörgu leyti merkismað- ur, sagði hann við Robert. Það er erfitt að finna jafningja hans. — Það er ekki hægt að finna jafningja hans, sagði Róbert hátíðlega . Að lokinni jarðarförinni var strax ákveðið að lesa erfðaskrána. Maður Louise þurfti að flýta sér heim til Buffalo, og Lester þurfti að komast sem fyrst til Chicago. Fjöldskyldan var kölluð saman eftir jarðar- förina. Hún átti að koma á skrifstofu lögfræðinganna Knight, Keatley og O’Brien’s. o Þegar Lester ók til fundarins datt honum ekki í hug, að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt haggað við erfðaskránni. Það var ekki liðið svo langt síðan þelr höfðu talað saman. Hann hafði beðið gamla manninn um frest til þess að hugsa málið, og þenn- an frest hafði hann fengið, Hánn hafði alltaf notið hylli gamla mannsins, að undanteknum þessum ásta- málum hans. Honum datt ekki í hug, að hann hefði á neinn hátt unnið til þess, að gamli maðurinn hefði hann útundan. Þegar til skrifstofunnar kom heilsaði O’Brien, lít- ill, vingjarnlegur maður, öllum með handabandi. Um íuttugu ára skeið hafði hann verið lögfræðingur Arehibald Kane og þekkti vel alla dutlunga hans. Honum þótti sérlega vænt um Lester. — Þá eru víst allir komnir, sagði hann að lokum og dró stór homspangargleraugu upp úr vasa sínuim. — Jæja, sagði hann og leit í kring um sig. Þá getum við víst byrjað. Ég ætla þá að lesa erfða- skrána. _ *Hann snéri sér að skrifborðinu, tók skjal, sem lá þar, ræksti sig og byrjaði að lesa. Þetta var að mörgu leyti kynlegasta plagg. Það hófst á smágjöfum til þjóna, skrifara og annarra starfsmanna fyrirtækisins. Svo komu fáeinar stærri gjafir til ýmissa fyrfrtækja, og loks var röðin komin að börnunum, og var byrjað á dætrunum. Imogene fékk, sem trygg og ástúðleg dóttir, sjötta hluta hluta- bréfanna í vagnaframleiðslufélaginu og fjórða hlut- ann af öðrum eigum hins látna, sem áætla mátti að væri um átta íhundruð þúsund dollara virði. Amy og Louise fengu líkanJarf. Barnabörnin fengu tölu- verðar gjafir, fyrir góða hegðun, sém átti að úthluta þeirn, þegar þau væru orðin myndug. Og svo kom röðin að Robert og Lester. „Vegna vissra árekstra, sem orðið hafa milli mín og Lesters sonar míns,“ stóð í erfðaskránni, „álít ég það skyldu tnína, að setja viss skilyrði fyrir skipt- ingu þess, sem eftir er af fé mínu, og þau eru þessi: Fjórðungur hlutabréfanna í Kanefélaginu og fjórð- ungur annarra eigna minna fellur í hlut míns elsk- aða sonar, Róberts, sem viðurkenning fyrir trúfesti hans og skyldurækni, og síðasta f jórðunginn af hluta- bréfunum og öðrum eignum mínum á hann að hafa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.