Alþýðublaðið - 26.03.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1941, Síða 1
 RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Xm ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1941 73. TÖÍLUBLAÐ Hitler lýsir vfir hafnbaoni ð Islandi! Árásir boðaðar á allar sigl- ingar, til og frá landinu. ----_4,—-- Ameríkuferðirnar, strandferðlrnar og fiskiveiðarnar nn einnig fi hættn. -----»■.-.... Wp ÝZKA ÚTVARPIÐ tilkynnti hvað eftir annað í gærkveldi, að ** hafnbannssvæðið, sem ÞJóðverjar hefðu ákveðið umhverfis Bretlandseyjar í fyrrasumar, hefði nú verið stækkað og næði fram- vegis norður fyrir ísland, að austan, þaðan vestur að landhelgi Grænlands og suður með henni til Angmagsalik, en frá þeim stað suður Atlantshaf fyrir vestan fsland. Þýzka útvarpið sagði, að hvert það skip, sem færi um* þetta svæði ætti á hættu, að það yrði skotið í kaf og Þýzka- land teldi sér ekki skylt að bæta það tjón, sem af því yrði. í tiíkynningu útvarpsins var komist svo að orði, að „vegna hins ólögmæta hernáms Breta á dönsku eyjunni íslandi og vegna þess, að brezkir hafnbannsbrjótar notuðu ísland sem bækistöð, yrði ekki hjá því komizt að láta ófrið- arsvæðið ná yfir ísland.“ Tilraua til pess að svelta aila islenzka pjóðina. Með þessari yfirlýsingu þýzka útvarpsins, sem vitan- iega er gefin út af nazista- stjórninni, er ísland lýst í hafnbann á sama hátt og Bret- landseyjar. Ætlunin er að svelta okkur inni og stöðva allar siglingar til og frá landinu. Það er ekki lengur aðeins allur út- flutningur til Bretlands sem um er að ræða, heldur og allir að- flutningar að landinu, hvort heldur frá Englandi eða Ame- ríku. Og ekki verður annað séð en að strandferðum okkar og fiskveiðum sé stofnað í sömu hættuna og utanlandssigling- um, því að allt fer þetta fram á ,,ófriðarsvæði,“ eftir yfirlýs- ingu þýzku nazistastjórnarinn- ar, og hvert það skip, sem um það siglir, á á hættu, eftir því, sem hún segir, að verða skotið í kaf. Þeir, sem ekki skyldu hafa skilið það eftir árásirnar á skipin okkar undanfarnar vik- ur, ættu að minnsta kosti að sjá það af þessari yfirlýsingu þýzku nazistastjórnarinnar, -— hversu hlýjan hug hún ber í brjósti til minnstu norrænu þjóðarinnar. — Því er ekki gleymt, að lýsa yfir þeirri skoðun nazistastjórnarinnar, að ísland sé ,,dönsk eyja“ jafn- framt því, sem fyrirskipað er að svelta íbúa þess inni. Hér er vegið að allri ís- lenzku þjóðinni og hótað að ræna hana þeim einu mögu- í dómklrkjanni í gær I GÆR var haldin minning- arathöfn í dómkirkjunni um skipverjana á vélbátnum Hirti Péturssyni. Athöfnin hófst með því, að sunginn var sálmurinn „Legg þú á djúpið“. Þá flutti séra Jakob Jónsson minningarræðu, en að henni lokinni var sung- inn sálmurinn ,,Lýs milda ljós“ og að lokum sálmurinn „Hærra, minn guð, til þín“. Lík þess eina af skipverjum, ^em hefir fundizt, var flutt með Esju til Eskifjarðar í gær- kveldi. leikum, sem hún heíir til þess að sjá sér og börnum sínum farborða. ■; - 2 SPfTZBERGEN ArillirctíC , . ... Sonni/^ sKimoria fiin.M* Alachcjizie Bay tit i.y. • .