Alþýðublaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 4
ÞMDJLÐAG 2S». MARZ 1841 AIÞÝÐUBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er María Hall- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sjávarhiti og dýra- líf í Norðurhöfum, II. (Árni Friðriksson.) 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í a moll, op. 50, eftir Tschaikowsky. 21,40 Hljómplötur: Capriccio Ita- lien, op. 45, eftir Tschai- kowsky. 21.55 Fréttir. Dagskrárlok. Kvæntur tveimur heitir ameríksk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika Irene Dunne og Cary Grant. Itevyan Forðum í Flosaporti verður, vegna áskorana, sýnd í kvöld kl. 8. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ annað kvöld kl. 8. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Osterman, flytur fyrirlestur í 1. kennslustofu Há- skólans annað kvöld kl. 8,15. Efni: íslenzk endurnýjunaráhrif í sænsku menningarlífi á 19. öld. Skíðamót Reykjavíkur verður haldið næstkomandi sunnudag í Bláfjöllum. Keppt verður í svigi karla í öllum flokk- um. Þátttaka tilkynnist Þórsteini Bjarnasyni, Körfugerðinni, fyrir fimmtudag. Ársskýrsla Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis fyrir árið 1940 er nýkom- in út. Hefst hún á grein um vöru- verðið eftir J. F. Þá er skýrsla framkvæmdastjórnarinnar, skýrsla félagsstjórnarinnar og að lokum skýrsla endurskoðenda. Margar myndir eru í ritinu. Matsnoka ú fnndi Stalins oflJHolotOTS. MATSUOKA, utanríkismála ráðherra Japana, átti klukkustimdar viðtal við Stalin og Molotov í Moskva í gær, á leið sinni til Brlínar. Þykir ekki ólíklegt, að fundur þeirra boði stærri tíðindi og að einhvers konar vináttusamningur sé í aðsigi milli Japana og .ússa, eins og milli Þjóðverja og Rússa rétt áður en styrjöldin hófst. Enda fylgir það fréttinni af dvöl Matsuoka í Moskva, að hann muni koma þar við á heimleið og þá sennilega hafa þar lengri viðdvöl. Matsuoka fór frá Moskva í gærkveldi áleiðis til Berlínar. Brezka Sonaliland er iú aftnr allt ú valdi Breta. HERSTJÓRN Breta í Kairo tilkynnti í gær, að brezku hersveitirnar, sem sóttu fram frá Berbera og Hargeisa í Brezka Somalilandi hefðu nó mætzt og þar með væri leiðin milli þessara borga opin. Bretar hafa einnig tekið hafnarborgina Zeila og má svo heita, að allt Brezka Somali- land sé nú aftur á valdi þeirra. ÞEIR, SEM FÓRUST MEÐ REYKJABORGINNI. (Frh. af 3. síðu.) i-sgötu 100, f. 12. okt. 1907;kvænt- ur Þórlaugu M. Sigur&aidóttur, 3 btírn, 9, 5 og B ára. Auk þess var einn farþegi með sklpinu: Runólfur SigUrðsson, skrifstofu Síjóri Fiskimálaneflndar, kvæntur, og átti 3 börn. JÚGÓSLAVÍA. (Frh. af 1. síðu.) arnir voru kallaðir svikarar við þjóðina og jafnvel hótað, að þeir skyldu myrtir, ef þeir skrifuðu undir nokkurt sam- komulag við Hitler-Þýzkaland. í allan gærdag er sagt, að Páli ríkisstjóra hafi einnig borizt mótmæli gegn samningamakk- inu við þýzka nazismanum og áskoranir um það, að verja landið gegn hverjum, sem á það vildi leita. Fregnir frá Belgrad í morgun hermar að búið sé að banna öll fundahöld og kröfugöngur, að öll crlof hafi verið stöðvuð í hernum, og lögregla sé allsstað- ar á verði á strætum og gatna- mótum. FUNDIR ®Ti TÍLKYNNlNGfíR ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka. Kosning fulltrúa til þingstúku o. fl. Hag nefnd:' Zophonías Pétursson, . Jónas Guðmundsson, Gunngeir Pétursson. Fjölsækið. Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni á morgun kl. 8,15 sr. Árni Sigurðsson. Útbreiðið Alþýðublaðið! ■ NÝJA BIÓ ■ Ærsladrósin frá Arizona. (ÁRIZONA WILDCAT.) Aðalhlutv. leikur af miklu fjöri hin 12 ára gamla Jane Withers og hinn bráðskemmtilegi Leo CariIIo. Aukamynd; Minnisverðir viðburðir. Filming the Big Thrills. Sýnd klukkan 7 og 9. SBGAMLA bio Kvæntar tvelmnr. (MY FAVORITE WIFE.) Ameríksk gamanmynd frá RKO Rdio Pictures. Aðal- hlutverkin leika: Irene Dunne, Cary Grant og Gail Patrick. Sýnd klukkan 7 og 9. wmmm Reykjavíkur Annáll h.f. + %im £ Revyan /B > verður sýnd annað kvöld kiukkan 8. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. wjteS 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. ^ Vegna fjölda áskorana. REVYAN Foiðum í Fiosaporti verður leikin í kvöld kl. 8. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1 í dag. — Sími 3191. NÝJAR VÍSUR! NÝIR BRANDARAR! LÆKKAÐ VERÐ EFTIR KL. 3. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er minntust mín á 90 ára afmæli mínu 18. þ. m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Katrín Eyjólfsdóttir. ÚTBREIBIB ALÞÝÐUBL AÐIÐ — 95 THEODORE DREISEH: JENNIE GERHARDT undir sinni umsjá vegna Lesters bróður hans, þar til að því kemur, að skilyrðum mínuim verður full- nægt. Og það er ósk mín, að systkini hans vinni hjá honum og undir stjórn hans að velgengni fyrir- tækisins, sem hann fær nú einn umráð yfir, þar til hann vill sjálfur haga því öðruvísi.“ Lester blótaði í laumi. Hann fölnaði, en hreyfði hvorki legg né lið. Hann langaði ekki til að láta verða þess vart, að það fengi neitt á hann. Það sem á eftir kom, skýrði nákvæmlega þann á- rekstur, sem orðið hafði þess valdandi, að Lester var hafður út undan. Herra O’Brien fullyrti, að þetta hefði verið vilji gamla mannsins. Rétt á eftir fékk Lester að vita, að í þrjú ár ætti hann að fá tíu þús- und dollara á ári. Á þessum þremur árum átti hann arniað hvort að yfirgefa Jennie, ef hann væri ekki þegar kvæntur henni og átti hann þá þegar í stað að fá sinn erfðahluta refjalaust, eða hann gengi að eiga hana og átti hann þá eftirleiðis að fá tíu -þúsund doll- ara á ári svo lengi sem hann lifði, en eftir dauða hans átti ekki að borga neitt, Jennie átti ekkert að fá. Ef Lester vildi ekki skilja við Jennie og ekkí ganga að eiga hana, átti að hætta að borga honum þessa tíu þúsund dollara eftir þrjú ár. Lester imdraðist það mjög, hversu nákvæmlega faðir hans hafði gert ráð fyrir öllu. Hann hafði grun um, að Róbert hefði verið hér með í ráðum, en um það gat hann auðvitað ekki vitað neitt með vissu. Róbert hafði aldrei látið beinlínis í ljós neinn fjand- skap í garð bróður síns. — Hver samdi þessa erfðaskrá spurði hann O’- Brien skömmu seinna. — Við vorum við það allir, svaraði O’Brien. —■ Það var mjög erfitt við það að eiga. Þér vitið, herra Kane, að það var erfitt að fást við föður yðar, þegar hann hafði ákveðið eitthvað. Hann var ósveigjanleg- ur. Auðvitað vitið þér, að við gátum engin áhrif haft á það, hvernig hann ráðstafaðí eignum sínum. Þetta var misklíðarefni milli ykkár feðganna. Mér var mik- ið á móti skapi að þurfa að skipta mér af þessari erfðaskrá. — Ég skil það vel, sagði Lester. — Hafið engar áhyggjur af því. Herra O’Brien létti stórum . Meðan erfðaskráin var lesin sat Lester grafkyrr og engin svipbreyting sást á honum. — Skömmu seinna stóð hann á fætur ásamt hin- um og brá á sig kæruleysissvip. Robert, Amy, Louise og Imogene urðu skrýtin á svipinn, en ekki var hægt að segja, að þau væru sorgbitin á svipinn. Lester hafði hegðað sér mjög óskynsamlega. Hann hafði neytt föður sitt til þessara ráðstafana, á því lék enginn efi. — Mér finnst gamli maðurinn hafa verið full- strangur, sagði Robert, sem hafði setið næstur Lest- er. — Ég bjóst ekki við því, að hann myndi gera þessar ráðstafanir. Ég hefði getað hugsað mér þetta allt öðru vísi. — Það skiptir engu máli, sagði Lester og brosti kuldalega. Imogene, Amy og Louise vildu reyna að hug- hreysta hann, en þær vissu ekki vel, hvað þær áttu að segja. Lester átti sjálfur sök á þessu öllu. Mér finnst pabbi ekki hafa farið rétt að ráði sínu, sagði Amy. En Lester vildi ekki hlusta á hana. — Ég skal sjá um mig, sagði hann. Hann fór strax að reikna í huganum, hversu mikl- ar tekjur hans yrðu, ef hann neitaði að fara að ósk- um föður síns. Honum reiknaðist þannig, að það myndu verða um tíu þúsund dollarar. Þegar fjölskyldufundinum var lokið fór hver heim til sín, og Lester fór heim með systur sinni. Hann vildi komast burtu úr borginni sem allra fyrst. Hann afsakaði sig með því, að hann hefði mikið að gera og náði í fyrstu lest, sem fór til Chicago. Föður hans hafði þá ekki þótt vænna um hann en þetta, hugsaði hann. Gat þetta í raun og veru verið satt? Hann, Lester Kane, átti aðeins að fá tíu þúsund dollara á ári, og það aðeins í þrjú ár! Hamingjan góða! Það getur hvaða lélegur skrif- stofumaður sem er unnið sér fyrir tíu þúsund doll- urum á ári. Hugsa sér, að hann skyldi geta hagað sér svona gagnvart mér. FERTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. Þessi tilraun til að beita Lester ofbeldi varð þess valdandi, að hann vildi ekki sjá ættingja sína um tíma. Honum var nú orðið það ljóst, að hann hafðí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.