Alþýðublaðið - 27.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1941, Blaðsíða 2
mtMTUÐAGim 27. MAEZ 1941 ..'j •W-r;'----—r—i....." ---- ~~~ ALf>ÝÐUFLOKKSFéLAG REYKKJAVÍKUR: r félagsins verður haldin í Iðnó n.k. laugardag ag hefst kl. 8.30. íi Til skemmtunar verður: 1. Skemmtunin sett. Samdrykkja hefst. 2. Söngkórinn Harpa syngur nokkur lög. ^3. Formaður félagsins, Haraldur Guðmundsson: Ræða. # 4. Upplestur. 5. Söngkórinn syngur enn nokkur lög. 6. Leikhópur félagsins sýnir fjörugan norskan gaman- leik: „Upp til selja.“ * AÐ SÍÐUSTU VERÐUR D A N Z A Ð . / v / Aðgöngumiðar verða seldir í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins og í skrifstofu félagsins eftir kl. 1 á morgun. Skemmtinef ndin. ORBSENDING til banpeoda AlbýðnUaðsias ðt nm land. Alþýðublaðið hefir, sem kunnugt er, verið selt lægra verði utan Reykjavíkur og nágrennis. Nú hefir verð blaðsins í Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni, verið hækkað í kr. 3,00 um mánuðinn, vegna sí- vaxandi útgáfukostnaðar. Óhjákvæmilegt er að blaðið hækki nú líka nokkuð út um land og hefir sú hækkun verið ákveðin þannig, að blaðið kostar nú kr. 6,00 um ársfjórðung, í stað kr. 5,00 áður, og kemur þessi hækkun til framkvæmda frá 1. apríl n.k. í lausasölu kostar blaðið nú kr. 0,15 hvert einstakt blað. Gjalddagar blaðsins eru þeir sömu og áður og eru kaup- endur vinsámlega beðnir að senda greiðslur sínar í rétta gjalddaga. Aðalfnndor Bygginga siMinnnfélags Reyitiavíknr AÐALFUNDUR Byggingar- samvinnufélags Reykja- víkur var haldinn í Kaupþings- salnum síðastl. mánudagskvöld. Formaður félagsins Guðlaugvr Rósinkranz yftrkennaai skýröi frá starfi félagsins á síðastliðnu áxi og ræddi jafnframt Um framtfð arstarf þess. Eingin hús höfðu verið byggð á árinu, þar eð erf- ið.'eikar af völdum stríðsiss höfðu stöðvað framkvæmdir. Gefrði hann grein fyiir ýmsum ráðstöfunum sem gerðar höfðu verið til fjár- hagslegs öryggis fyrir félags- menn og möguleikum til breyt- inga á hinu enska byggingarláni fé’agsins í íslenzk lán. Þar næst ræddi formaður um nýbyggingar á komandí sumii. Gerðar höfðu verið teikningar af sambygging- um og fcostnaðaráætlanir. Bygg- ihgarkostnaður var samkvæmt þessum áætlunum talinn 70—80% hærri en sfðast þegiaff félagið byggði fyrir tveim árum. Þá gat törmaður þess að hann hef ði leit- að fyrir sér um lán og væri út- lit fýrir að það fengist með góð- um kjörum. Lóðir fengjust einn- ig á góðum staö. Telidi formað- ur það að visu ekki glæsilegt að hefja nýbyggingar nú, en bygg ingarkostnaður mundi vafataust hækka frá því sem nú væri og haldast hér alllengi, en þörf væri hér fyrir nýbyggingar, þar eð fólkinu fjölgaði um þúsund manns á ári i bænum. Hann hefði því talið sjálfsagt að stjóm féiagsins gerði nauðsynlegan und irbúning, svo að félHgsmönmum, þeim er óskuðu, gæfist kostur á að byggja sér íbúðir. Þá fór frám stjómarkDsning. Or stjórninni gengu Guðl. Rósin- kranz, yfirkennari og E'ias Hall- dórssön skrifstofustjóri og vora þeir endurkosnir. Fimlefkasýn- ing Ármanns ÍÞRÓTTAHÚS Jóns Þorsteins sonar var troðfullt áhorf- enda í gærkveldi á 2. sýningu fimleikaflokks Ármanns. Töktisit sýningamar ágætlega. Mesta aðdáun vöktu jafnvægis- æfingar stúlknanna. Karlfiokkarnir vöktu einnig 6- skifta hrifningu. I kvöld haida Ármenningamir þrfðju sýningu sfíia. ALÞVÐUBLAÐH) raðstafanir stjórnarinn i |AK , Frh. af 1. gíðit. kaflega erfiðar. Mátti meðal annafs ráða það af því, hve þýzka útvarpið taldi það mikið þrekvirki, er þýzku flugvélinni tókst að fljúga hingað í vetur. Alþýðublaðið hefir heyrt að aðallega muni vera rædd eftir- talin atriði: Um skilyrði fyrir brottflutn- ingi úr bæntun. Um vörudreifingu. Um að koma í veg fyrir að vörubirgðir séu hafðar í stórum stíl á