-iKv timgOscar Saf\ . , *Slf-FJeming w /W - 1 Soi>t,<f JAN MAVtN S ' ^ ISLANO " ' * - r? Reykjavik faeroe /? GREAT líRITAIN ’ MRcriC _ C'KQlJ ICELAND SheUanú V /? Ráðgert að allir arar fari á saltfisk. -----»---- Fyrstl togarlnii fér i gær, 99Jén ÖiafssGin,66 firá Mlmiiis©. F' YRSTI Reykjavíkurtog- arinn fór á saltfisks- veiðar í gær. Það var „Jón Ólafsson“ frá Alliance. Fleiri togarar munu fara nú þegar héðan úr bænum á salt- fisksveiðar og er til dæmis á- kveðið að allir Alliancetogar- arnir fari á saltfisksveiðar jafn- óðum og þeir eru tilbúnir. Nokkrir togarar eru enn er- I lendis og er ekki vitað hvenær I þeir koma heim. Enn aðrir tog- arar eru í viðgerðum hér, en þeir munu fara á veiðar þegar þeir eru tilbúnir. Þá er ákveðið að allir togarar í Hafnarfirði fari á saltfisksveiðar undir eins og þéir eru tilbúnir, en nokkr- ir þeirra eru eirinig erlendis — eða í viðgerð heima. Vítanlega auka saltfisksveið- ar togaranna mjög atvinnu land Frh. á 2. síðu. Kort af norðurhöfunum, spm gefur nokkra hugmynd um hiS stækkaða hafnbannssvæði Hitlers. , - - , - i ______ Óeirðir í Jngðslavíu ðt af sðttmálagerðimi i fin ? ... ■-» Talsímiasaiasbaiidiiiu við Eelgrad var skyndflega slitið i nétt. — ♦-------—~ "O REGNIR, sem bárust frá Júgóslavíu í gærkvcldi, sögðu að •i- megn gremja hefði gripið alla þjóðina yfir sáttmálagerð- inní við möndulveldin í Vínarborg í gær og væru mótmælafund- ir og kröfugöngur haldnar um allt landið og hundruð manna hefðu þegar verið handteknir. Ostaðfestar fregnir bárust einnig um óeirðir og jafnvel upp- reisnir í Serbíu og Montenegro, en fréttirnar eru mjög ógreini- Iegar, því að skeytaskoðun var fyrirskipuð í Belgrad strax í gær og talsímasambandi borgarinnar við umheiminn var skyndilega slitið í nótt. 1 frétttmum i gærkvöldi var sagt frá því að flugmiðum hefði verið dreift í Belgrad iog öðrum borgtun Júgóslavíu, þar sem svo væri að lorði koniizt, að þjóðin hefði verið svikin og sjálfstæði hennar ofurselt á smán arjegan hátt. Jafnframt var skor- að á menn að hefjast handa til þess að bjarga heiðri landsins. Margir herforingjar voru sagð- ir hafa neitað því að beygja sig fyrir samkomujaginu í Vín og voru sumir þeirra 'Og fjöldi ann- arra einstaklinga í gærkvökii komnir yfir grísku landamærin til þess að ganga í lið með GrikkjUm. í Útvarpið í Ajxenu siagði í gær- kvöldi, að Grikkir tryðu því ekki, að Serbar, sem ættu eér svo glæsi lega söigu, ieyfðu það, að land þeirra yrði notað til þess, að reka xýtinginn í bak hinniar grísku þjóðar, sem nú ætti í vök að verjast. Júgóslavnesku ráðhermrnir fóru heimleiðis frá Vín strax i gæri Var því lýst opinberlega ýfir eftir að sáttmálinn við möni- ulveldin hafði verið undirritiaður, að Þýzkaland og ítalía myndU ekki gera^neiraar kröfur til lan-da á kostnað JúgósLavíu og ekki heliur fara fram á leyfi til her- fiutninga yfir landið. En strax í gærkvöldi var farið að hóta því í útvarpinu i Berlín að þýzkt herlið yrði sent inn í Júgóslavíu, til þess að skakka leikinn, ef til óeirða kæmi þar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.