hafnarbakkanum. Um víðtækara og skipulagð- ara lið til hjálpar, ef loftárásir bæru að höndum o. s. frv. Þess er fastlega að vænta, að allur almenningur sýni fullan þegnskap í sambandi við þessi mál — og hlýði í einu og öllu þeim fyrirmælum, sem honum verða gefnar. Hefmfldtti að taka sveita ikéla ofl Mnflhfis. Þá mun ríkisstjórnin hafa í undirbúningi frumvarp um, að taka megi þegar í stað öll skóla- hús og öll þinghús í sveitum landsins fyrir dvalarstaði fyrir fólk, og þá fyrst og fremst börn, úr stærstu bæjunum. En Barna- vemdarráð og Rauði Kross ís- lands hafa, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, allan undirbúning á hendi um brottflutning barnanna. JCGOSLAVIA Fxh. af 1. síðu. Amery sagði, að það væri ekki of seint fyrir júgóslav- nesku þjóðina að ónýta gerðir stjórnarinnar og bjarga heiðri og sjálfstæði sínu. Stjómin hefði ekki ráðgast við þjóðina um undirskrift sáttmálans við möndulveldin, þó að lýðræði ætti að vera ríkjandi í landinu. Skoraði Amery að endingu á Júgóslava, að krefja stjómina reikningsskapar og neyða hana til þess að fara að þjóðarviljan- um. -at ■ a Molasyknr | , •fSKBdMBXSyi Hrfsgrjon fislenskt sm|ðr Verzl. FELL Semelíu-grjón. Sago í pökkum. Com-Flakes. All-Bran. Bygggrjón. Maizene. Tjamargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvalíagðtu 1. — Sfani 1678. ------UM DAGINN OG VEGINN------------------ Byrjað er að moka ofan í hitaveitugryfjumar. Þverlægðirn- ar í götunum. Ódýri fiskurinu á bryggjunni. Bréf frá karlin- um í Garðinum um dagskrár útvarpsins um helgar. Þrælkun sendisveina og samtök þeirra. Kapphlaupið um hylli kvenna. ----— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ------- IGÆR var eitthvað lítils hátt- ar unnið að því að moka of- an í hitaveitugryfjurnar, en seint gekk það. Hins vegar er mér sagt að það sé í ráði að moka ofan í þær allar, eða gera þær á ein- hvern annan hátt hættuminni en þær hafa verið. Við fögnum því öll, ef þetta verður gert, en ekki er ég þó viss um það, fyrr en ég sé að byrjað er á því fyrir alvöru. BIFREIÐARSTJÖRI skrifar mér: ,,Ég þakká þér fyrir skrif þín um göturnar og umbúnaðinn á þeim. Allt er það reginhneyksli og óskiljanlegt að göturnar skuli vera hafðar svona. Ekki vantar bæinn þó peninga, að því er sagt er, og einmitt til viðhalds gatn- anna greiðum við bæjarbúar of fjár árlega. En eitt vildi ég benda þér á, sem þú hefir ekki gert að umtalsefni, og það eru þverlægð- irnar í götunum. Þessar þverlægð- ir hafa myndazt á þann hátt, að göturnar hafa verið grafnar sund- ur og síðan verið fyllt upp í skurð- ina svona myndarlega. Þessar þverlægðir eru búnar að kosta bif- reiðaeigendur hér í bænum tugi þúsunda króna. Við brjótum fjaðrirnar í þeim og það verður að hafa alla aðgæzlu þegar farið er yfir þær — og það dugir ekki samt.“ ÞAÐ VAR töluverður handa- gangur á bryggjunni í gær, þegar ódýri fiskurinn úr „Snorra goða“ var seldur þar. Þarna fekkst ein karfa, eða um 35 kg. af ágætum fiski fyrir einar 10 krónur, og það voru góð kaup á móts við það, sem við höfum orðið að kaupa fiskinn undanfarið. Margir notuðu sér þetta líka, keyptu eina eða tvær körfur og hófu svo aðgerð og sölt- un í heimahúsum. Fiskurinn var mjög góð ýsa. KARLINN í GARÐINUM skrif- aði mér nýlega nokkur bréf. Hér er eitt um „raddir í Útvarpstíð- indum“: „Einhver verndarvættur kvikmynda- og kaffihúsa-setuliðs- ins, ég býst við í Reykjavík, er að berjast fyrir því, að fá dagskrá út- varpsins breytt þannig, að sem minnst sé haldið til laugardags- kvöldanna, því að þá eigi unga fólkið völ á svo mörgu góðu út á við. Ég vil spyrja: Hvaða kvöld eru það t. d. í Reykjavík, sem ekki er einhver skemmtun á boð- stólum? Nýlega var tilkynnt að re- vya yrði sýnd á mánudagskvöld, svo var önnur skemmtun næsta kvöld o. s. frv. o. s. frv. Ég veit ekki hvað það gæti verið í út- varpinu, sem gæti haldið heima fyrrnefndu setuliði, það þarf allt- af að hafa jafnt fyrir augað og eyrað.“ „ÞAÐ ER svo sem auðséð, að þessar raddir eru ekki að hugsa um þá, sem búa í sveit eða smá- þorpum. Það er eins og þeim finn- ist útyarpið eingöngu fyrir Reykja vík og stærri kaupstaðina. Nýlega las ég rödd af Akureyri, sem býðst til að undirstrika þessa „Reykja- víkurrödd“. Þessi „Akureyrar- rödd“ ber sig hörmulega yfir því, hvað fólkið sæki illa skemmtanir sínar, og kennir það útvarpinu. Ég vildi meina að óskandi væri eftir svo góðum skemmtiatriðum í út- varpinu, að fólkið sem flest tæki þau fram yfir allt annað, sem á boðstólum er, og sæti heima. Þær eru margar þessar skémmtanir ekki svo merkilegar, oftast bara til að „trekkja peninga“ af fólki, sem svo enginn hefir gagn af nema helzt þeir, sem ekki vilja annað gera en sýna sig fyrir peninga með ómerkileg fíflalæti." „ÞAÐ ER NÚ SVO frá mér að sjá, þar sem ég veit til, að fólk úti um sveitir og við sjó og þö einkum , til sveita hefir ekM einu sinni kvöldin frí tll þ.ess sððt. njóta leikrits í útvarpi utan helgi- daga, því ennþá eiga flestir þá að mestu leyti fría. Legg ég því til að útvarpið taki upp þann sið, a® birta leikritin á sunnudagskvöld- um.“ ÞAÐ1 HEFIR lítið farið fyrir samtökum sendisveina hér I Reykjavík undanfarið. Félag þeirra dofnaði eftir að komrai|i- istar fóru að ,,spekúlera“ í því, hvort þeir gætu ekki notað dreng- ina. Nú hefir félagið verið endur- reist. Væri ekki vanþörf á því fyr- ir drengina að reyna að bæta kjör sín á einhvern hátt. Mér er kunn- ugt um, að sum fyrirtæki bókstaf- lega þrælka drengina, leggja á þ» allt of þungar byrðar og láta þá hafa næstum ótakmarkaðan virnrn tíma. SLÍKT ÁSTAND er til algerrar vansæmdar og ætti að varða viS lög að þrælka unglinga. Sendi- sveinar verða að reyna að kippa þessu í lag. Þeir hafa nú reynslm af því, að þegar félag þeirra starf- aði tókst að fá ýmsar umbætur, en eftir að fór að dofna yfir þvi, komst allt í gamla horfið um rétt- leysi þessara pilta, kaupkúgun og þrælkun. Það er þó sjálfsagt á® taka það fram, að það er langt frá því að það sé algengt að fara illa með sendisveina, en dæmiis. eru allt of mörg, og það er alveg óþarfi fyrir sendisveina að þola þau. Áfram nú, strákar! KAPPHLAUPIÐ um hylli kven- fólksins er víða óhyggjuefni, víðar en hér. Við þekkjum það hér úr Austurstræti á kvöldin og höfum þekkt það í mörg ár, að bifreiðár með strákum fara í hægðum sín- um eftir götunni og reyna að fé stúlkur til að koma inn í þær. Af þessu stafar engin hætta hér, eða hefir ekki gert. Hins vegar er eng- in ástæða til að þola slík boð af ókunnum mönnum. Ég las smá- grein í enska blaðinu „Daily Her- ald“ nýlega um svona mál. Þar er stúlkum ráðlagt að leggja sér á minni númer bifreiða, sem þannig eru notaðar og tilkynna þau síðaa lögreglunni. ÞAÐ ER ALLTAF verið að á- fellast reykvíksku stúlkurnar, og ef til vill er hægt að finna aö ýmsu í fari þeirra. En ég spyr: Hvaða vernd er þeim veitt? Hvað myndi lögregluþjónn hér gera, ef stúlka kæmi til hans og segði hon- um að tiltekin bifreið hefði stöðv- að sig og ókunnir menn reynt að fá sig í bifreiðina? Ég hugsa að hann myndi láta góðlátlegt bros nægja. Hannes á horninu. fiott verð Bollastell, 6 m..... kr. 25.0Í Matarstell, 6 m. . . ■— 55.0Í Matarstell, 12 m. . . — 80.75 Matardiskar, djúpir og grunnir ............ — Í.5# Matskeiðar og gafflar — 1jB§ Borðhnífar, ryðfríir — 1.9® Bollapör .............. — 1,10 Vatnsglös ............. — O.S® Þvottaföt, em. .... — 2.3S Náttpottar ............ — 3.15 Uppþvottaskálar ... — 3.60 I. SiaariMi & BJiruiu Bankastræti 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.